Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 1

Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 1
F I M M T U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 229. tölublað . 109. árgangur . KYNNA NÝJA OG FRAM- SÆKNA HLUTI ÉG HEF ALLTAF HAFT ÞESSA ÞÖRF GETUR GERVI- GREINDARFORRIT NÝST LESBLINDUM? NÝ LJÓÐABÓK RAGNHEIÐAR 14 HINRIK JÓSAFAT ATLASON 24RIFF HEFST Í DAG 64 _ Verið er að flýta störfum lands- kjörstjórnar til þess að unnt sé að koma kjörbréfum til þingmanna og kalla saman þing, en það fellur í hlut þingsins að kjósa í kjör- bréfanefnd sem mun meðal annars fjalla um framkvæmd kosning- arinnar í Norðvesturkjördæmi. Al- þingi sker svo úr um, í samræmi við ákvæði stjórnarskrár, hvort þingmenn eru löglega kosnir. Útlit er fyrir að öðrum þing- störfum verði frestað enda fátt talið hægt að setja á dagskrá fyrr en mynduð hefur verið ný ríkis- stjórn. Alls taka 25 nýir þingmenn sæti á Alþingi en sumir þeirra, í öllum kjördæmum, ættu á hættu að detta af þingi yrði kosið á ný í Norð- vesturkjördæmi. »2, 4, 16, 34 Úthlutun kjörbréfa til þingmanna flýtt Sólarrýrt sumar var í Reykjavík, skrifar veðurfræðingurinn Trausti Jónsson á facebook-síðu sinni. Vekur hann athygli á að það hafi verið það sólarrýrasta í hundrað ár. „Það eru að- eins 1913 og 1914 sem eru svipuð. Þetta er líka í fyrsta skipti sem sólskinsstundir vorsins eru fleiri en sumarsins. Af- skaplega óvenjulegt svo ekki sé meira sagt.“ Þá féll ársmet í vindhraða í illviðrinu í gær í Botni í Súg- andafirði að sögn Trausta. „Þar er sjaldan hvasst. Vindur fór þar í 22,6 m/s, en hviða í 39,7 m/s.“ »6 Morgunblaðið/Eggert Sólskinsstundir í Reykjavík ekki færri í hundrað ár Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að ef yfir- völd hefðu hlustað á ítrekuð varn- aðarorð SI í gegnum tíðina hvað varðar skort á framboði á íbúðarhús- næði væri þjóðfélagið ekki í þeirri stöðu sem það nú er í. „Við viljum stöðugleika á þennan markað og að uppbygging sé í samræmi við þörf. Þannig er það ekki í dag.“ Seðlabankinn ákvað í gær að setja reglur um hámark greiðslubyrðar um fasteignalán í hlutfalli við tekjur neytenda. Takmarkast hún nú við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Tryggja á með reglunum að fólk sé ekki að taka of mikla áhættu í sínum fasteignakaupum. Flöskuháls Ingólfur bendir á að áframhald- andi ójafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar á húsnæði ýti verðinu upp. Hann segir aðgerðir bankans fyrirbyggjandi og hafi ekki áhrif til skamms tíma. Eina lausnin sé að auka framboð á lóðum „Þar er flöskuhálsinn, eins og við höfum lengi bent á. Sveitarfélögin hafa haldið að sér höndum í þessum efn- um. Það sem Seðlabankinn er að gera núna hefur áhrif á eftirspurnina en framboðshliðin er rót vandans,“ staðhæfir Ingólfur. Ekki hlustað á varnað- arorð um íbúðaskort - SÍ reynir að slá á eftirspurn - Lóðaskortur rót vandans MLítið framboð íbúða vanda... »32 26 TENERIFE WWW.UU.IS ° 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSV ÖRUM ALLT AÐ 23. SEPTEMBER - 6. OKTÓBER HEILSUDAGAR Í NETTÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.