Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Starfsemi skotvalla á Álfsnesi í Reykjavík samræmist ekki land- notkun samkvæmt aðalskipulagi. Aldrei var gert deiliskipulag af svæðinu. Þess vegna felldi úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) úr gildi starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur (SR) og starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur (Skot- reynar). ÚUA kvað upp tvo úrskurði föstu- daginn 24. september sl. um starfs- leyfi umræddra skotvalla. Í fram- haldi af niðustöðu ÚUA afturkallaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfsleyfi beggja svæðanna. Þau eru því lokuð. SR fékk endurnýjað starfsleyfi 11. mars sl. og Skot- reyn 4. maí. Leyf- in voru til tveggja ára. Upphaf málarekstursins var þeg- ar íbúar og landeigendur í nágrenni Álfsness kærðu ákvarðanir Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfin. Þess var krafist að þau yrðu felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hlutlausir aðilar mældu mengun í sjó og við strönd neðan við aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur og að óháður aðili verði fenginn til að gera hljóðmælingar, jarðvegsmælingar og mælingar á blýmengun við strönd og sjó norðan við aðstöðu Skotreynar. Deiliskipulag aldrei gert Fram kemur í úrskurðunum að ekkert deiliskipulag sé til fyrir svæð- ið en samkvæmt aðalskipulagi er það skilgreint sem hafnar- og iðnaðar- svæði. Svæðið hafi frá upphafi verið ráðgert til tímabundinna afnota. Vegna kvartana íbúa taldi skipulags- fulltrúi nauðsynlegt að setja ströng skilyrði um notkunartíma svæðisins og bann við notkun blýhagla. Þá var ekki mælt með því að gefa út starfs- leyfi til lengri tíma en tveggja ára. ÚUA komst að þeirri niðurstöðu í báðum tilvikum að sú starfsemi sem var heimiluð með hinum kærðu starfsleyfum samræmdist ekki land- notkun umræddra svæða eins og hún er tilgreind í aðalskipulagi. Af þeim sökum voru hin kærðu starfsleyfi felld úr gildi. Engar skotgreinar utanhúss „Þetta þýðir að skotíþróttir utan- húss leggjast af í Reykjavík. Við get- um ekki heldur sinnt verklegum þætti skotvopnanámskeiða sem Um- hverfisstofnun heldur. Landsliðsfólk okkar og aðrir skotíþróttamenn geta ekki lengur æft þarna. Það var skellt í lás fyrirvaralaust og við fengum ekki neinn fyrirvara,“ segir Guð- mundur Kr. Gíslason, framkvæmda- stjóri SR. Félagið er elsta starfandi íþróttafélag landsins og var stofnað 2. júní árið 1867. Á svæði þess eru fjórir haglabyssuvellir og riffilsvæði með 18 brautum. Undanfarið hefur svæðið verið opið fjóra daga í viku. Guðmundur segir að lokun svæð- isins fylgi mikill tekjumissir fyrir SR. Launaðir starfsmenn hafa séð um rekstur svæðisins og nú verður að segja þeim upp. Þá segir Guð- mundur það bagalegt fyrir seljendur skotvopna að missa svæðið því þeir hafi notað það til að stilla byssur sem þeir selja. Einnig hafa margir hrein- dýraveiðimenn tekið þarna skotpróf sem yfirvöld krefjast áður en haldið er til veiða. Stendur upp á borgina „Þessi lokun verður til þess að skotmenn í höfuðborginni þurfa að aka langar leiðir til að komast á riff- ilvelli t.d. í Höfnum eða Þorláks- höfn,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að Smáþjóðaleikarnir hafi verið haldnir á svæði SR 2015. Það sé eina skotæfingasvæði landsins sem getur tekið við slíkum viðburði. Guðmundur segir ljóst af úrskurði ÚUA að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið rétt að skipulagsmálum og fyrir það sé skotmönnum refsað. „Það stendur klárlega upp á borgina að leysa þetta mál. Fyrst að ákveða hvort þarna á að vera skotsvæði og ef svo er að gera deiliskipulag,“ segir Guðmundur og bendir á að ÚUA hafi ekki tekið afstöðu til kvartana um hávaða eða mengun. „Við vorum í viðræðum við borg- ina um að leysa þau atriði sem íbúar höfðu kvartað yfir. Til dæmis að færa til haglabyssuvelli og bæta hljóðvarnir, að koma í veg fyrir mengun og fleira,“ segir Guðmund- ur. Hann áætlar að það kosti minnst um 400 milljónir að færa aðstöðu SR á annan stað. Skipulagsmál stoppa skotæfingar - Skotæfingavellir á Álfsnesi samræmast ekki landnotkun í aðalskipulagi - Deiliskipulag var aldrei gert - Vellir SR og Skotreynar lokaðir - Borgarinnar að leysa málið, segir framkvæmdastjóri SR Ljósmynd/SR Álfsnes Á skotíþróttasvæði SR er 18 brauta riffilsvæði, sem sést á mynd, og fjórir haglabyssuvellir. Á æfingasvæði Skotreynar eru fimm haglabyssuvellir. Guðmundur Kr. Gíslason Tvö tilboð bárust í umferðarörygg- isaðgerðir í Borgarnesi, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudaginn. Borgarverk ehf. í Borgarnesi bauðst til að vinna verkið fyrir krónur 148.754.000 og PK Verk ehf., Hafnarfirði fyrir krónur 164.309.790. Áætlaður verktaka- kostnaður var 130 milljónir króna. Framkvæmdir við Hringveg í Borgarnesi felast í breytingum á gatnamótum Hringvegar og Hrafnakletts og uppsetningu gönguljósa. Einnig verða lagfær- ingar á hraðahindrun við göngu- þverun Hringvegar við Klettaborg og lagfæring á gönguþverun við Vegagerðina. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júní 2022. Unnið er að því yfirfara tilboðin. sisi@mbl.is Umferðaröryggi verður bætt í Borgarnesi www.gilbert.is VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR GILBERT ADVENTURER N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.