Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hið nýja varðskip Íslendinga, Freyja, er væntanlegt til landsins í nóvember. Freyja er stærri og að sumu leyti öflugri en flaggskip Landhelgisgæslunnar, Þór. Með til- komu hins nýja varðskips eykst björgunargeta Landhelgisgæsl- unnar á hafinu til muna enda skipið sérlega vel búið til björgunar- og löggæslustarfa. Í byrjun mars sl. tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu hennar um kaup á nýju varðskipi, sem myndi fá nafnið Freyja. Við slipptöku á varðskipinu Tý í janúar kom í ljós að tveir af tönkum skipsins voru ónýtir sökum tæringar og sjókælikerfi skipsins lak. Því til viðbótar kom í ljós alvar- leg bilun í aðalvél. Var ekki talið svara kostnaði að lagfæra skipið. Þjónaði áður olíuiðnaðinum Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Ís- lands efndu til alþjóðlegs útboðs vegna kaupa á varðskipi. Bárust fimm tilboð en einungis tvö þeirra reyndust gild og var lægra tilboðinu tekið. Það var frá fyrirtækinu Unit- ed Offshore Support GmbH og nem- ur kaupverðið rúmum 1,7 millj- örðum íslenskra króna. Skipið var smíðað í Suður-Kóreu árið 2010 og hét fyrstu árin Vittoria. Það hefur fyrst og fremst þjónustað olíu- iðnaðinn. Hið nýja varðskip Freyja er 4.566 brúttótonn og er nokkru stærra en Þór, sem er 4.049 brúttó- tonn. Mesti ganghraði er 17 mílur á klukkustund. Skipið er 86 metra langt og 20 metra breitt og vel búið að öllu leyti. Það er að mörgu leyti svipað Þór en býr þó yfir mun meiri dráttargetu, eða 200 tonnum. Skipið er mjög vel búið dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog. Vistarverur eru fyrir 35 manns og gott þilfarspláss sem gerir skipið einstaklega vel búið til að flytja björgunarbúnað þegar samgöngur á landi bregðast. Þá er Freyja útbúin sambærilegum ísklassa og varð- skipið Þór. Nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar héldu til Hol- lands á dögunum og fengu kennslu á varðskipið Freyju. Létu þeir vel af skipinu. Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að Freyja verði afhent í litum Gæsl- unnar í Rotterdam í Hollandi seinni hluta október og verði komin til landsins í nóvember, upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi. Eng- ar breytingar þarf að gera á skipinu en búnaður úr varðskipinu Tý verð- ur færður yfir í Freyju. Gert er ráð fyrir að skipið verði útbúið fallbyssu eins og önnur varðskip Gæslunnar. Landhelgisgæslan og dómsmála- ráðuneytið hafa í sameiningu tekið þá ákvörðun að heimahöfn varð- skipsins Freyju verði Siglufjörður og njóti skipið þjónustu þar og á Ak- ureyri eftir þörfum. Þór verður sem fyrr gerður út frá Reykjavík. Þess- ari ráðstöfun er ætlað að tryggja ör- yggi sjófarenda, landsmanna og auð- linda í hafi. „Með auknum skipaferðum um norðurslóðir fjölgar ferðum stórra flutninga- og olíuskipa með austur- og norðurströnd landsins. Útlit er fyrir að ferðum skemmtiferðaskipa fjölgi einnig og þarf ekki að fjölyrða um þær hættur sem lífríkinu eru búnar ef eitthvað hendir eitt af þess- um skipum. Þá geta klukkustundir til eða frá skipt sköpum,“ segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Þessi ráðstöfun er í samræmi við ábendingar sérfræðinga, sem komið hafa fram í skýrslum um norð- urslóðir. Ægir og Týr úr þjónustu Með Þór í Reykjavík og Freyju í Siglufirði verður viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar umhverfis landið aukin frá því sem nú er. Í 6. gr. fjárlaga ársins 2021 kemur fram að heimilt sé að selja varðskipin Tý og Ægi og leigja eða kaupa hag- kvæmari skip í staðinn. Þetta eru systurskip, smíðuð í Danmörku, Ægir 1968 og Týr 1975. Ægi var lagt fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að taka Tý úr þjónustu. Bæði skipin hafa reynst af- ar vel við gæslustörfin undanfarna áratugi. Einnig gegndu þau veiga- miklu hlutverki í þorskastríðunum sem við háðum við Breta fyrr á árum. Freyja er öflugt björgunarskip - Hið nýja varðskip Íslendinga er væntanlegt til landsins í nóvember - Sérlega vel búið til björg- unar- og löggæslustarfa - Viðvera í Siglufirði tryggir skjót viðbrögð við atburðum á norðurslóðum Mynd/Gæslan/Navis Varðskipið Freyja Á þessari mynd er búið að færa skipið í liti Landhelg- isgæslunnar. Freyja er frambyggð og líkist að mörgu leyti varðskipinu Þór. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipin þrjú Þór, Týr og Ægir í Reykjavíkurhöfn. Þau síðarnefndu hverfa úr flotanum eftir dygga þjónustu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Í brúnni Nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fengu kennslu á varð- skipið Freyju. Garðar Nellett háseti og Einar H. Valsson skipherra. www.danco.is Heildsöludreifing Haust- og jólalínan komin í hús Tímabókanir í sýningarsal í síma 575 0200 Opið alla daga 8.30-16.30 nema föstudaga 8.30-15.45 Fyrirtæki og verslanir Járn Hreindýr gold 60x125 cm Járn Hreindýr gold 58x125 cm Púði EG hvítur 45 cmStrá Natrual 3 teg. 78 cm Vasi Glaze cream 22x26 cm Kertaglas Leafs 15x15 cm Vasi Matte Svargrár 19x41 cm Grenikrans Malmö 50 cm Winter bliss 17.995 kr. St.36- 40 / 2 litir SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS HLÝIR VETRARSKÓR Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.