Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU
ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
Sturtustólar og kollar í
miklu úrvali með og án
snúningsdisks.
Einfaldir í notkun, með
hæðarstillanlegum
og stöðugum fótum.
Verð frá: 9.350,-
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Það er auðvelt að taka menntun
sem sjálfsögðum hlut, þangað til
maður kynnist betur þeim sem fá
ekki sömu tækifæri vegna líkamlegs
ástands sem þeir ráða ekki við og
mæta takmörkuðum skilningi á.“
Þetta segir Hinrik Jósafat Atla-
son, stundakennari við Háskólann í
Reykjavík, í samtali við Morgun-
blaðið um Atlas Primer, kennslu-
forrit byggt á gervigreind, sem
hann vinnur að og er ætlað að vera
eins konar einkakennari nemenda,
sem stríða við sértæka námsörðug-
leika á borð við lesblindu, eða eiga af
öðrum ástæðum í vandræðum með
hefðbundið nám, sem byggist á
lestri og lesskilningi.
„Ég man vel eftir jafnöldrum mín-
um, sem fundu sig aldrei í mennta-
kerfinu. Mögulega lá áhuginn bara
annars staðar en mögulega voru
þeir að glíma við eitthvert líkamlegt
ástand eins og lesblindu, sem gerir
þeim erfitt fyrir að lesa, þrátt fyrir
eðlilega greind,“ rifjar Hinrik upp,
sjálfur faðir tveggja og fimm ára
drengja, en hann kennir viðskipta-
greind við tölvunarfræðideild HR og
hagnýta upplýsingatækni við við-
skiptafræðideildina.
Á bóndabæ í Noregi
Hinrik skartar meistaragráðu í
gervigreind frá háskólanum í Essex
á Englandi og má segja að leið hans
í háskólanám hafi verið allóhefð-
bundin, hann ólst upp í Garðabæ og
fluttist til Noregs árið 2000 þar sem
hann fékk vinnu á bóndabæ, en veg-
ir virðast sannarlega liggja til allra
átta úr norskum landbúnaði sé litið
til viðtals Vignis Arnarsonar bónda í
Noregi við Morgunblaðið í síðustu
viku.
Leið Hinriks þaðan lá nefnilega til
Danmerkur í háskólanám í tölvunar-
fræði áður en hann hélt í áðurnefnt
nám í Essex. Að því loknu flutti
hann til Barcelona á Spáni í
forritarastarf hjá sænska fyrir-
tækinu Transcom. „Þaðan lá leiðin
aftur til Noregs þar sem ég vann
sem stjórnunarráðgjafi, þangað til
ég kom aftur heim árið 2011 og hóf
störf hjá [upplýsingatæknifyrirtæk-
inu] Advania. Árið 2015 stofna ég
mitt eigið ráðgjafarfyrirtæki en sný
mér svo alfarið að Atlas Primer árið
2020,“ segir Hinrik frá.
Kennsla hans við HR hófst árið
2013 og var þar um að ræða lið í
samstarfi HR, Advania og Microsoft
á Íslandi um að tengja skólakerfið
atvinnulífinu betur. Hinrik segir
áfangana, sem hann kennir, við-
skiptagreind og hagnýta upplýs-
ingatækni, kallast mikið á, annar
kenni tölvunarfræðingum að hugsa
um viðskiptalegan ávinning þess,
sem þeir hafa fram að færa, en hinn
kenni viðskiptafræðingum að til-
einka sér tæknina og þannig verða
meira sjálfbjarga og ná forskoti á
vinnumarkaði.
Fátt breyttist í Covid
„Ég hef alla tíð lagt mig fram um
að hafa námið eins nútímalegt og
hægt er,“ segir kennarinn. „Þannig
hafa allir fyrirlestrar verið teknir
upp og aðstoð við nemendur er líka í
boði í gegnum fjarfundi, svo allir eigi
auðveldara með að stunda námið,
líka þeir, sem voru til dæmis heima
með veikt barn eða þurftu að sinna
öðrum áskorunum sem lífið á það til
að leggja fyrir. Þegar Covid skellur
svo á breytast mínir kennsluhættir í
raun ósköp lítið því allt var þá þegar
orðið meira eða minna rafrænt.“
Hinrik segist ekki hafa verið fróð-
ur um lesblindu þegar hann steig sín
fyrstu skref í kennslunni fyrir átta
árum. „En þegar við byrjum að
bjóða nemendum að læra með Atlas
Primer byrjum við að heyra meira
og meira um hvernig þessi tækni
gæti nýst þeim hópi sérstaklega. Í
kjölfarið gerum við nokkrar tilraunir
og kynnum okkur málið betur, og þá
opnuðust augu okkar fyrir því
hversu alvarlega vanrækt margt
ungt og flott fólk er vegna ástands
sem það fæðist með og ræður í raun
lítið við,“ segir hann og vísar til les-
blindunnar, sem orðið hefur mörg-
um nemandanum myllusteinn um
háls í íslensku skólakerfi.
„Með Atlas Primer erum við að
gera einmitt það sem okkur finnst
vanta, það er að segja að leyfa nem-
endum að læra þegar þeim hentar,
þar sem þeim hentar, og ekki síst
eins og þeim hentar. Námsefnið má
nálgast á annan hátt en aðeins sem
texta eða glærur, sem hvort tveggja
sér til þess að nemendur eru fastir
fyrir framan skjáinn heilu og hálfu
dagana með meðfylgjandi álagi á
geðheilsuna og stoðkerfið,“ segir
Hinrik um hugmyndina bak við
gervigreindarkennarann.
Enn fremur kveður hann unnt að
bæta gagnvirkni náms svo um mun-
ar með því að setja samræðugervi-
greind í hendur hvers einasta nem-
anda, það er gervigreind sem bjóði
upp á þann möguleika að svara
spurningum um námsefnið í venju-
legu töluðu máli. Þangað sé Atlas
Primer að komast í dag og er sú
lausn aðgengileg nemendum í gegn-
um tilraunaverkefni við HR og Há-
skólann á Bifröst, að sögn Hinriks.
Þessu hljóta þó að fylgja tungu-
málaörðugleikar enn sem komið er,
eða hvað?
„Við leggjum mikla áherslu á að
Atlas Primer tali og skilji íslensku,
en sú tækni er því miður komin tölu-
vert styttra hér á landi en til að
mynda í Bandaríkjunum,“ útskýrir
Hinrik. „Því er okkar næsta verkefni
að byggja á góðu gengi hér heima og
sækja á stóra erlenda markaði og
erum við nú þegar með tvær starfs-
stöðvar erlendis, eina í Bangladess
og eina í Níkaragva, en þar er furðu-
lega mikið um djúpa tæknilega
þekkingu á talþjónum og höfum við
verið það lánsöm að fá frábært fólk
þaðan inn í félagið með okkur,“ segir
hann.
Núna er upplýsingaöld
„Menntakerfið sem við búum við í
dag er menntakerfi iðnaðaraldar-
innar. Þegar það var sett á laggirnar
var markmiðið að tryggja jafnan
straum af vinnuafli sem passaði inn í
fyrirframákveðin hlutverk á færi-
bandi atvinnulífsins. Núna er upp-
lýsingaöld og menntakerfið þarf að
vera í takti við breytta tíma,“ segir
Hinrik og nefnir sem dæmi að leggja
mætti mun meiri áherslu á frásagn-
arhefð innan menntakerfisins, svo
sem að segja sögur úr atvinnulífinu
til viðbótar við glærur og kennslu-
bækur, taka viðtöl við fólkið með
reynsluna, eiga samræður um náms-
efnið og deila hugleiðingum um
tengsl þess við atburði líðandi stund-
ar.
Allar umræður og skoðanaskipti
megi einnig taka upp sem hljóð með
einföldum hætti og mun fyrirferðar-
minni en ef myndefni þyrfti að
fylgja. „Fyrir utan hversu auðvelt er
að búa til hljóðefni er það gætt þeim
kostum að við getum flest neytt þess
á meðan hendur og augu eru upp-
tekin við annað, samanber útvarpið
og sprenginguna sem varð nú nýver-
ið í útbreiðslu hlaðvarpa og hljóð-
bóka,“ segir Hinrik.
Hann segir mikinn lestur alls ekki
á allra færi og henti í raun aðeins
þeim sem hann kallar stærsta minni-
hlutann, á meðan fjölda annarra
henti mun betur að neyta námsefnis
og læra það gegnum aðrar boðleiðir
á borð við hljóð, mynd eða jafnvel
athafnir. „Nú er talað um að allt að
þriðjungur grunnskólanema fái sér-
úrræði á meðan hlutfallið er um tíu
prósent í háskólum og þá spyr mað-
ur sig: hvers vegna er hlutfallið
svona mikið lægra því hærra sem við
förum upp menntastigann, og hvað
varð um alla þessa einstaklinga á
leiðinni?“ spyr kennarinn.
Hann kveður það vissulega stór-
kostlegt að sjá hve miklar tækni-
framfarir hafi orðið í heiminum síð-
ustu ár og áratugi og þrátt fyrir að
fjöldi vandamála sé enn óleystur sé
einstaklingsmiðuð þjónusta komin
verulega langt, hvort sem litið sé til
verslunar eða afþreyingar.
Spjalla við Siri og Alexu
„Nánast öll stafræn afþreying er í
dag orðin ólínuleg, sem þýðir að við
getum sótt það sem við viljum þegar
við viljum það, andstætt við til dæm-
is fyrirframákveðna sjónvarps-
dagskrá,“ bendir Hinrik á. „Við
sjáum til dæmis varla ungt fólk í dag
án þess að það sé með eitthvað í
eyrunum, hlustandi á hlaðvörp eða
hljóðbækur, og flest er þetta unga
fólk nú þegar að tala við Siri, Alexu
og hina talþjónana. Enn þá vantar
upp á að við getum boðið talþjóna-
notendum upp á íslenskt viðmót sem
er á pari við aðra, en við erum á
réttri leið og munum ná því á end-
anum. Það verkefni er gríðarlega
mikilvægt ef við eigum að tryggja að
tungumálið okkar lifi af vegna þess
að tilkoma talþjóna mun gjörbylta
bæði neyslu- og hegðunarmynstri
okkar innan fárra ára, rétt eins og
snjallsímarnir hafa gert síðasta ára-
tuginn og netið þar á undan,“ segir
Hinrik og bætir því við að sá galli sé
á gjöf Njarðar, að þessar stórkost-
legu framfarir allar hafi skilað sér
afar takmarkað inn í menntakerfið.
Sofið við töflu eða skjá
„Í Covid voru blikur á lofti og útlit
fyrir að við gætum loksins látið til
skarar skríða og virkilega tekið til
Teflir gervigreind gegn lesblindu
- Stundakennari við HR þróar gervigreindarkennsluforrit - Búum við menntakerfi iðnaðaraldar-
innar - Nám gegnum lestur ekki allra - Erum of gjörn á að tæknivæða eitthvað sem er úrelt
Gervigreindarmeistarinn Hinrik Jósafat Atlason kveðst ekki hafa verið sérstaklega fróður um lesblindu þegar
hann steig sín fyrstu skref í kennslunni. Nú er öldin önnur og vinna hans gæti reynst mörgum ljós í myrkri.
Samningar Hinrik og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst,
undirrita samning um innleiðingu Atlas Primer fyrir nemendur skólans.