Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 25
hendinni, en í dag erum við enn þá
að byggja kennslu að miklu leyti á
ræðuhöldum kennara. Við höfum
flutt fyrirlestrana úr stofunni yfir í
Zoom og í stað þess að nemendur
sitji og sofni fyrir framan töflu sitja
þeir og sofna fyrir framan skjáinn.
Nemendur eru nú þegar að upplifa
gjá á milli sín og menntakerfisins,
sem virðist ekki halda í við almenna
tækniþróun,“ segir Hinrik.
Hann bendir á að sífellt fleiri
greinist nú með einhvers konar
námsörðugleika, sem sé ekkert ann-
að en birtingarmynd þess, að
menntakerfið nái ekki að laga sig að
breyttum tímum. „Við erum allt of
gjörn á að tæknivæða eitthvað sem
er úrelt í stað þess hugsa hlutina
upp á nýtt í ljósi tækniframfaranna
og spyrja okkur sjálf: hvernig gæti
nám framtíðarinnar gengið fyrir sig
ef við byrjuðum með alveg hreint
blað?“ kastar Hinrik fram og varla
hægt að neita því að stórt er spurt.
Og þá verður líka stundum fátt um
svör svo sem alkunna er.
„Ég hef verið einstaklega lán-
samur í gegnum tíðina og á yndis-
lega fjölskyldu, hef frelsi til að
ferðast hvert sem mig langar og
vinna við það sem ég elska. Ég
passa mig á að taka engu af því sem
sjálfsögðum hlut og að vera auð-
mjúkur gagnvart því að einhver
heppni spili þar inn. En nýlega fór
ég að sjá betur og betur að gott að-
gengi að menntun hafði mikið að
segja um það hvernig fór,“ játar
Hinrik.
Auðvelt sé að taka menntun sem
sjálfsögðum hlut þar til maður
kynnist betur þeim, sem ekki fái
sömu tækifæri vegna ástands, and-
legs eða líkamlegs, sem þeir ráða
ekki við og mæta jafnvel takmörk-
uðum skilningi á.
Heill heimur af fróðleik
„Margt lesblint fólk veit nefnilega
ekki að það er lesblint og heldur að
því gangi bara illa í skóla eða að það
sé ekki nægilega gáfað, og það er
skelfilegt veganesti að hafa með sér
út í lífið,“ segir Hinrik af sannfær-
ingu. „Sumt lesblint fólk á foreldra
sem þekkja ekki einkenni lesblindu
og mæta því heldur ekki miklum
stuðningi heima fyrir, en að hafa
gott bakland er það sem ég heyri
oftast nefnt sem ástæðu þess að fólk
kemst í gegnum menntakerfið þrátt
fyrir að vera lesblint.
Í dag er heill heimur af fróðleik,
afþreyingu, rómantík, sigrum, átök-
um, gleði, sorg, lífi og dauða loks
orðinn aðgengilegur lesblindum í
gegnum hljóðbækur, og við getum
gert það sama með námsefni. Ein-
staklingsmiðað nám og gott aðgengi
að leiðbeinanda, jafnvel gervi-
greindum, breytir öllu fyrir marga
og staðsetur drauminn um menntun
og betra líf innan seilingar fyrir
suma sem hefðu annars aldrei feng-
ið tækifærið,“ segir Hinrik.Hann
segir Atlas Primer ekki bara vera
enn eitt lesblinduforritið, heldur
sveigjanlegt námsumhverfi, sem all-
ir nemendur geti nýtt sér. Með því
að bæta aðgengi að námsefni og
veita nemendum aukna stoð og
styttu verði vonandi minni þörf á
sértækum kennsluúrræðum svo vel
gefnum og klárum ungum nem-
endum verði gert kleift að komast
gegnum menntakerfið án þess að
upplifa sig á einhvern hátt vitlausa
eða fatlaða eingöngu vegna þess að
kerfið útiloki þá.
Hinrik segir almennt talað um
það sem þumalputtaviðmið að tíu
prósent mannkyns séu lesblind, sem
mörgum þyki þó hóflega áætlað þar
sem lesblinda sé mjög einstaklings-
bundin og þar með ólík í saman-
burði. Miðað við þetta hlutfall megi
gera því skóna að tugþúsundir Ís-
lendinga fái hugsanlega aldrei tæki-
færi til að læra það sem þeir kjósa
og hætt sé við að margir alist upp
með brostna sjálfsmynd vegna
þessa.
Snertir okkur öll
„Vissulega fá nemendur sér-
úrræði á borð við lengri próftíma, en
það er eins og að binda um sárið án
þess að gera nokkuð í því sem olli
því til að byrja með. Ég dáist svo
innilega að námsráðgjöfunum í HR
og á Bifröst – sem ég þekki vel og
hef verið heppinn að fá að vinna
með – fyrir það óeigingjarna starf
sem þeir vinna á hverjum degi, og
hafa þessir skólar báðir sýnt í verki
að þeir taka þessu máli af alvöru.
En þetta mál snertir ekki bara
skólana, það snertir okkur öll,“ seg-
ir Hinrik.
Hann segist hafa verið í góðu
samstarfi við Háskólann í Reykja-
vík frá fyrstu byrjun, þar sem fólk
hafi fljótt séð möguleikana í Atlas
Primer, en auk þess vinni fyrir-
tækið nú að spennandi tilrauna-
verkefni með skólanum á Bifröst,
sem í stuttu máli gangi út á að gera
námsefnið aðgengilegra og efla þá
nemendur, sem hafi þurft að nýta
sér sérúrræði, í raun gera þeim
kleift að taka völdin yfir sínu eigin
gagnvirka námsumhverfi og aðlaga
það sínum persónulegu þörfum.
Framtíðarsýn Hinriks Jósafats
Atlasonar, forritara, gervigreindar-
sérfræðings, en kannski umfram allt
kennara, undir lok fróðlegs viðtals,
er að sú gjá, sem í dag sé milli nem-
enda og menntakerfisins, eigi aðeins
eftir að breikka, einfaldlega vegna
þess að nú á tímum alist allir nem-
endur upp í heimi, sem í grundvall-
aratriðum sé gjörólíkur þeim, sem
menntakerfið var hannað fyrir, þar
sé ekki einvörðungu á ferð sá þriðj-
ungur, sem nýtur sérúrræða, heldur
allir.
„Ungt fólk í dag þekkir ekkert
annað en að geta sótt hvaða efni sem
er, þegar því hentar, og allir eru
meira og minna byrjaðir að tala við
tækin sín.“
Rökstólar Hinrik ræðir um val á viðskiptagreindarlausn á haustráðstefnu
Advania árið 2012. Kennslan í HR hófst sem liður í samstarfi við Advania.
Lengri útgáfa af viðtalinu
verður birt á mbl.is.
mbl.is
Ljósmynd/Advania
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Framtíðin er
okkar mál
Málræktarþing um íslenskukennslu á 21. öld
Íslensk málnefnd býður til málræktarþings
í dag kl. 15 á Þjóðminjasafninu.
Verið hjartanlega velkomin!
www.ms.is
www.islenskan.is
Setning. Ármann Jakobsson, formaður
Íslenskrar málnefndar.
Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar
um stöðu íslenskrar tungu 2021. Ásgrímur
Angantýsson les.
Hanna Óladóttir:
Málfræði er ekki bara málfræði.
Um málfræðikennslu í skólakerfinu.
Hjalti Halldórsson:
Íslenskan verður ekki kennd í tómarúmi:
Um kennslu fornbókmennta í grunnskólum.
15.00
15.05
15.15
15.30
15.45
16.00
16.15
16.30
16.40
Jón Yngvi Jóhannsson:
Af rykugum bókakompum og blönkum
skólasöfnum. Vandi bókmenntakennara
í upphafi 21. aldar.
Renata Emilsson Pesková:
Tungumálasjálfsmyndir og skólareynsla
fjöltyngdra nemenda.
Halldóra Sigtryggsdóttir:
Markviss málörvun í leikskóla.
Afhending viðurkenningar Íslenskrar
málnefndar 2021.
Kaffiveitingar.
Fundarstjóri: Eva María Jónsdóttir
dagskrá