Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 33

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Skeifan 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Asa Selection LIGNE NOIR matarstell Kaffikrús – 1.690,- Skál 11,5 cm – 1.690,- Pastadiskur 22 cm – 2.990,- Matardiskur 26,5 cm – 2.990,- Forréttadiskur 21 cm – 2.290,- Eftirréttadiskur 15 cm – 1.890,- Kaffibolli m/undirskál – 2.090,- Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu lýstu því yfir í gær að eldflaugin, sem skot- ið var á loft í fyrradag, hefði verið ofurhljóðfrá. Sagði í frétt norðurkór- eska ríkisútvarpsins KCNA af eld- flaugarskotinu að það hefði haft mik- ið „strategískt mikilvægi“, en slík yfirlýsing bendir til þess að eldflaug- in geti borið kjarnaodda. Ofurhljóðfráar eldflaugar ferðast á minnst fimmföldum hljóðhraða og eiga þær því auðveldara með að forð- ast eldflaugavarnakerfi á borð við það, sem Bandaríkjastjórn er nú í óðaönn að þróa. Sagði í frétt KCNA að tilrauna- skotið hefði staðfest stýringarhæfni og stöðugleika eldflaugarinnar, sem fékk nafnið Hwasong-8, sem og flug- hæfni hennar. Eldflaugin enn á þróunarstigi Herráð suðurkóreska hersins staðfesti ekki gerð eldflaugarinnar í yfirlýsingu sinni í gær, og greindi það heldur ekki frá hámarkshæð og -lengd flugsins líkt og venja er. Sagði herráðið hins vegar ljóst að herir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gætu greint og stöðvað eldflaugina í miðju flugi. Þá væri ljóst að eldflaug- in væri enn á þróunarstigi og nokkuð langt væri í að Norður-Kórea gæti tekið hana í gagnið. Í frétt KCNA sagði að þróun ofur- hljóðfráu eldflaugarinnar væri eitt af fimm helstu hernaðarmarkmiðum Norður-Kóreu, en Kim Jong-un, ein- ræðisherra landsins, setti þau fram í janúar síðastliðnum á flokksþingi norðurkóreska kommúnistaflokks- ins. Voru njósnagervihnettir og kjarnorkuknúnir kafbátar einnig á þeim lista. Vopnakapphlaup í vændum? Bæði Kóreuríkin hafa byggt upp hernaðargetu sína á síðustu misser- um og náðu Suður-Kóreumenn fyrr í mánuðinum að prófa í fyrsta sinn eldflaug sem skotið er úr kafbáti. Ræður suðurkóreski herinn nú yfir þremur kafbátum sem borið geta eldflaugar. Er þróunin sögð geta leitt til vopnakapphlaups á Kóreu- skaga sem gæti aftur valdið áhyggj- um meðal nágranna þeirra, einkum Kínverja og Japana. Lim Eul-chul, prófessor í Austur- landafræðum við háskólann í Kyungnam, sagði við AFP-frétta- stofuna að hegðun Norður-Kóreu- manna nú væri á vissan hátt fyrirsjá- anleg. Þeir myndu reyna að nýta frekari tilraunir með eldflaugar til þess að gefa sér pólitískt andrými í samskiptum sínum við umheiminn. AFP Eldflaugaskot KCNA birti þessa mynd af ofurhljóðfráu eldflauginni í gær. Eldflaugin sögð ofurhljóðfrá - Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu fagna mikilvægi tilraunaskotsins - Eldflaugin geti ferðast á fimmföldum hljóðhraða - Langt í að eldflaugin verði tekin í notkun Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Jap- an kaus í gærmorgun Fumio Kishida sem formann sinn, og verður hann því næsti forsætisráðherra Japans næst- komandi mánudag, samþykki þingið útnefningu hans, en flokkurinn hefur þar traustan meirihluta. Kishida, sem var utanríkisráðherra frá 2012-2017, hafði betur í leiðtoga- kjörinu gegn Taro Kono, ráðherra umbóta í stjórnsýslu og regluverki Japans, sem einnig hefur leitt bólu- setningarherferð Japana gegn kórónuveirunni. Einungis munaði einu atkvæði á Kishida og Kono eftir fyrri umferð at- kvæðagreiðslunnar, en þegar kosið var á milli þeirra tveggja í seinni um- ferðinni fékk Kishida 257 atkvæði gegn 170 atkvæðum Kono. Hinn 64 ára gamli Kishida sagði í þakkarræðu sinni að flokkurinn yrði að sýna landsmönnum að hann væri nú endurborinn og sækjast eftir stuðningi þeirra, en kosið verður til japanska þingsins í nóvember næst- komandi. Sagði Kishida helsta styrk sinn að hlusta á fólkið og að hann myndi vinna að bjartri framtíð fyrir Japan. Kishida sóttist einnig eftir forsæt- isráðuneytinu í fyrra þegar Shinzo Abe steig til hliðar, en hann laut þá í lægra haldi fyrir Yoshihide Suga. Óánægja með viðbrögð stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum knúði Suga hins vegar til þess að segja af sér fyrr í sumar. Sagði Kishida á blaðamannafundi eftir kjörið að brýnt væri að sinna sóttvarnaaðgerðum eftir öllum leið- um. Vildi hann búa til andrúmsloft þar sem allir legðust á eitt um að tak- ast á við vandann. Stjórnmálaskýrendur sögðu við AFP-fréttastofuna að kjör Kishida væri merki um að flokksmenn hefðu talið hann líklegri en Kono til þess að koma með stöðugleika til lengri tíma í japönsk stjórnmál. Kishida nýr for- sætisráðherra - Hafði naumlega betur gegn Kono AFP Japan Fumio Kishida ræðir við blaðamenn eftir formannskjörið. Franskir jarðfræðingar tilkynntu í gær að nýjar mælingar sýndu að Mont Blanc, hæsta fjall Vestur- Evrópu, væri 4.807,81 metri á hæð, en það er nærri heilum metra lægra en opinberar tölur segja. Hæð fjallsins var síðast mæld árið 2017, og nam hún þá 4.808,72 metrum. Hæð fjallsins er sífellt á reiki, þar sem efsta lag þess er úr jökulís. Hefur hæðin verið mæld á tveggja ára fresti frá árinu 2001, og verið á milli 4.810 til 4.806 metra hátt á þeim tíma. Vöruðu jarðfræðing- arnir við því að of mikið væri lesið út úr tölunum, en tilgangur mæl- inganna er að búa til gagnabanka um efsta lag fjallsins. FRAKKLAND AFP Mont Blanc Fjallið er nú 4.807 m hátt. Mont Blanc lækkar um næstum metra Rússnesk stjórnvöld hótuðu því í gær að þau myndu loka fyrir að- gang myndbandsvefsíðunnar You- Tube í Rússlandi eftir að forsvars- menn síðunnar ákváðu að loka fyrir þýskumælandi rásir ríkisfjölmiðils- ins RT, sem áður hét Russia Today, á síðunni. Sagði YouTube í tilkynningu að fyrirtækið hefði áður varað RT við að brjóta gegn viðmiðum sínum um dreifingu rangra upplýsinga um kórónuveiruna. Utanríkisráðuneyti Rússlands sagði aðgerð YouTube vera „árás“ og gaf til kynna að hún væri að undirlagi þýskra stjórn- valda. Kynni því að vera óhjá- kvæmilegt að grípa til aðgerða gegn þýskum fjölmiðlum. Steffan Seibert, talsmaður Angelu Merkel, vísaði þeim ásökunum á bug og var- aði Rússa við því að hefna sín á þýskum fjölmiðlum í Rússlandi. RÚSSLAND Stjórnvöld hóta að loka fyrir YouTube Yfirvöld á Kanaríeyjum sögðu í gær að lítil hætta væri á því að eiturgufur frá eldgosinu þar myndu valda skaða eftir að hraunbreiðan náði út í Atl- antshaf um tíuleytið í fyrrinótt, þar sem vindáttin hefði ýtt þeim á haf út. Höfðu eldfjallafræðingar óttast að samspil hafs og hrauns myndi leysa úr læðingi gufur sem myndu erta húð, augu og öndunarfæri fólks. Eldfjallið, La Cumbre Vieja, hef- ur nú gosið í tíu daga og neytt um 6.000 manns frá heimilum sínum. Um 300 manns var gert á mánudag- inn að halda kyrru fyrir í bænum Tazacorte á eyjunni La Palma vegna hættunnar á eiturgufum, auk þess sem spænsk stjórnvöld settu upp bannsvæði í 3,5 kílómetra frá gosinu og tvær sjómílur á haf út. Hraunbreiðan er um 600 metra breið, og hefur hún lagt undir sig 656 byggingar og rúmlega 268 hekt- ara lands samkvæmt evrópsku jarð- fjarkönnunaráætluninni, sem kennd er við Kópernikus. Þá hefur eldgosið lagt um þriðjung allrar bananafram- leiðslu á eyjunum í eyði, en það er helsti útflutningsvegur þeirra. Er tjónið áætlað um 400 milljónir evra. Hraunbreiðan komin að Atlantshafi - Hagstæð vindátt blés eiturgufum á haf út - Gríðarmikið tjón á tíu dögum AFP Kanaríeyjar Hraunbreiðan hefur nú teygt sig alla leið út í Atlantshaf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.