Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 37
» Skammstöf-
unin fyrir
kílómetra á
klukkustund er
km/h að ís-
lenskum lögum
Metrakerfið var
lögtekið á Alþingi
1907 og innleitt á Ís-
landi 1910-01-01. Í
lögum 91/2006 segir í
5. grein: „Á Íslandi
skal nota alþjóðlega
SI-einingakerfið.“ Í
lögum nr. 36/2003 er
3. grein svo: „Staðall
er til frjálsra afnota.
Stjórnvöld geta þó
gert notkun tilgreinds
staðals skyldubundna með vísun til
hans og hlutaðeigandi laga. Skal
hann þá staðfestur með reglugerð
af hlutaðeigandi ráðuneyti og skal í
reglugerð vísa til staðalsins.“ Það
mun ekki eiga við þá staðla sem
hér er fjallað um.
SI-kerfið
Reglugerð 1160/2011 (+ reglug.
199/2020) fjallar um mælieiningar á
Íslandi á grunni laga 91/2006.
Í viðauka við reglugerðina er
gerð nánari grein fyrir SI-kerfinu.
Grein 2 í viðaukanum fjallar um
„mælieiningar sem skilgreindar eru
á grunni SI-kerfisins en eru ekki
margfeldiseiningar“. Mínúta (60 s)
er táknuð með „min“, klukkustund
(3.600 s) með „h“ og sólarhringur
(86 400 s) með „d“. Því ber að nota
á Íslandi táknið „h“ fyrir klukku-
stund (en ekki „klst.“). Hraðaein-
inguna „kílómetrar á klukkustund“
skal því skammstafa „km/h“.
Viðaukinn er vísast útdráttur úr
ISO 80000-1, en þar eru ítarlegar
reglur um notkun SI-mælieininga
og rithátt þeirra. Sá staðall gildir
því vísast á Íslandi.
2 x 12 h/d
Fyrir nokkrum árum tók Ríkis-
útvarpið upp það nýmæli að nota 2
x 12 stunda sólarhring í útsendingu
í stað 24 stunda; bæði kl. 10 og 22
er sagt „klukkan er tíu“. Prentuð
dagskrá er þó ennþá miðuð við 24
stunda sólarhring.
Ástæðan gæti verið að árið 2004
var gefinn út íslenskur staðall ÍST
130:2004, Upplýsingatækni – ís-
lenskar kröfur. Gerðar voru veiga-
miklar athugsemdir við drög að
þeim staðli og breytingartillögur
lagðar fram, en þeim var öllum vís-
að á bug nema einni (lið 3.C í gr.
4.15.3).
Í staðli ÍST 130:2004 er „birtingu
tíma“ lýst svo í grein 4.15.5: „Í rit-
uðu máli er 24 stunda klukka al-
gengust á Íslandi. Í daglegu tali er
12 stunda klukka þó algeng. Tím-
inn frá morgni til hádegis er fyrir
hádegi (f.h.) en tíminn frá hádegi
til kvölds er eftir hádegi (e.h.).“
Þegar sagt er í RÚV hvað klukk-
an sé er þess ekki getið hvað sólar-
hringnum líður.
Skoðanir kunna að vera skiptar
um hvort í ríkisútvarpinu eigi að
tala „daglegt mál“. En tímasetn-
ingar hljóta þar að vera einhlítar
og í samræmi við prentaða dag-
skrá.
ÍST 130
Í staðli ÍST 130:2004, Upplýs-
ingatækni – íslenskar kröfur, hefst
gr. 4.15.3, Birting dagsetninga, á
málsgreininni: „Dagsetningar skulu
birtar í röðinni dagur, mánuður, ár
og árið ritað með 4 tölustöfum, sjá
þó lið 3.C hér fyrir neðan.“ Í lið 3.C
stendur: „Dagsetning rituð sam-
kvæmt ISO 8601 í röðinni ár, mán-
uður, dagur. Skiltákn er bandstrik:
„2004-06-09“.“
Næsta gr. 4.15.4, Innsláttur dag-
setninga, hefst á setningunni:
„Dagsetningar skulu ætíð slegnar
inn í röðinni dagur mánuður, ár.“
Engin frávik eru leyfð. Þetta
ákvæði stangast á við næstu setn-
ingu á undan, lið 3.C í gr. 4.15.3.
Í bréfi til mín frá Staðlaráði Ís-
lands 1996-10-17 segir svo: „Staðlar
eru til frjálsra afnota og því er ekki
rétt að verið sé að banna í einum
staðli það sem boðið er í öðrum.
Þeir sem er tamt að rita dagsetn-
ingu samkvæmt fST
EN 28601 geta haldið
því áfram ef þeir svo
kjósa.“
ISO 8601
Alþjóðastaðall ISO 8601 (evró-
staðall EN 28601) er afsprengi
nefndar SÞ til að samræma ritun
dagsetninga um víða veröld. Hann
mun gilda hvarvetna á sviði raf-
rænna samskipta (er t.d. notaður
við að nefna ljósmyndir í snjall-
símum og skönnuð skjöl í tölvum).
Á vefsíðu „https://en.wiki-
pedia.org/wiki/Date_format_by_co-
untry“ er samantekt um dagsetn-
ingakerfi ýmissa landa, sögð frá
2017-02. Í nokkrum löndum er ein-
vörðungu notað dagsetningakerfi
ÁMD (ár-mánuður-dagur) í sam-
ræmi við ISO 8601, þar á meðal í
Evrópuríkjunum Ungverjalandi og
Litháen. Ísland er talið með lönd-
um þar sem aðeins er notað DMÁ.
Í Bandaríkjunum má dagsetninga-
kerfið MDÁ heita einrátt (nema í
hernum).
Auðvitað eru margir á Íslandi
sem skrifa dagsetningar í samræmi
við ISO 8601, enda var sá staðall í
gildi hér í mörg ár. Það er ósatt að
á Íslandi sé einvörðungu notaður
rithátturinn DMÁ.
Furðu margir virðast líta svo á
að það sé til marks um lofsverða
þjóðernisvitund að halda í rithátt-
inn DMÁ, rétt eins og það að
sunnudagur sé fyrsti dagur viku. Í
raun er hvort tveggja komið frá
Danmörku, – en nú er mánudagur
talinn fyrsti dagur vikunnar í Dan-
mörku, eins og í öllum Evr-
ópulöndum nema Íslandi (á netinu
er mánudagur sagður fyrsti dagur
vikunnar í Bretlandi).
Ökuskírteini og vegabréf
Á ökuskírteini konu minnar
stendur að það gildi til 06-07-2022.
Þetta á að vísa til 6. júlí 2022. Í
Bandaríkjunum yrði þessi talna-
runa lesin svo: „June 7, 2022“, þ.e.
7. júní 2022. Rithátturinn 2022-07-
06 getur hinsvegar ekki misskilist.
Vegabréfið mitt gildir til 28 NÓV
/NOV 24. Má geta sér til um að átt
sé við 2024-11-28, en 28 NÓV /NOV
24 getur líka átt við 2028-11-24 eða
2124-11-28.
Niðurstaða
Á Íslandi er mönnum (bæði
kvenmönnum og karlmönnum)
skylt að fara að staðli ISO 80000-1
um mælieiningar. Öllum er frjálst
að fara að haganlegum reglum al-
þjóðastaðals ISO 8601, m.a. að rita
dagsetningu og tíma sólarhrings
svo: 2021-09-23T09:40.
Mál, vog og klukka
Eftir Hauk
Jóhannsson
Haukur
Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
haujo@simnet.is
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
BÓNUS
NETTÓ
KRÓNAN
FLY OVER
ICELAND
ÐUR
OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19
Á FISKISLÓÐ 39
MARKAÐURINN ER LÍKA Á NETINU: WWW.FORLAGID. IS | GJÖF FYRIR ALLA SEM KOMA
990 kr.
990 kr.
990 kr.
690 kr.
1.990 kr.
690 kr.
990 kr.
990 kr.
HEITT Á
KÖNNUNNI
ÓTRÚLEGTVERÐ!
LÖ
ENDA-
LAUST
ÚRVAL
NÆG
BÍLA-
STÆÐI
2.490 kr.690 kr.