Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Þættirnir um Stellu eru sex talsins og eru þeir byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist. Í þáttunum er fylgt eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að upp- ræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum. Óskar Þór Axelsson og Þóra Hilmarsdóttir leikstýrðu Stellu Blómkvist en Saga- film stendur að baki framleiðslunni. Handritið skrifuðu þau Jóhann Ævar Gríms- son, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Jónas Margeir Ingólfsson og Dóra Jóhannsdóttir. Ásamt Heidu Reed fara þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason með stór hlutverk ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. mm@mbl.is Önnur þáttaröð af Stellu Blómkvist var frumsýnd fyrir fullum sal í Smárabíói en þáttaröðin kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium í dag. Heida Reed, sem leik- ur Stellu, komst því miður ekki á sýninguna þar sem hún er stödd í Búdapest þar sem hún fer með aðal- hlutverk í glænýrri bandarískri þáttaröð, FBI:Internatio- nal, sem er nýhafin í Sjónvarpi Símans Premium. Björk Pálmadóttir, Salka Pálmadóttir og Pálmi Guðmundsson. Eiður og Manuela mættu saman Gunnþórunn Jónsdóttir og Silvía Lovetank. Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir. Þórunn Antonía Magnúsdóttir lét sig ekki vanta. Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason. Dóra Jóhannsdóttir og Lilja Jóhannsdóttir. Snjólaug Lúðvíksdóttir og Júlíana Lára Steingrímsdóttir. Selma Ágústsdóttir og Pétur Benedikt Pétursson mættu saman. Hún er gift Orra Haukssyni forstjóra Símans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.