Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 48
Ræðismaður Inga Lind, fjölmiðlakona og ræðismaður Spánverja á Íslandi, var einn af gestum Síðdegisþáttarins en hún var sjálf í fríi á Tenerife. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Siggi Gunnars og Logi Bergmann í Síðdegisþættinum á K100 nutu síð- ustu viku í sólinni á Tenerife þar sem þeir voru á vegum ferðaskrif- stofunnar Aventura og sendu Síð- degisþáttinn út í beinni frá para- dísareyjunni. Eins og sést á myndum leiddist þeim félögum ekki ferðalagið. Fóru þeir meðal annars á sæþotur, en mynd af Sigga á sæþotu fór heldur betur á flug í netheimum þar sem fjöldi netverja sýndi fótósjopp- hæfileika sína með myndinni og færðu Sigga, á sætþotunni, í ýmsar bráðfyndnar aðstæður. Þá ræddu Logi og Siggi við fjölmarga áhuga- verða Tenerifebúa og gesti á eyjunni en meðal gesta voru Anna Kristjáns- dóttir, fyrrverandi vélstjóri, Inga Lind, fjölmiðlakona og ræðismaður Spánverja, og Andri Ingólfsson, eig- andi Aventura, auk fjölda annarra. „Það var algjörlega geggjað á Te- nerife, eins og alltaf. 25 stiga hiti og sól og mikil slökun,“ segir Siggi Gunnars sem er sólbrúnn og sæll eftir ferðina. Segir hann að það hafi verið einstaklega gaman að spjalla við fólkið sem býr og starfar á eyj- unni. „Maður bara finnur eftir þessa ferð að það er öruggt að ferðast. Ég hvet alla sem langar út í sólina að drífa sig,“ segir hann. Aðspurður segir Siggi að það hafi verið dásamlegt að ferðast með Loga enda nái þeir mjög vel saman. „Það kom aldr- ei „cabin fever“ hjá okkur Loga. Það var trúnó á hverju einasta kvöldi,“ segir Siggi. Trúnó á hverju kvöldi hjá Sigga og Loga á Tenerife Siggi Gunnars og Logi Bergmann eru nú snúnir aftur á klakann eftir frá- bæra ferð til Tenerife þaðan sem þeir sendu Síðdegisþáttinn í beinni útsendingu frá K100 í síðustu viku. Sló í gegn Þessi mynd af Sigga Gunnars sló sannarlega í gegn á netinu þar sem fjöldi fólks tók sig til og fótósjoppaði Sigga inn í ýmsar bráð- fyndnar aðstæður en Siggi sagðist hafa verið á öskrinu í klukkutíma og stokkið eins og óður maður á sæþotunni. Sólbrúnir og sætir Logi Bergmann og Siggi Gunnars fóru alla leið í fatavali á Tenerife en þeir klæddust meðal annars þessum sumarlegu stuttermaskyrtum. Eldibrandur Logi Bergmann naut sín vel á sæþotu í öldugangi en hann var hugsanlega yfirvegaðri á farartækinu en Siggi Gunnars. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Elsa Pálsdóttir, 61 árs kraftlyft- ingakona frá Njarðvík, fattaði það fyrir einungis tveimur og hálfu ári að styrkleikar hennar lægju í kraft- lyftingum en nú er hún heimsmeist- ari í -76 kg flokki öldunga, 60 ára og eldri. Þrjú heimsmet Hún keppti í síðustu viku í klass- ískum kraftlyftingum á heimsmeist- aramóti í Halmstad í Svíþjóð þar sem hún sett þrjú heimsmet. Hún ræddi um árangurinn og uppruna áhugans á kraftlyftingum í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum en þar sagðist hún hafa komist á bragðið með keppnisheim- inn eftir að hún prófaði að taka þátt í þrekmótaröð með fjölbreyttum æf- ingum ásamt æfingafélögum árið 2011. Uppgötvaði að hún væri sterk „Eiginlega í gegnum það fór ég að uppgötva styrkleika mína í rækt- inni, að ég væri kannski svolítið sterk. Svo var það bara fyrir tveimur og hálfu til þremur árum sem ég upp- götvaði kraftlyftingar og í hverju væri keppt og það allt saman og átt- aði mig á því að þarna lægju styrk- leikar mínir,“ sagði Elsa í viðtalinu. Elsa tók 132,5 kíló í hnébeygju á síðasta móti í Svíþjóð og heil 160 kíló í réttstöðulyftu (deadlift). Í báð- um greinunum setti Elsa heimsmet. Hún bætti eigið heimsmet í rétt- stöðulyftunni um 2,5 kg en sam- anlagður árangur hennar, 352,5 kíló, er nýtt heimsmet í greininni. Vann fyrir heimsmetunum „Maður er náttúrulega búinn að vinna svolítið fyrir þessu. Þetta kemur svo sem ekki bara með vatn- inu,“ sagði Elsa sem kveðst yfirleitt æfa ein. Aðspurð sagði hún það stundum vera einmanalegt. „Maður hefði al- veg gott af því að vera stundum með öðrum. En maður sér til,“ sagði hún. Elsa keppti á sínu fyrsta al- þjóðlega móti í júlí síðastliðnum en þar setti hún heil fimm heimsmet. Hlustaðu á viðtalið í heild sinni á K100.is. Uppgötvaði seint styrkleika sinn Sterk Elsa Pálsdóttir, 61 árs heims- meistari í kraftlyftingum, lyftir 160 kg í réttstöðulyftu á síðasta móti. Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.