Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 ✝ Kristín Ingi- björg Ketils- dóttir fæddist á Stafni í Reykjadal 14. desember 1939. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grenilundi 19. sept- ember 2021. Foreldrar Krist- ínar voru Ketill Sigurgeirsson frá Stafni í Reykjadal og Aðalbjörg Þorvaldsdóttir frá Völlum í Þistilfirði. Þeim varð tveggja dætra auðið, en auk Kristínar eignuðust þau Jónínu, sem fædd er árið 1945. Árið 1959 giftist Kristín Tryggva Stefánssyni frá Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal, f. 30. desember 1936, d. 15. maí 2016. Börn Kristínar og Tryggva eru fjögur: 1) Ketill Ingvar, f. 1960, sambýliskona hans er Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, f. 1960. Guðrún á fimm börn úr fyrra sambandi, þau a) Sigurvin Guðlaug, f. 1987, b) Unni Rósu, þær Elísu Sofiu, f. 2011 og Hönnu Júlíu, f. 2015. Kristín, eða Dinna eins og hún var oftast kölluð, ólst upp á Stafni í faðmi stórrar fjölskyldu, en þar bjuggu þá, auk föður hennar og móður, fjórir bræður Ketils með fjölskyldur sínar, auk föðurömmu hennar. Hún gekk í farskóla í sveitinni eins og þá tíðkaðist, en eftir ferm- ingu var hún einn vetur á Hér- aðsskólanum á Laugum. Þar lágu leiðir þeirra Tryggva fyrst saman. Annan vetur nam hún við Húsmæðraskólann á Laug- um, en eftir það lá leiðin í Fnjóskadalinn þar sem þau Tryggvi eignuðust börnin fjög- ur og sinntu ævistarfinu saman í rúm 50 ár. Þar var rauði þráð- urinn sauðfjárrækt, þó ýmsar aðrar tegundir dýra og ræktun af ýmsu tagi kæmu þar við sögu. Hún var sérstaklega skapandi og handlagin. Í vinnustofu sinni í „Beinhorninu“ í gamla bænum töfraði hún fram hina fegurstu smíðisgripi úr horni og beini og gat sér gott orð fyrir sér- staklega vandað handverk. Hún tók þátt í félagsstörfum, starfaði með Kvenfélagi Fnjóskdæla, Harmonikkufélagi Þingeyinga og hafði gaman af tónlist. Útförin fór fram í kyrrþey. f. 1988, c) Þórhildi Helgu, f. 1990, d) Stefán Ásgeir, f. 1997 og e) Guðrúnu Borghildi f. 1999. 2) Stefán, f. 1961, kvæntur Ósk Helgadóttur, f. 1963. Börn þeirra eru þrjú: a) Hannes Garðar, eiginkona hans er Eva Grét- arsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Yrju Sif, f. 2020. b) Sævar Páll, eiginkona hans er Björg María Jónsdóttir. c) Sig- urbjörg Arna. 3) Aðalbjörg, f. 1966, gift Sigurði Hlyni Snæ- björnssyni, f. 1969. Þau eiga þrjú börn: a) Kristínu Ingi- björgu, f. 1990, eiginmaður hennar er Óskar Árnason. Þeirra börn eru Hlynur Agnar, f. 2011, Árni Sólon, f. 2014 og Tryggvi Hrafn, f. 2020, b) Tryggva Snæ, f. 1992 og c) Starkað Snæ, f. 1997. 4) Helgi Viðar, f. 1969, kvæntur Önju Müller og eiga þau tvær dætur, Elsku amma. Það er sérstök tilfinning að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur fá að faðma þig og finna þína hlýju strauma. Að geta ekki átt við þig samtal um það sem er að gerast í lífi okkar, það sem er að gerast úti í heimi, eða bara átt spjall um daginn og veginn yfir hlaðborði alls kyns kræsinga sem birtust á borðinu um leið og mann bar að garði. Ég veit að þú hafðir einstak- lega gaman af því að fá heim- sóknir og eiga gott spjall við vini og kunningja, og því get ég ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið að vera seinasta eitt og hálfa árið við þær aðstæður að fólk veigri sér við að hitta eldri ættingja af ótta við veik- indi. Það koma til með að lifa lengi með manni minningar frá mín- um yngri árum þar sem við fór- um saman út á Flateyjardal, hvort sem það var í rekaviðar- ferð, í smalamennsku, berjat- ínslu eða hvert sem tilefnið var. Alltaf hlakkaði maður mikið til þessara ferða og áttum við alltaf góðar stundir saman. Gulróta- og rófnaræktin er líka ofarlega í huga, sitjandi á rófnaakrinum og borða rófur og rætur ferskar upp úr moldinni. Kartöflugarð- urinn var líka stór hluti af tím- anum okkar saman og ég man einhvern tímann að þú sagðir að þú hefðir alveg getað hugsað þér að vera eingöngu garð- yrkjubóndi. Garðurinn í kring- um húsið var alltaf eins upp á 10 ( nema kannski þegar ákveðnir heimalningar virtu girðingar að vettugi) og ég held að ég hafi engan þekkt hvorki fyrr né síð- ar með eins græna fingur. Það voru einstök forrétttindi að fá að hafa þig sem ömmu. Hvíl í friði. Palli. Sævar Páll Stefánsson. „Sibba mín!“ sagði hún alltaf og brosti út að eyrum þegar ég kom í dyrnar. „Má ekki bjóða þér …“ fylgdi svo gjarnan í beinu framhaldi. Ég á svo margar minningar frá Hallgilsstöðum sem mér þykir óskaplega vænt um. Hvort sem það var verið að æfa flugtökin með því að stökkva niður af frystikistunni með álft- arfjöður hvorri hönd, stelast í eitthvað gott í búrinu, gæða sér á rófusköfu í litlu stofunni, gera misgáfulegar tilraunir í eldhús- inu, fá að prófa kjólana hennar ömmu að ótöldum fjárhúsverk- unum og Heiðarferðum, alltaf var maður velkominn og aldrei var dauð stund. Þegar ég hugsa um ömmu Dinnu detta mér strax í hug „klessurnar“ hennar, eins og hún kallaði allt það dásamlega sætabrauð sem hún töfraði fram hvort sem það voru smákökur eða hinar glæsilegustu margra laga tertur, hænurnar hennar ástkæru, sykurhúðað hlaup, kjarakaup í Hernum eða þum- alnöglin sem gegndi hlutverki ýmiskonar verkfæra (yfirleitt skrúfjárns). Ég heyri ennþá hláturinn hennar og sé ljóslif- andi fyrir mér prakkaraglottið sem kom á hana þegar hún sagði eitthvað sem henni fannst jaðra við að fara yfir strikið. Afi talaði oft um það hvað amma væri mögnuð kona og lét gjarn- an fylgja hvað það hefði verið flott þegar þessi netta rauð- hærða stelpa úr Reykjadalnum keyrði um á herjeppa, fyrst kvenna í dalnum, hvað hún væri ráðagóð og lagin við ýmsa hluti. Hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér þar eins og stundum áður, að amma Dinna var alveg einstök. Elsku amma mín, takk fyrir hlýjuna, klessurnar, knúsin og hvatninguna í gegnum tíðina. Bið að heilsa afa. Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir. Kristín Ingibjörg Ketilsdóttir Smáauglýsingar Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is $+*! '(! %&&*% )"# Mikið úrval Hljómborð á tilboði Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Gítarar í miklu úrvali $+*! '(! %&&*% )"# Kassagítar ar á tilboði Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Tölvur Sérhæfð gagnabjörgun af hörðum diskum o.fl. Datatech.is sérhæfir sig í gagna- björgun af öllum gerðum af tölvum og hörðum diskum. Hafðu samband í síma 571-9300 eða kíktu á heimasíðuna okkar Datatech.is Bókhald NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 892-2367. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Nýr 2021 Hyundai Kona EV Premium rafmagnsbíll með 64 kWh rafhlöðu.Raun drægni um 380 km. Flottasta typa með leðri og gler- topplúgu + fullt af öðrum lúxus. Nýtt útlit. 5 litir á staðnum. Til afhendingar strax ! Okkar verð aðeins: 5.790.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Sá vinsælasti í dag. MMC Outlander Intense Plug in Hybrid . Árgerð 2021, Nýr bíll. Bensín/ Rafmagn sjálfskiptur. Bakkmyndavél. Verð 5.350.000. Rnr.215689. Einn Eigandi. TOYOTA Land Cruiser 200 VX . Árgerð 2015, ekinn 107 Þ.KM, Bensín, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 11.650.000. Rnr.226764. Seljandi skoðar skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Einlægar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu vegna fráfalls elsku mömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRU INGADÓTTUR, Sísíar, Hjaltabakka 14, Reykjavík. Rósa, Laufey og Ingi fjölskyldur og vinir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU FRIÐGEIRSDÓTTUR, Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hornbrekku, Ólafsfirði og Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði, fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Guðmundsson Valgerður Sigurðardóttir Rúnar Guðlaugsson Guðmundur Sigurðsson Sigurborg Gunnarsdóttir Friðgeir Sigurðsson Ragnhildur Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku yndislegi afi okkar. Við eigum enn bágt með að trúa því að þú hafir farið svona snögglega frá okkur. Takk fyrir allar góðu samverustundirnar og skemmti- legu tímana sem við áttum sam- an. Það sem okkur systkinunum finnst lýsa þér best er að taka allt á hörkunni. Það er virkilega erfitt að koma því í orð hversu yndis- legur maður þú varst. Í raun er ekkert lýsingarorð nógu sterkt til að lýsa þér algjörlega eins og við myndum vilja. Þú varst dásam- legur karakter, traustur og ávallt til staðar. Þú varst líka alltaf svo kátur og stutt í grínið. Það er okkur ofarlega í minni hvað þú hafðir gaman af flugeldum. Þér fannst fátt skemmtilegra en að stríða okkur með því að sprengja kínverja og hlóst svo manna hæst þegar þú sást viðbrögðin. Ára- mótin voru þín uppáhaldshátíð þar sem þú og pabbi fylltuð alltaf bílskúrinn af flugeldum og kök- um frá KR. Það sem þér þótti gaman að kveikja í flugeldunum og njóta þeirra. Þegar við hugs- um til stundanna okkar eru utan- landsferðir og sumarbústaða- ferðir mjög ofarlega í huga. Þú ferðaðist mikið með okkur allt frá Spáni til Egyptalands. Ein minn- ing af mörgum er þegar þú fórst með Halldóri í Terra Mitica á Spáni. Þar varst þú harðákveðinn í að fara í stærsta rússíbana Evr- ópu. Þú og Halldór fóruð saman og sátuð hlið við hlið. Þú passaðir vel upp á barnabarnið þitt og Guðmundur Reynir Jónsson ✝ Guðmundur Reynir Jónsson fæddist 10. janúar 1940. Hann lést 15. september 2021. Útförin fór fram 23. september 2021. hélst honum alveg klesstum í sætinu, það fast að mögu- lega beyglaðist sæt- ið. Þér fannst þessi rússíbani alveg svakalegur og þegar þú loksins komst úr honum ákvaðstu að þú værir orðinn of gamall fyrir svona upplifanir. Þú varst ávallt fyrsti maður upp í bústað um verslunar- mannahelgina og þótti þér fátt skemmtilegra en að eyða tíma með stórfjölskyldunni þinni. Knúsin þín voru þau bestu og þegar maður kyssti þig á kinnina fékk maður fullan munn af rak- spíra, því aldrei gastu lyktað illa. Þú varst ávallt til í að gera allt fyrir okkur og alla í kringum þig. Þú varst með yndislega og góða nærveru. Varst besti afi sem maður gat hugsað sér og ávallt til í að styðja við bakið á manni sama hvað maður tók sér fyrir hendur. Kærleikur þinn og ást í garð okk- ar og langafabarna þinna var ómetanlegur. Þú áttir einstakt samband við langafabörnin þín og hafðir svo gaman af því að fylgjast með þeim þroskast og dafna. Það var aðdáunarvert að sjá hversu góðir vinir þú og pabbi voruð. Þið voruð duglegir að fara saman í veiði, á völlinn, til út- landa og yfirleitt hófuð þið dag- inn á því að hringjast á. Við von- um að samband okkar við börnin okkar verði jafn gott og sam- bandið sem þið áttuð. Það ein- kenndist af virðingu, vináttu og ást. Minningar um þig munu lifa með okkur og þín verður sárt saknað. Við munum sjá þig aftur þegar okkar tími kemur. Þín barnabörn, Elín Rut Elíasdóttir, Ragnhildur Dóra Elíasdóttir og Halldór Ingi Elíasson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins: www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.