Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 55
Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara
Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara.
Starfshlutfall er 100%.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og er einkum leitað eftir lögfræðingum sem hafa lagt sig eftir námsefni á
sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars í laganámi sínu.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af lögfræðistörfum. Einnig er nauðsynlegt að umsækjendur hafi mjög gott vald á íslensku og gott
vald á ensku.
Lögð er á það áhersla að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, geti viðhaft öguð og sjálfstæð vinnubrögð og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Lýsing á starfi:
Meginverkefni starfsmannsins eru:
a. Meðferð réttarbeiðna frá erlendum yfirvöldum og mál vegna kröfu um framsal/afhendingu erlendra ríkisborgara, þ.m.t. beiðnir á grundvelli
Norrænu- og Evrópsku handtökuskipunarinnar.
b. Meðferð kærumála vegna ákvarðana héraðssaksóknara og lögreglustjóra um að vísa kæru frá, hætta rannsókn, fella mál niður eða falla frá
saksókn, sbr. 52. gr., 145. gr., 146. gr. og 147. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
• Starfsmaður á samskipti við lögreglumenn, lögmenn, dómstóla og ýmis embætti og stofnanir, þ.m.t. erlendar stofnanir, í tengslum við mál sem
honum eru falin til meðferðar og afgreiðslu.
• Starfsmaður tekur þátt í gæðastarfi ríkissaksóknara eftir því sem óskað er eftir.
• Starfsmaður sinnir öðrum verkefnum sem ríkissaksóknari felur honum.
Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Stéttarfélags lögfræðinga.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari – sjf@saksoknari.is, s. 444-2900.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skal senda til embættis ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, eða á netfangið
saksoknari@saksoknari.is. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum skulu umsækjendur gefa upp netfang sem notað verður til að eiga
samskipti við umsækjendur. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Deildarstjóri
upplýsingatækni
Helstu verkefni
Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu og
stafrænni þróun Ósa
Ábyrgð á rekstri upplýsingatæknideildar, s.s.
skipulagi, mannauði og áætlanagerð
Ábyrgð á samskiptum er varða rekstur og
þróun upplýsingatæknimála dótturfélaga
Ábyrgð á samskiptum við úttektaraðila sem
varða upplýsingatæknimál
Breytingastjórnun og ábyrgð
á innleiðingum kerfa
Menntunar- og hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði,
verkfræði eða sambærileg
Farsæl reynsla í starfi og þekking á
upplýsingatæknimálum
Reynsla af innleiðingu breytinga
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Framúrskarandi samskiptahæfni og
þjónustulund
Hæfni til að miðla upplýsingum
Gott vald á íslensku og ensku
Ósar hf. leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að veita
upplýsingatæknimálum og stafrænni vegferð fyrirtækisins forstöðu.
Framundan er spennandi og metnaðarfull vegferð sem hefst með stefnumótun meðal
samstarfsaðila og viðskiptavina.
Markmið Ósa er að veita dótturfélögum og viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og
notendaupplifun. Til þess þurfa grunninnviðir að vera öruggir, aðgengilegir og traustir,
kerfi að vera notendavæn og skilvirk og þjóna sínu hlutverki vel. Rík þjónustulund og gott
samstarf eru í hávegum höfð og stöðugt þarf að leita tækifæra til nýsköpunar og umbóta
ásamt því að leitast við að sýna hagkvæmni í rekstri.
Hefur þú víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og innleiðingu á stefnu
í upplýsingatækni?
Hefur þú metnað og góða samskiptahæfni til að leiða stafræna vegferð Ósa?
Við hvetjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni. Umsóknir óskast fylltar út á
vef Hagvangs, hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. október. Nánari upplýsingar veitir
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Ósar er nýstofnað móðurfélag Icepharma hf., Parlogis
ehf.ogLYFISehf. Hlutverk félagsins er aðveita vandaða
og faglega stoðþjónustu til dótturfélaga m.a. á sviði
fjármála og upplýsingatækni, svo þau geti einbeitt sér að
kjarnastarfsemi sinni.