Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 63
Úrvalslið yngri leikmanna
21 árs og yngri, í PepsiMax-deild karla 2021
3-4-3 Fjöldi sem leik-
maður fékk á leiktíð
2
7
11
9
8
11 13
13
10 9
15
8
Árni Marinó Einarsson
ÍA 2002
Kristall Máni
Ingason
Víkingur 2002
Stefán Árni Geirsson
KR 2000
Ísak Snær
Þorvaldsson
ÍA 2001
Daníel Finns
Matthíasson
Leiknir R. 2000
Orri Hrafn
Kjartansson
Fylkir 2002
Sævar Atli
Magnússon
Leiknir R. 2000
Viktor Örlygur Andrason
Víkingur 2000
Birkir Heimisson
Valur 2000
Gísli Laxdal Unnarsson
ÍA 2001
Atli Barkarson
Víkingur 2001
Íslandsmeistarar Víkings úr
Reykjavík eiga þrjá fulltrúa í úr-
valsliði yngri leikmanna í úrvals-
deild karla í knattspyrnu, Pepsi
Max-deildinni, keppnistímabilið
2021 samkvæmt einkunnagjöf
Morgunblaðsins.
Kristall Máni Ingason fékk 13 M
fyrir frammistöðu sína í sumar og
þeir Atli Barkarson og Viktor Ör-
lygur Andrason 8 M hvor.
ÍA og Leiknir úr Reykjavík eiga
tvo fulltrúa hvort í liðinu.
Orri Hrafn Kjartansson, leik-
maður Fylkis og besti ungi leik-
maður tímabilsins samkvæmt M-
gjöfinni, fékk 15 M en Fylkir féll úr
efstu deild á nýliðnu tímabili.
Þrír Íslandsmeistarar
á meðal þeirra bestu
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Það vekur gleði mína að enn
geti hið óvænta gerst á hæsta
stigi knattspyrnu karla. Í Meist-
aradeild Evrópu á þriðjudags-
kvöld litu tvenn óvænt úrslit
dagsins ljós. Sheriff Tiraspol frá
Moldóvu vann spænska stór-
veldið Real Madríd á Santiago
Bernabeu-vellinum í Madríd.
Sheriff er okkur Íslendingum
ágætlega kunnugt þar sem það
mætti Val í 3. umferð und-
ankeppni Evrópudeildarinnar ár-
ið 2018. Valur vann heimaleikinn
2:1 en tapaði leiknum í Moldóvu
0:1 og Moldóvarnir fóru því
áfram á útimörkum.
Liðið hefur á undanförnum
árum komist nokkrum sinnum í
riðlakeppni Evrópudeildarinnar
en tekur þátt í riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar í fyrsta skipti í
sögunni þetta tímabilið. Sheriff
er með 6 stig á toppi D-riðils eft-
ir fyrstu tvo leikina þar sem liðið
vann einnig fyrsta leik sinn gegn
Shakhtar Donetsk.
Þar sem bilið milli bestu og
ríkustu liðanna og annarra liða
hefur sífellt verið að breikka und-
anfarna áratugi er ekki laust við
það að með úrslitum sem þess-
um kvikni von í brjósti manns um
að leikurinn fagri sé ekki í and-
arslitrunum, að minnsta kosti
ekki enn þá. Vissulega er Sheriff
ríkt lið en ætti þó að öllu jöfnu
ekki að standa jafnfætis stór-
veldi á við Real Madríd.
Ekki jafn óvænt úrslit, en þó
ansi, var 2:1 útisigur Belganna í
Club Brugge gegn orkudrykk-
jafrömuðunum í RB Leipzig í A-
riðlinum, dauðariðlinum svokall-
aða, sama kvöld. Hin moldríku
París Saint-Germain og Man-
chester City eru líka í honum en
sem stendur er Brugge taplaust í
öðru sæti riðilsins eftir að hafa
gert jafntefli gegn stjörnum
prýddu PSG-liði í 1. umferð.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.isKaren María Sigurgeirsdóttir er
gengin til liðs við kvennalið Breiða-
bliks í knattspyrnu en hún kemur
til félagsins frá uppeldisfélagi sínu
Þór/KA. Karen hefur verið lykil-
kona í liði Þór/KA undanfarin ár
þrátt fyrir að vera einungis tvítug
en hún á að baki 61 leik í efstu deild
þar sem hún hefur skorað tólf
mörk. Þá hafa Blikar einnig samið
við Zandy Soree, belgíska landsliðs-
konu, en hún lék síðast með Houst-
on Dash í Bandaríkjunum. Þær eru
báðar komnar með leikheimild og
löglegar í Meistaradeildinni.
Liðstyrkur í
Kópavoginn
Ljósmynd/Þórir
Breiðablik Karen getur tekið þátt í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þjálfarateymi úrvalsdeildarliðs
Þórs/KA hefur látið af störfum og
mun stjórn Þórs/KA hafa nýtt sér
uppsagnarákvæði í ráðningarsamn-
ingum þjálfaranna eftir að Íslands-
mótinu í knattspyrnu lauk á dög-
unum. Andri Hjörvar Albertsson
hefur stýrt Akureyringum frá
árinu 2019 en Bojana Kristín Besic
og Perry Mclachlan voru aðstoð-
arþjálfarar hans á nýliðnu keppnis-
tímabili. Þór/KA hafnaði í 6. sæti
úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max-
deildarinnar, í sumar en leit að nýj-
um þjálfurum stendur nú yfir.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hættur Andri Hjörvar Albertsson
hefur látið af störfum á Akureyri.
Akureyringar
í þjálfaraleit
MEISTARADEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Cristiano Ronaldo reyndist hetja
Manchester United þegar liðið tók á
móti Villarreal í F-riðli Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu á
Old Trafford í Manchester í gær.
Leiknum lauk með 2:1-sigri United
en Ronaldo skoraði sigurmark leiks-
ins þegar fjórar mínútur voru liðnar
af uppgefnum uppbótartíma síðari
hálfleiks.
Paco Alcacer kom Villarreal yfir á
53. mínútu en Alex Telles jafnaði met-
in fyrir Manchester United sjö mín-
útum síðar.
Sigurinn var afar mikilvægur fyrir
United sem er með 3 stig í þriðja sæti
riðilsins eftir tvær umferðir, stigi
minna en topplið Atalanta.
_ Cristiano Ronaldo er næstelsti
leikmaður í sögu Manchester United
til þess að skora mark í Evr-
ópukeppni eða 36 ára gamall og 236
daga gamall. Bryan Robson er sá elsti
en hann skoraði gegn Galatasaray ár-
ið 1993, þá 36 ára og 282 daga gamall.
_ Ronaldo lék sinn 178. leik í
Meistaradeildinni gegn Villarreal og
varð um leið leikjahæsti leikmaður í
sögu keppninnar. Hann tók fram úr
Iker Casillas, fyrrverandi fyrirliða
Real Madrid, sem lék 177 Meist-
aradeildarleiki á ferlinum.
Þá skoraði Federico Chiesa sig-
urmark Juventus þegar liðið tók á
móti Evrópumeisturum Chelsea í H-
riðlinum á Allianz-vellinum í Tórínó á
Ítalíu.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Juven-
tus en Chiesa skoraði sigurmarkið
strax í upphafi síðari hálfleiks.
Chelsea er með 3 stig í öðru sæti
riðilsins en Juventus er í efsta sætinu
með fullt hús stiga eða 6 stig.
_ Chiesa kom Juventus yfir þegar
tíu sekúndur voru liðnar af síðari
hálfleik en enginn hefur skorað jafn
snemma í síðari hálfleik í Meist-
aradeildinni síðan tölfræðisíðan Opta
hóf mælingar árið 2003.
Barcelona bíður enn þá eftir sínum
fyrsta sigri í Meistaradeildinni á
þessu tímabili en liðið tapaði illa fyrir
Benfica á Da Luz-vellinum í Lissabon
í Portúgal.
Darwin Núnez skoraði tvívegis fyr-
ir Benfica í leiknum og Rafa Silva eitt
mark en leiknum lauk með 3:0-sigri
Benfica.
Í hinum leik riðilsins vann Bayern
München 5:0-stórsigur gegn Dynamo
Kiev á Allianz Arena í München þar
sem Robert Lewandowski skoraði
tvívegis fyrir Bæjara og þeir Serge
Gnabry, Leroy Sané og Eric Choupa-
Moting sitt markið hver.
Bayern München er með 6 stig í
efsta sæti riðilsins en Barcelona er án
stiga í neðsta sætinu.
_ Robert Lewandowski hefur nú
skorað 119 mörk í síðustu 100 leikjum
sínum fyrir Bayern München.
Ronaldo bjargaði United
AFP
Sigurmark Cristiano Ronaldo reif sig úr að ofan og fagnaði að hætti hússins
þegar hann tryggði Manchester United sigur gegn Villarreal í Manchester.
- Juventus lagði Chelsea á Ítalíu - Barcelona án sigurs í Meistaradeildinni
„Ég er búinn að vera dómari síðan
árið 2012 en ég var fimmtán ára gam-
all þegar ég byrjaði að dæma,“ sagði
Gunnar Oddur Hafliðason knatt-
spyrnudómari í samtali við Morg-
unblaðið.
Gunnar er á leið í dómarabúðir á
vegum Evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA, í Nyon í Sviss
ásamt Kristjáni Má Ólafs og Ey-
steinn Hrafnkelssyni.
Dómarabúðirnar eru haldnar einu
sinni á ári en Knattspyrnusamband
Íslands velur þrjá einstaklinga ár
hvert, einn dómara og tvo aðstoð-
ardómara, til að taka þátt í búðunum.
„Ég byrjaði að dæma eftir að ég
gekk upp í annan flokk. Ég byrjaði
bara að dæma til að fá frítt á völlinn
og fá inn smá auka tekjur. Mark-
miðið var alltaf að vera áfram í bolt-
anum en svo bara fannst mér þetta
mjög gaman.
Eftir að ég kláraði annan flokkinn
sá ég fram á það að ég myndi líkleg-
ast spila áfram í neðri deildunum ef
ég myndi halda áfram í boltanum. Ég
sá hins vegar fram á að ef ég myndi
halda áfram að dæma gæti ég gert
góðan feril úr því, ferðast erlendis,
dæmt í efstu deild og jafnvel erlend-
is,“ sagði Gunnar.
Ísland á fjóra milliríkjadómara í
dag, þá Helga Mikael Jónasson, Ívar
Orra Kristjánsson, Vilhjálm Alvar
Þórarinsson og Þorvald Árnason, og
er markmiðið með búðunum að undr-
búa dómara fyrir milliríkjadómgæslu
og þjálfun dómara.
„Ég vonast fyrst og fremst til þess
að fá dýrmæta reynslu í þessum
dómarabúðum sem mun vonandi nýt-
ast mér mjög vel í leikjum hérna
heima á Íslandi. Markmiðið er svo
bara að bæta sig áfram sem dómari
og vonandi get ég hjálpað íslenskri
dómgæslu að taka næsta skref. Með
þátttöku á svona námskeiði getur
maður líka miðlað sinni reynslu til
annarra dómara hér á landi sem er
mjög jákvætt,“ bætti Gunnar Oddur
meðal annars við í samtali við Morg-
unblaðið en nánar er rætt við Gunnar
á mbl.is/sport/efstadeild.
Framtíðarferill
í dómgæslunni
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Gult Gunnar Oddur spjaldar Sel-
fyssinginn Gary Martin í sumar.
Meistaradeild karla
Motor Zaporozhye - Kielce ................ 25:26
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú
mörk fyrir Kielce og Haukur Þrastarson
eitt.
Vardar Skopje - Aalborg.................... 30:28
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Zagreb - Elverum ................................ 27:27
- Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað
hjá Elverum.
Noregur
Aker - Oppsal ....................................... 33:19
- Birta Rún Grétarsdóttir komst ekki á
blað hjá Oppsal.
Svíþjóð
Guif - Alingsås ..................................... 24:31
- Daníel Freyr Andrésson varði sjö skot í
marki Guif en Aron Dagur Pálsson var ekki
í hóp.
8-liða úrslit bikarkeppninnar, fyrri leikur:
Kristianstad - Lugi .............................. 37:23
- Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk
fyrir Kristianstad.
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
$'-39,/*"
Belgía
Antwerp Giants – Mechelen................ 85:90
- Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig,
tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar á
27 mínútum hjá Antwerp Giants.
>73G,&:=/D
Handknattleikur
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Ásvellir: Valur – Fram.............................. 18
Ásvellir: KA/Þór – FH ......................... 20.30
Í KVÖLD!