Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Þ að er á ekki hverjum degi sem íslensk kvikmynd er frumsýnd í keppnis- flokki á kvikmyndahátíðinni í Cann- es. Reyndar telst það til algerra und- antekninga og er mikil viðurkenning í sjálfu sér, en ekki nóg með það heldur hlaut Dýrið sérstök frumleikaverðlaun í Un Certain Reg- ard-flokknum. Eyru gagnrýnenda voru því löngu sperrt þegar dómar fóru að berast beggja vegna Atlantshafs, þar sem talað var um „snargeggjað“ söguupplegg myndarinnar. Undirritaður reyndi í framhaldinu að lesa sem allra minnst um innihaldið og hélt meðal ann- ars fyrir eyrun þegar stiklur voru spilaðar í kvikmyndahúsum í þeirri von að verða ekki fyrir áhrifum fyrir fram. Mælt er með því að fólk sjái myndina og viti sem minnst áður, en það er ómaksins virði. Styrkur Dýrsins felst nefnilega umfram allt í leik að væntingum áhorfandans. Hvurslags saga er þetta eiginlega? spyr hann sig trekk í trekk, þegar snúið er á það sem á undan kom. Mismunandi greinarhefðum er hrært í seðj- andi graut með ólíkum fæðutegundum sem ættu ekki að passa saman, en gera það þó, að mestu leyti. Grunnurinn er sóttur í þjóðsagna- arfinn. Þetta er saga af karli og kerlingu í koti sínu. Á jólanótt heimsækir þau óvæntur gest- ur, sem setur atburðarás af stað. Klassíkt stef um samband manns og náttúru er rauði þráð- urinn. Myndin fellur einnig vel að íslenskri kvikmyndahefð, þar sem sveitin hefur auðvitað verið ráðandi sögusvið frá upphafi. Frá Landi og sonum (1980) til Barna náttúrunnar (1991) hefur hefðbundna sveitamyndin dafnað og lík- lega náð fullþroska með Hrútum (2015) en nú er greinin komin í nýjan fasa þar sem meðvit- und og írónía gagnvart forminu einkenna frá- sagnirnar. Í þessu ljósi er skemmtilegt að bera Dýrið saman við aðra gjörólíka íslenska kvik- mynd frá þessu ári, Hvernig á að vera klassa drusla, þar sem sveitin hýsir femínískt ung- lingamyndaneðanbeltisgrín. Í báðum tilvikum eru íslenska sveitamyndin og lögmál hennar afbyggð á einhvern máta og notuð sem bygg- ingarstólpi fyrir söguheim sem einkennist af sérstöku „bíóraunsæi“, þ.e.a.s. það sem fyrir augu ber endurspeglar ekki síður aðrar kvik- myndir en raunveruleikann. Byrjun Dýrsins gengur í takti alþjóðlegu listamyndarinnar og fylgir fyrirmynd frá Börnum náttúrunnar að því leyti en líklega líða tíu mínútur áður en orð er talað. Dulúð og drunur dynja undir í hljóðrás þegar sauðum fjárhússins er stillt upp á móti heimilishaldi þeirra hjóna í myndmálinu. Í rólegum gír eru sögupersónurnar, hjónin María (Noomi Rap- ace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason), kynnt til leiks. Einn daginn taka þau á móti sérstöku lambi, sem þau taka að sér og ala upp sem sitt eigið og kalla Ödu. Ingvar sækir barnarúm út í fjós, sem gefur í skyn sitthvað um fortíð þeirra, en þau eru vitanlega barnlaus í nútíð myndar- innar. Ada sýgur mjólk úr pela, sefur í hjóna- herberginu og María horfir á hana uppnumin í fallegri birtu sumarnátta á meðan feðginin sofa. Samspil klippingar og kvikmyndatöku er athyglisvert í þessum atriðum þar sem Ada er nánast ekkert sýnd, heldur er einblínt á mennska foreldrana í nærmyndum, og sjaldan eða aldrei er áhorfendum veitt sjónarhorn þeirra. Á þennan hátt er upplýsingum skammtað og komandi krókar fléttunnar undirbúnir. Dag einn hverfur Ada og hjónin ráfa leitandi um hvort í sínu lagi í þokunni. Enn á ný er skotið framan á leikarana og sjónarhóll þeirra ekki sýndur, sem er merki um stílrænan aga, og eykur dulúðugt andrúmsloft og spennu. Í öðrum kafla myndarinnar er kafað dýpra í fjölskyldulífið þegar óvæntur gestur ríður í hlað. Hér er á ferðinni klassíska frásagnar- minnið um óþekkta aflið eða aðkomumanninn sem rýfur lífsins vanagang en hér gegnir sá líka hlutverki áhorfandans eða samfélagsins með því að spegla og hneykslast á hegðun hjónanna. Gesturinn er Björn Hlynur Haralds- son í hlutverki Péturs, bróður Ingvars. Koma hans er einkar kómísk þar sem snjáður kaggi stöðvast með skransi á malarvegi og manni er fleygt úr bílskottinu á mölina og skilinn eftir í reykskýi. Björn Hlynur er djammaratýpa klædd í leðurjakka, í skörpu mótvægi við sveit- ina og söguheim myndarinnar hingað til. Per- sónan er annað tilbrigði við frábæra frammi- stöðu leikarans í Agnesi Joy, þar sem skemmtilega var leikið með stjörnuímynd (ef hægt er að tala um slíkt í tilfelli íslenskra leik- ara) Björns Hlyns. Einnig mætti tala um Hilmi Snæ og Noomi Rapace sem ákveðið „meta“- leikaraval, þar sem stjörnuímyndir þeirra (þó að slíkt nái jafnvel ekki út fyrir íslenskt kvikmyndasamhengi) ýta undir „bíóleika“ söguheimsins. Frammistaða þeirra er mjög sannfærandi og gefur myndinni vigtina sem þörf er á til að heildarmyndin gangi upp og furðusagan verði trúanleg. Koma Björns Hlyns færir frásögnina meira í átt að hefðbundnu fjölskyldudrama, þó með þeim fyrirvara að fyndinn fáránleikinn er ávallt til staðar. Þetta gerir myndina kannski „ís- lenskari“ fyrir vikið, enda mikil hefð fyrir fjöl- skyldusögum en minni fyrir hreinræktuðum hrollvekjum sem einhverjir bjuggust við út af markaðsherferð myndarinnar (en myndin er það alls ekki). Á köflum vottar fyrir óþarfa endurtekningu í handriti og of mikið er sagt (senan við leiðið er til að mynda óþörf og sýnir ýmislegt sem áhorfandi hafði þegar orðið áskynja). Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðar- dans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin. Hér er á ferðinni sterk frumraun leik- stjórans Valdimars Jóhannessonar og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hans (og Sjóns) á hvíta tjaldinu. Sveitasælan hamflett Borgarbíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Smárabíó. Dýrið bbbbn Leikstjórn: Valdimar Jóhannesson. Handrit: Sjón og Valdimar Jóhannesson. Klipping: Agnieszka Gliñska. Kvikmyndataka: Eli Arenson. Aðalleikarar: Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson. Ísland/Svíþjóð/Pólland, 2021. 106 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Sterk Dýrið er sterk frumraun leikstjóra, að mati rýnis. Noomi Rapace í hlutverki Maríu. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND FRÁBÆR NÝ MYND FRÁ MARVEL STUDIOS MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ Í BÍÓ SIMU LIU AWKWAFINA WITHMICHELLE YEOH ANDTONY LEUNG 92% KOMIN Í BÍÓ T H E T E L E G R A P H T H E G U A R D I A N E M P I R E TOTA L F I L M 90%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.