Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 66

Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 TOYOTA - RAV4 HYBRID – RN. 191867. Nýskráður 10/2018, ekinn 126 þ.km., bensín/ rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, stöðugleikakerfi, bluetooth, umferðarskiltanemi, bakkmyndavél. Verð 3.690.000 kr. MERCEDES-BENZ - SPRINTER – RN. 331538. Nýskráður 6/2015, ekinn 119 þ.km., dísel, hvítur, beinskiptur, túrbína, forhitun á miðstöð, bakk- myndavél, stöðugleikakerfi, fjarlægðarskynjarar. Verð 7.150.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is HONDA - CR-V LIFESTYLE – RN. 191884 Nýskráður 1/2013, ekinn 130 þ.km., bensín, dökkgrár, sjálfskipting, stöðugleikakerfi, spólvörn, fjarlægðarskynjarar, dráttarkrókur (aftengjanlegur), Verð 1.850.000 kr. MERCEDES-BENZ - GLS 350 4MATIC RN. 340419. Nýskráður 4/2017, ekinn 15 þ.km., dísel, svartur, sjálfskiptur, topplúga, GPS, 360° myndavél, fjarlægðarskynjarar, bluetooth, leður. Verð 13.990.000 kr. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ný þáttaröð um Stellu Blómkvist, Stella Blómkvist II, verður aðgengi- leg í Sjónvarpi Símans Premium í dag, 30. september, en sú fyrsta hlaut góðar viðtökur þegar hún var sýnd haustið 2016. Þættirnir eru byggðir á bókum hulduhöfundarins sem kallar sig Stellu Blómkvist og segja af andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu sem tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöð- um, eins og segir á vef Símans. Sem fyrr leikur Heiða Rún Sig- urðardóttir Stellu en hún gengur er- lendis undir nafninu Heiða Reed og hefur gert það gott bæði í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Fór hún lengi vel með eitt af aðalhlutverkum ensku þáttanna Poldark og þegar blaðamaður nær tali af henni er hún stödd í Búdapest í Ungverjalandi þar sem tökur fara fram á banda- rísku þáttunum FBI: International. Þættirnir eru svokallaðir „spin-off“ þættir eða afleggjari af FBI- þáttaröðunum sem hófu göngu sína árið 2018 og segir Heiða að hún fái það besta af hvoru tveggja; fái að leika í bandarískum þætti og í Evr- ópu. „Það er miklu auðveldara fyrir mig,“ segir hún um þetta fyr- irkomulag en heimili hennar er í London og auðvelt að fljúga á milli Bretlands og Ungverjalands. Heiða leikur FBI-konuna Jamie Kellett sem glímir við FBI-mál á erlendri grundu með teymi sínu. Eitt mál er tekið fyrir í hverjum þætti og var sá fyrsti frumsýndur 21. september. Sogast aftur inn í hringiðu glæpa og stjórnmála Stella Blómkvist II hefst tveimur árum eftir örlagaríka atburði í stjórnarráðinu þar sem lögfræðing- urinn Stella hjálpaði Dagbjörtu Kon- ráðsdóttur, sem nú er orðin forsætis- ráðherra, við að koma þáverandi forsætisráðherra frá. Stella er enn í harki sem lögfræðingur og við blasir gjörbreytt Ísland, svo vitnað sé í lýs- ingu á þáttaröðinni á vef Símans. Líkt og í fyrri þáttaröð þarf Stella að leysa þrjú ólík mál með aðstoð vina sinna Gunnu og Ragga og sogast hún aftur inn í hringiðu glæpa og stjórnmála þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og sam- viskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst. Þættirnir eru sex talsins og með önnur helstu hlutverk fara Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guð- mundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garð- arsdóttir og Halldór Gylfason. Leik- stjórar eru Óskar Þór Axelsson og Þóra Hilmarsdóttir og handritið var skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Dóru Jó- hannsdóttur og Jónasi Margeiri Ing- ólfssyni. Heiða segir Stellu enn sára yfir því að hafa verið notuð af Dagbjörtu sem Sara Dögg leikur. „Nú hittum við Stellu í annarri seríu og hún er búin að breyta aðeins til, flytja og lita á sér hárið en fyrrverandi kær- asta hennar er ennþá forsætisráð- herra og með dálítinn einræðis- herrastíl,“ segir hún. Fær ekki samviskubit –Stella drekkur viskí og reykir vindla í bókunum og er dálítið sér- stök í hegðun og framkomu. Hvernig nálgastu hana og hvað myndir þú segja að þið eigið sameiginlegt? „Ég myndi segja að ég sé líka svo- lítill nautnaseggur þannig að það er gaman að leika einhvern sem leyfir sér hlutina og er aldrei með sam- viskubit yfir því. Ég fæ alveg sam- viskubit stundum en hún er með miklu fínni smekk en ég, hún er ekk- ert að sturta í sig M&M og Coca Cola, hún er með rándýrt súkkulaði og Kobe-steik, það besta af öllu. Hún er þannig með allt, húsgögn og list og eyðir peningunum í fallega hluti sem hún getur notið af því að hún er ekki með nein alvöru persónuleg sambönd. Þetta er það sem henni þykir vænt um,“ segir Heiða kímin og bætir við að ef til vill sé það dálít- ið sorglegt. –Þetta er mjög sterkur karakter og kraftmikill, er það ekki? „Jú, henni er í rauninni bara skít- sama um hvað öðrum finnst og það er mjög frelsandi að fá að stíga inn í þannig persónu.“ –Hún lendir ansi oft í hættulegum aðstæðum … „Já, það er það óþægilegasta við hana, það er alltaf verið að ræna henni og tuska hana til, kefla hana og svoleiðis sem getur verið svolítið óþægilegt,“ svarar Heiða kímin. Höfundur ábyggilega karl –Þú hefur væntanlega lesið bækur Stellu Blómkvist áður en þú lékst í fyrri seríunni og eins og þú þekkir er umdeilt hvort höfundurinn er karl eða kona. Hvort heldur þú að hann sé? „Ég held alveg 100% að hann sé karl,“ svarar Heiða að bragði. „Hún er skrifuð eins og karlmaður hafi skrifað hana,“ útskýrir hún, „og ég fíla það samt alveg. Það er svona gaur í henni, svolítið frekur karl. Ég er ekki að segja að kona gæti ekki skrifað konu þannig en mér finnst fílingurinn dálítið þannig. Mér finnst eins og karlmaður hafi skrifað hana og hugsað hvernig hann væri ef hann væri kona.“ –Íslenskt samfélag í bókunum er samfélag spillingar og klíkuskapar. Hversu raunsönn heldurðu að sú mynd sé af íslensku samfélagi? „Það er náttúrlega sannleikur í öll- um sögum,“ segir Heiða og að lík- lega sé alltaf leitað fanga í sönnum aðstæðum. „Allt í heimi Stellu er svakalega ýkt og við tökum okkur það leyfi að hafa svolítið gaman af því og vera ekki að biðjast afsökunar á neinu.“ Heiða verður áfram við tökur á FBI: International fram á vor og segir hún ekkert ákveðið með næstu verkefni. „Þetta er svo langt ferli að það er í rauninni ekki hægt að segja hvað kemur á eftir, alla vega hjá mér sem leikkonu en ég er með nokkra hluti í bígerð sem ég skrifaði og leik- stýrði þannig að við sjáum til með hvað kemur út úr þeim þegar þeir eru tilbúnir.“ Ljósmynd/Saga Sig. Við tökur Heiða með leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni við tökur á annarri þáttaröðinni um Stellu Blómkvist. Skítsama um hvað öðrum finnst - Stella Blómkvist snýr aftur í nýrri þáttaröð - Heiða Rún segir gaman að fá að leika nautnasegg sem fær aldrei samviskubit - Í tökum í Ungverjalandi fram á vor á nýjum þáttum, FBI: International FBI Heiða með leikaranum Luke Kleintank í FBI: International.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.