Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 68
AF GRÍNI
Þorgeir Tryggvason
Sketsagerðarhópurinn Kanarí
fangaði fyrst athygli mína
með efni sem þau gerðu fyrir
RÚV núll, ungmenna-netrás ríkis-
sjónvarpsins. Nánast allt mjög fynd-
ið, vel skilað í leik og framleiðslu en
þó fyrst og fremst frábærlega skrif-
að og hugsað innan hefðarinnar.
Þetta var greinilega fólk sem var
búið að horfa á, kryfja og tileinka
sér það besta sem gert hefur verið í
þessu stranga en samt lausbeislaða
formi, og voru strax komin með
sterkan persónulegan svip á verk
sín.
Augljóslega sá maður fyrir sér
glæsta framtíð og meira áberandi
vettvang fyrir hópinn og meðlimi
hans. Og sjá, nú eru boðaðir sjón-
varpsþættir á aðalrás RÚV í vetur,
og sýning í Leikhúskjallaranum hóf
göngu sína síðasta föstudag.
Aðalsmerki hópsins eru hér, eins
og áður, frábært vald á að skrifa
skothelda sketsa og færni í að finna
og velja þær hugmyndir sem virka í
forminu. Efnistökin hvíla á rótgró-
inni hefð sem á heimavöll í sjónvarp-
inu og lítið hlaupið útundan sér í til-
efni þess að hafa áhorfendur fyrir
framan sig. Enginn spuni, ekkert
uppistand. Lítið gert út á að hafa
beint samband við áhorfendur, fyrir
utan endurteknar tilraunir eins leik-
arans við að koma sér á framfæri
sem klarínettuleikara. Ekkert sjá-
anlegt þema heldur; hver skets þarf
einfaldlega að réttlæta plássið sitt í
dagskránni með því að gera það sem
hann á að gera: fá fólk til að hlæja.
Það gera þeir allir, og öll axla þau
Eygló Hilmarsdóttir, Máni Arnar-
son, Pálmi Freyr Hauksson og
Steiney Skúladóttir ábyrgðina á að
leiða grínið til lykta þegar á þurfti
að halda. Þetta er ekki sýning sem
stendur og fellur með að leikarar
fari á kostum, enda leggja þau ekki
þunga áherslu á persónusköpun
heldur á miðlun efnisins. Enda hrað-
inn slíkur að lítill tími gefst til að
skipta um hlutverk, hvað þá að gefa
þeim dýpra innihald en sem nemur
yfirborðinu.
Það myndi, og mun væntanlega,
lofta betur um efnið á sjónvarps-
skjánum og meiri tími gefast til að
nostra. Hugkvæm leikmynd Krist-
ins Arnar Sigurðssonar tryggir að
allt gangi eins snurðulaust fyrir sig
og hægt er, og stundum mátti furðu
gegna hve greiðlega gekk að svipta
okkur milli staða og leikurunum
milli persóna. Guðmundur Felixson
stýrir þessu vel, en öguð framsetn-
ing og vald yfir því sem verið er að
gera er eitt af höfuðeinkennum sýn-
ingarinnar og annarra verka hóps-
ins.
Það er varla sanngjarnt gagnvart
tilvonandi kjallaragestum að útlista
að neinu marki innihald einstakra
þátta, eða fara of djúpt í dæmi um
það sem best heppnast. Brilljant er
hugmyndin um hvernig megi fara á
hundavaði yfir Harry Potter. Áber-
andi hvað sketsar sem snúast um
kynlíf eru snjallir og afhjúpandi án
þess að beita ódýrum klúrheita-
trikkum. Skoðanakönnun smokka-
fyrirtækisins mætti nefna sem frá-
bært dæmi.
Tveir þættirnir ganga út á sam-
skipti persóna við sinn innri mann
sem leitaðist við að afvegaleiða og/
eða lama með ofhugsun og tauga-
veiklun. Mjög vel gert með einfaldri
og dálítið barnaleikritalegri nálgun.
Súrrealískar dæmisögur sem eiga
að kenna okkur að vera ekki of fljót
að dæma hvert annað voru líka eins
og úr mjög myrkum sunnudaga-
skóla sem ekki væri ráðlegt að
senda nein börn í. Andstyggilega
fyndnar.
Með sketsakvöldi Kanarí heldur
velgengni Leikhúskjallarans sem
vettvangs fyrir bitastæða gleði
áfram, og verður vonandi enginn
endir þar á.
Með grínið á valdi sínu
Öguð framsetning „Guðmundur Felixson stýrir þessu vel, en öguð framsetn-
ing og vald yfir því sem verið er að gera er eitt af höfuðeinkennum sýning-
arinnar og annarra verka hópsins,“ segir í rýni um sketsasýninguna Kanarí.
»
Með sketsakvöldi
Kanarí heldur vel-
gengni Leikhúskjall-
arans sem vettvangs
fyrir bitastæða gleði
áfram, og verður von-
andi enginn endir þar á.
Ljósmynd/Saga Sig
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Bleika slaufan,
árlegt átaksverk-
efni Krabba-
meinsfélagsins
tileinkað barátt-
unni gegn
krabbameini hjá
konum, hefst í
dag og til að
marka upphaf
þess verður sér-
stök sýning á
kvikmyndinni Mamma Mia! í
Háskólabíói. Bleik stemning verður
í anddyri bíósins frá kl. 19 þar sem
samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar
kynna bleikar vörur og dagskrá
hefst kl. 20 með forsýningu á aug-
lýsingu átaksins og skemmtidag-
skrá þar sem söngkonurnar Regína
Ósk og Stefanía Svavarsdóttir
koma meðal annars fram. Aðgangs-
eyrir er kr. 4.500.
Bleika slaufan í ár er hálsmen úr
smiðju Hlínar Reykdal.
Bleik stemning
og Mamma Mia!
Meryl Streep í
Mamma Mia!
European
Emerging Bands
Contest 2021
nefnist keppni
þar sem leitað er
efnilegustu evr-
ópsku hljóm-
sveitanna og að
framtíðarhljómi
Evrópu og hefur
nú verið tilkynnt
um sex sigurvegara og er hin
íslenska Possimiste þeirra á meðal.
Hátt í 150 sveitir frá 27 löndum
tóku þátt í keppninni og dómnefnd
skipuð sérfræðingum valdi sex sig-
urvegara sem fengu verðlaunapen-
ing og koma fram á European
Youth Event 2021 í Evrópuþinginu
í Strasbourg, að því er fram kemur
í tilkynningu.
Possimiste er sólóverkefni Leeni
Laasfeld sem býr og starfar á
Íslandi og á ættir að rekja til Eist-
lands. Fyrsta plata hennar, Youni-
verse, kom út 25. júní og sagði um
hana í tilkynningu að Possimiste
færði lög sem hún heyrði í draum-
um sínum yfir í þennan heim og
„gripi hlustendur beint í eteríska
poppævintýraheiminn sinn“.
Possimiste meðal
sex sigurvegara
Possimiste
»Það var sannarlega öllu tjaldað til þegar Bond-
myndin No Time To Die var frumsýnd í Royal
Albert Hall í London í fyrrakvöld. Hefur frumsýn-
ingu margoft verið frestað vegna heimsfaraldurs
en loksins varð nú af henni. Karl Bretaprins og
Vilhjálmur sonur hans mættu með eiginkonum
sínum og lúðrasveit lék á rauða dreglinum við
tónlistarhúsið heimskunna. Dómar eru þegar farn-
ir að birtast um myndina og flestir þeirra jákvæðir.
Nýjasta kvikmyndin um James Bond, No Time To Die, frumsýnd í London
Hátíðlegt Lúðrasveit hersins lék fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar.
Glæsilegar Katrín hertogaynja af Cambridge ræddi við ensku leikkonuna
Lashana Lynch sem fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.
Kóngafólk Katrín, Vilhjálmur, Kamilla og Karl voru glæsileg á rauða
dreglinum og ræddu við leikara og aðra sem komu að gerð myndarinnar.
Hressir Vilhjálmur Bretaprins og Daniel Craig slógu á létta strengi fyrir
frumsýningu Bond-myndarinnar enda ástæða til að gleðjast.
Kát Bandaríski leikarinn Rami Malek, sem fer með hlutverk illmennisins í
kvikmyndinni, og handritshöfundurinn Phoebe Waller-Bridge.
AFP