Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 72
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
Virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
Virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
FAST SENDINGARGJALD MEÐ
PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER!
FANO
SÓFABORÐ
34.900 kr.
NÚ 26.175 kr.
VENUS LOFTLJÓS Ø50CM
19.995 kr. NÚ 14.996 kr.
FLORA
BLÓMAVASI
3.995 kr.
NÚ 2.996 kr.
CALE
BORÐLAMPI
13.995 kr.
NÚ 10.496 kr.
ALESSO VASAR 2 STÆRÐIR
8.995 kr. NÚ 6.746 kr. 22.995 kr. NÚ 17.246 kr.
NORRLAND BORÐSTOFUSTÓLL
39.900 kr. NÚ 29.925 kr.
NEPTUN SÓFABORÐ 2 SAMAN
99.800 kr. NÚ 74.850 kr.
SICILIA 3JA SÆTA SÓFI
144.900 kr. NÚ 108.675 kr.
SPARAÐU
25%
AF ÖLLUM VÖRUm
Danski sellóleikarinn Jonathan Swensen leikur selló-
konsert Dvoráks á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Swensen er
aðeins 24 ára og hefur hlotið mörg verðlaun á ferli sín-
um þrátt fyrir ungan aldur. Á tónleikunum verður líka
flutt nýtt verk eftir Halldór Smárason sem nefnist
infinite image og er samið undir áhrifum frá ljóðinu
„Þoka“ eftir Sigurð Pálsson. Eftir hlé
verður leikinn Konsert fyrir
hljómsveit eftir
bandaríska tón-
skáldið Joan To-
wer sem er eitt
fremsta tónskáld
Bandaríkjanna af sinni
kynslóð, fædd árið
1938. Stjórnandi á
tónleikunum
verður hinn
virti Peter
Oundjian.
Swensen leikur einleik með SÍ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum lengi verið með það í píp-
unum að auka framleiðslugetuna til
að missa ekki af sölu á álagstímum.
Við höfum til dæmis lent í því síð-
ustu þrjú sumur að klára allt sem við
eigum á bæjarhátíðinni Mærudög-
um. Þetta var því tímabært,“ segir
Þorsteinn Snævar Benediktsson,
bruggmeistari og eigandi Húsavík
öl.
Vill stækka bruggstofuna
Húsavík öl hefur verið rekið í
gömlu mjólkurstöðinni á Húsavík
síðan í lok árs 2017. Tæp þrjú ár eru
síðan bruggstofa var opnuð í hús-
næðinu og hefur hún notið mikilla
vinsælda. Svo mikilla reyndar að
Þorsteinn sá þann kost vænstan að
bæta nýlega við 1.200 lítra gerj-
unartanki sem eykur framleiðslu-
getu Húsavík öl um ríflega 30%. „Ég
vonast líka til að geta stækkað
bruggstofuna og fengið meira pláss.
Hvort við gerum það í ár eða á
næsta ári á eftir að koma í ljós,“ seg-
ir Þorsteinn.
Ekki hrifinn af ÁTVR
Erfitt hefur verið að anna eftir-
spurn og um tíma fékkst bjór Húsa-
vík öl aðeins fyrir norðan. Nú horfir
til betri vegar og sem stendur fæst
hann á þremur stöðum í höfuð-
staðnum; á Brewdog, Skúla craft bar
og Session. Þorsteinn segir þó engin
áform um að selja handverksbjór
sinn í Vínbúðunum. „Nei, ég er ekk-
ert sérstaklega hrifinn af einokunar-
verslun ríkisins. Ég bíð bara eftir
því að mega selja mínar vörur sjálf-
ur. Vonandi verður það mál keyrt í
gegn á þinginu í vetur.“
Fagna októberfest
En hvað sem Þorsteini kann að
finnast um ÁTVR er þó ljóst að nú í
vikunni gefst áhugasömum færi á að
kaupa bjór sem hann tók þátt í að
framleiða. Er þar um að ræða sam-
starfsbrugg Húsavík öl og Borgar
brugghúss í tilefni þess að nú er tími
októberfests. „Þetta verður þrusu
bjór,“ segir Þorsteinn um bjórinn
sem kallast því áhugaverða nafni
Veður fyrir leður og er lýst sem
bragðfjörugum pilsner.
Alltaf veður fyrir leður
Spurður út í nafnið segir brugg-
meistarinn að það sé vísun í þýskan
frasa sem hentur hafi verið á lofti
þegar bjórinn var framleiddur.
Hann hafi þótt passa ágætlega inn í
umhverfi októberfests þegar hefð er
fyrir því að fólk klæðist lederhosen.
„Þetta var eitthvað sem kom upp og
var fyndið; „Das ist immer Wetter
für Leder.“ Það útlagðist vel á ís-
lensku og er bæði fallegt og satt.“
Stækkaði brugghúsið
um 30% vegna vinsælda
- Húsavík öl í mikilli sókn - Veður fyrir leður á leið í sölu
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vinsældir Þorsteinn Snævar Benediktsson við dæluna á bruggstofu Húsa-
vík öl. Hann þurfti að bæta við gerjunartanki til að anna þar eftirspurn.
Samstarf Þorsteinn ásamt þeim Halldóri Darra Guðjónssyni og Árna Theo-
dór Long frá Borg brugghúsi þegar Veður fyrir leður var bruggaður.
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðablik og Þróttur úr Reykjavík mætast í úrslitum
bikarkeppninnar í knattspyrnu kvenna á Laugardals-
velli annað kvöld. Félögin búa yfir ólíkri reynslu þegar
kemur að bikarkeppninni. Breiðablik hefur þannig tólf
sinnum orðið bikarmeistari kvenna, síðast árið 2018, á
meðan Þróttur leikur til úrslita í keppninni í fyrsta
skipti í sögu félagsins.
Fyrirliðar beggja liða, þær Ásta Eir Árnadóttir hjá
Breiðabliki og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir hjá Þrótti,
kveðast afar spenntar fyrir viðureigninni. »62
Stóra stundin rennur upp á morgun
ÍÞRÓTTIR MENNING