Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare Colibri Létt og nett rafskutla sem auðvelt er að taka sundur og setja í bíl RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 8 km/klst Hámarksdægni 16 km Verð 269.000 kr. Félagsstofnun stúdenta áformar byggingu nýrra húsa í Skuggahverfi í Reykjavík en í hverfinu hefur FS leigt út íbúðir allt frá árinu 2006. Í þremur nýjum húsum sem Fé- lagsstofnun stúdenta áformar að byggja í Skuggahverfinu verða 24 leigueiningar en ekki 122 eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. laug- ardag. Heildarfjöldi leigueininga verður 122 að framkvæmdum lokn- um. Þetta er hér með leiðrétt og beð- ist velvirðingar á misherminu. Forhönnun húsanna er lokið, upp- lýsir Rebekka Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Félagsstofnunar stúd- enta. Utanhússklæðningar og litir verða í samræmi við byggðina í kring, þök húsa við Vitastíg hallandi með kvistum eins og þekkist í hverfinu en á húsi við Lindargötu verður þak með torfi. Lóð verður einnig lagfærð og gerð vistleg með útisvæði en engin aðstaða eða gróður er á lóð Skugga- garða í dag, segir Rebekka. Lindargata 44 verður rifin enda er húsið í slæmu ástandi og óhentugt. Í stað þess kemur hús með 10 stúdíó- íbúðum og samkomusal á jarðhæð sem nýtast mun öllum íbúum Skugga- garða. Útlit hússins skal falla vel að stúdentagörðunum sem umlykja það. Framan við húsið verða settir djúp- gámar. Verður lóðin talsvert falllegri og snyrtilegri þegar sorpgámar sem nú eru ofanjarðar á miðri lóðinni hverfa. Þá má reikna með minna ónæði vegna sorplosunar í götunni. Á Vatnsstíg verður hús nr. 10 rifið, enda ónýtt. Hús á lóð nr. 12 verður fært á lóð nr. 10. Verður það ekki nýtt af FS. FS mun hins vegar byggja tvö ný hús á Vatnsstíg. Verða þau í sam- ræmi við umhverfið og eldri bygging- ar á svæðinu. Minjastofnun hefur veitt ráðgjöf/umsögn í gegnum ferlið. sisi@mbl.is Útlit í samræmi við önnur hús - FS byggir hús í Skuggahverfinu Morgunblaðið/sisi Lindargata Eitt húsanna sem FS hefur byggt í Skuggahverfinu. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viðbygging við elsta stúdentagarð háskólastúdenta, Gamla Garð, verð- ur vígð í dag. Það gera Isabel Alej- andra Díaz og Björn Bjarnason, nú- verandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en Björn var forseti SHÍ þegar Fé- lagsstofnun stúdenta var stofnuð árið 1968. Um er að ræða tvær byggingar og þar eru 69 einstaklingsherbergi með sér salernum. Þá eru þar setu- stofur, samkomusalur og sameigin- leg eldhúsaðstaða. Borgarráð samþykkti í ágúst 2019 deiliskipulag fyrir svæðið byggt á tillögu Andrúms arkitekta. Stúd- entaíbúðirnar eru á reit á horni Suð- urgötu og Hringbrautar og afmark- ast af þeim götum til norðurs og austurs og af Sæmundargötu til suð- urs og vesturs. Lóðin er á eignarlandi Háskóla Íslands. Gamli Garður var byggður árin 1933-34 og nýttur sem stúdenta- íbúðir/sumargisting. Hinn þjóðþekkti arkitekt Sigurður Guðmundsson teiknaði húsið. Fyrstu stúdentarnir fluttu þangað inn haustið 1934. Í tillögu Andrúms arkitekta að viðbyggingunni var lagt upp með að hún félli vel að núverandi byggingum á háskólasvæðinu. Dregið var til muna úr umfangi byggingarmagns- ins frá fyrstu áformum þannig að byggingar sem eru fyrir á svæðinu njóta sín áfram. Í greinargerð And- rúms segir: „Í því sambandi skiptir mestu að álmurnar tvær með her- bergjum nemenda liggja samsíða meginálmum Gamla Garðs og Þjóð- minjasafnsins og styrkja með því þá formheild og hrynjandi sem einkenn- ir þessar tvær byggingar í götumynd Hringbrautar.“ Vígslan í dag fer fram með af- hjúpun listaverks sem Félagsstofnun stúdenta færir Stúdentaráði Háskóla Íslands að gjöf í tilefni 100 ára af- mælis ráðsins á síðasta ári. Er það tileinkað hagsmunabaráttu stúdenta. Verkið sem er 2,10 x 7 metrar að stærð er eftir Helga Þórsson mynd- listarmann, útfært af Rúnu Kristins- dóttur. „Nýr“ Gamli Garður verður vígður í dag Morgunblaðið/sisi Nýbyggingar Nýr Gamli Garður stendur fyrir austan eldri bygginguna, á horni Hringbrautar og Sæmundargötu. - Við bætast 69 einstaklingsherbergi fyrir háskólastúdenta Morgunblaðið/Ófeigur Gamli Garður Stílhrein bygging sem tekin var í notkun árið 1934. Samband íslenskra sjóminjasafna veitti í vikunni þremur mönnum við- urkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið. Segir í fréttatilkynningu að þeir Geir Hóm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór Magnússon hafi starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki. Geir Hólm varð safnstjóri Sjó- minjasafns Austurlands á Eskifirði 1982 og starfaði við safnið til 75 ára aldurs 2008 eða í 26 ár. Hann var meðal annars ötull við söfnun sjó- minja á þeim tíma og gerði safnið að einu af merkustu sjóminjasöfnum landsins, segir í fréttinni. Hafliði Aðalsteinsson hefur verið starfandi tréskipasmiður alla tíð. Hann hefur smíðað nokkurn fjölda báta og einnig og ekki síst unnið að viðgerð og endurgerð eldri báta. Hafliði var stofnfélagi og í forystu fyrir Félag áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar á Reykhólum. Þór Magnússon var þjóðminja- vörður á árunum 1968-2000. Eitt af þeim sviðum sem hann lét sig miklu varða var sjóminjar og bátavarð- veisla, segir m.a. í fréttatilkynningu. Viðurkenningar Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna, Hafliði Már Aðalsteinsson, Geir Hólm og Þór Magnússon. Þökkuð störf að sjó- og strandminjum Fimmtíu kórónuveirusmit greindust innanlands í sýnatöku sl. þriðjudag, samkvæmt uppfærðum tölum á co- vid.is frá í gær. Þar af voru 26 í sóttkví við greiningu eða 52 prósent og 24 greindust utan sóttkvíar. Af smituðum sem greindust inn- anlands voru 24 fullbólusettir og 26 óbólusettir. 2.866 sýni voru tekin og var hlut- fall jákvæðra sýna 6,64 prósent. Alls voru 1.632 í sóttkví í gær, 390 í skimunarsóttkví og 448 í einangrun. Í fyrradag voru 1.562 í sóttkví og 451 í einangrun. 45 greindust í einkennasýnatökum og fimm í sóttkvíar- og handahófs- sýnatökum Fjórir voru á sjúkrahúsi í gær með Covid-19, sem er einum færri en daginn áður, þar af einn á gjörgæslu. Fimm greindust með Covid-19 við landamæraskimun þar sem þrír voru fullbólusettir en tveir óbólusettir. 50 veirusmit og um helmingur í sóttkví Morgunblaðið/Eggert Skimun Veiran er ekki á útleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.