Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 28

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare Colibri Létt og nett rafskutla sem auðvelt er að taka sundur og setja í bíl RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 8 km/klst Hámarksdægni 16 km Verð 269.000 kr. Félagsstofnun stúdenta áformar byggingu nýrra húsa í Skuggahverfi í Reykjavík en í hverfinu hefur FS leigt út íbúðir allt frá árinu 2006. Í þremur nýjum húsum sem Fé- lagsstofnun stúdenta áformar að byggja í Skuggahverfinu verða 24 leigueiningar en ekki 122 eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. laug- ardag. Heildarfjöldi leigueininga verður 122 að framkvæmdum lokn- um. Þetta er hér með leiðrétt og beð- ist velvirðingar á misherminu. Forhönnun húsanna er lokið, upp- lýsir Rebekka Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Félagsstofnunar stúd- enta. Utanhússklæðningar og litir verða í samræmi við byggðina í kring, þök húsa við Vitastíg hallandi með kvistum eins og þekkist í hverfinu en á húsi við Lindargötu verður þak með torfi. Lóð verður einnig lagfærð og gerð vistleg með útisvæði en engin aðstaða eða gróður er á lóð Skugga- garða í dag, segir Rebekka. Lindargata 44 verður rifin enda er húsið í slæmu ástandi og óhentugt. Í stað þess kemur hús með 10 stúdíó- íbúðum og samkomusal á jarðhæð sem nýtast mun öllum íbúum Skugga- garða. Útlit hússins skal falla vel að stúdentagörðunum sem umlykja það. Framan við húsið verða settir djúp- gámar. Verður lóðin talsvert falllegri og snyrtilegri þegar sorpgámar sem nú eru ofanjarðar á miðri lóðinni hverfa. Þá má reikna með minna ónæði vegna sorplosunar í götunni. Á Vatnsstíg verður hús nr. 10 rifið, enda ónýtt. Hús á lóð nr. 12 verður fært á lóð nr. 10. Verður það ekki nýtt af FS. FS mun hins vegar byggja tvö ný hús á Vatnsstíg. Verða þau í sam- ræmi við umhverfið og eldri bygging- ar á svæðinu. Minjastofnun hefur veitt ráðgjöf/umsögn í gegnum ferlið. sisi@mbl.is Útlit í samræmi við önnur hús - FS byggir hús í Skuggahverfinu Morgunblaðið/sisi Lindargata Eitt húsanna sem FS hefur byggt í Skuggahverfinu. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viðbygging við elsta stúdentagarð háskólastúdenta, Gamla Garð, verð- ur vígð í dag. Það gera Isabel Alej- andra Díaz og Björn Bjarnason, nú- verandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en Björn var forseti SHÍ þegar Fé- lagsstofnun stúdenta var stofnuð árið 1968. Um er að ræða tvær byggingar og þar eru 69 einstaklingsherbergi með sér salernum. Þá eru þar setu- stofur, samkomusalur og sameigin- leg eldhúsaðstaða. Borgarráð samþykkti í ágúst 2019 deiliskipulag fyrir svæðið byggt á tillögu Andrúms arkitekta. Stúd- entaíbúðirnar eru á reit á horni Suð- urgötu og Hringbrautar og afmark- ast af þeim götum til norðurs og austurs og af Sæmundargötu til suð- urs og vesturs. Lóðin er á eignarlandi Háskóla Íslands. Gamli Garður var byggður árin 1933-34 og nýttur sem stúdenta- íbúðir/sumargisting. Hinn þjóðþekkti arkitekt Sigurður Guðmundsson teiknaði húsið. Fyrstu stúdentarnir fluttu þangað inn haustið 1934. Í tillögu Andrúms arkitekta að viðbyggingunni var lagt upp með að hún félli vel að núverandi byggingum á háskólasvæðinu. Dregið var til muna úr umfangi byggingarmagns- ins frá fyrstu áformum þannig að byggingar sem eru fyrir á svæðinu njóta sín áfram. Í greinargerð And- rúms segir: „Í því sambandi skiptir mestu að álmurnar tvær með her- bergjum nemenda liggja samsíða meginálmum Gamla Garðs og Þjóð- minjasafnsins og styrkja með því þá formheild og hrynjandi sem einkenn- ir þessar tvær byggingar í götumynd Hringbrautar.“ Vígslan í dag fer fram með af- hjúpun listaverks sem Félagsstofnun stúdenta færir Stúdentaráði Háskóla Íslands að gjöf í tilefni 100 ára af- mælis ráðsins á síðasta ári. Er það tileinkað hagsmunabaráttu stúdenta. Verkið sem er 2,10 x 7 metrar að stærð er eftir Helga Þórsson mynd- listarmann, útfært af Rúnu Kristins- dóttur. „Nýr“ Gamli Garður verður vígður í dag Morgunblaðið/sisi Nýbyggingar Nýr Gamli Garður stendur fyrir austan eldri bygginguna, á horni Hringbrautar og Sæmundargötu. - Við bætast 69 einstaklingsherbergi fyrir háskólastúdenta Morgunblaðið/Ófeigur Gamli Garður Stílhrein bygging sem tekin var í notkun árið 1934. Samband íslenskra sjóminjasafna veitti í vikunni þremur mönnum við- urkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið. Segir í fréttatilkynningu að þeir Geir Hóm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór Magnússon hafi starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki. Geir Hólm varð safnstjóri Sjó- minjasafns Austurlands á Eskifirði 1982 og starfaði við safnið til 75 ára aldurs 2008 eða í 26 ár. Hann var meðal annars ötull við söfnun sjó- minja á þeim tíma og gerði safnið að einu af merkustu sjóminjasöfnum landsins, segir í fréttinni. Hafliði Aðalsteinsson hefur verið starfandi tréskipasmiður alla tíð. Hann hefur smíðað nokkurn fjölda báta og einnig og ekki síst unnið að viðgerð og endurgerð eldri báta. Hafliði var stofnfélagi og í forystu fyrir Félag áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar á Reykhólum. Þór Magnússon var þjóðminja- vörður á árunum 1968-2000. Eitt af þeim sviðum sem hann lét sig miklu varða var sjóminjar og bátavarð- veisla, segir m.a. í fréttatilkynningu. Viðurkenningar Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna, Hafliði Már Aðalsteinsson, Geir Hólm og Þór Magnússon. Þökkuð störf að sjó- og strandminjum Fimmtíu kórónuveirusmit greindust innanlands í sýnatöku sl. þriðjudag, samkvæmt uppfærðum tölum á co- vid.is frá í gær. Þar af voru 26 í sóttkví við greiningu eða 52 prósent og 24 greindust utan sóttkvíar. Af smituðum sem greindust inn- anlands voru 24 fullbólusettir og 26 óbólusettir. 2.866 sýni voru tekin og var hlut- fall jákvæðra sýna 6,64 prósent. Alls voru 1.632 í sóttkví í gær, 390 í skimunarsóttkví og 448 í einangrun. Í fyrradag voru 1.562 í sóttkví og 451 í einangrun. 45 greindust í einkennasýnatökum og fimm í sóttkvíar- og handahófs- sýnatökum Fjórir voru á sjúkrahúsi í gær með Covid-19, sem er einum færri en daginn áður, þar af einn á gjörgæslu. Fimm greindust með Covid-19 við landamæraskimun þar sem þrír voru fullbólusettir en tveir óbólusettir. 50 veirusmit og um helmingur í sóttkví Morgunblaðið/Eggert Skimun Veiran er ekki á útleið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.