Morgunblaðið - 15.10.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 15.10.2021, Síða 11
Ljósmynd/Stefán Á Eskifirði Starfsmenn Egersund keppast við að setja nýtt net í nót fyrir Hofellið SU frá Fáskrúðsfirði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Annir eru þessa dagana á nóta- og netaverkstæðum og undirbúningur á fullu fyrir loðnuvertíð sem hefst væntanlega í lok næsta mánaðar. „Hér er mikill atgangur svo allt verði tilbúið fyrir þessa risavertíð, sem menn sáu ekki fyrir,“ segir Jón Oddur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Hampiðjunnar Ísland. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund á Íslandi, segir hjólin snú- ast af krafti þessa dagana á nóta- verkstæði fyrirtækisins á Eskifirði. „Menn vinna við loðnunætur alla daga og dreymir loðnunætur flestar nætur,“ segir Stefán. Loðnunót er engin smásmíði og gæti grunnnót verið um 115-120 metrar á dýpt, 480-500 metrar á lengd og þyngdin gæti verið nálægt 50 tonnum. Til samanburðar má nefna að fótboltavöllur er rúmlega 100 metrar á lengd. Djúpnót getur verið um 600 metra löng og 200 metra djúp. Auk þess er unnið við troll til að nota við loðnuveiðarnar. Vilja að veiðarfæri séu í lagi Eftir loðnubann í tvo vetur og síð- an tiltölulega litla, en arðsama, ver- tíð síðasta vetur eru loðnunætur yfirleitt í góðu standi. Eitthvað er þó um að verið sé að setja upp nætur frá grunni. Ekkert má út af bera þegar vertíðin byrjar og útgerðir og áhafnir vilja að veiðarfæri séu tilbú- in og í góðu lagi. Því er verið að fara yfir loðnunætur, skipta um stykki sem hafa rifnað eða sauma minni göt. Hampiðjan Ísland er með nóta- verkstæði í Reykjavík, Vestmanna- eyjum og Neskaupstað, en einnig netaverkstæði á Ísafirði og Akureyri og starfa alls um 70 manns hjá fyrir- tækinu hérlendis. Egersund er með nóta- og netaverkstæði á Eskifirði þar sem starfa 18 manns. Í Nes- kaupstað er Hampiðjan með nóta- hótel og Egersund á Eskifirði. Næt- urnar eru þá geymdar í sérstökum hólfum tengdum verkstæðunum, en ekki úti undir berum himni. Ísfell er með nótaverkstæði í Vestmannaeyjum og netaverstæði víða um land. Á Hornafirði rekur Skinney-Þinganes eigin veiðar- færagerð. Margar vinnustundir Nælonefni í loðnunætur er yfir- leitt pantað í renningum, sem oft eru um 100 metra langir með mismun- andi sverleika á garni eftir því hvar í nótina renningurinn á að fara. Mikil vinna er við að setja upp heila nót, en þær endast með viðhaldi og við- gerðum í allmörg ár. Þegar loðnu- vertíð hefst þurfa netafyrirtækin að vera tilbúin að svara kalli ef nótin verður fyrir tjóni. Vertíðin stendur síðan í rauninni fram eftir ári með frekari lagfæringum til að allt verði tilbúið fyrir næstu vertíð. „Almennt séð er gríðarlega mikið að gera í kringum vertíðina,“ segir Jón Oddur. „Menn eru á fullu að græja sig í þennan ofurkvóta, bæta í og hafa allt tilbúið, hvort sem það eru nætur eða troll sem menn nota á misjöfnum tímum við mismunandi aðstæður. Við fáum mest af okkar efni frá Kína, Víetnam og Perú og staðan í heiminum hvað varðar flutninga og framleiðslu hefur ekki hjálpað okk- ur. Í raun höfum við ekki fyllilega getað annað því sem við hefðum vilj- að,“ segir Jón Oddur. Allt á öðrum endanum „Hér er mikið í gangi og allt á öðr- um endanum,“ segir Stefán hjá Egersund. „Sannast sagna er loðnu- kvótinn miklu stærri en menn áttu von á, en menn leggja sig fram um að láta þetta ganga upp.“ Hann segir að Egersund hafi átt talsvert af efni á lager, en auk þess hafi fyrirtækið aðgang að Egersund í Noregi, sem sé með verksmiðju þar, sem hnýti loðnunet. Þá sé fyrirtækið í góðum tengslum við fyrirtæki í Litháen og Perú. Annir á nóta- verkstæðum - Stór vertíð undirbúin - „Menn vinna við loðnunætur alla daga og dreymir loðnunætur flestar nætur“ Morgunblaðið/Ómar Vertíð Að loðnuveiðum út af Stafnesi fyrir um fimmtán árum. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Nýjar haustvörur Einnig nýkomið klútar, húfur, leðurhanskar, vesti, töskur, skart, silkislæður og klemmueyrnalokkar Kjólar • Bolir • Blússur • Peysur Túnikur • Pils Skollakoppar eða ígulker fundust á 90% stöðva í leit að mögulegum miðum í Norðfjarðarflóa og Mjóa- firði síðasta vor. „Niðurstöður könn- unarinnar leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið eru á svæðinu, sérstak- lega í Hellisfirði og Viðfirði,“ segir m.a. í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um verkefnið. Aflinn var 15-200 kíló í togi, en togað var á tíu stöðvum. Meðal- stærð var yfir löndunarstærð á öll- um stöðvum þar sem skollakoppur veiddist. Yfirleitt var aflinn nokkuð hreinn og lítill meðafli. Útgerðarfélagið Emel ehf. í Nes- kaupstað stóð fyrir leiðangrinum og var bátur þeirra, Eyji NK-4, not- aður við könnunina. Um borð var veiðieftirlitsmaður, sem sá um sýna- tökur, myndatökur og skráningu. Ígulkerið skollakoppur eða græn- ígull mun vera eina ígulkerategund- in við Ísland sem hefur verið nýtt. Tilraunaveiðar hófust, þá stundaðar af köfurum, árið 1984 á nokkrum stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hófust veiðar að nýju við landið, en þá voru notaðir plógar við veiðarnar. Hámark land- aðs afla var 1.500 tonn árið 1994 og voru veiðarnar stundaðar fram til 1998 þegar markaðir hrundu. 2004 hófust plógveiðar að nýju í innan- verðum Breiðafirði en litlu var land- að þar til árið 2007 er aflinn var 134 tonn. Síðan þá hefur aflinn aukist og mest verið veitt í Breiðafirði en sl. ár hefur einnig verið veitt í Húna- flóa og Reyðarfirði, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Heimir Sigurður Karlsson Skollakoppur Afli á dekki eftir að togað hafði verið vestanmegin í Viðfirði. Nýtanleg ígulkera- mið í Norðfjarðarflóa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.