Morgunblaðið - 15.10.2021, Síða 21
Útgáfa verksins var afar brýn
enda ekkert slíkt rit til á íslenskri
tungu fyrir almenna lesendur þar
sem fjallað er um náttúru lands-
ins á heildstæðan og lýsandi hátt.
Elja, vandvirkni og þraut-
seigja einkenndi afstöðu og verk-
lag Snorra. Síðasta verk hans,
Vatnajökulsþjóðgarður: gersemi
á heimsvísu, kom út rúmri viku
áður en hann féll frá. Það verk
vann Snorri undir lokin við erfið
skilyrði, þjakaður af veikindum.
En hann lét ekki deigan síga og
náði að skila af sér einkar glæsi-
legu ritverki enn eitt skiptið og
halda útgáfuteiti fyrir vini og
vandamenn.
Látum kynnin af Snorra og
verkum hans upplýsa okkur lengi
og ylja um hjartarætur. Aðstand-
endum og ástvinum vottum við
innilega samúð við fráfall Snorra.
Hilmar J. Malmquist og
Skúli Skúlason.
Komið er að kveðjustund, kær
vinur og samferðamaður er lát-
inn langt um aldur fram, eftir
baráttu við krabbamein. Kynni
okkar Snorra hófust haustið
1970, fyrir meira en hálfri öld,
þegar hópur ríflega 100 ung-
menna hóf nám í Menntaskólan-
um á Akureyri. Á heimavist skól-
ans hristast þeir fljótlega saman
sem hafa svipaðan bakgrunn, lífs-
skoðanir og áhugamál. Og við
slíkar aðstæður verður gjarnan
til vinskapur sem varir ævina á
enda. Þannig var því varið hjá
okkur Snorra.
Margir kostir prýddu þennan
bráðgreinda, sjarmerandi, lífs-
glaða og söngelska bóndason frá
Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Þeir
kostir nýttust vel á viðburðaríkri
ævi, ævi sem einkenndist af
margvíslegum viðfangsefnum.
Eftir líffræðinám við HÍ stundaði
Snorri framhaldsnám erlendis á
sviði vist- og plöntuerfðafræði.
Heim kominn tókst hann á við
fjölbreytt verkefni.
Að afloknu námi fóru fjöl-
skyldur okkar að hittast reglu-
lega. Ekki spillti að þáverandi
eiginkona Snorra og kona mín
eru æskuvinkonur þannig að
beint lá við að við hittumst ásamt
börnum okkar. Fljótlega bættust
fleiri skólafélagar úr líffræðinni
og makar þeirra í hópinn og um
aldamótin var búið að stofna
ferðahópinn Lipurtær. Hópurinn
hefur síðan farið saman í margar
ógleymanlegar ferðir. Fullorðna
fólkið naut samvistanna, börnin,
sem oft voru með í för, léku sér
saman og lærðu að skoða landið
og náttúruna. Á kvöldin var eld-
að, spilað og sungið og þess á
milli skeggrætt um málefni líð-
andi stundar. Snorri var þá þegar
kominn á kaf í náttúruljósmynd-
un og stoppaði hann gjarnan þar
sem mótífin kölluðu á hann.
Mér vitanlega er Snorri sá eini
sem próf. Agnar Ingólfsson gaf
einkunnina 10 fyrir próf í nám-
skeiðinu vistfræði – mikið uppá-
haldsfag Snorra – við líffræði-
skor HÍ. Ég varð vitni að því
þegar Agnar kom út úr skrifstofu
sinni með prófúrlausn Snorra í
hendinni. Honum var mikið niðri
fyrir og hann dæsti þegar hann
sagði við okkur sem þarna vorum
að vinna: „Ég verð að gefa 10 fyr-
ir þessa úrlausn, hún er fullkom-
in.“ Ég kættist við að verða vitni
að þessu. Mér fannst ég nefnilega
eiga örlítinn þátt í afreki vinar
míns. Í sumarbyrjun hafði ég lall-
að frá Nýja Garði upp á Hjóna-
garða með kennslubókina sem
Agnar notaði í námskeiðinu,
Snorri hafði beðið um að fá hana
lánaða. Auðsætt var, þegar bók-
inni hafði verið skilað, að Snorri
hafði stúderað „Krebs“ af mikilli
nákvæmni, búið var að strika
undir allt það sem Snorri taldi
mestu máli skipta í bókinni.
Ekki kom á óvart að Snorri
skyldi síðar á ævinni rita glæsi-
lega „stórbók“ um lífríki Íslands,
þar er vistfræðin í öndvegi. Rit-
færni Snorra kom og berlega í
ljós í fjöldanum öllum af blaða-
greinum um náttúruvernd og nú
síðast fyrir nokkrum vikum þeg-
ar bókin „Vatnajökulsþjóðgarð-
ur: gersemi á heimsvísu“ kom út.
Þessar bækur, ásamt baráttu
hans fyrir íslenska náttúru,
munu halda nafni Snorra Bald-
urssonar á lofti um ókomna fram-
tíð.
Að leiðarlokum þakka ég
trausta samfylgd og áratuga vin-
áttu. Um leið sendum við Ástrós
fjölskyldunni og öllum vinum og
ástvinum hans innilegar samúð-
arkveðjur.
Karl Skírnisson.
Dr. Snorri Baldursson, ein af
okkar helstu frægðarstjörnum
útskriftarárgangs MA-stúdenta
frá 1974, er allur.
Ég votta konu hans, Elsu Eð-
varðs; minni fögru bekkjarsystur
í þá daga, samúð mína.
Ég hef síðan hitt Snorra um
tíðina, svo sem á útskriftaraf-
mælissamkomu okkar MA-stúd-
enta, en þó síðast er hann hélt
fyrirlestur í morgunstundinni á
vinnustað mínum, dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund, í til-
efni útkomu sinnar fyrri bókar
um náttúru Íslands.
(Þáði hann þá nýjustu ljóðabók
mína sem þakkargjöf!)
Ég minnist Snorra á MA-ár-
unum sem glæsilegs félagsmála-
manns er virtist í augum okkar
máladeildarnemenda líklegur til
stórræðanna sem raunvísinda-
maður.
Virðist það svo hafa gengið
rækilega eftir, svo sem lands-
menn hafa mátt sjá í myndmiðl-
um.
Það kom mér svo á óvart að
hann er nú fallinn frá, er hann
virtist enn vera á hátindi fram-
kvæmdasemi sinnar. M.a. vegna
þess að þótt fyrrverandi vinum
mínum úr hópi bekkjarfélaga
forðum sé ögn farið að fækka
virðist það hafa haft lítið með
öldrunarsjúkdóma að gera, enn
sem komið er, og því ekki komið
að ögurstundum almennt fyrir
okkar aldurshóp. En nú er spurn-
ing hvort þetta séu teikn um að
einhver skriða fari brátt að
byrja?
Ég hefði viljað kveðja Snorra
með einhverju málefnalegu ljóða-
broti eftir mig. Og nú þykir mér
ég sjá í einu ljóði mínu smá sam-
svörun milli Snorra og föður míns
heitins, er einnig varð stúdent frá
MA og gerðist svo frægur raun-
vísindamaður síns tíma (Baldur
Líndal efnaverkfræðingur), en
þeir voru báðir úr sveit. Eftirfar-
andi ljóðabrot er innblásið af
skáldskapartilraunum mínum á
heimavist MA forðum, og endur-
speglar sýn mína á sveita-
umhverfið (þótt ég hafi sjálfur
komið frá höfuðborgarsvæðinu).
Ljóðið heitir: Kvörtun sveita-
stráksins, og er faðirinn þar að
brýna fyrir syni sínum gildi dreif-
býlistilverunnar og segir þar m.a.
svo:
Og pabbi spurði svo mig, stráklinginn:
„Hví gleðst þú ekki með jörðinni!
Er nokkuð yndislegra í lífinu
en súr heylyktin í nösinni?
Ætlaðist Guð til nokkurs betra
af böldnum, óþægum stráklingi,
svo sem að verða óþægur skóla-
strákur?“
„En pabbi,“ sagði ég,
„Villi bróðir vildi svo í skóla
að hann reif sig svo
á gaddavírnum við að flýja!
Og mamma, hún missti mjólkur-
könnuna
við fall sitt á hörðu eldhúsgólfinu,
því hún þoldi ekki þessa sveit!“
Pabbi dæsti þá og sagði:
„Þú skilur ekki, væni minn eini,
hversu lífið kallar á þig!
Og átt svo mömmu sem
vill heldur skúra hjá borgarfólki!“
Tryggvi V. Líndal.
Í minningu Snorra Baldurs-
sonar.
Maðurinn með ljáinn hefur
enn höggvið í hóp okkar sam-
stúdentanna frá MA, þjóðhátíð-
arárið 1974.
Snorri var meðal helstu glæsi-
menna þessa hóps, gekk vel með
námið en var djarfur í framkomu,
lagviss og glaðlyndur.
Stúdentinn Snorri menntaði
sig í náttúruvísindum og varð að
lokum doktor í plöntuerfðafræði
frá Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn.
Vel skipulögð menntun varð
hornsteinn að ævistarfi Snorra,
en auk þeirra starfa sem hann
sinnti beitti hann sér á sviði um-
hverfismála og náttúruverndar.
Hápunktarnir á þeirri vegferð
voru formenskan í Landvernd og
útgáfa stórglæsilegra bóka, þar
sem hann blandaði saman um-
fjöllun um sín fræði og hjartans
mál.
Í MA vorum við Snorri góðir
félagar. Ég kom úr farskólaum-
hverfinu og var því ári eldri en
bekkjarfélagarnir og bar með
mér útlit sem var umfram aldur.
Á þessum árum nafnskírteina
með lélegum myndum, sem var
reyndin með mitt skírteini, gat
það komið sér vel að þekkja sér
eldri og ellilegri menn sem voru
hjálpsamir og Snorri naut oft
góðs af því, enda meiri gleðimað-
ur en ég og átti því frekar og oft-
ar erindi í Sjallann.
Á lífsleiðinni lágu leiðir okkar
oft saman, hann heimsótti okkur
hjónin þegar við bjuggum í
Moskvu, í fásinninu þar var ávallt
gaman að fá gesti að heiman.
Mörgum árum síðar, þegar ég
var að vinna að þróun aðstöðunn-
ar í Kerlingarfjöllum og umbót-
um í samgöngum á Kili, lágu leið-
ir okkar saman á ný, en þá
bankaði Snorri í öxlina á mér og
spurði hvort mig hvort ég teldi
mína vegferð byggða á skynsemi
og í þágu umhverfis og náttúru.
Þar varð vík milli vina.
Í kjölfarið tók við málarekstur
sem lauk á þann hátt að báðir
máttu sáttir vera eða jafn ósáttir
ef menn vildu halda sig við þann
skilning.
Í vor áttum við Snorri dýr-
mæta stund, ég heimsótti hann
hér í höfuðborginni, við drukkum
vatn, borðuðum kleinur og rædd-
um okkar sameiginlegu vegferð.
„Í mínum störfum að umhverfis-
málum hef ég fylgt rödd hjart-
ans,“ sagði Snorri og barði sér á
bringu, hver getur gagnrýnt þá
lífssýn?
Við Snorri kvöddumst sáttir
og glaðir og vorum sammála um
að næsti fundur yrði enn gleði-
legri, hvar sem hann nú yrði. Mér
fannst þessi stutta stund með
Snorra mikilvæg og held að það
hafi verið gagnkvæmt.
Hvíl þú í friði, Snorri Baldurs-
son.
Páll Gíslason.
Það eru meira en fjórir áratug-
ir síðan ég hitti Snorra fyrst,
þrjár æskuvinkonur og þeirra
fylgifiskar bundust vináttubönd-
um, við urðum samferða, við tók
hreiðurgerð, börnin komu eitt af
öðru. Til varð matarklúbbur sem
hittist oft á ári, þetta voru líflegar
samkomur sem við hlökkuðum til
allt árið, við nutum lífsins saman,
ferðuðumst, sungum hástöfum,
rökræddum og stundum rúmlega
það en yfir öllu sveif væntum-
þykja og virðing okkar hvert fyr-
ir öðru.
Sumt stendur upp úr, vika
seint í ágúst 1984, við hittumst
fjölskyldurnar í Jökulsárgljú-
frum þar sem Snorri og Guðrún
voru landverðir, sjö dagar í para-
dís, útlandaveðri, sól og hita, þeir
stóratburðir í jarðsögunni sem
þarna höfðu átt sér stað urðu, í
meðförum húsráðenda, ljóslif-
andi fyrir okkur.
Hagir okkar breyttust en vin-
áttan hélst. Vinátta tekur á sig
margar myndir, er stundum ófyr-
irsjáanleg og þannig var það með
okkur Snorra. Hann var líklega
númeri of glæsilegur og gáfaður
fyrir utan augljósan metnaðinn,
eins og hann ætlaði á toppinn
með fyrstu ferð. Þangað til ég
áttaði mig á að metnaðurinn var
fyrir okkar hönd, hvernig við um-
gengjumst landið okkar, náttúr-
una og þar var enginn afsláttur
gefinn, slagir teknir. Hann skildi
langt á undan okkur mörgum að
málamiðlanir voru ekki í boði, að
færa þyrfti fórnir. Geti maður
sagt um menn að þeir séu lífs-
nauðsynlegir var hann það.
Það var einhver strengur á
milli okkar, kannski vegna þess
að á einhvern hátt vorum við lík-
ir. Báðir leitandi og haldnir
ólæknandi fegurðarþrá, þrá eftir
þessu óræða háleita sem stund-
um er svo erfitt að henda reiður á
og auðveldar ekki alltaf ferðalag-
ið um dagana. Kannski þess
vegna áttum við trúnað hvor ann-
ars, þegar gaf á bátinn leitaði ég
til vinar míns og ég veit að það
var gagnkvæmt, allt var uppi á
borðum, vinátta verður ekki
betri.
Maður skyldi ekki máta sig við
dauðann að tilefnislausu, flest
þurfum við að horfast í augu við
hann, þá er undir okkur komið
hvort hann virðir okkur viðlits.
Við Bergljót heimsóttum Snorra
á Ytri-Tjarnir í fyrrasumar, hann
sagði okkur þá að hvernig sem
færi liti hann sáttur yfir farinn
veg, hann hefði átt gott líf, væri
stoltur af afkomendum sínum og
lífsstarfi. Aðrir kunna betur að
fjalla um afrek Snorra í þjóðar
þágu en það var mikið gleðiefni
hversu ríkulega hann uppskar
síðustu árin, lokaverkið „Vatna-
jökulsþjóðgarður: gersemi á
heimsvísu“ skrifaði hann í
þriggja mánaða veikindahléi, ný-
liðnar vikur var hann upptekinn
af framtíðarverkefnum, um leið
var eins og hann hefði náð sam-
komulagi við óumflýjanleg enda-
lokin.
Stuttu áður en yfir lauk höfðu
synir hans á orði við mig að hann
hefði með æðruleysinu gefið þeim
og þeirra fólki ómetanlega gjöf,
allt hefði orðið auðveldara og fal-
legra en auðvitað var það gagn-
kvæmt, þau voru til staðar þegar
öllu skipti. Og falleg var hún sam-
leið þeirra Elsu síðustu misserin,
ég sagði við hann að þar væri
hann lukkunnar pamfíll og það
vissi hann best sjálfur. Við Berg-
ljót vottum þeim öllum og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Ólafur Ó. Axelsson.
Fallinn er frá góður liðsmaður
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Snorri Baldursson hóf störf við
Landbúnaðarháskólann sem
deildarforseti auðlinda- og um-
hverfisdeildar í desember 2018.
Hann þekkti vel til starfseminnar
og hafði áður á árunum 1986-1988
starfað hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins sem var ein af
þeim grunnstoðum sem Land-
búnaðarháskólinn byggir á.
Snorri starfaði alla tíð ötullega
að náttúruvernd og hafði mikinn
áhuga og yfirgripsmikla þekk-
ingu á íslenskri náttúru og vernd-
un lífríkis á norðurslóðum. Þekk-
ingu sinni miðlaði hann í
margvíslegum rit- og fræðistörf-
um, þar sem þekktast er ritverk
hans Lífríki Íslands – vistkerfi
lands og sjávar sem kom út árið
2014 og hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin í flokki fræði-
bóka. Í síðasta mánuði kom út
bók hans um Vatnajökulsþjóð-
garð sem hann hafði unnið að á
undanförnum árum, en Snorri
hafði verið þjóðgarðsvörður á
vestursvæði Vatnajökulsþjóð-
garðs um árabil. Þá var hann
verkefnisstjóri umsóknar Vatna-
jökulsþjóðgarðs um skráningu á
heimsminjaskrá UNESCO og
hafði umsjón með verkefninu
Hörfandi jöklar, í samstarfi við
Veðurstofuna og umhverfis- og
auðlindaráðuneytið. Snorri var
einnig afkastamikill náttúruljós-
myndari og liggja eftir hann
margir dýrgripir sem hann leyfði
öðrum að njóta á sýningum sem
hann hélt.
Snorri tók virkan þátt í inn-
lendu og alþjóðlegu starfi á sviði
náttúruverndar, m.a. sem stjórn-
armaður í Landvernd á árunum
2015-2018, þar af sem formaður
2015-2017, og á árunum áður sem
sérfræðingur í Rammaáætlun
um vernd og nýtingu náttúru-
svæða, sem formaður í sérfræð-
inganefnd Bernarsamningsins
um loftslagsbreytingar og líf-
fræðilega fjölbreytni og formað-
ur sérfræðingahóps Evrópsku
umhverfisstofnunarinnar um
gerð vísis um áhrif loftslags-
breytinga á lífríki Evrópu og fyr-
ir ágengar framandi lífverur.
Snorri var traustur samstarfs-
maður og fræðimaður og átti auð-
velt með að setja sig vel inn í mál.
Hann greindi jafnan verkefnin ít-
arlega og lagði til lausnir sem
hann átti auðvelt með að kynna
og rökstyðja. Hann var góður fé-
lagi og er sárt saknað af sam-
starfsfólki sínu.
Fyrir hönd Landbúnaðarhá-
skóla Íslands þakka ég störf
Snorra í þágu skólans og votta
aðstandendum hans innilega
samúð.
Ragnheiður I.
Þórarinsdóttir rektor.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
(Jónas Hallgrímsson)
Þessar ljóðlínur listaskáldsins
góða koma upp í hugann þegar ég
sit og minnist vinar míns Snorra
Baldurssonar og horfi á smávini
hans lyngið og blómin í móanum
utan við gluggann baða sig í
haustsólinni.
Lífið hefur sínar árstíðir. Í
sumar nutum við einstaks sum-
ars en haustið kom snögglega.
Eins var það með lífið, í vor nut-
um við hjón samverustundar með
Snorra, Júlla Bigga og Svönu,
Snorri óbugaður glaður og ræð-
inn. Seinast í ágúst hringdi ég í
hann, ætlaði að heimsækja hann
á ættaróðalið í Eyjafirði, en þá
var hann á leið suður og sagðist á
leið til Ítalíu með Elsu sinni.
Hann var enn óbugaður og glað-
ur en greinilegt að fjandi hans
var farinn að taka sinn toll. Hann
gaspraði með það að það væri nú
farið að styttast í kallinum en
doktorarnir væru þó ekki alveg
búnir að gefast upp á sér og ætl-
uðu að gefa honum eitthvað svo
hann gæti klárað þessa Ítalíu-
ferð. Og það gerðu þau Elsa en
þá var líka þrekið búið og hið
óumflýjanlega tók fljótt af. Hann
náði þó að klára að gefa út fallegu
bókina sína um Vatnajökulsþjóð-
garð, sem liggur hér á borðinu
hjá mér og vantar bara eitt, eig-
inhandaráritun höfundarins.
Þannig tókst hann í tæp tvö ár á
við illvígan sjúkdóm af eindæma
æðruleysi, dugnaði og hóflegri
bjartsýni. Kom ýmsu í verk þeg-
ar margur í hans sporum hefði
setið með hendur í skauti.
Skammdegið var honum stund-
um erfitt og ef hann valdi ekki að
kveðja meðan náttúran skartaði
sínu fegursta, þá má þakka for-
sjóninni fyrir að svo fór.
Við hittumst fyrst við þrír, ég
Snorri og Júlli Biggi, í Reyk-
holtsskóla 15 ára peyjar. Við
bundumst þar vináttuböndum,
sem síðan voru ræktuð með sam-
vistum í MA og einnig vorum við
samtíða í HÍ. Þrátt fyrir búsetu
hvor á sínu landshorninu eða
hvor í sínum heimshlutanum, og
þetta einkennilega annríki ár-
anna milli þrítugs og fertugs,
héldum við alltaf tengslunum,
kíktum í heimsókn ef svo stóð á
og settumst saman í rútunni á
hittingi MA-stúdenta.
Hin síðari ár styrktum við svo
vináttuböndin með árlegum hitt-
ingi og gönguferðum um fjöll og
víkur. Þar var Snorri í essinu sínu
og uppfræddi okkur Júlla um það
sem fyrir augu bar. Þá var
myndavélin hans líka oft á lofti
þótt vissulega væri henni eins oft
snúið niður og rassinum upp, því
blómin voru honum ævarandi
myndefni. Við höfðum gengið um
öræfi, dali og víkur hér austan-
lands og labbað á Kaldbak og
Kerlingu í Eyjafirði, svo sumarið
2020 var meiningin að taka fyrir
heimaslóðir Júlla í Borgarfirðin-
um. En það varð ferðin sem aldrei
var farin, því þá var það annað en
annríki, sem var búið að taka
völdin. Þetta kennir okkur
kannski að forgangsraða. Á kom-
andi sumri munum við Júlli Biggi
því labba á Skarðsheiði og minn-
ast þar fallins félaga, hvort sem
það verður með því að kyrja einn
Hólssöng og láta drjúpa úr pyttlu
ofan í urðina, eða bara skilja eftir
einn lítinn vönd af smávinunum
hans Snorra þar ofan á steini.
Meira á www.mbl.is/andlat
Óli Grétar Metúsalemsson.
Kveðja frá Karlakórnum
Fóstbræðrum
Karlakórinn Fóstbræður held-
ur árshátíð sína að loknum vor-
tónleikum á ári hverju. Þá eru
kórfélagar heiðraðir fyrir þátt-
töku í þessum aðaltónleikum og
mælt hve oft þeir hafa staðið á
palli.
Síðasta vorhátíð sem haldin
var áður en faraldurinn brast á
var vorið 2019. Þá hlutu tveir
Fóstbræður viðurkenningu fyrir
20 sungna vortónleika og áunnu
sér barmmerkið gullhörpu sem er
æðsta starfsaldursmerki kórsins.
Það vildi svo skemmtilega til að
þeir tveir sem þá voru heiðraðir
voru sveitungar úr Öngulsstaða-
hreppi, þeir Friðrik Snorrason
frá Hjarðarhaga og Snorri Bald-
ursson frá Ytri-Tjörnum sem hér
er minnst.
Árið 2020 var með ólíkindum í
starfsemi Fóstbræðra sem og
annars staðar. Árið hófst á því að
við fréttum af því að Snorri hefði
greinst með alvarlegt höfuðmein
og yrði að gangast undir alvar-
lega aðgerð. Hann mætti á æf-
ingu skömmu fyrir aðgerðina og
sagði frá stöðunni. Kórinn reis úr
sæti og söng fyrir hann fé-
lagssöng kórsins; Fóstbræðralag.
Snorri stóð fyrir framan kórinn,
lygndi aftur augum og drakk í sig
orkuna frá bræðrum sínum. Að
loknum söngnum sagði hann stutt
bless og gekk út hnarreistur.
Aðgerðin gekk vel en þegar frá
leið óx sjúkdómnum ásmegin. Við
Fóstbræður teljum þó að við höf-
um átt einhvern þátt í því að bróð-
ir okkar öðlaðist styrk á þeim
mánuðum sem hann átti eftir ólif-
aða til að gefa út glæsilegt rit um
Vatnajökulsþjóðgarð og ganga
auk þess í hjónaband.
Það er okkur bræðrum í fersku
minni þegar hann tók á móti
kórnum í Snæfellsstofu á Skriðu-
klaustri vorið 2012. Þar flutti
hann fyrirlestur um Vatnajökuls-
þjóðgarð og mikilvægi hans. Það
duldist engum hvar hjarta hans
sló þegar náttúra Íslands var
annars vegar. Það er einmitt það
sem góður söngmaður þarf að
gera; að láta hjartað vera með í
för, annars er hætt við að menn
verði falskir.
Skömmu áður en hann lést fór
fram athöfn á ölstofunni Skugga-
baldri við Austurvöll þar sem
glæsirit hans um Vatnajökul kom
út. Snorri kom á staðinn langt
leiddur af veikindum en okkur
sem þar vorum stödd þótti vænt
um að hitta hann og samgleðjast
honum. Fósturvísarnir, sönghóp-
ur skipaður félögum í Fóstbræðr-
um, sungu nokkru lög og óskuðu
bróður sínum til hamingju með
áfangann fyrir hönd kórsins. Það
hreyfði við öllum þegar bræðurn-
ir fluttu lag og texta Braga Valdi-
mars Skúlasonar „Orðin þín“,
ekki síst hreyfði það við hinum
nýbökuðu hjónum Snorra og
Elsu. Að því sungnu voru söng-
mennirnir klappaðir upp og
skiptu þeir þá um gír og tóku lag-
ið hans Ragga Bjarna „Flottur
jakki“. Létti þá yfir öllum og
Snorri sýndi af sér töffaratakta í
hjólastólnum smellandi fingrum.
Glaður og reifur skyldi gumna
hver; þessi stund horfir við okkur
núna sem „grand finale“.
Fyrir hönd Fóstbræðra sendi
SJÁ SÍÐU 22
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021