Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 28
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Myndlistarhátíðin Sequences hefst í
dag, föstudaginn 15. október, en lýk-
ur þann 24. október. Hún er haldin í
tíunda sinn og yfirskriftin að þessu
sinni er „Kominn tími til“. Sýningar-
stjórar hátíðarinnar í ár, Þóranna
Björnsdóttir og Þráinn Hjálmars-
son, segja samvinnu einkenna
Sequences í ár. „Þetta eru listamenn
sem eru mikið að skapa list sína í
samvinnu við aðra og þessi verk
teygja sig líka út í samfélagið,“ segir
Þóranna og Þráinn bætir við: „Sam-
talið er svo tímamiðað. Það er þetta
litla augnablik þar sem samtalið á
sér stað. Það er þessi hugmynd um
tímann sem varðveitist í þessu sam-
tali og að útkoma verkanna varðveiti
þetta augnablik. Hátíðin sprettur
fram í þennan stutta tíma og hverfur
svo.“
Sýningarstjórarnir vekja athygli á
því að hátíðin teygir anga sína út á
landsbyggðina í fyrsta sinn. „Við er-
um að virkja inn á hátíðina þessi
listamannareknu rými sem hafa
sprottið upp úti á landi,“ segir Þór-
anna og nefnir sem dæmi verk
Gunnars Jónssonar sem sýnt verður
í Gallerí Úthverfu á Ísafirði, sýningu
Freyju Reynisdóttur á Akureyri og
sýningu Önnu Margrétar Ólafs-
dóttur á Seyðisfirði. „Hátíðin teygir
ansi vel úr sér, út á land og inn í
samfélagið líka,“ segir Þráinn.
Sterk nærvera og góð orka
Elísabet Kristín Jökulsdóttir er
heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár
og segir Þóranna valið hafa tengst
þessari hugmynd um samtalið. „Hún
smýgur inn í samfélagið, hvort sem
það er í eigin persónu, með lifandi
verki eða ritlist sinni. Hún örvar
ímyndunaraflið á margan hátt með
því sem hún leggur fram. Hún hefur
gríðarlega sterka nærveru og góða
orku.“
Elísabet mun opna hátíðina með
gjörningnum Sköpunarsögur í Ver-
öld, húsi Vigdísar, í dag kl. 17. Úti-
listaverkið Þetta líður hjá eftir þau
Matthías Rúnar Sigurðsson verður
til sýnis í Hveragerði. Þá frumsýnir
Ásta Fanney Sigurðardóttir kvik-
myndina Munnhola, obol ombra
houp-là (a series of performances) í
Bíó Paradís í kvöld kl. 20.
Á morgun, laugardag, verður svo
opnuð sýning Sequences, sem ber
titilinn Sköpun/Eyðing, í Marshall-
húsinu. Sýningin tekur yfir sýning-
arrými Nýlistasafnsins og Kling &
Bang. Í sýningarrými Nýlistasafns-
ins sýna þau Björk Guðnadóttir,
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Gunn-
hildur Hauksdóttir og Pétur Magn-
ússon ný verk. Í sýningarrými Kling
& Bang sýna Andreas Brunner,
Ásta Fanney Sigurðardóttir og
Bergrún Snæbjörnsdóttir sömuleið-
is ný verk. Nemendur 6. bekkjar í
Fellaskóla stýra sýningu í fremra
rými Nýlistasafnsins og heið-
urslistamaðurinn Elísabet tekur yfir
fremra rýmið í Kling & Bang.
Sýningarrýmin eru ekki öll hefð-
bundin sem er dæmi um hvernig
verkin teygja sig inn í samfélagið.
Sæmundur Þór Helgason mun til
dæmis sýna verk sitt Solar Plexus
Pressure Belt™ G2 í ELKO-búðinni
á Granda. Sú sýning verður opnuð á
laugardag. Á miðvikudagskvöld
verður Tunglkvöld N°XIII haldið úti
í Gróttu, í samstarfi við Tunglið for-
lag. Þar verður fagnað útgáfu
tveggja nýrra Tunglbóka eftir
Elísabetu Jökulsdóttur og Dag
Hjartarson.
Viðburðir hátíðarinnar eru fjöl-
margir og forvitnilegir og má dag-
skrá hennar finna á vefsíðunni
sequences.is.
Samvinna og samtal í forgrunni
- Myndlistarhátíðin Sequences x: Kominn tími til, hefst í dag - Elísabet Jökulsdóttir er heiðurs-
listamaður hátíðarinnar í ár - Áhersla lögð á samvinnu - Sýnt á landsbyggðinni í fyrsta sinn
Heiðurslistamaður Elísabet Krist-
ín Jökulsdóttir opnar hátíðina.
Listræn Ásta Fanney Sigurðar-
dóttir frumsýnir kvikmynd.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Myndlistarmaðurinn Sindri Leifs-
son opnar í kvöld, föstudag, kl. 18
sýningu í Ásmundarsal við Freyju-
götu sem hann kallar „Næmi,
næmi, næm“. Um er að ræða mynd-
listarsýningu og jafnframt matar-
og skynjunarupplifun.
Sýningin samanstendur af skúlp-
túrum og tveimur kvöldverðar-
boðum þar sem áhugasömum býðst
að fara í skynjunarferðalag um ís-
lensk hráefni. Sindri, Kjartan Óli
Guðmundsson, veitingamaður og
vöruhönnuður, og Jóhanna Rakel
Jónasdóttir, myndlistar- og tón-
listarkona, hafa, eins og segir í til-
kynningu, þróað í samtali sín á milli
og við verkin „margrétta matseðil
með það markmið að virkja sem
flest skilningarvit gesta kvöldverð-
arboðanna. Við opnun sýning-
arinnar í kvöld verður boðið upp á
smá forskot á sæluna, þar sem einn
af réttunum mun standa öllum gest-
um og gangandi til boða.
Matarboðin verða haldin 23. og
30. október og má nálgast miða á
þau á heimasíðu Ásmundarsalar.
Skilningarvitin virkjuð
Í tengslum við sýninguna velta
listamenirnir meðal annars fyrir
sér spurningum eins og hvort mat-
ur geti verið list – eða myndlist. Og
matargerðarmeistararnir túlka
hugarheim myndlistarmannsins og
taka þátt í að skapa „heildstætt
verk þar sem sýningar upplifunin
verður margþætt samofið verk
tveggja hugmyndaheima þar sem
tæki og verkferlar myndlistarinnar
eru notuð til að virkja öll skilning-
arvitin í gegnum mat og drykk.“
Matarupplifun og myndlist
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Listamaðurinn Sindri Leifsson og
samstarfsfólk bjóða til veislu.
Á vef Gallerís Foldar stendur nú
yfir uppboðið „Perlur í íslenskri
myndlist“ og lýkur því 18. október
næstkomandi, á mánudag. Fram að
því eru verkin til sýnis í galleríinu
við Rauðarárstíg.
Á perluuppboðum Foldar á vefn-
um uppbod.is eru valin úrvalsverk
sem alla jafna væru boðin upp á
hefðbundnu uppboði í sal en eru nú
á netinu vegna sóttvarnareglna. Öll
þjónusta við viðskiptavini er með
sama hætti og á stóru, hefðbundnu
uppboði, hægt að leggja inn forboð
og bjóða í verkin í gegnum síma.
Meðal verka vekja abstraktverk
athygli, til dæmis nokkur eftir Karl
Kvaran og önnur eftir Kjartan Guð-
jónsson, Svavar Guðnason, Þorvald
Skúlason, Braga Ásgeirsson og
Nínu Tryggvadóttur. Þá eru boðin
upp nokkur óvenjuleg verk eftir Jó-
hannes Kjarval, meðal annars eitt
af elstu þekktu olíuverkum hans,
Kálfhamarsvík, sem talið er málað
1902-4. Einnig eru til dæmis boðin
upp verk eftir Jóhann Briem, Jón
Stefánsson, Gunnlaug Scheving,
Rósku, Birgi Andrésson, Georg
Guðna og Karólínu Lárusdóttur.
Uppboð á íslenskum myndlistarperlum
Kálfhamarsvík Þekkt æskuverk eftir
Jóhannes Kjarval er boðið upp.
Ruthie Tompson, brautryðjandi í
teiknimyndagerð hjá Disney, er lát-
in, 111 ára að aldri. Hún vann frá
1934 að gerð teiknimyndarinnar
um Mjallhvíti og dvergana sjö sem
frumsýnd var 1937 og starfaði hjá
Walt Disney Company í alls um
fjóra áratugi.
Tompson kynntist bræðrunum
Walt og Roy Disney í æsku og réð
sig í vinnu hjá þeim að námi loknu.
Hún vann sig fljótt upp hjá fyrir-
tækinu og í ábyrgðarstöðu í fram-
leiðslunni. Meðal þeirra Disney-
mynda sem hún vann að voru
Bambi, Þyrnirós, Mary Poppins og
Hefðarkettir, en tekið er fram í
frétt The Guardian að nafn hennar
hafi sjaldan rat-
að á kreditlista
mynda. „Ruthie
var goðsögn í
hópi þeirra sem
skapa teikni-
myndir og list-
rænt framlag
hennar til Disney
birtist í ástsælum
klassískum verk-
um. Við munum
sakna brossins hennar og frábærr-
ar kímnigáfu. Framúrskarandi
vinna hennar og brautryðjanda-
starf verður okkur ávallt mikill inn-
blástur,“ segir Bob Iger, fram-
kvæmdastjóri Disney.
Ruthie Tompson látin 111 ára að aldri
Ruthie
Tompson
Þessa dagana, í
menningarmán-
uðinum október,
heldur Gunnar
Gränz málverkasýn-
ingu í Listagjánni á
Bókasafni Árborg-
ar. Í tilkynningu
segir að Gunnar hafi
aldrei gengið í lista-
skóla en líti á sig
sem alþýðulista-
mann sem lært hef-
ur í skóla lífsins og
sótt menntun til íslenskrar náttúru og annarra listamanna í landinu. Hann
málar sér til ánægju og hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum
listamönnum.
Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en flutti á Selfoss árið 1942 og
hefur búið þar alla tíð síðan. Hann fékk Menningarviðurkenningu Sveitarfé-
lagsins Árborgar árið 2016. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.
Gunnar Gränz sýnir í Listagjánni
Landslag Vatnslitaverk eftir Gunnar Gränz á sýningu hans.
siggi
gunna
rs
Alla v
irka d
aga fr
á 14-1
6