Morgunblaðið - 25.10.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 250. tölublað . 109. árgangur .
UNGMENNA-
FÉLAGSANDI
LIFIR VEL
MUNCH-SAFNIÐ
OPNAR LOKS
DYR SÍNAR
SALAH STÝRÐI
NIÐURLÆGINGUNNI
Í MANCHESTER
28 ÞÚSUND VERK 28 0-5 27JÓHANN STEINAR 11
Sigurður Bogi Sævarsson
Inga Þóra Pálsdóttir
„Mér sýnist margt benda til þess að
eldgosið sé alveg á lokametrum. Enn
mælist þó minniháttar útstreymi
gass úr gígnum og hrauninu, sem
segir okkur að enn leynist þarna líf,
þótt lítið sé,“ segir Þorvaldur Þórð-
arson, eldfjallafræðingur við HÍ, í
samtali við Morgunblaðið.
Eldgosinu á Reykjanesskaga, sem
hófst 19. mars síðastliðinn, verður
ekki aflýst fyrr en eftir að minnsta
kosti þriggja mánaða stopp. Nú eru
liðnar fimm vikur frá því að hraun
rann síðast við Fagradalsfjall. Því
verður beðið með yfirlýsingar í að
minnsta kosti tæpa tvo mánuði enn.
Að þrír mánuðir líði frá því að elds-
umbrotum lýkur uns formleg yfirlýs-
ing um goslok er gefin út er í sam-
ræmi við gildandi viðmið. Nefna má
að í eldgosinu í Eyjafjallajökli árið
2010 varð umbrota þar síðast vart
dagana 6. og 7. júní. Hins vegar var
liðið langt á október það ár þegar
jarðvísindamenn settu lokapunkt í
söguna.
„Þegar kraftur í gosinu við Grinda-
vík var mestur hefur hraunstreymið
verið á bilinu 5-10 rúmmetrar á sek-
úndu. Til að gosrás haldist opin þarf
straumur glóandi hrauns að vera þrír
rúmmetrar á hverri sekúndu og
framleiðslan við Fagradalsfjall er
núna komin langt þar undir. Út-
streymi gosefna nú er sáralítið,“ seg-
ir Þorvaldur. Jarðhræringar við Keili
sem mældust á dögunum gefi vís-
bendingar um að enn sé kvika í jörðu
á Reykjanesskaga, en hún sé þó í lág-
marki. „Að líkja eldgosinu við sjúk-
ling sem er enn með lífsmarki en er í
öndunarvél, er samlíking sem gæti
átt við,“ segir Þorvaldur.
Naut góðs af
„Flestir bæjarbúar væru ánægðir
ef þessu væri lokið,“ sagði Fannar
Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í
samtali við Mbl.is í gær. Ferðaþjón-
ustan í bænum hafi notið góðs af gos-
inu en mengun og hættan sem fylgdi
hraunflæði hafi verið til baga.
Telur eldgosið vera
alveg á lokametrum
- Útstreymi gass minniháttar - Þrír mánuðir líði til loka
Morgunblaðið/Eggert
Eldgos Engin glóð hefur sést við
Fagradalsfjall síðustu vikurnar.
„Það eru auðvitað rosaleg vonbrigði
að vera stoppaður með þessum hætti
en ég er bara sannfærður um að við
skoðun verðum við í fullum rétti og
byrjum vonandi sem fyrst aftur,“
segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri og einn eigenda
NRS. Fyrsta uppboð fyrirtækisins
átti að halda á föstudag en þann
sama dag féllst sýslumaður á kröfu
Reiknistofu fiskmarkaða ehf. um
lögbann á starfsemi NRS.
Reiknistofan hefur hingað til verið
ein um fiskmarkaðinn á Íslandi, en
starfsemi NRS felst í því að veita
sömu þjónustu, þ.e.a.s. sjá um upp-
boð á fiski, innheimtu, uppgjör og
önnur tengd verkefni. NRS stefnir
auk þess á að bjóða fram nýjung í
kaupum og sölu, svokallað tilboðs-
kerfi. Þannig var reiknistofan komin
með keppinaut, uns lögbannið tók
gildi, en nú færist öll sala aftur til
reiknistofunnar, þar til annað kemur
í ljós. Kröfur RSF byggjast helst á
því að Eyjólfur hafi ekki haft heimild
til að nýta þekkingu sína með þess-
um hætti, í þágu keppinautar, eftir
þrjátíu ára starf fyrir Reiknistofu
fiskmarkaða ehf. Þetta telur Eyjólf-
ur af og frá en bíður niðurstöðu
dómstóla. »4
Lögbann á
samkeppnina
- Fyrsta uppboð varð að fyrsta lögbanni
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sala RSF hefur verið eitt um að
reka fiskuppboðsmarkað hérlendis.
Sem framandleg geimvera, jafnvel Marsbúi,
birtist fallhlífarstökkvari fólki þegar sá kom af
himnum ofan og lenti á Laugarnestanganum í
Reykjavík í gær. Hægur vindur hélt fallhlíf
stökkvarans vel á lofti, svo lendingin varð dún-
mjúk enda þótt hátt væri af himnum stokkið.
Veður var hið besta í borginni um helgina og
því tilvalið að stunda útivist; ganga, hlaupa,
hjóla – eða svífa um loftin blá.
Fjör í fallhlífarstökki á fallegum haustdegi í borginni
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Mjúklega lent á Laugarnestanganum
_ Birgir Brynj-
ólfsson hjá Ant-
arctica Advisors
segir að áður
hafi þurft að
hafa mikið fyrir
því að sýna fram-
takssjóðum fram
á kosti fjárfest-
inga í sjávar-
útvegi en í dag
hafi sjóðirnir sam-
band að fyrra bragði í leit að góð-
um fjárfestingartækifærum.
Antarctica annaðist nýlega kaup
bandarísks framtakssjóðs á þremur
sjávarútvegsfyrirtækjum í Norður-
Ameríku. Verða félögin sameinuð
til að gera reksturinn hagkvæmari
og nýta vaxtartækifæri betur.
Birgir bendir á að aðkoma fjár-
sterkra framtakssjóða geti verið
stökkpallur út í heim fyrir íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki og leið til að
nýta íslenska þekkingu og reynslu
á nýjum mörkuðum. »12
Birgir
Brynjólfsson
Framtakssjóðir
sjá tækifæri í
sjávarútvegi
_ Kynjakvóti hefur verið tekinn upp
í Verzlunarskóla Íslands þar sem
ekki má vera innritað hærra hlutfall
en 60 prósent af einu kyni. Guðrún
Inga Sívertsen, skólastjóri Verzl-
unarskólans, segir í samtali við
Morgunblaðið að ef horft sé aðeins
til stigagjafar við innritun séu stúlk-
ur 70 prósent innritaðra. Elísabet
Siemsen, rektor Menntaskólans í
Reykjavík, segir kynjahlutföll allt
önnur í MR og ekki þörf á slíkum
inngripum þar. Fleiri skólameist-
arar taka í sama streng. »2
Verzlunarskólinn tek-
ur upp kynjakvóta