Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vefverslun brynja.is
L
Opið virka
daga frá 9-18
lau frá 10-16
Lærisstandur
Verð 8.890,-
Í fyrstu greininni af
sextán í Morgunblaðinu
var komist þannig að
orði: „Undirritaður
mun sýna fram á í
nokkrum greinum að
framin hafa verið alvar-
leg stjórnsýslubrot þar
sem stærstu laxeldis-
fyrirtæki Íslands höfðu
mikla aðkomu að breyt-
ingu nýgerðra fiskeld-
islaga.“
Í greininni var rakið hvað hafði
verið gert til að reyna að vekja at-
hygli stjórnmálamanna á málinu án
þess að þeir hefðu fyrir því að svara
eða þakka fyrir ábendingarnar.
Ítrekað hefur verið farið fram á að
gerð verði opinber rannsókn, m.a.
beiðni til stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis og umboðsmanns
Alþingis, án þess að það hafi skilað
árangri.
Ólígarkar
Eftir að hafa skrifað nokkar grein-
ar í Morgunblaðið fékk ég ábendingu
um að það sem væri verið að fjalla
um væri skilgreint „Að fanga ríkis-
valdið“ (e. state capture). Í því sam-
bandi var einnig bent á: „Í umbreyt-
ingarhagkerfum (e. transition
economies) hefur spilling tekið á sig
nýja mynd; hinir svokölluðu klíku-
bræður, „ólígarkar“, vasast í stefnu-
mótun stjórnvalda og móta jafnvel
leikreglurnar sjálfir til að þjóna eigin
hagsmunum og gefa sjálfum sér
þannig einstakt forskot á aðra á
markaði.“
Stefnumótunin
Í greinunum hefur verið fjallað um
hvernig íslenskir leppar erlendra
fjárfesta hafa unnið með lobbíisma að
því að ná miklum fjárhagslegum
ávinningi, m.a. að koma sér í þá stöðu
að vera helstu ráðgjafar stjórnvalda
við stefnumótun í fiskeldi. Stjórnar-
formenn Arnarlax og Fiskeldis Aust-
fjarða voru í stefnumótunarhópnum
þar sem fyrirhuguð stefnumótun
stjórnvalda og atvinnugreinarinnar
breyttist í að vera að stærstum hluta
stefnumótun íslenskra leppa og er-
lendra fjárfesta.
Hindranir og tækifæri
Vinna íslenskra leppa í stefnumót-
uninni hefur miðast við að setja
hindranir eða koma í veg fyrir að
hindranir yrðu settar og í mjög
stuttu máli má t.d. nefna:
Blokkera: Til að geta haldið svæð-
um var heimild gefin í lögum til að
blokkera eldissvæði í a.m.k. fimm ár
með það að yfirskini að það eigi að
hefja eldi á ófrjóum laxi. – Þróun á
ófrjóum laxi er búið að stunda í um 30
ár og ekkert sem bendir til að þeirri
vinnu verði lokið á næstunni.
Erlent eignarhald: Með því að
koma í veg fyrir takmarkanir á erlent
eignarhald laxeldisfyrirtækja var
hægt að skrá þau á erlendan hluta-
bréfamarkað, auka eftirspurnina og
ná miklum fjárhagslegum ávinningi.
Leiðin til ávinnings: Engar reglur
um eignaraðild gáfu einum eða fáum
erlendum aðilum möguleika á að
eignast meirihluta í
laxeldisfyrirtækjunum,
verðleggja hlutabréfin,
selja síðan ákveðinn
hluta bréfanna við
skráningu á erlendan
hlutabréfamarkað og
eiga þannig möguleika
á ná til baka öllum þeim
fjármunum sem búið
var að leggja í félagið –
og jafnvel eignast fyrir-
tækið án þess að leggja
í raun neina fjármuni til
þess.
Tryggja enn meiri
ávinning: Unnið var á móti því að tak-
markanir væru settar á stærð
laxeldisfyrirtækja til að tryggja sem
mestan fjárhagslegan ávinning.
Úthlutunarkerfi: Komið var á
áhættumati erfðablöndunar sem út-
hlutunarkerfi fyrir laxeldisfyrirtæki í
meirihlutaeigu erlendra aðila sem
hefur ekkert eða lítið með umhverf-
isvernd að gera.
Fjárhagslegur ávinningur
Íslenskir leppar og erlendir fjár-
festar hafa náð og geta náð enn meiri
fjárhagslegum ávinningi:
Arnarlax getur verið með eldisleyfi
að verðmæti rúmir 60 milljarðar
króna.
Fiskeldi Austfjarða getur verið með
eldisleyfi að verðmæti um 45 millj-
arðar króna.
Heildarverðmæti eldisleyfa laxeld-
isfyrirtækja gæti numið um 170
milljörðum króna.
Framtíðarsýn
Það má gera ráð fyrir enn meiri
ávinningi ef stjórnvöld fara ekki að
vinna sína heimavinnu og engin
breyting verður gerð. Að óbreyttu
getur framtíðarsýnin verið þessi:
Mismunandi stefna: Eldisleyfi til
sjókvíaeldis á laxi verði að mestu í
eigu útlendinga en á sama tíma er
mikil andstaða og hindranir fyrir er-
lendri eignaraðild á sjávarútvegs-
fyrirtækjum, laxveiðiám og bújörð-
um.
Hagnaðurinn fluttur út: Erlendir
fjárfestar, sem fyrst komu að laxeld-
isfyrirtækjunum og eignuðu sér auð-
lindina „íslenskir firðir“, geta verið
búnir að selja sín hlutabréf og ná
miklum fjárhagslegum ávinningi sem
byggist á verðmæti eldisleyfa.
Mikill slagkraftur: Laxeldis-
fyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra
aðila sameinuð í eitt fyrirtæki sem er
þá þrisvar sinnum stærra en Brim og
hefur þannig mikinn slagkraft til að
fá sitt fram, bæði gagnvart litlum
sveitarfélögum og ríkisvaldinu.
Að lokum
Það sem einkennir þetta mál er að
opinberir starfsmenn, stjórnmála-
menn og aðrir hafa verið misnotaðir
eða hreinlega blekktir og því eðlilegt
að þeir vilji ekki vekja mikla athygli á
málinu. Uppbygging laxeldis á Ís-
landi hefur tekið mið af því að ís-
lenskir leppar og erlendir fjárfestar
nái sem mestum fjárhagslegum
ávinningi. Það sorglega er að við-
gengist hafa vinnubrögð eins og tíðk-
ast í vanþróuðum ríkjum. Þótt fram-
gangurinn í þessu máli hafi verið lítill
eða enginn verður haldið áfram að
vekja athygli á því og koma ábend-
ingum á framfæri til þeirra sem hafa
vilja, vald og getu til að taka á spill-
ingarmálum.
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson
» „Ólígarkar“ vasast í
stefnumótun stjórn-
valda og móta jafnvel
leikreglurnar sjálfir til
að þjóna eigin hags-
munum.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Lög um fiskeldi
og ólígarkar
Merkilegt hvað
mikið er gert úr þess-
ari mistalningu at-
kvæða í NV-
kjördæmi. Það eru
engin álitamál uppi
um framkvæmd
sjálfra kosninganna
og frágang kjörgagna
í kjördeildum. At-
kvæðatalningin á veg-
um yfirkjörstjórnar
kjördæmisins hefur
verið leiðrétt með endurtalningu
strax og vísbending um misræmi
kom upp. Ekki ástæða til að ve-
fengja þá niðurstöðu. Losaraleg
umgengni í einhverjum atriðum
með kjörgögn á talningarstað er
hins vegar ámælisverð og getur
eftir atvikum talist saknæm en það
er hins vegar langsótt að farið hafi
verið í kjörgögnin til þess að rugla
í þeim. Þá hefði þurft einbeittan
brotavilja til. Yfirkjörstjórnin hefur
beðist afsökunar enda er ábyrgðin
hennar. Sett á laggirnar rannsókn-
arkjörnefnd til að skoða málið. Þar
eiga allir þingflokkar fulltrúa sem
munu skv. formanni nefndarinnar
þurfa að halda marga fundi en til
hróss skal það sagt að opnir fundir
nefndarinnar með gestum eru til
fyrirmyndar. En eins og þetta mál
er vaxið hefði mátt leysa það í
tveggja manna tali undir hlöðuvegg
á nokkrum mínútum og tala svo
bara um veðrið sem er óþægilega
rysjótt þessa dagana. Þetta þykir
sjálfsagt gáleysislegt tal en til
hvers er landskjörstjórn ef ekki
má treysta því að kjörbréfin sem
hún gefur út séu lögmæt? Kosn-
ingar til Alþingis eru þannig í raun
þriggja þrepa verkefni. Rannsókn-
arverkefni eins og það sem nú fer
fram á vegum þingsins ætti fremur
að heyra undir landskjörstjórn.
Svo er það í fyllsta máta eðlilegt
að kjörbréfanefnd Alþingis yfirfari
kjörbréfin og þingið sjálft staðfesti
gildi þeirra. Þar með
væri þingið að lýsa yf-
ir trausti sínu á nið-
urstöðu landskjör-
stjórnar um lögmæti
kosninganna en ekki
að taka sér sjálfdæmi
um kjör sitt. Þannig
sé ég tilganginn með
þessu fyrirkomulagi.
En það má alveg setja
spurningarmerki við
rannsóknarhlutverk
þingsins þegar álita-
mál koma upp. Verði
kjörstjórnir hins vegar
uppvísar að einhverju athæfi eða
athafnaleysi sem ruglar niðurstöðu
kosninga horfa mál öðruvísi við.
Ekki er um slíkt að ræða nú. Ís-
lendingar mega vera þakklátir fyr-
ir að geta treyst því regluverki
sem hér gildir um framkvæmd
kosninga þótt gott megi lengi
bæta. Næsta víst er að svo verði
gert fyrir næstu kosningar. Óvilj-
andi mistök fyrirgefum við þegar
þau eru leiðrétt og afsök-
unarbeiðnir tökum við til greina.
Refsiverð háttsemi hlýtur hins veg-
ar að vera lögreglunnar að rann-
saka.
Það er auðvitað leitt þegar taln-
ingarmistök valda þeim ruglingi
fyrir jöfnunarsætisþingmenn sem
raun bar vitni; það skilur maður.
En þá er einnig hægt að velta því
fyrir sér hvort jöfnunarsætis-
þingmenn séu nokkurn tíma kór-
rétt kjörnir. Þær reglur sem þar
um gilda eru viðleitni til að jafna
vægi atkvæðanna á milli flokka og
landshluta. Þess vegna væri skyn-
samlegt fyrir jöfnunarsætis-
kandídata að bíða með að fagna
sigri þar til kjörbréf hafa verið
gefin út. En vitanlega er meira en
að segja það að slökkva undir
væntingunum.
Viljayfirlýsing kjósenda á kjör-
daginn 25. september sl. liggur
hins vegar fyrir samkvæmt gild-
andi reglum. Yfirgnæfandi meiri-
hluti kjósenda í NV-kjördæmi
treystir niðurstöðunni í sínu kjör-
dæmi skv. skoðanakönnun. Upp-
kosning gengur því gegn vilja
meirihluta kjósenda þar en mundi
örugglega breyta niðurstöðunni frá
fyrri kosningu; ekki bara í kjör-
dæminu heldur einnig á landsvísu.
Hverjum í hag eða óhag vitum við
ekki fyrir fram en réttmæti niður-
stöðunnar yrði eftir sem áður um-
deilt vegna þess að þá skapast
einnig tækifæri til að hafa áhrif á
úrslit nýrra kosninga í ljósi þeirra
fyrri. Þá er ekki ólíklegt að kæru-
glaðir sjái sér leik á borði hvernig
sem fer. Og aftur yrði allt togað og
teygt til hins ýtrasta. Lítið hefur
þó borið á umræðu um rétt kjós-
enda í þessu samhengi öllu. Nið-
urstaða kosninganna var þó skýr.
Vilja kjósenda á kjördegi á ekki að
virða að vettugi svo augljós sem
hann var.
En er ekki hindrunarlaust brott-
hlaup nýkjörins þingmanns úr ein-
um flokki í annan ríkari ástæða til
uppkosningar? Nei víst ekki, því
þingmenn hafa óskoraðan rétt til
að hlaupast undan þeim merkjum
sem þeir bjóða sig fram til og það
bara að eigin geðþótta. En þetta er
samt ekki einkamál þingmannsins.
Skýrar pólitískt málefnalegar
ástæður bjuggu ekki að baki hjá
honum og athæfi hans er á skjön
við vilja kjósenda í Suðurkjördæmi
í nýafstöðnum kosningum. Það er
lokaniðurstaða talningar í NV-
kjördæmi ekki.
Á að refsa kjósendum
að ósekju fyrir
hvernig þeir kusu?
Eftir Jón G. Guð-
björnsson » Lítið hefur þó borið á
umræðu um rétt
kjósenda í þessu sam-
hengi öllu. Vilja kjós-
enda á kjördegi á ekki
að virða að vettugi svo
augljós sem hann var.
Jón G.
Guðbjörnsson
Höfundur er kjósandi í NV-
kjördæmi.
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU