Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. 595 1000 Alicante At h t 23. nóvember, aðra leið Flugsæti til 9.400 Flug aðra leið frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Framkvæmdum við þriðja áfanga uppbyggingar varnargarða í Norðfirði lauk í gær þegar síð- asta grindin var lögð í garðana. Vinna við þennan áfanga garð- anna hefur staðið yfir um ríflega tveggja ára skeið. „Við byrjuðum að byggja þessa varnargarða í ágúst á árinu 2019. Núna er bara frágangurinn eft- ir,“ segir Benedikt Ólason verk- stjóri. Hann segir íbúa í Neskaupstað vel varða fyrir hvoru tveggja snjó og skriðum frá fjallinu Urðar- botnum: „Þetta á að geta tekið við skriðum líka, ekki bara snjó.“ Benedikt áætlar að 300.000 rúmmetrum af bakfyllingu hafi verið hlaðið í mannvirkið. Til þess var grjót grafið úr fjallinu sem var síðan sprengt og malað og fært inn í varnargarðana. Garðurinn er um sautján metra hár þar sem hann er hæstur. Heldur bæði snjó og skriðu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgosið í Geldingadölum hefur not- ið gríðarmikillar athygli víða um heim. Enda hefur verið fjallað um gosið í netfréttum, á bloggsíðum, samfélagsmiðlum, í prentmiðlum og í sjónvarpi. Nærri 680 þúsund manns hafa deilt efni frá gosinu á samfélags- miðlum frá því eldgosið hófst 19. mars síðastliðinn. Uppsafnaður fjöldi lestra/áhorfa í öllum tegundum miðla er yfir 175 milljarðar og aug- lýsingaverðmæti er áætlað vera rúmlega 49 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tölum frá Cision- umfjöllunarvaktinni sem fylgist með umfjöllun um Ísland fyrir Íslands- stofu. „Allar þessar greinar og umfjall- anir vekja áhuga og athygli á svæð- inu,“ sagði Þuríður Aradóttir, for- stöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, sem vinnur með Ís- landsstofu. „Þó að það sé ekki í hendi að allt þetta fólk komi hingað í heimsókn þá höfum við tækifæri til að ná athygli þess og nýta okkur þennan áhuga. Öll þessi umfjöllun hefur sett okkur á Reykjanesi á kortið sem áhugaverðan stað til að heimsækja. Við erum ekki lengur bara fyrsta eða síðasta stopp fyrir eða eftir flug. Allt í einu er Reykja- nesið orðið staður sem fólkið vill heimsækja og skoða betur.“ Umfjöllunin var mest fyrst Umfjöllunin var langmest í mars. Facebook var með langflestar deil- ingar samfélagsmiðla eða nærri 629 þúsund. Næst kom Twitter með rúmlega 27 þúsund deilingar og svo Reddit með á 23. þúsund deilinga. Nærri 155 milljónir lásu hverja af þremur fréttum Yahoo! af gosinu, nærri 800 þúsund manns sáu um- fjöllun Good Morning America 21. apríl, ríflega 11 milljónir sáu frétt CBS News 21. mars, nærri 41 millj- ón sá frétt BBC 22. mars af gosinu, tæplega 20 milljónir lásu frétt Daily Mail af gosinu og yfir 40 milljónir horfðu á frétt CNN af íslenskum strípalingi við gosið þann 25. mars svo fáein dæmi séu tekin. Enn fara hundruð ferðamanna að gosstöðvunum á hverjum degi, að því er kemur fram á Mælaborði ferðaþjónustunnar. Þann 15. nóv- ember kom 241 gestur á gosslóð- irnar og síðustu sjö daga voru gest- irnir 2.860 eða 409 manns á dag að meðaltali. Talsvert dró úr fjölda gesta eftir að sýnilegum elds- umbrotum lauk í september. „Fólki þykir áhugavert að skoða gosstöðvarnar, sjá nýja hraunið og finna lyktina,“ sagði Þuríður. Hún sagði veðrið hafa mikil áhrif á að- sóknina og þegar það er verst hefur lögreglan lokað aðgangi að svæðinu. „Það eru bara tveir teljarar sem telja fólk á aðalgönguleiðunum. Fólkið sem kemur með þyrlum er ekki talið og ekki heldur það fólk sem gengur aðrar leiðir en aðal- gönguleiðirnar. Gestirnir eru því talsvert fleiri en talningin bendir til.“ Eldgosið naut gríðarlegrar athygli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Eldgosið dró að sér fjölda ferðamanna hvaðanæva. - Uppsafnaður fjöldi lestra/áhorfa er yfir 175 milljarðar - Auglýsingaverðmætið metið á rúmlega 49 milljarða - Umfjöllunin hefur sett Reykjanes á kortið sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, segir ástandið og álag á bráðamóttökunni í Fossvogi birtingarmynd flóknari vanda innan spítalans. Landspítalinn vakti í gær athygli á miklu álagi á spítalanum sem ylli því að löng bið væri eftir þjónustu á bráðamóttökunni ef um vægari slys eða veikindi væri að ræða. Fólki var því bent á Læknavaktina, símavakt hjúkrunarfræðinga og heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með allt of fá rúm fyrir þá starfsemi sem við erum með. Þeg- ar við erum síðan í Covid-álagi, þó stundum sé lítið gert úr því, þá er heil legudeild undirlögð,“ segir Guð- laug og bendir á að hlutar fleiri deilda séu nýttir í þeim tilgangi: „Á meðan við erum með smitsjúkdóma- deildina alla fyrir Covid þá leggjast ekki aðrir sjúklingar þangað inn heldur bíða þeir á bráðamóttökunni og dreifast annað. Við erum með smitsjúkdómadeild og hún getur tekið 19 sjúklinga. Þegar hún er lok- uð fyrir aðra en Covid-sjúklinga er búið að missa 19 rúm úr heildar- menginu.“ 25 biðu eftir plássi Guðlaug segir mikinn fjölda sjúk- linga á hverri stundu bíða eftir því að komast af bráðamóttökunni og á legudeild. Þeir voru 25 í gærkvöldi og einn þeirra hafði beðið í 55 klukkustundir. „Það er ákveðinn miskilningur að- þegar Covid hafi komið hafi verið tilbúin deild sem beið eftir því að far- sóttin myndi skella á og við myndum bara opna hana þegar að því kæmi. Það rými var bara í fullri notkun,“ segir Guðlaug sem vill skýra vand- ann sem steðjar að spítalanum betur fyrir almenningi. Vandi spítalans sýnilegur öllum á bráðamóttökunni - Fjöldi Covid-rýma geri aðra starfsemi þyngri en áður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er starfandi forstjóri Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.