Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 45
þar sem henni væri í blóð borið að
vanda sig hefði hún með árunum
lagt það af. Lillý átti ekki langt
skólanám að baki, en hún var bæði
fróð og bráðgreind. Mamma sagði
að Lillý hefði eflaust farið í
Menntaskólann á Akureyri með
Fríðu frænku sinni ef hún hefði
ekki á þeim tíma átt við augnsjúk-
dóm að stríða. Þegar leið á ævina
gaf líkaminn eftir en þótt hún
bognaði var alltaf ákveðin reisn
yfir henni. Hún missti heldur aldr-
ei þann metnað að vera bæði vel
tilhöfð og að hafa fallegt í kringum
sig.
Við Bínsa systir hennar heim-
sóttum hana vikulega á Hrafnistu
þar sem hún var nýlega búin að
koma sér vel fyrir. Þar prýddu
veggi myndir af afkomendum
hennar en Lillý var mjög stolt af
sínu fólki. Það voru dýrmætar og
skemmtilegar stundir að hlusta á
þær systur skrafa um liðna tíma
og lyfta með þeim sérríglasi. Ég á
eftir að sakna þessara stunda en
er ákaflega þakklát fyrir að hafa
átt frænku mína að alla tíð. Ég
votta börnum, öðrum afkomend-
um og Bínsu mína dýpstu samúð,
missir þeirra er mestur.
Elín Rögnvaldsdóttir.
Við lindina í hrauninu
óx lítið blóm
átti draum um ástina og daginn
meðan gleðin varaði
tíminn fór höndum um söknuðinn
sársaukinn múraður inni
blómstrandi blómið
vekur fögnuð og frið
(Bergmál)
Lillý frænka hefur kvatt okkur.
Ég þakka henni frændsemi og vin-
áttu, stundirnar þegar við vorum
ungar og gleðin var við völd, ekk-
ert raunaþungt. Lillý var yngst
sex systra sem bjuggu á æskuár-
unum ásamt foreldrum sínum á
Harðbak á Melrakkasléttu. Lillý
giftist Birni Guðmundssyni og þau
eignuðust þrjú börn, Þóreyju,
Margréti, sem er látin, og Guð-
mund Ásgeir. Lillý og Björn
bjuggu fjölskyldunni sérlega fal-
legt heimili. Lillý var afar glæsileg
kona, unni öllu sem fagurt var og
fíngert. Hún var mild í orðum, hlé-
dræg, átti gott með að sjá það
skoplega í lífinu og sýndi það
gjarnan í góðra vina hópi.
Með hlýju í hjarta kveð ég mína
kæru frænku. Börnum Lillýjar,
Þóreyju og Guðmundi Ásgeiri,
Birni Róbert og fjölskyldunni allri
votta ég dýpstu samúð mína við
fráfall hennar. Blessuð sé minning
Þorbjargar Guðmundsdóttur.
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Innan fjölskyldunnar var hún
alltaf kölluð Lillý. Hún var yngst
Harðbakssystranna, sem voru
sex. Nú er bara Jakobína, fyrrver-
andi skólastjóri Hússtjórnarskól-
ans í Reykjavík, ein eftirlifandi en
allar hafa systurnar látist á tíræð-
isaldri. Harðbakur á Melrakka-
sléttu er á frekar afskekktu svæði
landsins enda vitjaði hvorki
spænska veikin né berklarnir
heimilisins. Til helstu kosta jarð-
arinnar voru hin ýmsu hlunnindi
til lands og sjávar. Fyrir utan
hefðbundinn íslenskan heimilis-
mat var alltaf unnt að ná í nýjan
silung úr vötnunum og sækja fisk í
soðið þegar vel viðraði. Móðir mín
Ása hafði eftir móður sinni, ömmu
Margréti, að frostaveturinn mikla
1918 hefði aldrei slokknað í ofn-
inum því alltaf var nægur eldivið-
ur af rekanum.
Eitt sumarið bað amma móður
mína að passa Lillý, en á milli
þeirra voru 11 ár. Mamma gerði
það með ánægju og ekki spillti að
hún fékk ljóðabók Jónasar Hall-
grímssonar að launum, en hann
var uppáhaldsljóðskáld mömmu
til hinstu stundar. Á meðal Harð-
bakssystranna var ætíð mikil sam-
heldni og samvinna um alla hluti,
ekki síst í umhugsun um velferð
afkomendanna. Á milli mömmu og
Lillýjar var alveg sérstakt sam-
band, sem þær ræktuðu frá barn-
æsku. Lillý var glæsileg kona,
mild í skapi, glaðvær og með mjög
elskulega og fallega framkomu.
Hún giftist Birni Guðmundssyni
flugstjóra og eignuðust þau þrjú
börn. Þegar foreldrar mínir
bjuggu á Stórólfshvoli var það
mikið tilhlökkunarefni að fá þá
fjölskyldu í heimsókn um jólin og
oft voru þar ein til tvær aðrar
systrafjölskyldur yfir jóladagana.
Kom sér vel að læknisbústaðurinn
hafði líka verið sjúkraskýli fyrr á
tíð og því margar vistarverur og
auðvelt að hýsa marga gesti.
Þarna voru glæsileg veisluborð,
mikið spilað og teflt en systurnar
gættu þess að líka væri mikið
sungið og dansað. Ég naut þess að
Björn flugstjóri var hrifinn af
þeim harmónikuleik sem var í
boði, þótt hljóðfæraleikarinn væri
ekki sérstaklega lærður. Hann
bauð mér með sér í styttri flug-
ferðir og síðar á sjöunda áratugn-
um, þegar kreppa var á Íslandi,
kom hann mér og raunar áður
Guðmundi bróður í vinnu í Kaup-
mannahöfn við flugstarfsemi þar.
Sannkallaður velgjörðamaður
okkar.
Það var mikið áfall fyrir Lillý
þegar Magga dóttir hennar lést af
skæðum sjúkdómi langt fyrir ald-
ur fram. Líka var það henni mjög
þungbært að missa Björn þótt á
háum aldri megi búast við slíku.
Hún sýndi af sér mikið æðruleysi
og sagðist hafa fengið aukinn
styrk til að takast á við áföllin.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti til Lillýjar frænku
fyrir velvild og vináttu í minn garð
og minna alla tíð. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Sólveigu til Þóreyjar, Guð-
mundar Ásgeirs, fjölskyldna
þeirra og Möggu og annarra
vandamanna.
Gestur Þorgeirsson.
Hún Þorbjörg, kær vinkona
okkar hjóna og sona, er látin, en
bjartar minningar um elskulega og
glæsilega konu munu lifa áfram í
hugum okkar. Margs er að minnast
þegar litið er yfir farinn veg liðinna
ára. Fjölmargar minningar eigum
við um hjónin Þorbjörgu og Björn
heitinn Guðmundsson flugstjóra,
frá samvistunum við þau og við
minnumst þeirra stunda með virð-
ingu og gleði. Flestar þær stundir
tengdust ræktun og fegrun lands-
ins, landgræðslufluginu og hesta-
mennsku. Okkur Oddnýju er afar
minnisstætt hvernig Þorbjörg
ræktaði syni okkar og virti. Þor-
björg var alltaf höfðingleg í allri
framgöngu og fasi, var gædd mikl-
um mannkostum, góðum gáfum,
velviljuð og vinaföst. Hún var ákaf-
lega hógvær kona, trygg vinum
sínum og var afar heilsteypt mann-
eskja. Heimili þeirra hjóna, bæði í
Reykjavík og í sumarhúsi þeirra á
Glæsivöllum, voru afar smekkleg
og glæsileg í senn enda hjónin ein-
staklega gestrisin og höfðingjar
heim að sækja. Þorbjörg var ein-
stök húsmóðir, listagóð matreiðslu-
kona og við borð hennar var alltaf
pláss. Heimilishættir þeirra hjóna
voru rómaðir, eins og mætur mað-
ur skrifaði: „Allir, sem þau hjónin
sóttu heim, hafa góðar minningar
frá heimili þeirra.“
Líf og starf Þorbjargar tengdist
störfum Björns við flugið, sem var
hans aðalstarf og ásamt hesta-
mennskunni helsta áhugamál í
nærri hálfa öld. Hún var Birni stoð
og stytta í hans fjölþættu og ómet-
anlegu verkefnum, meðal annars til
stuðnings landgræðslu á Íslandi.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga söknuður og þakklæti fyrir
áralanga vináttu sem aldrei bar
skugga á. Það var okkur mikill
heiður að fá að kynnast Þorbjörgu.
Öll voru þau samskipti á einn veg,
hún var traust vinkona, hrein og
bein og frá henni stafaði mikil innri
hlýja. Það voru forréttindi að kynn-
ast henni og minningin lifir um ein-
stakan höfðingja.
Fjölskyldur, ættingjar og vinir
kveðja nú mikilhæfa konu með
söknuði og þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta samvistanna við
hana svo lengi. Megi almættið, sem
leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt
sló fyrir, leiða þig í sólina kæra
Þorbjörg.
Við hjónin og synirnir vottum
fjölskyldum þeirra innilega samúð
okkar.
Oddný, Sveinn og synir
frá Gunnarsholti.
Þorbjörg Rósa Guðmundsdóttir
(Lillý) sem í dag er kvödd hinstu
kveðju var yngst sex samhentra
systra sem fæddust og ólust upp á
Harðbaki á Melrakkasléttu, nánast
í beinni snertingu við norðurheim-
skautsbaug. Hún átti sinn þátt í að
festa í sessi það orðspor glæsileika
og glaðværðar sem fór af Harð-
bakssystrum. Og nú segir þjóðsag-
an að ekki hafi þótt taka því að
halda böll á Sléttu nema þátttaka
systranna væri tryggð. Kom sér
vel að böllin voru oft haldin í stof-
unni heima á Harðbaki. Lillý bar
uppruna sínum og æskukjörum
fagurt vitni. Þótt Harðbakur væri
ekki búsældarlegasta jörð á Íslandi
né auðveldust til lífsviðurværis þá
nægði dugnaður og útsjónarsemi
ábúendanna, Guðmundar og Mar-
grétar, til þess að þar skorti aldrei
neitt. Eldhúsið og búrið voru
nægtabrunnar, ekki síst vegna
þess að náttúrukostir jarðarinnar
voru gjöfulir ef þeir voru nýttir af
atorku og skilningi á náttúru lands-
ins. Margrét hafði á sínum yngri
árum lært kjólasaum í Reykjavík
og ýmsa aðra kröfuharða hand-
mennt. Því var ekkert slegið af
tískukröfum á Harðbaksheimilinu
þótt það stæði við ysta haf. Ofan á
þessar veraldlegu aðstæður bætt-
ust samhent mannrækt, örlæti og
glaðværð. Þessi umgjörð uppeldis
stuðlaði að heilbrigðu sjálfstrausti,
jákvæðu lífsviðhorfi og umburðar-
lyndi, allt eiginleikar sem prýddu
Lillý og hún veitti öðrum af í ríkum
mæli. Hún var heilsteyptur smekk-
vís fagurkeri en einnig hófstilltur
húmoristi. Heima á Harðbaki vann
hún að fjölbreyttum bústörfum og
tók þátt í síldarævintýrinu á Rauf-
arhöfn en eftir námslok í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni vann hún
við verslunarstörf í Reykjavík þar
til heimilishald og barnauppeldi
varð miðpunkturinn í hennar lífi.
Seinna réðst hún til gæslu- og leið-
beiningarstarfa á Listasafni Ís-
lands sem hún naut í ríkum mæli
og gáfu henni tækifæri til að dýpka
þekkingu sína og rækta smekkvísi
hins fágaða fagurkera.
Björn Guðmundsson, eiginmað-
ur hennar, fór aldrei í launkofa með
skoðanir sínar og viðhorf. Enginn
sem til þekkti efaðist um að í hans
ríki sat Lillý í drottningarsæti. Þau
voru hamingjufólk og samhent í
að rækta sinn hamingjugarð, fjöl-
skylduna, börn og barnabörn. Í
minni æsku ólst ég upp við þá frá-
sögn að innan hins samhenta
systrahóps hafi Ása móðir mín og
Lillý verið sérstakir samherjar
og bandamenn þótt sú staðreynd
hafi að sjálfsögðu ekki skyggt á
kærleika og samstöðu innan
systrahópsins. Mér fannst því
ekkert tiltökumál þegar ég kom
úr sveitinni til menntaskólanáms
í Reykjavík 16 ára gamall að
Björn og Lillý tækju mig inn á
heimili sitt fullt af börnum, og
nafni minn Björnsson nýfæddur.
Ég var þó ekki skyni skroppnari
en svo að fljótlega varð mér mér
ljóst hvílíkt örlæti og tryggð fólst
í þeim gjörningi og hvílíkur lukk-
unnar pamfíll ég væri. Þakkar-
skuld mín er stór og ævilöng.
Á hinstu kveðjustund Lillýjar
sendum við Bryndís innilegar
samúðarkveðjur til Þóreyjar og
Gumma og allra afkomenda og
fylgihnatta heimilisins sem á sín-
um tíma stóð í Karfavogi 20, og
hugsum líka með söknuði til
Björns og Möggu. Blessuð sé
minning þeirra allra.
Guðmundur
Þorgeirsson.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJARTUR BJÖRNSSON,
Baddi í Stapafelli,
Vatnsnesvegi 29,
Keflavík,
lést laugardaginn 6. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. nóvember
klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/gudbjartur
Ragnhildur Antonsdóttir
Ragnar Guðbjartsson Guðmunda Róbertsdóttir
Viðar Þórhallsson Svanhildur Ólöf Harðardóttir
Frímann Þór Þórhallsson Guðbjörg S. Pálmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hægt er að panta ljósin á
vefsíðunni
jolaljosin.is
eða í síma 5717255
frá 13 til 18 alla daga.
Gleðileg jól
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA S. BERGMANN,
Eiðistorgi 9, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 22. nóvember klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Flateyjarkirkju,
0309-26-012652, kt. 550169-5179.
Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir um að sýna neikvætt
Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf
eru ekki tekin gild.
Sigfús Jónsson Kristbjörg Antonsdóttir
Jóhannes Gísli Jónsson
Þorsteinn Jónsson
Jón Gunnar Jónsson
Tómas G. Guðmundsson Eva Bliksted Jensen
barnabörn og barnabarnabörn
Kær frænka okkar,
GEIRLAUG INGVARSDÓTTIR,
Gilla frá Balaskarði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Blönduósi fimmtudaginn 11. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju
laugardaginn 20. nóvember klukkan 13.
Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Vefstreymi á slóðinni:
https://www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Þeim sem vilja minnast Gillu er bent á Hollvinasamtök HSN á
Blönduósi (rnr. 0307-26-270, kt. 490505-0400).
Systkinabörn
Okkar kæra og ljúfa
PETRA JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði
lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi
sunnudaginn 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
mánudaginn 22. nóvember klukkan 13. Viljum við þakka
starfsfólki Höfða fyrir alúð og góða umönnun. Vegna
samkomutakmarkana verður aðeins nánasta fjölskylda við
útförina. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni:
www.akraneskirkja.is og mbl.is/andlat.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Vilborg Jónsdóttir
og systkinabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HELGI VALTÝR SVERRESSON,
Hörðukór 1,
lést á hjúkrunarheimillinu Sléttuvegi
8. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi
mánudaginn 22. nóvember klukkan 13. Fólk er beðið um að fara
í hraðpróf og framvísa neikvæðu prófi við inngang.
Vilborg Teitsdóttir
Elsí Rós Helgadóttir Dagbjartur Kr. Brynjarsson
Sverre Valtýr Helgason María Björg Magnúsdóttir
og barnabörn