Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 54

Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 54
54 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sektarkennd þín á ekki rétt á sér. Þú þarft að hugsa ýmislegt upp á nýtt. Farðu varlega í umferðinni og mundu að þér liggur ekki lífið á. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú mátt ekki láta skapið bitna á þín- um nánustu. Þau hafa ekkert til saka unnið. Haltu þínu striki í baráttunni við niðurrifs- öflin innra með þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú er rétti tíminn til að ræða til- finningamálin, opnaðu þig upp á gátt og finndu hvað það er frelsandi. Gefðu þig alla/n í allt sem þú gerir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér líður eins og þú getir sigrað heiminn og átt að njóta þess meðbyrs sem þú hefur. Fólk heldur oft að það viti hvað öðrum er fyrir bestu, þú ert í þeim flokki. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri svo þú átt erfitt með að henda reiður á þeim og þarft að biðja einhvern að stoppa þig af þegar þú ferð á flug. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er um að gera að láta félagsmál til sín taka ef áhugi og tími eru fyrir hendi. Þótt hlutirnir heppnist ekki í fyrstu tilraun er engin ástæða til að gefast upp. 23. sept. - 22. okt. k Vog Samstarfsfélagar þínir eru óvenju vin- samlegir í dag. Þú kemst að því seinni part dags af hverju. Maður þarf stundum að gera fleira en gott þykir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Sjálfsgagnrýni er af hinu góða í hófi en getur þó gengið of langt. Dæmdu þig mildilega. Vinur er viðriðinn hneykslis- mál, bjóddu honum öxl þína. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú tekur lífið of alvarlega. Það kemur alltaf nýr dagur á morgun. Einhver sem hefur verið stoð þín og stytta verður það ekki mikið lengur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Gerðu þér far um að umgangast aðeins þá sem eru á jákvæðu nótunum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þetta er góður dagur til að setja fram langtímaáætlun. Það eru einhver straumhvörf fram undan í þínu lífi. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Skoðaðu nú vel hvað þú gefur mik- inn tíma í vinnu þína og hvort þú uppskerð sem skyldi. Ástin sigrar allt. Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins 1974-1983. Enn lá leiðin til Vín- arborgar þegar Björn tók við for- stjórastöðu í sinni gömlu stofnun hjá Sameinuðu þjóðunum sem hann gegndi til 1995 er hann varð ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu til 2000. „Á vegum Sameinuðu þjóðanna tók ég þátt í grænu byltingunni svo- kölluðu sem snerist um að hjálpa fá- tækustu þjóðum heims til þess að verða sjálfbjarga með matvælafram- leiðslu. Með jurtakynbótum á hrís- grjónum tókst okkur að skeyta A- Helgu konu sinni og Unni Steinu dóttur þeirra til Vínarborgar, þar sem hann var ráðinn til Alþjóða- kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, IAEA, sem var að hefja hagnýtingu á friðsamlegri notkun kjarnorku og geislavirkra efna, m.a. í jurtakynbótum. Þegar stofnuð var sameiginleg deild Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (FAO) og Kjarnorkumálastofnunarinnar varð Björn deildarstjóri í jurtakynbóta- deildinni og stjórnaði verkefnum víða um heim. Fjölskyldan fluttist heim þegar hann varð forstjóri B jörn Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1931, á Fjölnisvegi 2 og þar bjó hann fram á fullorð- insár. „Ég er yngstur ellefu systkina og eru þau öll tíu látin. Það má segja að líf mitt hafi verið meira og minna dans á rósum. Foreldrar mínir um- vöfðu mig ást og kærleika og systk- inin sýndu mér mikla væntumþykju og umburðarlyndi því strax í frum- bernsku var ég mjög fróðleiksfús. Það var oft fjörugt á Fjölnisveginum en ekki síður á Kiðafelli í Kjós, sem má segja að séu átthagar mínir.“ Björn settist fyrst á skólabekk í Grænuborg, sem var undanfari Ísaksskóla. Síðan lá leiðin í Austur- bæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá máladeild 1951 og búfræðiprófi frá Hvanneyri árið eftir. „Auk náms- ins lék ég fyrir dansi í hljómsveitinni Brak og brestir í félagsheimilum í Borgarfirði. Þá var ýmist leikið á gítar, harmóniku eða píanó.“ Björn hélt námsferlinum áfram erlendis, lauk BS-prófi og síðar meistaraprófi í búvísindum frá Manitoba-háskóla í Kanada 1957 og doktorsprófi í plöntuerfðafræði frá Cornell- háskóla í Bandaríkjunum 1960. „Námið sóttist mér vel og fékk ég ýmsar viðurkenningar. Það er ekki síst elsku Helgu eiginkonu minni til 52 ára að þakka, en hún studdi mig alltaf með ráðum og dáð.“ Sem unglingur vann Björn ýmis störf, þar á meðal stjórnaði hann stórri gröfu við skurðgröft á Mýrum 15 ára gamall. Eftir nám var Björn sérfræðingur í jurtakynbótum við atvinnudeild Háskóla Íslands til 1963. „Um tíma vann ég við gróður- rannsóknir í Gunnarsholti undir dyggri stjórn Páls Sveinssonar sandgræðslustjóra. Ýmsar tegundir voru reyndar til uppgræðslu svo sem melgresi sem ég tók fyrir í doktors- verkefni mínu í jurtakynbótum. Enn er verið að leita leiða til að græða landið okkar. Lúpínan hefur gert mikið gagn en hefur verið ansi ágeng að ýmissa mati, en falleg er hún í blóma.“ Árið 1963 fluttist Björn með vítamíni í hrísgrjón og draga úr tíðni blindu hjá börnum. Eins var með erfðabreytingum á skordýrum hægt að útrýma tse-tse-flugu, sem bar mjög alvarlega svefnsýki.“ Björn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir þessi störf og var m.a. gerður að heiðursprófessor við kínversku landbúnaðarakademíuna. „Skíðaferðir voru mikið stundaðar í Austurríki og fórum við Helga og Unnur mjög oft í slíkar ferðir með vinum okkar til Tauplitz, Kitzbühel og víðar. Á Íslandi voru skíðaferðir tíðar í Kerlingarfjöll. Ég hef lifað góðu lífi við leik og störf alla ævi og eignast fjölda vina. Skólasystkin frá MR 1951 eru mér sérstaklega hjart- fólgin. Eftir að ég hætti að vinna hef ég haft nóg að gera. Ég hef haft gaman af því að ferðast, hitta vini og fjöl- skyldu, að spila á píanó og að teikna og mála,“ en Björn hélt bæði mál- verkasýningu í Eyrarkoti í Kjós fyr- ir nokkrum árum og tók þátt í sýn- ingu á vegum Norræna vatnslita- félagsins í Norræna húsinu 2017. „Nú er mitt heimili á Droplaugar- stöðum og þar bý ég við gott atlæti. Anna eiginkona mín og Unnur Steina einkadóttir mín koma dag- lega. Barnabörnin mín, vinir mínir og fjölskylda líta einnig inn, mér til mikillar ánægju. Ég hef notið sann- kallaðrar hamingju og nýt þess að umgangast konu mína, dóttur, Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi forstjóri og ráðuneytisstjóri – 90 ára Í brúðkaupi Hjónin Björn og Helga ásamt Unni dóttur sinni í brúðkaupi Unnar og Kristins Hauks Skarphéðinssonar árið 1987. Forstjóri hjá Sameinuðu þjóðunum 80 ára Björn ásamt eiginkonu sinni, Önnu, á 80 ára afmæli sínu árið 2011. Vísindamaðurinn Björn ásamt vini sínum, Mac Fried, hjá IAEA. Reykjavík Yeshi Dolma Namgyal fæddist 18. nóvember 2020 kl. 19.43 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.238 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Lobsang Namgyal og Kethose Kannaou. Nýir borgarar Til hamingju með daginn Kópasker Snædís Ómarsdóttir fædd- ist 18. nóvember 2020 kl. 22.07 á Akureyri. Hún á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.522 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Halldís Gríma Halldórsdóttir og Ómar Gunnarsson. www.gilbert.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.