Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 63
Opið bréf nr. tvö til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Grein heilbrigðisráðherra, „Mikilvægi bólusetninga“, sem birt var í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. vekur upp margar spurningar sem nauðsynlegt er að ráðherra svari. Um er að ræða málefni sem snýr ekki aðeins að lýðheilsu heldur einnig að borgaralegu frelsi og almennum mannréttindum. Stjórnvöldum ber að leggja heildarmat á þær aðgerðir sem þau standa fyrir, þ.m.t. áhættu, kostnað og ábata. Á þessum forsendum er þess óskað að heilbrigðisráðherra veiti skilmerkileg svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hefur andvana fæðingum fjölgað á árinu 2021 miðað við fyrri ár? Ef svarið er jákvætt, hefur ráðuneytið látið rannsaka hugsanlegar orsakir þeirrar þróunar? 2. Er þriðja sprautan gegn SARS-COV 2 á einhvern hátt ólík fyrri tveimur sprautunum? Er búið að breyta efnunum eða er fólk að fá sömu efnin í þriðja sinn? Ef efnunum hefur verið breytt, eru rannsóknir til sem sýna fram á öryggi þeirra efnasamsetninga? 3. Hefur verið kannað hvort gamlir kvillar og undirliggjandi sjúkdómar taki sig upp eftir sprautu sem á að virka gegn SARS-COV 2? 4. Með vísan til opinberra ummæla ráðherra og opinberra starfsmanna er óskað eftir því að heilbrigðisráðherra staðfesti hvort stefnt sé að því að skerða frelsi tiltekinna hópa og hvort mismuna eigi þeim sem ekki hafa fengið sprautu sem á að virka gegn SARS-COV 2. Er stefnt að aðskilnaði hérlendis eftir „bólusetningarstöðu“? 5. Telur heilbrigðisráðherra að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi rækt upplýsingaskyldu sína gagnvart almenningi með fullnægjandi hætti áður en fólk var boðað í sprautur sem eiga að virka gegn SARS-COV 2? Hvernig hefur þeirri upplýsingagjöf verið háttað, t.d. út frá heilsufari viðkomandi, lyfjaofnæmi o.s.frv.? 6. Ráða má af fréttaflutningi að þriðja sprautan eigi að gera gæfumuninn gagnvart VIÐVILJUM SVÖR SARS-COV 2. Sé litið til Gíbraltar þar sem nánast allir hafa fengið tvær sprautur og stór hluti þjóðarinnar hefur fengið þriðju sprautuna er daglegt nýgengi smita á bilinu 133-235 ný smit per 100.000 íbúa 10. – 16. nóvember, sbr. www.worldometers.info, sem er umtalsvert hærri smittíðni en greinst hefur hér á landi. Á hvaða vísindalegu rökum byggist sú afstaða að þriðja sprautan sé í raun að virka og að Ísland muni ná betri árangri en Gíbraltar? 7. Hvenær rennur ferðapassinn út hjá þeim sem fara ekki í þriðju SARS-COV 2 sprautu? Með hliðsjón af þeim miklu almannahagsmunum sem í húfi eru væntum við þess að ráðherra víki sér ekki undan því að bregðast skjótt við með skýrum svörum. Við væntum þess að sjálfsögðu að svör ráðherra verði studd tilvísunum í vísindalegar rannsóknir og gögn. Virðingarfyllst, SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.