Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 50
Guli föstudagurinn er að einhverju
leti tengdur frænda sínum Svarta
föstudeginum, en að sögn Einars
Ágústssonar, markaðsstjóra Raf-
vers, var hugmyndin sú að búa til
afsláttardag sem bæri ekki upp á
sama dag og almennt tíðkast til að
fjölga slíkum dögum og þá auð-
velda neytendum að versla.
Rafver er umboðsaðili Karcher
hér á landi en vörurnar eru alla
jafna skærgular á litinn og því var
tekin ákvörðun um að kalla tilboðs-
daginn Gulan föstudag. Þá verður
allt yfirfullt af spennandi tilboðum
og sjálfsagt margir sem bíða því
verslunin státar af vörum sem fáir
aðrir bjóða upp á – ef þá ein-
hverjir.
Fremst í flokki er þar sjálfsagt
gólfhreinsivélin glæsilega sem um-
sjónarmenn Matarvefsins eru ægi-
hrifnir af. Vél sem ryksugar og
skúrar í senn, tekur lítið pláss, er
snúrulaus og eins praktísk og
hugsast getur. „Sjálfur er ég mjög
hrifinn af vélinni og eiginlega hætt-
ur að ryksuga,“ segir Einar en ný-
lega kom á markað ný uppfærsla af
vélinni. „Það er búið að efla hana
svakalega. Með gömlu vélinni
þurfti eiginlega að ryksuga fyrst en
þess þarf ekki lengur. Vélin er
þráðlaus, hleðslan endist í 45 mín-
útur og hún tekur upp stærri hluti.
Einar segir gólfþvottavélarnar
vera afar vinsælar og þá ekki síst
inni á venjulegum heimilum en
jafnframt er hægt að fá öflugar
gólfþvottavélar fyrir stærri fleti,
sem henta fyrirtækjum þá vel.
Rafver er, eins og áður segir,
umboðsaðili fyrir Karcher og hefur
verið í fjörutíu ár. Vörur fyrir-
tækisins þykja almennt afar vand-
aðar og hugvitsamlegar en þar á
meðal má nefna snilldarglugga-
þvottagræju sem ætti að vera til á
hverju heimili og rafdrifna frost-
sköfu til að skafa bílinn á morgn-
ana.
Ljóst er að margir munu nýta
sér tilboðin enda munar um minna.
Verslunin er í Skeifunni og segir
Einar að nýbúið sé að taka hana í
gegn og breyta henni. Það muni
miklu enda sé nú loksins hægt að
sýna alla vörulínu fyrirtækisins.
Gulur föstudag-
ur á morgun
Á morgun hefjast sérlegir afsláttardagar í Rafveri
sem kallast Gulur föstudagur en þar býðst neyt-
endum að kaupa vörur á góðum afslætti.
Heimilishjálp Einar segir að vélin breyti því hvernig er þrifið og auðveldi lífið. Auk þess sé vélin alltaf tilbúin.
Tandurhrein Bílrúðan verður tandurhrein á augabragði.
Geggjuð græja Gluggaþvottagræjan þrífur bæði glugga, spegla og annað slétt yfirborð.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar í góðan mat
og notalegt andrúmsloft
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
UPPLIFÐU JÓLIN
Hægeldaður Þorskur
noisette hollandaise, hangikjöt
Hreindýra Carpaccio
trönuber, pekan hnetur,
gruyére ostur, klettasalat
Gljáð Lambafillet
seljurótarfroða, rauðkál,
laufabrauð
Jólasnjór
mjólkur- og hvítsúkkulaði,
piparkökur, yuzu
9.490 kr.
VEGAN JÓ
Vatnsmelónutartar
fivespice ponzu,
lárpera, won ton
Rauðrófu Carpaccio
heslihnetur, piparrót,
klettasalat
Yuzugljáð Grasker
greni, rauðbeður,
kóngasveppir
Risalamande
kirsuber, karamella
7.99
JÓLALEYNDARMÁL
MATARKJALLARANS
6 réttir
að hætti kokksins
leyfðu okkur að koma þér á óvart
Eldhúsið færir þér upplifun þar sem
fjölbreytni er í fyrirrúmi
10.990 kr. 0 kr.
JÓLIN ERU BYRJUÐ Á
MATARKJALLARANUM