Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 58
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Við glæpasagnahöfundar erum eins
og gengi. Eða klúbbur. Ástæðan er
sú að við erum höfundarnir sem bók-
menntastofnunin hefur ákveðið að
séu ekki nógu góðir fyrir hana,“ seg-
ir skoski rithöfundurinn Ian Rankin.
Kankvís er hann að lýsa félagsskap
sínum í Reykjavík þessa dagana en
fjölda þekktra glæpasagnahöfunda
hefur verið stefnt hér saman fyrir
glæpasagnaþingið Iceland Noir sem
rithöfundarnir Ragnar Jónasson og
Yrsa Sigurðardóttir hafa staðið að
frá árinu 2013. Venjulega á tveggja
ára fresti en vegna heimsfaraldurs-
ins hafa nú liðið þrjú ár frá síðasta
þingi og í augum unnenda glæpa-
sagna er gestalistinn æsispennandi,
bæði íslenskir og erlendir höfundar.
En Rankin er einn sá allra þekkt-
asti, sannkölluð stórstjarna í þessum
heimi, ekki síst fyrir sögurnar um
Rebus lögregluforingja í Edinborg.
Síðan sú fyrsta kom út fyrir 34 árum
hefur Rankin, sem er 61 árs, sent frá
sér 25 bækur um Rebus – vinsælir
sjónvarpsþættir hafa verið gerðir
eftir sumum sagnanna. Og inn á milli
hefur hann skrifað glæpasögur um
aðrar persónur, auk leikrita sem
einnig hafa gengið vel.
„Þetta er fyrsta ferð mín frá Bret-
landi síðan faraldurinn skall á okk-
ur,“ segir Rankin þar sem hann hef-
ur verið króaður af í dimmu horni í
húsi við Austurstræti áður en fyrsta
samtal hans við áhugasama lesendur
á hátíðinni hefst. Hann bætir við að
fyrir faraldurinn hafi hann reglulega
heimsótt slíkar hátíðir, víða um lönd.
„En þegar ég byrjaði að skrifa
bækur, árið 1986, voru engar slíkar
glæpasagnahátíðir til. En þar sem
hefðbundnari bókmenntahátíðir
höfðu ekki áhuga á okkur glæpa-
söguhöfundum, þá stofnuðum við
bara okkar eigin hátíðir. Til að
mynda eru nú nokkrar slíkar haldn-
ar reglulega í Skotlandi og sumar
mjög vinsælar. En landslag bók-
menntanna hefur breyst og það er
byrjað að bjóða glæpasagnahöf-
undum líka á hefðbundnari hátíðir.“
Ræðir við Katrínu í Iðnó
–Rithöfundar eyða venjulega
mestum tíma einir heima við skriftir
en hvað færðu helst út úr heimsókn-
um á höfundamót sem þetta?
„Yfirleitt vonast höfundar til þess
að þátttakan örvi sölu bókanna
þeirra. En maður hittir ólíkt fólk,
þar á meðal aðdáendur sagnanna, og
svo eru bækur oft áritaðar og mikið
spjallað. Svo koma höfundar víða að
og vinasambönd myndast – og mað-
ur kynnist heiminum. Mér finnst
mjög mikilvægt að fara af og til út í
heiminn, vera ekki alltaf við tölvuna
heima, því þá rekst ég oft á hug-
myndir og heyri sögur sem koma að
notum við skrifin.“
–Stela glæpasagnahöfundar aldr-
ei hugmyndum frá hver öðrum á há-
tíðum sem þessari?
„Það er mögulegt,“ svarar Rankin
og glottir. „En það er nú ekki vaninn
að segja frá hugmyndum að óútgefn-
um sögum – einhver gæti stolið
þeim. En Ragnar Jónasson bauð í
mat í kvöld, við vorum sex við borðið
og ég held að það hafi kviknað þar
hjá okkur hugmyndir að svona tíu
góðum sögum! Bara við það stutta
spjall, sem var um rafmyntir. En út
frá því kviknuðu hugmyndir, sem
sýnir hvað það getur verið mikil-
vægt að hittast og spjalla.“
Einn viðburðanna á Iceland Noir,
og sá sem vekur hvað mesta athygli,
er samtal Rankins og Katrínar Jak-
obsdóttur forsætisráðherra á sviði
Iðnó í kvöld, fimmtudag. Þegar
Rankin er spurður út í það kemur í
ljós að hann hefur áður átt viðlíka
samtal á sviði.
„Fyrsti ráðherra Skotlands, Ni-
cola Sturgeon, er öflugur lesari og
mikill aðdáandi glæpasagna. Og við
höfum einu sinn rætt saman á sviði,
á „The Bloody Scotland“-bók-
menntahátíðinni í Skotlandi. Það
verður áhugavert að vera á sviði með
forsætisráðherra ykkar …“
–En býstu við því að Boris John-
son, forsætisráðherra Breta, eigi
eftir að bjóða þér í slíkt spjall?
„Nei. Ég efast um að hann sé mik-
ill lesari, eða mikill hugsuður.“
Allur pakkinn í glæpasögum
Ian Rankin fæddist og ólst upp við
lítil efni í kolanámubæ skammt fyrir
norðan Edinborg. Hann var sá fyrsti
í sinni fjölskyldu sem fór í háskóla-
nám, í Edinborg, borginni sem hann
heillaðist snemma af og hefur síðan
skrifað um. Hann segir foreldra sína
ekki hafa verið ánægða með að hann
hafi skráð sig í nám í ensku og bók-
menntum, þeim hafi ekki þótt það
nytsamleg
ákvörðun, en
unga manninum
var ekki haggað.
Og samhliða því
að skrifa fyrstu
sögurnar um Re-
bus vann hann að
doktorsritgerð
um verk skoska
höfundarins Mu-
riel Spark.
Ferill og skrif Rankins tengjast
Skotlandi með margvíslegum hætti.
Hann hefur stundum verið kallaður
sendiherra Skotlands og þá ekki síst
Edinborgar. Hann gengst fúslega
við því að hafa markvisst unnið með
sitthvað sem er einkennandi fyrir
heimahagana.
„En þegar fyrsta bókin mín kom
út árið 1987 var í umsögnum tekið
fram að það væri ólíklegt að ferða-
málaráð myndi mæla með sögunni,
því brugðið væri upp afar myrkri
mynd af Skotlandi,“ segir hann og
glottir. „En nú lítur fólk með allt
öðrum hætti á sögurnar og telur
varla að þær fæli gesti frá. Við skrif-
um um glæpi því þeir eru hluti af
samfélaginu – og glæpir eru framdir
í öllum samfélögum. Hvers vegna?
Er orsökina að finna í eðli okkar?
Hvað aftrar okkur frá því að fremja
glæpi – og hvers vegna taka ekki
fleiri þátt í þeim? Um allar þessar
mikilvægu siðferðilegu spurningar
er tekist á í glæpasögum.
Í byrjun ætlaði ég mér alls ekki að
eyða ævinni í að skrifa bara glæpa-
sögur. Mig langaði til að skrifa um
Edinborg, til að skilja og skýra
borgina. En svo áttaði ég mig á því
hvað það er góð leið að beita fyrir sig
lögreglumanni við að kanna borg,
menningu eða samfélag, því lög-
reglan hefur aðgang að öllum lögum
samfélagsins. Ég sá að lögreglu-
maður gæti kannað samfélagið fyrir
mig, hvort sem ég væri að skoða
stjórnmál, útlendingahatur, listalífið
eða spillingu; innan ramma glæpa-
sögu gæti hann kannað allt mögu-
legt. Og fengið lesendur til að hugsa
um málefnin.
Þessar bókmenntir bjóða upp á
allan pakkann: Sterka tilfinningu
fyrir stöðum, sterkar lykilpersónur,
spennandi sögulínur og mikilvægar
siðferðislegar spurningar, sem oft
eru bundnar nið-
ur með marg-
ræðri frásagnar-
fléttu. Og
lesandinn nýtur
þess að hverfa inn
í söguheiminn því
þar er boðið upp á
spennandi at-
burði. Glæpasag-
an er pakki þar
sem fólk lærir um menningu og lífið í
heild sinni, með fólki sem lendir í
ævintýrum – og allt meðan lesand-
inn situr heima í notalegum sófa.“
Ráðgátan í öllum skáldsögum
Eins og fyrr segir hefur Rankin
þegar skrifað 25 sögur um Rebus og
eftir þeim hafa verið gerðir vinsælir
sjónvarpsþættir. Rankin segist aldr-
ei hafa horft á þættina, þar sem
hann óttist að leikararnir kunni að
hafa óæskileg áhrif á það hvernig
hann mótar persónurnar við skrifin.
En er hann sífellt að viða að sér hug-
myndum og glæpum að vinna með?
„Ekki látlaust, nei, en ég les dag-
blöðin og hlusta á fréttir. Ég skrifa
gjarnan hjá mér hugmyndir og
klippi út fréttir, og raða þessu í
möppur og skrár. Innan þeirra finn
ég svo hugmyndir fyrir bækurnar.
Stundum tekur það mörg ár þangað
til fréttir og hugmyndir nýtast mér.“
–Lestu mikið af bókum annarra,
og þá helst glæpasögur?
„Ég er sílesandi. Alls ekki bara
glæpasögur en þó les ég mikið af
bókum eftir kollegana. Enda eru
margir þeirra góðir vinir og kunn-
ingjar og ég er forvitinn að sjá hvað
þeir fást við.“
–Ragnar Jónasson sagði í gær við
mig að í raun væru flestar skáldsög-
ur á einhvern hátt glæpasögur.
„Já, það er einhver ráðgáta eða
spenna í þeim, annars myndi fólk
ekki lesa síðu eftir síðu,“ samsinnir
Rankin. „Fólk heldur áfram að lesa
þar sem það er ekki komið með allar
upplýsingar, heildarmyndina. En ef
þú segðir við rithöfund sem teldi sig
skrifa fagurbókmenntir að þær séu í
raun glæpasögur, þá myndi hann
líklega hafna því. Og það er viðvar-
andi hugmynd að þetta séu léttvæg-
ari bókmenntir. En sjáðu til, Dick-
ens skrifaði glæpasögur, Dosto-
jevskí líka …“
Flóttaleið frá veruleikanum
–Hvar finnurðu kraftinn og kapp-
ið til að halda sífellt áfram að skrifa
og senda frá þér bækur og önnur
verk, oft árlega?
„Ég skrifa ekki alla daga og get
auðveldlega tekið mér hlé í heilt ár,
þegar ég ferðast bara um, nýt lífsins
og hleð rafhlöðurnar. En þegar ég
byrja að skrifa sögu þá er það mjög
gaman, að leika guð og skapa heim
þar sem allt gerist sem ég ákveð að
gerist. Þar sem ég hef vald yfir per-
sónunum og örlögum þeirra. Ég hef
skrifað og sagt sögur síðan ég var
lítill; níu eða tíu ára gamall var ég
farinn að búa til sögur í höfðinu á
mér. Mér hefur alltaf þótt það gam-
an og er eins konar flóttaleið frá
veruleikanum.“
–Sögur þínar hafa notið gríðar-
legra vinsælda. Er það mikilvægt
fyrir þig að hitta aðdáendur og les-
endur og heyra að þeir eru ánægðir?
„Það er engin leið að gleðja alla!
Saga fær kannski 99 dásamlegar
umsagnir en svo er ein neikvæð.
Hverja heldurðu að höfundurinn
muni?
Mér finnst mikilvægt að gleðja
mig sjálfan með skrifunum. Ég reyni
að skrifa sögur sem ég myndi sjálfur
njóta að lesa. Fyrstu bækur mínar
seldust ekki vel. Það var ekki fyrr en
með bókum númer níu og tíu sem ég
komst á metsölulista. Þetta var stíg-
andi lukka. Og margoft efaðist ég
um að ég myndi nokkurn tímann fá
almennileg laun fyrir skrifin og yrði
að fá mér alvöruvinnu. En ég vildi
bara aldrei gera annað en skrifa sög-
ur – og ég er enn að.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Sagnaþulur Ian Rankin er gestur á Iceland Noir-hátíðinni í Reykjavík.
Hann klæðist hér bol merktum krá í Edinborg sem bæði hann og hin kunna
sögupersóna hans, Rebus, sækja iðulega og er báðum mikilvægur staður.
„Gaman að leika
guð og skapa heim“
- Ian Rankin finnur hugmyndir að glæpasögum sínum víða
»
Mér finnst mikil-
vægt að gleðja mig
sjálfan með skrifunum.
Ég reyni að skrifa
sögur sem ég myndi
sjálfur njóta að lesa.
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
Dansarinn
Höf. Óskar Guðmundsson
Les. Daníel Ágúst Haraldsson
Fjölskylda fyrir byrjendur
Höf. Sarah Morgan
Les. Sólveig Guðmundsdóttir
Fjarvera þín er myrkur
Höf. Jón Kalman Stefánsson
Les. Stefán Jónsson
Farangur
Höf. Ragnheiður Gestsdóttir
Les. Aníta Briem
ReisubókGuðríðar Símonardóttur
Höf. Steinunn Jóhannesdóttir
Les. Steinunn Jóhannesdóttir
Rætur – á æskuslóðum
minninga og mótunar
Höf. Ólafur Ragnar Grímsson
Les. Ólafur Ragnar Grímsson
Fjórar systur
Höf. Helen Rappaport
Les. Vera Illugadóttir
Morgunengill
Höf. Árni Þórarinsson
Les. Hjálmar Hjálmarsson
vi
ka
45
Fíkn
Höf. Rannveig Borg Sigurðardóttir
Les. Birna Pétursdóttir,
Haraldur Ari Stefánsson
Litla bókabúðin í hálöndunum
Höf. Jenny Colgan
Les. Lára Jóhanna Jónsdóttir
TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi