Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 ALVÖRU ERKFÆRIV HEFSTÁMÁNUDAG vfs.is VERKFÆRASA RFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.isLAN • SÍÐUMÚLA LSHRAUNI 13, HAFNA BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reitir fasteignafélag hf. hefur með bréfi til Reykjavíkurborgar óskað eftir samstarfi um gerð nýs skipu- lags og uppbyggingu á lóð nr. 56 við Suðurlandsbraut. Á lóðinni er nú 715 fermetra veitingahús sem upphaflega var reist fyrir ham- borgarastaðinn McDonalds en hýs- ir nú veitingastaðinn Metro. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa. Suðurlandsbraut 56 er 4.039 fer- metra lóð í Skeifunni, á horni Suð- urlandsbrautar og Skeiðarvogs, að því er fram kemur í bréfi Reita. Nýtingarhlutfall lóðarinnar sé mjög lágt eða 0,18. Lóðin er skil- greind á miðsvæði M3a í aðal- skipulagi þar sem fyrirhuguð sé uppbygging og umbreyting iðn- aðar- og verslunarhverfis í bland- aða byggð. Torg og borgargarður Lóðarhafi, Reitir, hefur látið vinna staðháttagreiningu og tillögu að nýrri uppbyggingu á lóðinni í samstarfi við Trípólí arkitekta. Um er að ræða tillögu að samgöngu- miðuðu skipulagi sem fléttar ný- byggingu og almenningsrými sam- an við fyrirhugaðar breytingar á Suðurlandsbraut. Tillagan geri ráð fyrir samspili og tengingu við bið- stöð borgarlínu og að hringtorg við gatnamót Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs verði aflagt ásamt að- rein frá hringtorgi inn í Skeifuna. Gert sé ráð fyrir torgrými, borgar- garði og 87 íbúðum í tveimur sam- tengdum 5-7 hæða byggingum auk 1.300 fm af verslunar- og þjónustu- rými. Stærð íbúðanna verður á bilinu 45-135 fermetrar. Markmið tillögunnar sé að búa til kennileiti, aðdráttarafl og mikilvægan tengi- punkt fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið í Skeif- una. „Að mati Reita er hér um að ræða heilsteypta tillögu sem sýnir hvernig mætti skapa aðlaðandi borgarumhverfi á mikilvægu horni við nýjan samgönguás. Óskað er eftir samstarfi við skipulags- yfirvöld varðandi tillöguna eða eft- ir atvikum aðrar útfærslur á skipulagi lóðarinnar,“ segir m.a. í bréfi Reita. Í greinargerð Trípóli arkitekta kemur fram að gert sé ráð fyrir að stækka lóðina við Suðurlandsbraut 56 til austurs, þar sem hringtorgið var, og til suðurs í átt að Faxafeni 9. Við þetta stækki lóðin um tæp- lega 2.000 fermetra, eða úr 4.039 fm í 6.220 fm. Nýtingarhlutfall lóð- arinnar samkvæmt rammaskipu- lagi sé 1,7 og því verði leyfilegt byggingarmagn 10.574 fm. Vannýtt lóð á frábærum stað Þá kemur fram í greinargerðinni að lóðin við Suðurlandsbraut 56 endurspegli að vissu leyti ástand Skeifunnar ágætlega. Um sé að ræða vannýtta lóð á frábærum stað með mikla þróunarmöguleika. Nýtt rammaskipulag ásamt bætt- um almenningssamgöngum á Suð- urlandsbraut muni marka þáttaskil í þróun Skeifunnar og nær- umhverfis hennar. Stór bílastæðaplön muni víkja fyrir nýbyggingum, torgum og görðum. Mikil aukning bygging- armagns sé að stórum hluta ætluð til að fjölga íbúðum ásamt því að tryggja þá fjölbreyttu starfsemi sem hverfið sé þekkt fyrir. Borgarlínan mun stuðla að því að Suðurlandsbraut breytist úr tvístrandi hraðbraut í lifandi borg- argötu, sem tengi saman aðliggj- andi hverfi í stað þess að mynda gjá þar á milli. „Byggingin mun slá nýjan tón í byggingarmynstri svæðisins, stór- hýsi að evrópskri fyrirmynd sem stendur þétt við götuna og á í virku samtali við næstu nágranna sína,“ segja Trípólí arkitektar meðal annars í greinargerðinni. Íbúðarhús rísi á Metró-reitnum - Reitir hf. óska eftir samstarfi við borgina um uppbyggingu í Skeifunni - Hamborgarastaður víki fyrir húsum með alls 87 íbúðum - Markmið tillögunnar er að búa til kennileiti fyrir Skeifuna Myndir/Trípólí arkitektar Fyrir Svona lítur reiturinn út í dag. Lágreistur hamborgarastaður er eina húsið þar og stór hluti hans bílastæði. Eftir Hugmynd arkitektanna að útliti húsanna. Og hér er gert ráð fyrir borgarlínuvögnum á Suðurlandsbraut. Vinna er hafin við endurnýjun á lögnum fyrir heitt vatn og rafmagn á stórum reit í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Grandavegi, Framnesvegi, Hring- braut, Sólvallagötu, Ánanaustum og Mýrargötu. Samkvæmt upplýsingum frá Veit- um er áætlað að verkið taki um sex mánuði og verður því skipt í nokkra áfanga. Varað er við að töluverð röskun verði á umferð meðan á fram- kvæmdum stendur. Fyrsti áfangi verksins nær frá Mýrargötu og Ána- naustum frá hringtorgi að Vestur- götu. Um þessar mundir er verið að leggja lagnir yfir Ánanaust og því hefur gatan verið þrengd í 1+1-veg að undanförnu. Búast má við að svo verði í um tvær vikur til viðbótar. Þá gæti komið til þrenginga á Mýrar- götu. Upphafi verksins seinkaði um 4-5 vikur og því er nú stefnt að verk- lokum í apríl eða maí á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Veitum. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framkvæmdir Vegfarendur við Ánanaust í Vesturbænum mega búast við þrengingum næstu tvær vikur. Verið er að leggja nýjar lagnir yfir götuna. Lagnir endurnýj- aðar í Vesturbæ - Röskun á umferð - Verklok í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.