Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
✝
Sigurður
Hjálmarsson,
skipstjóri og veiði-
eftirlitsmaður, bú-
settur á Hraun-
vangi 3 í Hafnar-
firði, áður í
Stekkjarkinn 7,
fæddist 5. nóv-
ember 1943 í
Reykjavík. Hann
lést 8. nóvember
2021 á krabba-
meinsdeild Landspítalans við
Hringbraut.
Foreldrar Sigurðar voru
Hjálmar Sigurðsson, vélstjóri og
bílaviðgerðarmaður frá Görðum
við Ægisíðu, f. 4. maí 1914, d. 22.
júní 1999, og Ása Guðbrands-
dóttir frá Spágilsstöðum í Lax-
árdal í Dalasýslu, f. 28. október
1903, d. 30. október 1972.
Systkini Sigurðar voru: Sig-
urður Markússon, f. 16. sept-
ember 1929, d. 22. ágúst 2011;
Garðar Hjálmarsson, f. 15. ágúst
1937, d. 8. júlí 1963; Margrét
Hjálmarsdóttir, f. 29. nóvember
1944; Guðmunda Hjálmarsdóttir,
f. 18. mars 1947, d. 19. apríl 2011.
Sigurður kvæntist eiginkonu
sinni, Rannveigu Sigurðardóttur,
1973, maki Mette Skaarup Ped-
ersen, f. 5. september 1976. Börn
Hafþórs eru: Ásdís Lilja, f. 4. febr-
úar 1994, sambýlismaður hennar
er Örvar Már Jónsson, f. 19. júní
1990. Þórður Freyr, f. 16. sept-
ember 2002. Rannveig Ása, f. 25.
nóvember 2007. Óðinn Kári, f. 11.
mars 2010.
4) Jóna Svava, f. 14. desember
1975, gift Kristni Helga Guðjóns-
syni, f. 22. janúar 1974. Börn
þeirra eru: Brynjar Árni, f. 10.
ágúst 2000. Ásgerður Erla, f. 17.
júní 2004. Baldur Már, f. 23. nóv-
ember 2005. Ægir Örn, f. 8. mars
2012. Anna Svandís, f. 9. júlí 2014.
Sigurður fæddist í Reykjavík
og ólst upp á Skúlagötu 74. Hann
gekk í Austurbæjarskóla en fór
ungur á sjó, eða á fimmtánda ári.
Hann lauk skipstjórnarprófi frá
Stýrimannaskólanum árið 1964.
Hann varð síðar stýrimaður og
skipstjóri á ýmsum skipum og tog-
urum, m.a. á Snorra Sturlusyni.
Árið 1990 gerðist hann veiðieft-
irlitsmaður fyrir Fiskistofu.
Sigurður og Rannveig fluttu til
Hafnarfjarðar 1969, bjuggu þau
lengst af í Stekkjarkinn 7, eða í yf-
ir 40 ár. Þau fluttu síðasta vor á
Hraunvang 3 við Hrafnistu.
Útför Sigurðar fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
nóvember 2021, klukkan 15 og
verður streymt af vefsíðunni
streyma.is.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
f. 12. ágúst 1945,
hinn 12. september
1964. Börn þeirra
eru:
1) Ásgerður, f.
19. febrúar 1964,
gift Manuel Bar-
rueco, f. 16. desem-
ber 1952. Börn
þeirra eru: Anna
Barrueco Wong, f.
23. febrúar 1981,
gift Chistopher
Wong, f. 17 ágúst 1981. Börn
þeirra eru Colin Wong, f. 20
október 2009, Catherine Wong, f.
7. febrúar 2012, og Thomas
Wong, f. 7. febrúar 2012. Emily
Barrueco Wilson, f. 21 ágúst
1982, gift Matthew Wilson, f. 5.
júlí 1980. Börn þeirra eru: Ro-
bert Wilson, f. 23 september
2014, og Kelly Wilson, f. 8. apríl
2019.
2) Sigurður Andri, f. 10. júlí
1970. Börn hans eru: Daníel Þór,
f. 22. október 1990, unnusta hans
er Ragnheiður Ósk Jónasdóttir,
f. 22. febrúar 1991. Þau eiga Ísak
Elí, f. 30. júlí 2014. Sunna Rós, f.
15. maí 1994. Máney Katla, f. 13.
júlí 2006.
3) Hafþór Örn, f. 28. nóvember
Þá er elsku pabbi farinn í sitt
hinsta ferðalag.
Fyrst af öllu var pabbi elskaður
fjölskyldumaður, mjög barngóð-
ur, og vildi allt fyrir fjölskyldu
sína gera. Börn vildu vera hjá
honum, ef ekki til að spjalla um
daginn og veginn, þá til að kúra og
hlusta á söguna um afa sem datt í
sjóinn, sem öll börn í fjölskyldunni
fengu að heyra í einhverri af fjöl-
mörgum útgáfum.
Pabbi var mjög mannelskur og
réttsýnn, og alltaf fyrsti maður til
að bjóða fram hjálp. Hjálpsamari
mann þekkjum við systkin ekki.
Aldrei stóð á honum að aðstoða,
hvort sem var með góðum ráðum
eða beinni aðstoð. Hann var mjög
vinmargur og vel liðinn af öllum.
Það var lítið sem pabbi tók sér
ekki fyrir hendur og hafði hann
mikið verkvit og var ekki latur til
verka og mjög duglegur. Verkvit-
ið notaði hann til að aðstoða vini
og vandamenn við bíla- eða húsa-
viðgerðir. Oft nýtti hann verk-
lagnina í eitt af fjölmörgum verk-
efnum í Stekkjarkinninni, heimili
mömmu og pabba í 42 ár.
Forvitni pabba og þekkingar-
þorsti gerði það að verkum að
hann var einstaklega víðfróður
maður. Las hann og hlustaði á allt
sem hann komst í, allt frá mann-
úðarmálum til tækni og vísinda.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá pabba, sama hvert um-
ræðuefnið var.
Það var fastur liður hjá honum
að hlusta á hádegisfréttir, og þá
sérstaklega veðurfréttirnar. Sím-
töl byrjuðu oftar en ekki á orð-
unum: „Sæll, hvernig er veðrið?“
Skein þar í gegn fagmennska Sig-
urðar frá tíð hans sem skipstjórn-
armanns og þörf til að deila og fá
til sín upplýsingar. Á sjónum
skipti veðrið öllu, það þekkti
pabbi.
Pabbi var mikill áhugamaður
um sjómennsku, varla var til það
skip sem hann ekki vissi nafnið á,
sögu þess og áhafnar. Hann var
alla tíð farsæll skipstjórnarmaður
og endaði ferilinn sem skipstjóri á
frystitogaranum Snorra Sturlu-
syni. Eftir stutta viðveru sem ráð-
gjafi hjá Hampiðjunni hóf pabbi
störf hjá Veiðieftirlitinu og starf-
aði þar allt til þess að hann fór á
eftirlaun. Starfið hjá Veiðieftirlit-
inu gaf honum tíma með fjölskyld-
unni sem hann þráði og notaði
hann nánast allan sinn frítíma
með okkur börnunum og barna-
börnum. Skipti þá ekki máli hvort
börnin væri í Danmörku, Banda-
ríkjunum eða Hafnarfirði.
Pabbi var mikill áhugamaður
um fjarskipti, fyrst sem skipstjóri
og síðar sem áhugamaður, sem
þróaðist í mikinn tölvuáhuga.
Hann lærði að fljúga og var mikill
áhugamaður um flug og flugvélar
og fullur af fróðleik um sögu flugs
á Íslandi. Svo var það fastur vor-
boði víða í bænum að sjá pabba
koma akandi á mótorhjólinu sem
hann keypti örfáum árum áður en
hann fór á eftirlaun, öllum að
óvörum.
Þegar mamma veiktist gekk
pabbi í heimilisstörfin og leysti
þau af sóma. Störf sem áður höfðu
verið á herðum mömmu nánast
alla þeirra 60 ára búskapartíð.
Pönnukökubakstur varð eitt aðal-
áhugamál hans í seinni tíð og
minnumst við þeirra stunda með
gleði í hjarta þegar hann bauð
fjölskyldunni í sunnudagspönnu-
kökur. Yfir pönnukökunum var
svo rætt um lífið og veginn - og
auðvitað veðrið.
Takk fyrir allt elsku pabbi, þín
verður sárt saknað.
Ásgerður, Andri og Hafþór.
Pabbi minn er dáinn, það er
ótrúlega erfitt að skrifa þessi orð.
Pabbi, sem var allra manna hjálp-
samastur og vildi allt fyrir alla
gera. Ég minnist þess sem barn
hve það hlakkaði í manni þegar
mamma sagði okkur systkinunum
að pabbi væri á leiðinni í land af
sjónum. Mamma brunaði á Che-
villunni niður á bryggju með mig
og bræður mína með í aftursætinu
að sækja þig. Við sátum aftur í og
biðum eftir að pabbi kæmi niður
landganginn. Oft fengum við
súkkulaði eða kex úr eldhúsi
skipsins, en best var þegar pabbi
var að koma úr siglingunum. Þá
beið manns oft ýmislegt eins og
útlenskt gos, nammi, hjól eða jóla-
gjafir. Ég átti það til að safna
mínu nammi fyrir í skrifborðs-
skúffunni minni, bræðrum mínum
til mikillar gremju, því þeir áttu
það til að klára sitt strax á meðan
ég borðaði mitt ekki einu sinni.
Þegar pabbi hætti á sjónum var
hann samt áfram beintengdur við
sjóinn og sjómannslífið, því sem
veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu
náði hann að halda sambandi við
marga gamla félaga af sjónum.
Hann ferðaðist líka mikið í
tengslum við vinnuna, en fékk góð
frí þess á milli. Þá naut hann sín í
faðmi fjölskyldunnar. Þegar
bræður mínir og ég fórum að
eignast okkar börn þá blómstraði
pabbi í hlutverki afa. Hann hafði
yndi af því að vera í kringum afa-
börnin sín og vildi allt fyrir þau
gera, hvort sem það var að passa,
skutla eitthvað eða leyfa þeim að
fá að gista, það var alltaf velkomið
í hans huga.
Á efri árum ákvað pabbi að
kaupa sér gamalt Yamaha-mótor-
hjól. Hann elskaði að keyra um á
mótorhjólinu um Hafnarfjörð,
fara bryggjurúntinn, kíkja á verk-
stæðið til Andra bróður eða kíkja í
kaffi til mín og Kidda. Hann
keyrði aldrei langt eða hratt á því,
það var aukaatriði, bara að rúnta
um var nóg fyrir hann.
Pabbi var mjög félagslyndur
maður, hann hafði alltaf gaman af
því að setjast einhvers staðar og
fá sér kaffisopa. Ég man hvað ég
var fegin þegar þú tókst mig á
orðinu og fórst að stunda „Karlar í
skúrum“ uppi á Helluhrauni og
varst orðinn félagsmaður mjög
fljótlega. Reglulegt kaffi þar
tvisvar í viku gaf þér mjög mikið,
eins og að fara á námskeið og vett-
vangsferðir með vinum þaðan.
Þetta hentaði þér svo vel, enda
kominn á eftirlaun. Þú varst svo
stoltur af handverkinu þínu sem
þú vannst þarna, seglamyndum á
ísskápa, skálunum, pennunum og
fleiru.
Það verður erfitt að geta ekki
hringt í þig og spjallað um allt og
ekkert. Ef maður var í einhverj-
um vandræðum, þá var það fyrsta
sem þú sagðir: „Get ég eitthvað
hjálpað þér?“
Það voru mikil tímamót þegar
þið mamma fluttuð á Hraunvang
3 í vor. Þið fenguð íbúð á besta
stað í Hafnarfirði. Þú varst svo
ánægður að vera kominn í svona
flotta aðstöðu, engir stigar eða
tröppur, bara beint inn. Þú gast
horft á bátana og skipin sigla inn
og út úr höfninni og mamma líka
komin á æskuslóðir Brúsastaða-
ættarinnar. Það var því erfitt að
fá þær fréttir í sumar að þú værir
kominn með krabbamein. Þú,
sem varst alltaf svo hress og
hraustur. Það er mikið skarð sem
þú skilur eftir þig. Ég er viss um
að þú ert samt ánægður með að
hafa náð að flytja í húsnæði sem
hentaði ykkur betur en Stekkjar-
kinnin, þó svo þú hafir ekki fengið
að njóta þess nema í örfáa mán-
uði. Takk fyrir samfylgdina, elsku
pabbi minn.
Þín dóttir,
Jóna Svava.
Það er með sorg í hjarta sem
ég skrifa kveðjuorð um elskuleg-
an bróður minn, Sigurð Hjálm-
arsson skipstjóra og síðar veiði-
eftirlitsmann, sem lést 8.
nóvember síðastliðinn.
Enn er fráfall þitt svo óraun-
verulegt, mér finnst sem þú gætir
birst hérna hjá mér hressilegur
og brosandi. Oft sagðir þú
„hvernig hefur þú það litla systir
mín?“, grín á milli okkar því við
vorum bæði fædd í nóvember með
árs millibili. Alltaf var gaman að
fá þig í heimsókn, stundum jafn-
vel brunandi á flotta mótorhjólinu
þínu í fullum skrúða. Ég vil þakka
þér hvað þú varst mér kærleiks-
ríkur og góður bróðir, ég gat
treyst á þig og það eru mörg
handtökin sem þú hefur unnið á
mínu heimili af alúð og vand-
virkni.
Minningar æskuáranna hrann-
ast upp. Ég man laugardags-
kvöldin þegar pabbi baðaði okkur
yngri systkinin í bala á eldhús-
gólfinu á Skúlagötunni meðan
mamma tók til fötin okkar og
pússaði skóna. Fyrir hádegi á
sunnudögum brunaði síðan pabbi
með okkur í sínum fína bíl vestur í
Garða við Ægisíðu að heimsækja
afa og ömmu og oftast var komið
við í Reykjavíkurhöfn og bátarnir
skoðaðir. Á meðan útbjó mamma
sunnudagssteikina í ró og næði.
Einnig þegar við vorum heilt
sumar í bústað við Nesjavelli í
Grafningi. Þá var glatt á hjalla,
glaðir bernskudagar og alvara
lífsins víðs fjarri.
Árin liðu, þú fórst í Stýri-
mannaskólann og ég í Hjúkrunar-
skóla Íslands. Þú fórst á sjóinn og
ég að hjúkra. Það var mikið áfall
fyrir fjölskylduna að missa Garð-
ar bróður okkar aðeins 26 ára
gamlan frá eiginkonu og tveimur
ungum drengjum. Guðmunda
systir okkar lést síðan árið 2010
og Sigurður Markússon hálfbróð-
ir okkar ári seinna. Blessuð sé
minning þeirra, góðu stundirnar
okkar saman lifa áfram.
Ungur kynntist þú Ransý eft-
irlifandi eiginkonu þinni, árin liðu
og þið fluttust í Hafnarfjörðinn og
áttuð þar farsæla daga, eignuðust
fjögur myndarleg börn og barna-
börnin orðin mörg. Þú barst vel-
ferð þeirra mjög fyrir brjósti og
varst duglegur að sinna þeim, frá-
bær afi. Þeirra missir er mikill.
Þú reyndist Ásu dóttur minni
kærleiksríkur frændi. Hjá þér
fann hún traust og hlýju og fannst
svo vænt um hvernig þú sýndir
henni og fjölskyldu hennar ein-
lægan áhuga. Hún saknar sam-
verustundanna góðu og faðmlags
þíns við kveðjustund.
Kæri bróðir minn, takk fyrir
árin okkar saman. Þín verður sárt
saknað.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Þetta ljóð finnst mér lýsa svo
vel hvað þú varst mér kær og mik-
ilvægur hlekkur í lífi mínu.
Elsku Ransý, Ásgerður, Andri,
Hafþór, Jóna Svava og fjölskyldur
ykkar.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra. Góðar minningar lifa
og eru ljós í lífi okkar.
Margrét
(Gréta) systir.
Kveðja frá Körlum í skúrum
Sigurður var félagi í Körlum í
skúrum í Hafnarfirði. Hann gekk
til liðs við félagið skömmu eftir
stofnun þess 2018. Kaffistofa fé-
lagsins varð fljótlega vettvangur
líflegrar umræðu um flest þau mál
sem efst voru á baugi hverju sinni.
Þar átti Sigurður ríkan þátt í að
skapa notalegt andrúmsloft skoð-
anaskipta þar sem rök og mótrök
voru vegin af hógværð og sann-
girni.
Hann stóð fyrir því að Íslands-
korti og alheimskorti var komið
fyrir á veggjum kaffistofunnar til
þess að auðvelda mönnum um-
ræðu um helstu stórviðburði í nú-
tíð og fortíð.
Sigurður varði mörgum stund-
um með okkur í félagsheimilinu
Helluhrauni 8. Á síðastliðnu sumri
veiktist hann og þurfti að ganga í
gegnum erfiða lyfja- og geisla-
meðferð. Fækkaði þá komum
hans um sinn. Hann tók þó upp
þráðinn að nýju í haust en engum
duldist að hann gekk ekki heill til
skógar. Það truflaði hann þó ekki í
því að leggja sitt af mörkum til
þess að samverustundir okkar
yrðu sem ánægjulegastar.
Sigurður var traustur félagi og
er sárt saknað. Fjölskyldu hans
sendum við samúðarkveðjur.
F.h. Karla í skúrum, Hafnar-
firði,
Jón Bjarni Bjarnason
formaður.
Góður vinur er fallinn frá alltof
fljótt og óvænt. Með vinsemd og
virðingu langar okkur að minnast
hans í fáum orðum.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg. Ferðirnar til
Baltimore í Bandaríkjunum
standa eflaust upp úr en þangað
fórum við nokkrum sinnum með
þeim hjónum Ransý og Sigga að
heimsækja dóttur þeirra Ásgerði
sem þar býr með manni sínum
Manuel.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja og annarri eins gestrisni
höfum við ekki kynnst áður.
Margar skemmtilegar ferðir fór-
um við með þeim um þær slóðir
Marylandríkis og nágrennis, allt
frá Ocean City við ströndina og
upp til Pennsylvaníu að skoða þær
slóðir þar sem Amish-fólkið býr.
Við nutum þeirra forréttinda
að Siggi og Ransý voru áður búin
að fara um þessar slóðir og gjör-
þekktu, voru eins og menntaðir
fararstjórar, vissu alla hluti.
Sigurður var nær alla tíð sjó-
maður, háseti, stýrimaður og
skipstjóri á síðutogurum og síðar
skuttogurum og í enda starfsferils
síns vann hann sem veiðieftirlits-
maður á Fiskistofu.
Réttur maður þar á réttum
stað, vissi allt um fiskveiðar þegar
að slíku eftirliti kom.
Ég heyrði haft eftir sjómönn-
um sem hann átti viðskipti við að
hann hefði verið vel liðinn og
þægilegur í allri umgengni þegar
hann sinnti starfi sínu meðal sjó-
manna.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga söknuður og þakklæti.
Ransý, börnum og öðrum að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Halldór og Hafdís.
Sigurður
Hjálmarsson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi