Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 44

Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 ✝ Þorbjörg Rósa Guðmunds- dóttir fæddist á Harðbak á Mel- rakkasléttu 16. ágúst 1929. Hún lést 25. október 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Stefánsson, f. 1885, d. 1971, og Margrét Siggeirs- dóttir, f. 1890, d. 1978, sem bjuggu á Harðbak. Þor- björg átti fimm systur og einn fósturbróður. Látnar eru Borg- hildur Guðrún, Ása, Aðalbjörg og Kristín Guðbjörg en á lífi eru Jak- obína og Kári Friðriksson. Þorbjörg giftist Birni Guð- mundsyni flugstjóra frá Grjót- nesi, f. 16. júní 1926, d. 19. janúar 2003. Foreldrar hans voru Þórey Böðvarsdóttir, f. 1904, d. 1990, og Maki Jón Hrafnkelsson, f. 1951. Börn þeirra eru Björn, f. 1978, maki Henný Hraunfjörð, f. 1978, þau eiga þrjú börn. Guðbjörg, f. 1984, maki Ásgeir Þór Másson, f. 1984, þau eiga tvö börn. Hrafnkell, f. 1992. 3) Guðmundur Ásgeir, f. 1962, maki Sæunn Gísladóttir, f. 1963. Börn þeirra eru Gísli Rafn, f. 1986, hann á eitt barn. Fanney Þorbjörg, f. 1992, maki Ævar Hrafn Ingólfsson, f. 1992, þau eiga eitt barn. Björn Ásgeir, f. 1998. Þorbjörg ólst upp á Harðbak við hefðbundin sveitastörf þess tíma. Hún stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1946- 1948 og starfaði við almenn versl- unarstörf í Reykjavík en lengst af sem húsmóðir. Þorbjörg var safn- vörður í Listasafni Íslands síðustu 10 starfsárin. Þorbjörg var list- hneigð enda bar heimili hennar þess merki. Hún naut þess að ferðast. Útförin fer fram frá Langholts- kirkju í Reykjavík í dag, 18. nóv- ember 2021, klukkan 13. Langholtskirkja er hólfaskipt, alls mega 150 manns vera í útför- inni. Guðmundur Björns- son, bóndi og síðar skjalavörður, f. 1899, d. 1995. Þor- björg og Björn bjuggu í Reykjavík. Börn Þorbjargar og Björns eru: 1) Þórey, f. 1952, maki Jóhannes Jens Kjartansson, f. 1951. Börn þeirra eru Björn Róbert, f. 1969, maki Stefanía Kjart- ansdóttir, f. 1972, þau eiga eitt barn. Þorbjörg, f. 1975, maki Óm- ar Ingþórsson, f. 1970, þau eiga þrjú börn. Davíð, f. 1981, maki Þórdís Guðmundsdóttir, f. 1981, þau eiga þrjú börn. Þórdís, f. 1990, maki Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson, f. 1985, þau eiga einn son en fyrir átti Stefán einn son. 2) Margrét, f. 1956 d. 2019. Kæra tengdamóðir. Þú sem staðið hefur vaktina með ein- skærri prýði í þessu lífi hefur nú kvatt okkur í bili. Mér er minn- isstætt þegar ég kom fyrst inn á þitt heimili í Karfavoginum og dáðist að öllu sem fyrir augu bar. Þó ekki síst þessari stórglæsilegu konu, móður Þóreyjar. Þú hafðir svo fágaða framkomu að unun var að. Ekki fór heldur framhjá manni hversu frábæran mat þú barst á borð við öll tækifæri og natnin skein af öllu. Talandi um natni þá var það tengdapabbi sem fóstraði mín fyrstu skref í rjúpnaveiði. Mér var kennt að vera vel nestað- ur fyrir okkar ferðir og þótti mér þá mjög skondið að sjá þegar tengdi dró fram nestið sitt upp úr pússi sínu. Þar voru þrír aðskildir pakkar merktir dagur 1, 2 og 3 þannig að augljóst var að þú hafðir búið karlinn vel að heiman. Þú varst lífsglöð kona en hafðir lag á að taka áföllum með stóískri ró. Samband þitt við barnabörnin var einstaklega fallegt og gefandi fyrir alla fjölskylduna. Þú og eig- inmaður þinn Björn Guðmunds- son voruð síðan eins og klettar í hafinu sem við börn, tengdabörn og síðar barnabörn gátum leitað til og ekki síst horft til sem fyr- irmynda í okkar lífi. Ferðin okkar til Kaiserhof þar sem fjórar kynslóðir nutu vellyst- inga um jól og áramót var aug- ljóslega við þitt hæfi og þú varst sem drottning í hópi afkomenda þinna. Ekki þar fyrir að þér virtist ekki líða síður vel við fjöruna á Tirðilmýri í samvistum við ljúfa dóttur þína sem deildi með þér dýrmætum tíma. Síðustu árin fór heilsan að gefa sig en þú kvartaðir aldrei og hélst þínum upptekna hætti að bjóða upp á kaffi og meðlæti þegar gesti bar að garði á Dalbrautinni og ekki síst á Hrafnistu. Elsku Lillý, við Þórey áttum einnig með þér okkar kósí stundir í Hæðarselinu og þú brosir þínu sjarmerandi glotti yfir þessu en við höldum því fyrir okkur. Ég kveð þig með söknuði og virðingu. Megi minning þín lifa um aldir. J. Jens Kjartansson. Í dag kveð ég elsku yndislegu tengdamóður mína Þorbjörgu Rósu eða Lillý eins og hún var kölluð. Eftir að ég byrjaði að venja komur mínar í Karfavoginn þegar við Guðmundur byrjuðum að vera saman tók Lillý alltaf á móti mér með mikilli hlýju. Hún var hvers manns hugljúfi með þægilega nærveru og gestrisin með ein- dæmum. Hún hafði gaman af því að rifja upp minningar og segja sögur frá æsku sinni, eftirminni- legum hestaferðum og fleiru sem hafði á daga hennar drifið. Lillý var alltaf vel tilhöfð og lagði mikið upp úr því að líta sem best út, einnig þegar hún fór í útreiðar- túra, en hestamennskan var henn- ar líf og yndi. Lillý hvatti mig ein- dregið til að taka þátt í hestamennskunni og lánaði mér ævinlega besta hestinn sinn. Lillý var óspör á að hrósa öðr- um og þá ekki síst barnabörnun- um en hún var afskaplega stolt af afkomendum sínum og mikið í mun að allir tækju þátt í uppá- komum og gleðistundum. Ég minnist þess þegar við héldum upp á áttræðisafmælið hennar og tvær af afkomendum hennar gátu ekki verið með í boðinu, þá sagði Lillý: Æ hvað það er leiðinlegt, þær skreyta svo boðið. Lillý talaði aldrei illa um nokk- urn mann og var einnig mjög orð- heppin og vel máli farin í lýsingum sínum á mönnum og málefnum. Þegar hún eltist fór gigtin að plaga hana meira en áður en hún vildi sem minnst um sínar þján- ingar ræða og stakk upp á að taka upp léttara hjal þegar hún var innt eftir eigin líðan. Þannig var Lillý, hún sá alltaf það jákvæða og dreifði gleði á góðri stundu. Upp í hugann koma margar góðar minningar eins og samveru- stundir á Glæsivöllum en þar dvöldu Björn og Lillý á sumrin eins og þau gátu og stunduðu út- reiðartúra og samveru með barna- börnunum sem ávallt voru vel- komin í heimsóknir í styttri eða lengri tíma. Á hverju sumri heimsótti Lillý æskustöðvar sínar, Harðbak á Melrakkasléttu, og oft var stór- fjölskyldan með í för, sem var mikil upplifun fyrir mig, borgar- barnið, þar sem ég fékk innsýn í búskaparhætti fyrri tíma, meðal annars silungsveiði og dúntekju. Lillý hefur alltaf reynst mér og mínum börnum vel og mun ég ætíð minnast hennar með mikilli hlýju og væntumþykju. Ást og söknuður, Þín Sæunn. Við amma kvöddumst 17. ágúst í sumar. Ég var þá í heimsókn heima á Íslandi. Ég var með ömmu á afmælisdeginum mínum 12. ágúst og afmælisdeginum hennar 16. ágúst. Ferðin var stutt hjá mér í sumar en ég var vænt- anleg aftur í lok október. Við skál- uðum í púrtvíni báða afmælisdag- ana, sem betur fer. Við hlógum alltaf þegar að við hittumst tvær, en ræddum sömu- leiðis allt mögulegt, þó mest lífið. Stoltust var amma af börnunum sínum þremur, tengdabörnum og barnabörnum og barnabarna- börnum. Amma var rík og hún var þakklát, fyrir okkur öll. Amma hafði átt og hún hafði misst. Möggu okkar söknuðum við báðar gríðarlega mikið og ræddum oft. Ég vissi að ég væri rík að fá að eiga ömmu langt fram á fullorð- insár. Gjöf sem ekki allir fá að njóta og ég fann alltaf fyrir miklu þakklæti fyrir mín hönd og hönd barnanna minna sem áttu lang- ömmu sem þau voru endalaust montin af. Við amma vorum miklar vin- konur alla tíð, en þegar afi Björn dó fyrir 18 árum, eftir erfið veik- indi, flutti ég inn til ömmu í nokkra daga. Amma og afi áttu marga að og afi vann á stórum vinnustað. Eðlilega voru margir sem sóttu ömmu heim til að votta samúð sína. Ég ákvað því að halla höfði hjá ömmu á kvöldin og vera til staðar á daginn. Hella upp á kaffi, taka á móti blómum og sinna hinu og þessu. Amma kunni ævinlega vel að meta það, en ekki síst var það mikilvægt fyrir mig að fá að vera til staðar fyrir hana, gera gagn. Dýrmætast var þó að fá að sofa við hliðina á ömmu í rúminu hans afa þessar nætur. Þarna fékk ég oft að gista sem barn, í holunni hjá ömmu og afa. Koddahjalið hjá okkur ömmu var notalegt á þess- um tímamótum eftir að afi kvaddi og batt okkur án efa enn sterkari böndum. Í æsku hélt ég að allir ættu gott og innihaldsríkt samband við stór- fjölskylduna sína. Þá meina ég ekki einungis systkini og tve- menninga, ömmu og afa og systk- ini foreldra, heldur þremenninga og jafnvel fjórmenninga. Með tím- anum skildi ég að þetta var algjör undantekning. Amma var yngst sex systra frá Harðbak á Mel- rakkaslettu. Systurnar voru bæði samheldnar og einstakar. Að eiga fimm ömmusystur sem allar horfðu á þig, knúsuðu og töluðu við þig eins og þú værir þeirra. Tóku þær snemma upp þá hefð að halda áramótin saman með öllu sínu fólki og skiptast á að hýsa, skipuleggja, gera og græja. Það var veisluhlaðborð á hverju ári. Veislan byrjaði snemma kvölds 31. desember og stóð langt fram eftir nýársmorgni. Systurnar unnu saman þrjár og þjár og héldu þannig gamlárskvöld til skiptis. Ég þekkti ekki annað langt fram á fullorðinsár en að fagna áramótum með stórsöng og yfir 100 manns í heimahúsi. Í dag er þessi veisla enn haldin, en á milli jóla og nýárs. Tengslin sem hafa myndast í ættinni allt í þriðju og fjórðu kynslóð er ómetanleg. Þetta er þeim systrum að þakka. Ég gæti skrifað heila bók um ömmu, ofurhúsmóðurina og vin- konu mína. Elsku amma mín, ég elska þig, ég sakna þín, en ég er umfram allt þakklát fyrir þig og allt sem við áttum. Þín nafna, Þorbjörg Jensdóttir. Margs er að minnast þegar við kveðjum ömmu Lillý. Hestaferð- irnar um landið eru okkur minn- isstæðar, utanlandsferðir beggja vegna Atlantshafsins, yndislegar stundir á Glæsivöllum og síðast en ekki síst gæðastundir fjölskyld- unnar á Harðbak, þar sem amma naut sín alltaf einstaklega vel. Hjá ömmu og afa í Karfavog- inum var manni alltaf mætt með hlýju, áhuga og af virðingu. Amma lagði sig fram um að fylgjast vel með fólkinu sínu og öll Harðbak- sættin féll undir þann flokk. Af- rekum og högum frændsystkina okkar voru ávallt gerð góð skil þegar amma var heimsótt. Þegar við vorum við nám í Menntaskól- anum við Sund stóðu dyrnar hjá ömmu alltaf opnar og ófá skiptin þar sem við fengum að koma í há- degismat eða setjast upp og læra fyrir próf. Þá eins og endranær stjanaði amma við okkur og flest- ar af minnisstæðustu matarminn- ingunum úr æskunni, hvort sem það var bjössakaka, eggjabrauð, heimasúrmjólk eða steiktar fiski- bollur, voru úr smiðju ömmu. Það er mikið og virðingarvert verk sem amma lagði á sig til þess að halda utan um fjölskylduna sína og við barnabörnin höfum notið góðs af því. Í huga okkar systkinanna er krían einkennisfugl Margrétar móður okkar. Óþreytandi í að styðja við og verja afkvæmi sín. Þegar við sjáum kríu hugsum við til mömmu. Eins finnst okkur æð- arkollan vera fugl ömmu, natin við hreiðurgerð og með hlýjan faðm. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði, en trúum og vitum að mamma, afi og Harðbakssyst- urnar taka vel á móti þér hinum megin. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur – við kveðjum þig nú með faðmlagi og fingurkossi. Björn Jónsson, Guðbjörg Jóns- dóttir og Hrafnkell Jónsson. Að tala vel um menn og málefni var ömmu í blóð borið. Við Íslend- ingar eigum til dæmis að hennar sögn besta fiskinn auk þess sem hún vildi meina að þeir sem borða íslenskan fisk, helst silung af Mel- rakkasléttunni, verði vitrari en hinir. Eflaust satt og rétt nema kannski þetta með vitsmunina. Ég hef borðað ótæpilega af fiski í gegnum tíðina en oft finnst mér eins og það sé bara ekkert að frétta, af gáfunum alltso. Annað sem var henni samt kærara voru barnabörnin, fáir standast okkur snúning. Við erum, ef fólk hefur ekki tekið eftir því, afburða vel gefin og falleg. Svo ég vitni í henn- ar eigin orð um mig sjálfan: „Það klæðir hann Bjössa minn allt.“ Þar sannast líklega hið margkveðna: ef maður heyrir það sama nógu oft fer maður að trúa því sem sann- leika, hef ég heyrt. Hestamennskan var ömmu of- arlega í huga en kannski var hún tilkomin af lífsstíl afa sem var í raun bóndi sem bjó í borg. Hennar aðaláhugamál voru listir og menn- ing af ýmsum toga, var hún óþreytandi að tala um þau hugð- arefni en hvað mig varðar þá er ég ekki góður hlustandi og allra síst um ofangreind málefni. Þá kom einn af hennar kostum í ljós, hún gat rætt um hvað sem er við hvern sem er, jafnvel golf en ég veit fyrir víst að hún hafði engan áhuga á þeirri íþrótt og þótti lítið til koma um þá iðkun. Hún komst nú samt að þeirri niðurstöðu eftir samtöl okkar að þetta væri sennilega holl hreyfing. Reyndar vaknaði áhugi ömmu á umræðunni nokkuð þegar Ninna Þórey byrjaði að sýna takta á golfvellinum og hrósaði henni óspart fyrir dugnaðinn og eljuna að mæta margoft í viku á æfingar hvernig sem viðraði. Jú, barna- barnabörnin fengu líka sinn skammt af hrósinu. Mér verður illa brugðið ef aðrir stinga ekki niður penna og tala um hve glæsileg kona Lillý var, hún gerði allt af miklum myndarskap og hélt fallegt heimili, þar var allt- af allt hreint og fínt. Ekki vegna þess að það væri endalaust verið að undirbúa veisluhöld, umhverfið átti bara að vera snyrtilegt og þurfti ekkert tilefni til. Það er þó til lítils að hafa allt spikk og span ef ekki er hugsað um eigið útlit og var amma vel meðvituð um það. Vitaskuld væri fulldjúpt í árinni tekið að segja að amma vaknaði greidd og tilhöfð á morgnana en fór samt ótrúlega nálægt því. Skipti þá ekki máli hvort það var á Harðbak eða annars staðar. Oft spurði hún mig hvort ég væri að safna skeggi ef ég lét undir höfuð leggjast að raka mig en það vill stundum „gleymast“. Orðhvöss var hún almennt ekki. Einhverju sinni þó fyrir löngu kom amma heim úr innkaupaleið- angri og mátti sjá á henni að hún var bæði hissa og hneyksluð. Hún hafði séð konu í Hagkaupum með rúllurnar í hárinu eins og ekkert væri sjálfsagðra. Ég man ekki ná- kvæmlega hvaða orð voru viðhöfð um kæruleysið en það var eitthvað um óheppni með útlit og fólk ætti kannski að líta í spegil við og við. Sjálfur á ég enga hárgreiðu og hef aldrei átt en í dag mun ég fá eina hjá Stebbu og greiða mér áður en ég fer í kirkjuna. Ég mæli með að aðrir sem ætla að mæta geri það líka. Lillý á það alveg inni hjá okk- ur. Björn Róbert Jensson. Í dag kveðjum við móðursystur mína Þorbjörgu Rósu sem alltaf var kölluð Lillý. Hún var yngst sex dætra hjónanna á Harðbak, Margrétar Siggeirsdóttur og Guð- mundar Stefánssonar. Einnig ólst upp hjá afa og ömmu Kári Frið- riksson sem var nokkrum árum yngri en Lillý. Systurnar sex voru mjög samrýmdar þrátt fyrir að það væru 14 ár á milli þeirra elstu og yngstu, enda oft vísað til Harð- bakssystra sem einnar heildar. Þær þóttu glæsilegar þessar syst- ur og báru allar merki síns upp- eldis þar sem áhersla var lögð á já- kvæða hvatningu, opinn huga, sjálfstæða hugsun og samhygð með samferðamönnum. Heimilið á Harðbak var glaðlynt og gest- kvæmt og tekið vel á móti gestum og gangandi. Allir þessir eiginleik- ar prýddu Lillý og hún var mikill höfðingi heim að sækja. Allt henn- ar viðmót einkenndist af hlýju og hún hafði sérstakt lag á því að hlusta á fólk og láta það finna að það væri velkomið. Sterk tengsl og vinátta voru milli fjölskyldu minnar og þeirra Björns. Lillý var um tvítugt barn- fóstra bróður míns og leigði þá Björn herbergi hjá foreldrum mínum. Þegar ég fæddist 2 árum síðar bjuggu þessar tvær fjöl- skyldur hvor í sínu risinu á Hof- teigi og voru í daglegum samskipt- um. Síðar bjuggum við utan Reykjavíkur, en gistum yfirleitt eða komum við hjá Lillý og Birni þegar við vorum í bænum. Þannig hefur Lillý fylgt mér í gegnum líf- ið og ég hef notið elskusemi henn- ar alla tíð. Lillý var alltaf kvenna glæsilegust, vel tilhöfð í því fallega umhverfi sem hún hafði skapað sér og fjölskyldu sinni. Framkoma hennar var einhvern veginn alltaf viðeigandi, orðfærið hófstillt og já- kvætt. Þegar ég hafði orð á þessu við mömmu sagði hún að sem stelpa hefði Lillý verið orðhvöt en Þorbjörg Rósa Guðmundsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARÍA PÁLMADÓTTIR frá Akureyri, Garðatorgi 7, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. nóvember klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóði Oddfellowreglunnar. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https:/www.streyma.is. Pálmi Matthíasson Unnur Ólafsdóttir Stefán E. Matthíasson Ásdís Ólöf Gestsdóttir Gunnar Rúnar Matthíasson Arnfríður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR DAGMAR ODDGEIRSDÓTTIR, Sigga, Hlöðum, Grenivík, lést 17. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. nóvember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður streymt frá athöfninni, streymi laef.is/sigridur-dagmar-oddgeirsdottir/ og á mbl.is/andlát. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.