Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 E rfitt er að ímynda sér að hin ljóshærða og pena Tove Jansson hafi haft áhrif á samfélagslega stöðu ungra hjóna í Vesturbænum. „Hversu marga múmínbolla eigið þið?“ Ég tek óneitanlega þátt í þessu enda ligg ég að svo stöddu í sófanum heima og sötra mitt volga te úr uppá- haldsmúmínbollanum mínum sem allt í einu hefur hlotið nýja merkingu. Bollinn er ekki lengur einungis óper- sónuleg og dýr jólagjöf frá ættingja heldur sönnun þess að Tove Jansson var til og merki þess hversu frægar hennar litlu fígúrur eru. Kvikmyndin Tove fjallar um líf Tove Jansson (1914-2001), höfundar sagnanna um hina ástsælu múmín- álfa. Leikstjórinn leggur sérstaklega áherslu á tvíkynhneigð sambönd Tove (Alma Pöysti) og ferðalag hennar sem listamaður en lengi vel leit hún einungis á múmínálfana sem hliðarverkefni sem truflaði hana við að skapa „alvöru“ list líkt og faðir hennar gerði. Myndin er tekin upp á filmu og er þannig ætlað að vekja upp tilfinningu fyrir hinu gamla. Áferðin er aftur á móti sérstök, myndin er mjög gróf, það er nánast hægt að telja frekn- urnar á elskhuga hennar Vivica Bandler (Krista Kosonen) og litirnir verða þar af leiðandi mjög ýktir. Myndin er aðallega tekin upp með handheldri tökuvél og þeim senum þar sem notast er við þrífót er ein- ungis ætlað að sýna rýmið. Atriðin verða því huglæg og áhorfendur eiga auðveldara með að samsama sig við aðalpersónuna, Tove, sem Alma Pöysti leikur listilega. Litirnir spila stórt hlutverk í myndinni. Heitir litir umkringja Tove þegar henni líður vel, eins og heima hjá sér eða með vinum sínum, en kaldir litir umkringja hana þegar hún er í umhverfi þar sem hún er óörugg eins og t.d. á listasýningu með föður hennar sem er mjög gagn- rýninn á list hennar. Mikilvægi og merking litanna er hvað skýrast í ástarsambandi hennar við Vivicu. Einkennislitur Tove er rauður en Vivicu grænn og er þessu stillt upp mjög skýrt í myndinni. Heimili Tove er rautt og hlýtt en Vivicu grænt og kalt. Sængurfötin og klæðnaður þeirra skarta einnig þessum tveimur litum. Grænn og rauður eru and- stæðir litir og ekki skrýtið að þeir voru valdir fyrir þessar tvær mjög ólíku persónur. Tove er lágvaxin, ljóshærð og krúttleg kona á meðan Vivica er dökkhærð, hávaxin og mjög ráðandi í samskiptum. Það er aug- ljóst að hér er ekki einungis um til- viljun að ræða. Rauður litur táknar einnig oft kærleika og er ætlað að ýta undir sterkar tilfinningar eins og ást. Rauður er þar af leiðandi viðeigandi litur fyrir Tove sem er full af kærleik og drifin af ást. Tove skrifar til dæm- is leikrit og í kjölfarið bók af því ást- kona hennar Vivica þrýstir á hana að gera það. Hún byrjar einnig að teikna dálka í blöðin af því fyrrum ástmaður hennar hvetur hana til þess. Hér er ekki átt við að Tove geti ekki tekið eigin ákvarðanir heldur að ástin geri hana óhrædda og er það einmitt þannig sem hún lýsir einni af fígúrum sínum. Vivica er vel ættuð og mjög efnuð og grænn því viðeig- andi litur fyrir hana en grænn hefur gjarnan verið í miklum metum hjá efri stéttum í gegnum tíðina og minn- ir á auð. Litunum fylgir þó einnig neikvæð merking en grænn getur þýtt svik, öfund eða græðgi og rauð- um litum oft ætlað að vara við ein- hverju slæmu sem er ekki síður við- eigandi í sambandi þeirra Tove og Vivicu, sem byggist ekki á endur- goldinni ást heldur svikum. Vivica er gráðug þegar kemur að ást, hún leit- ar að henni alls staðar og ber ekki sömu tilfinningar til Tove. Tove líkir henni við dreka sem réðst á hana og tók hana en segir svo að drekar fest- ist ekki við manneskjur. Þessi græni dreki sést síðan í sögum Tove líkt og margar persónur í hennar lífi. Síðar í sögunni og lífi Tove hittast þær óvænt í París og þá hafa þær skipt um lit. Tove er græn frá hvirfli til ilja enda hefur hún hlotið mikla velgengni sem listamaður og fjár- hagslegan auð. Þessari Parísarnótt eyða þær saman og í þetta skiptið er það Tove sem yfirgefur Vivicu sem biður hana að skilja sig ekki eftir. Leikstjórinn, Zaida Bergroth, nýt- ir sér kvikmyndaformið til fullnustu til þess að segja sögu þessarar merku konu og notar ýmsar leiðir til þess að miðla skilaboðum óbeint til áhorfenda. Í einu atriðinu t.a.m. opn- ast glugginn heima hjá Tove og blæs öllu til en Tove tekur vindinum með hlýjum örmum og ró. Þetta atriði stendur upp úr af því það er ekki í takt við myndina sem er að mestu leyti mjög raunveruleg en þetta er gert viljandi. Á þessum tímapunkti samþykkir Tove sig sjálfa loksins sem listamann og að múmínálfarnir séu hluti af henni eins og hún hafði alltaf sagt áður um málverkin sín, „þetta er ég“. Vindurinn blæs bæði teikningunum hennar burt og ein- hverju innra með henni, hún fyllist innblæstri. Lokaatriðið er einnig opið til túlk- unar en þar tekur hún á móti Tuu- likki (Joanna Haartti), sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar. Tove stendur við hliðina á málverki sem hún er enn að vinna í en það málverk nefnir hún „Byrjandann“ og getur átt að þýða að áhorfendur hafi ein- ungis fengið að skyggnast inn í brot af lífi hennar eða að kvikmyndin segi ekki alla söguna. Tove er rétt að byrja! Græn í París Merk „Leikstjórinn, Zaida Bergroth, nýtir sér kvikmyndaformið til fullnustu til þess að segja sögu þessarar merku konu og notar ýmsar leiðir til þess miðla skilaboðum óbeint til áhorfenda,“ segir rýnir meðal annars um Tove. Bíó Paradís Tove bbbbm Leikstjórn: Zaida Bergroth. Handrit: Eeva Putro. Aðalleikarar: Alma Pöysti, Krista Kosonen, Shanti Roney. Finnland, Svíþjóð, 2020. 115 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Glæpasaga Ragnars Jón- assonar, Hvíti- dauði, er í þriðja sæti þýska bók- sölulistans yfir mest seldu kilj- urnar í landinu síðastliðna viku. Bókin heitir Frost í þýskri þýðingu og er gefin þar út af for- laginu Penguin Random House, undirforlagi þess þar í landi. Þetta er níunda bók Ragnars sem gefin er út á þýsku og hefur höfundurinn notið mikilla vinsælda í Þýskalandi í fyrra og í ár. Bækur Ragnars, þrjár talsins, seldust í um hálfri milljón eintaka í Þýskalandi í fyrra sem þykir einkar góður árangur. Ragnar segist í samtali við Morgunblaðið hafa farið um landið þvert og endilangt í síð- ustu viku og bæði lesið upp úr bók- inni, Frost, og setið fyrir svörum. Þessir viðburðir voru mjög vel sótt- ir, fullt út úr dyrum, að hans sögn. Ragnar Jónasson Frost í þriðja sæti í Þýskalandi Ein af síðustu sjálfmyndunum sem mexíkóski listamaðurinn Frida Kahlo (1907-1954) mál- aði var slegin hæstbjóðanda á uppboði Sothe- by’s fyrir lang- hæsta verð sem greitt hefur ver- ið fyrir myndverk eftir listamann frá Rómönsku-Ameríku. Argen- tínskur safnari, sem hefur opnað safn utan um verk í sinni eigu, greiddi um 34,9 milljónir dala fyrir málverkið, 4,8 milljarða króna. Hæsta verð sem áður hafði verið greitt fyrir myndverk frá Róm- önsku-Ameríku var 9,7 milljónir dala, um 1,3 milljarðar kr., en það var fyrir verk eftir Diego Rivera sem um áratuga skeið var sambýlis- maður Kahlo. Hið dýra málverk hennar, „Diego og ég“, sýnir hana með mynd af Diego á enninu. Málverkið dýra eftir Fridu Kahlo. Metverð fyrir verk eftir Fridu Kahlo Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN ER KOMIN Í BÍÓ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.