Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 63

Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 63
Opið bréf nr. tvö til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Grein heilbrigðisráðherra, „Mikilvægi bólusetninga“, sem birt var í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. vekur upp margar spurningar sem nauðsynlegt er að ráðherra svari. Um er að ræða málefni sem snýr ekki aðeins að lýðheilsu heldur einnig að borgaralegu frelsi og almennum mannréttindum. Stjórnvöldum ber að leggja heildarmat á þær aðgerðir sem þau standa fyrir, þ.m.t. áhættu, kostnað og ábata. Á þessum forsendum er þess óskað að heilbrigðisráðherra veiti skilmerkileg svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hefur andvana fæðingum fjölgað á árinu 2021 miðað við fyrri ár? Ef svarið er jákvætt, hefur ráðuneytið látið rannsaka hugsanlegar orsakir þeirrar þróunar? 2. Er þriðja sprautan gegn SARS-COV 2 á einhvern hátt ólík fyrri tveimur sprautunum? Er búið að breyta efnunum eða er fólk að fá sömu efnin í þriðja sinn? Ef efnunum hefur verið breytt, eru rannsóknir til sem sýna fram á öryggi þeirra efnasamsetninga? 3. Hefur verið kannað hvort gamlir kvillar og undirliggjandi sjúkdómar taki sig upp eftir sprautu sem á að virka gegn SARS-COV 2? 4. Með vísan til opinberra ummæla ráðherra og opinberra starfsmanna er óskað eftir því að heilbrigðisráðherra staðfesti hvort stefnt sé að því að skerða frelsi tiltekinna hópa og hvort mismuna eigi þeim sem ekki hafa fengið sprautu sem á að virka gegn SARS-COV 2. Er stefnt að aðskilnaði hérlendis eftir „bólusetningarstöðu“? 5. Telur heilbrigðisráðherra að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi rækt upplýsingaskyldu sína gagnvart almenningi með fullnægjandi hætti áður en fólk var boðað í sprautur sem eiga að virka gegn SARS-COV 2? Hvernig hefur þeirri upplýsingagjöf verið háttað, t.d. út frá heilsufari viðkomandi, lyfjaofnæmi o.s.frv.? 6. Ráða má af fréttaflutningi að þriðja sprautan eigi að gera gæfumuninn gagnvart VIÐVILJUM SVÖR SARS-COV 2. Sé litið til Gíbraltar þar sem nánast allir hafa fengið tvær sprautur og stór hluti þjóðarinnar hefur fengið þriðju sprautuna er daglegt nýgengi smita á bilinu 133-235 ný smit per 100.000 íbúa 10. – 16. nóvember, sbr. www.worldometers.info, sem er umtalsvert hærri smittíðni en greinst hefur hér á landi. Á hvaða vísindalegu rökum byggist sú afstaða að þriðja sprautan sé í raun að virka og að Ísland muni ná betri árangri en Gíbraltar? 7. Hvenær rennur ferðapassinn út hjá þeim sem fara ekki í þriðju SARS-COV 2 sprautu? Með hliðsjón af þeim miklu almannahagsmunum sem í húfi eru væntum við þess að ráðherra víki sér ekki undan því að bregðast skjótt við með skýrum svörum. Við væntum þess að sjálfsögðu að svör ráðherra verði studd tilvísunum í vísindalegar rannsóknir og gögn. Virðingarfyllst, SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.