Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 6
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Nei, við erum ekki búin að gefast
upp á stjórnvöldum heldur viljum að-
stoða við að leita leiða til að fjár-
magna verkefnið,“ segir Ragnheiður
Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Húnaþings vestra. Sveitarstjórnin
hefur hafið hópfjármögnun á
Karolina Fund fyrir lagningu nýs
vegar um Vatnsnes.
Vegur númer 711 um Vatnsnes er
slæmur og frægt „þvottabretti“. Íbú-
ar og sveitarstjórn hafa lengi barist
fyrir því að fá veginn byggðan upp en
alltaf hefur strandað á fjármagni.
Vegurinn er nú kominn inn á sam-
gönguáætlun en ekki gert ráð fyrir
framkvæmdum fyrr en á síðasta tím-
bili áætlunarinnar, eftir árið 2030.
Það telur sveitarstjórn óviðunandi
fyrir íbúa og vill að framkvæmdum
verði flýtt.
Hristast kvölds og morgna
Ragnheiður segir mikilvægt að
hönnun vegarins hefjist sem fyrst
þannig að hægt verði að hefja verk-
legar framkvæmdir með stuttum fyr-
irvara ef það takist að flýta fram-
kvæmdum. Hópfjármögnunin miðast
við að safna 100 milljónum sem dygði
til að hefja þá vinnu. Framkvæmdin í
heild er þó mun fjárfrekari, kostar
um 3,5 milljarða króna.
Margir ferðamenn fara um Vatns-
nes enda eru þar vinsælir viðkomu-
staðir. Það er sveitarstjórninni þó
enn ofar í huga að skólabörn þurfa að
fara um veginn á hverjum degi. „Er
ástand vegarins því miður orðið það
Fá að opna nýjan veg
með veglegu framlagi
- Efnt til hópfjármögnunar fyrir nýjan Vatnsnesveg
Vatnsnesvegur Börn og bílstjóri hristast lengi í skólabílnum, tvisvar á dag.
slæmt að skólabörn sem ferðast um
veginn tvisvar á dag alla sína skóla-
göngu ná því ýmsa daga að hrista
bæði morgun- og hádegismat upp úr
sér í ferðinni til lítillar ánægju bæði
fyrir börn og aðstandendur enda er-
um vér Húnvetningar algerlega á
móti matarsóun á við þessa,“ segir í
kynningu á hópfjármögnuninni.
Berjamór og pönnsur í boði
Áhugafólki er boðið að leggja til
mismunandi fjárhæðir og fá umbun
fyrir framlag sitt. Það er allt frá
þakklæti eða steinvölu með nafni
sínu sem lögð verður í veginn til þess
að fá að fara í berjamó eða fá kaffi og
pönnsur á Sauðadalsá og upp í það að
fá leiðsögn um Vatnsnesveginn hjá
fyrsta varaþingmanni Framsóknar í
kjördæminu eða opna veginn með
samgönguráðherra. Til þess að fá að
opna veginn þarf að greiða milljón í
söfnunina. Leiðsögnin sem Friðrik
Már Sigurðsson, varaþingmaður og
formaður byggðarráðs, lofar er ódýr-
ari, hún fæst með 150 þúsund króna
framlagi.
Fyrstu loforðin bárust í gær en
tekið er fram að þau verði ekki inn-
heimt nema takmarkið um 100 millj-
ónir náist. Ef það tekst verður söfn-
unarféð afhent í samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneyti með skil-
yrðum um að því verði varið í fram-
kvæmdir við veginn.
Ragnheiður segist hafa fengið góð
viðbrögð frá íbúum. Þeim finnist
þetta jákvæð nálgun á mikilvægt
verkefni.
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarson
sbs@mbl.is
Húfa úr flaueli með blúndum sem
eru kniplaðar úr silkiþræði og er frá
17. öld fannst við fornleifauppgröft á
Þingeyrum nú í sumar. Yfir vafa
þykir hafið að húfan hafi verið í eigu
Jóns Þorleifssonar klausturhaldara,
því samliggjandi húfunni í moldinni
voru meðal annars innsiglishringur
hans og skjaldarmerki. Þá eru ein-
hyrningar eins þeir sem sjást á inn-
siglinu einkennandi fyrir ætt Jóns.
Vitnisburður um tísku
Jón Þorleifsson var staðarhaldari
á Þingeyrum seint á 17. öldinni og
lést á þrítugsaldri árið 1683. „Þetta
er merkur fornleifafundur sem vitn-
ar um tísku síns tíma,“ segir Stein-
unn Kristjánsdóttir fornleifafræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið.
Fornleifarannsóknirnar á Þing-
eyrum í Austur-Húnavatnssýslu
hófust árið 2016 og hafa verið undir
verkstjórn Steinunnar, sem hefur
rannsakað rústir margra fleiri
klaustra á landinu og ritað um þau
efni. Í sumar lögðu vísindamenn sig
sérstaklega eftir því að finna minjar
og merki um handritagerð á Þing-
eyrum, en þekkt er að fyrr á öldum
hafi tíðkast að skrá þar fornar sögur
á skinnhandrit.
Flauelið er fallegt
Höfuðfat Jóns Þorleifssonar var
eftir rannsókn sumarsins flutt til á
Þjóðminjasafn Íslands. Þar hefur
Sandra Sif Einarsdóttir forvörður
hreinsað gripinn og í ljós er komin
mikil gersemi.
„Flauelið er fallegt og þótti það
líka fyrr á tíð. Fjöldi málverka og
teikninga er til frá fyrri öldum sem
sýna yfirstéttarfólk með svona húf-
ur, þar sem silkiþræðirnir eru áber-
andi. Geta má sér til þess til að ein-
mitt í þessu liggi og felist uppruni
orðsins silkihúfa,“ segir Steinunn
um þennan merka fornleifafund.
Silkihúfa Íslands var í
moldinni á Þingeyrum
- Með innsiglishring og skjaldarmerki Jóns Þorleifssonar
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Höfuðfat Eftir margar aldir við góð varðveisluskilyrði í jarðveginum og nú
síðast yfirferð forvarðar er húfan í góðu ástandi og hæfir hvað höfði sem er.
Steinunn
Kristjánsdóttir
Sandra Sif
Einarsdóttir
„Ávinningur úttektarinnar fyrir fé-
lögin er að þau fá tækifæri til að
leggjast í smá sjálfsrýni auk þess að
fá upplýsingar um styrkleika og
veikleika sína á sviði jafnréttis- og
mannréttindamála. Úttektin er
leiðbeinandi og gefst félögunum
tækifæri til bregðast við, ásamt því
að starfsfólk mannréttinda- og lýð-
ræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
er reiðubúið til að veita aðstoð,“
segir í niðurstöðukafla nýrrar jafn-
réttisúttektar á þremur íþrótta-
félögum í borginni. Umrædd félög
eru ÍR, Fram og Víkingur en áður
hafði verið gerð sambærileg úttekt
á Fjölni, Þrótti og KR árið 2016 og í
fyrra var úttekt gerð á Ármanni,
Fylki og Val.
Í úttektinni var skoðað hvort fé-
lögin séu með virkar jafnréttisáætl-
anir og siðareglur, kynjahlutfall
iðkenda og skipting fjármagns á
milli kynjanna innan félaganna var
skoðað. Einnig var kannað hversu
aðgengilegar jafnréttisáætlanir fé-
laganna eru og hvort þær séu
kynntar fyrir starfsfólki, iðkendum
og forsjáraðilum iðkenda undir 18
ára og þá hvernig. Tekið er fram að
fyrri jafnréttisúttektir mannrétt-
inda- og lýðræðisskrifstofu Reykja-
víkurborgar á hverfisíþrótta-
félögum hafi meðal annars leitt í
ljós að vinna þurfi gegn staðal-
myndum og stuðla að fræðslu um
mannréttindi og margbreytileika
hjá hverfisíþróttafélögum borg-
arinnar.
Úttektin á Fram, ÍR og Víkingi
sýndi að í félögunum þremur eru
66% iðkenda á aldrinum 6-30 ára
karlkyns og 34% kvenkyns. Lágt
hlutfall iðkenda er með erlent þjóð-
erni. Í öllum félögunum þykja
stjórnir nokkuð einsleitar hvað
varðar kyn og uppruna, 65% karlar
og 35% konur. Þá er þess sér-
staklega getið að hjá ÍR séu hærri
laun greidd fyrir þjálfun meistara-
flokks karla en kvenna.
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Meistarar Eitt af þeim íþróttafélögum sem gengust undir könnun á jafn-
réttismálum var Víkingur í Reykjavík. Úttektin er sögð kalla á sjálfsrýni.
Kortlögðu stöðu
á jafnréttismálum
- Úttekt á þremur íþróttafélögum
Líklegt er að skipum fjölgi á loðnu-
miðum úti fyrir Norðurlandi á næstu
dögum. Margir eru í startholunum og
bíða veðurs og frétta af loðnugöngum
og ákvörðun sjávarútvegsráðu-
neytisins um stækkun trollhólfs.
Vart hefur orðið við loðnu vestan
Kolbeinseyjar, en hún hefur staðið
það djúpt að hún hefur ekki náðst í
nót. Útgerðarmenn hafa óskað eftir
því við sjávarútvegsráðuneytið að
svæði þar sem leyft er að veiða með
trolli verði stækkað. Ráðuneytið segir
erindið í vinnslu og til skoðunar.
Útgerðarmaður sem rætt var við í
gær sagði að þessi árstími gæti verið
erfiður fyrir norðan land og veður oft
erfið. Menn yrðu því að sæta lagi og
nýta glugga þegar vinnuveður væri.
Þannig hafa þrjú skip legið inni á Ak-
ureyri síðustu daga, meðal annars
vegna veðurs, Svanur RE, Víkingur
AK og Bjarni Ólafsson AK.
Heimaey VE, skip Ísfélagsins, var
komin til loðnuleitar úti fyrir Norður-
landi í gær. Sigurður fer væntanlega
á loðnu um helgina og Álsey í næstu
viku. Fjórða uppsjávarskip Ísfélags-
ins, Suðurey VE 11, er væntanlegt til
landsins um miðjan desember, en
skipið er keypt frá Svíþjóð.
aij@mbl.is
Bíða loðnufrétta og
veðurs fyrir norðan
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
SVARTUR FÖSTUDAGUR
Tilboð 22.-27. nóvember
Sjá nánar
á patti.is
2 sæta sófi
3 sæta sófi
Hægindastóll
Kíktu í heimsókn!
Verð áður
210.000 kr.
Verð áður
250.000 kr.
Verð áður
160.000 kr.
Forli rafstillanlegir
hægindasófar og hægindastólar
170.000 kr.
199.000 kr.
120.000 kr.