Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hið nýja varðskip Freyja lagði af
stað í sína fyrstu eftirlitsferð á Ís-
landsmiðum á þriðjudagskvöldið.
Það sætir tíðindum að engin fall-
byssa er um borð í Freyju en ís-
lensk varðskip hafa verið búin slík-
um byssum í meira en eina öld. Þór,
fyrsta björgunar- og varðskip Ís-
lendinga, kom til Vestmannaeyja
1920. Þór var fyrsta íslenska skipið
sem fallbyssa var sett á.
„Staðan er sú að allur þungi sigl-
ingasviðs og tæknimanna Land-
helgisgæslunnar hefur farið í það að
gera Freyju útkallshæfa. Verið var
að flytja björgunarbúnað úr varð-
skipinu Tý og setja upp tölvukerfi
svo skipið geti sinnt hefðbundnum
landhelgisgæslustörfum. Forgangs-
málið hefur því verið að gera skipið
tilbúið til björgunarstarfa og fall-
byssan var neðar á forgangslist-
anum,“ segir Ásgeir Erlendsson
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir
að Týr sé útbúinn einni 40 mm Bor-
fors L60 MK3-fallbyssu, en hún er
af sænskri gerð. Enn fremur segir
að ýmis handvopn séu um borð í
Tý. Ásgeir upplýsir að handvopn
verði borð í Freyju eins og í öðrum
varðskipum Landhelgisgæslunnar,
enda vissara að hafa þau við hönd-
ina ef óvænt atvik komi upp.
Ásgeir segir að enn sem komið er
hafi engin ákvörðun verið tekin um
hvort Freyja verði búin fallbyssu í
framtíðinni. Slíkt verður metið síð-
ar. Ef til þess kemur verður fall-
byssa Týs væntanlega flutt yfir á
Freyju.
Þörfin á slíkum vopnabúnaði er
hverfandi í dag en því var að sjálf-
sögðu öfugt farið þegar Landhelg-
isgæslan var að eltast við lögbrjóta
á útlendum togurum í þorskastríð-
um fyrri ára.
Allmörg dæmi eru um að varð-
skipsmenn hafi þurft að skjóta úr
fallbyssum að togurum sem neituðu
að stöðva för sína. Fyrst var skotið
púðurskotum en síðan alvöru-
byssukúlum ef skipstjórarnir létu
sér ekki segjast.
Einar H. Valsson er skipherra í
fyrstu eftirlitsferð Freyju. Friðrik
Höskuldsson yfirstýrimaður leysir
af sem skipherra í næstu efirlitsferð
Freyju, sem er áætluð seint í des-
ember.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipið Freyja Lagt var af stað í fyrstu eftirlitsferðina á Íslandsmiðum á þriðjudagskvöld. Freyja hefur verið í Reykjavíkurhöfn um hríð, þar sem margvíslegur búnaður var tekinn um borð.
Freyja fór fallbyssulaus á miðin
Týr á siglingu Fallbyssan er vegleg
fyrir framan stýrishús varðskipsins.
SVARTUR FÖSTUDAGUR
Spennandi tilboð í verslun Iðnvéla 22.-28. nóvember 2021
Í HEILA VIKU!
Skoðaðu öll tilboðin á
www.idnvelar.is
Iðnvélar ehf | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | s: 414-2700 | sala@idnvelar.is | www.idnvelar.is