Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hið nýja varðskip Freyja lagði af stað í sína fyrstu eftirlitsferð á Ís- landsmiðum á þriðjudagskvöldið. Það sætir tíðindum að engin fall- byssa er um borð í Freyju en ís- lensk varðskip hafa verið búin slík- um byssum í meira en eina öld. Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Ís- lendinga, kom til Vestmannaeyja 1920. Þór var fyrsta íslenska skipið sem fallbyssa var sett á. „Staðan er sú að allur þungi sigl- ingasviðs og tæknimanna Land- helgisgæslunnar hefur farið í það að gera Freyju útkallshæfa. Verið var að flytja björgunarbúnað úr varð- skipinu Tý og setja upp tölvukerfi svo skipið geti sinnt hefðbundnum landhelgisgæslustörfum. Forgangs- málið hefur því verið að gera skipið tilbúið til björgunarstarfa og fall- byssan var neðar á forgangslist- anum,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Á vef Landhelgisgæslunnar segir að Týr sé útbúinn einni 40 mm Bor- fors L60 MK3-fallbyssu, en hún er af sænskri gerð. Enn fremur segir að ýmis handvopn séu um borð í Tý. Ásgeir upplýsir að handvopn verði borð í Freyju eins og í öðrum varðskipum Landhelgisgæslunnar, enda vissara að hafa þau við hönd- ina ef óvænt atvik komi upp. Ásgeir segir að enn sem komið er hafi engin ákvörðun verið tekin um hvort Freyja verði búin fallbyssu í framtíðinni. Slíkt verður metið síð- ar. Ef til þess kemur verður fall- byssa Týs væntanlega flutt yfir á Freyju. Þörfin á slíkum vopnabúnaði er hverfandi í dag en því var að sjálf- sögðu öfugt farið þegar Landhelg- isgæslan var að eltast við lögbrjóta á útlendum togurum í þorskastríð- um fyrri ára. Allmörg dæmi eru um að varð- skipsmenn hafi þurft að skjóta úr fallbyssum að togurum sem neituðu að stöðva för sína. Fyrst var skotið púðurskotum en síðan alvöru- byssukúlum ef skipstjórarnir létu sér ekki segjast. Einar H. Valsson er skipherra í fyrstu eftirlitsferð Freyju. Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður leysir af sem skipherra í næstu efirlitsferð Freyju, sem er áætluð seint í des- ember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Freyja Lagt var af stað í fyrstu eftirlitsferðina á Íslandsmiðum á þriðjudagskvöld. Freyja hefur verið í Reykjavíkurhöfn um hríð, þar sem margvíslegur búnaður var tekinn um borð. Freyja fór fallbyssulaus á miðin Týr á siglingu Fallbyssan er vegleg fyrir framan stýrishús varðskipsins. SVARTUR FÖSTUDAGUR Spennandi tilboð í verslun Iðnvéla 22.-28. nóvember 2021 Í HEILA VIKU! Skoðaðu öll tilboðin á www.idnvelar.is Iðnvélar ehf | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | s: 414-2700 | sala@idnvelar.is | www.idnvelar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.