Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fækka á akreinum fyrir bílaumferð úr fjórum
í tvær á Suðurlandsbraut og efri hluta Lauga-
vegar, samkvæmt frumdragaskýrslu borgar-
línunnar. Lagt er til að borgarlínan verði öll í
sérrými á Suðurlandsbraut og efri hluta
Laugavegar. Sérrýmin verða að mestu mið-
læg og svo ein akrein í hvora átt fyrir bílaum-
ferð. Lagt er til að vinstri beygja verði ekki
lengur möguleg nema á hluta gatnamóta. Auk
breytinga á götunni er gert ráð fyrir fækkun
bílastæða næst Suðurlandsbraut.
Þetta kemur fram í skipulagslýsingu um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar,
skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi fyrir borg-
arlínu um Suðurlandsbraut og efri hluta
Laugavegar frá leikskólanum Steinahlíð í
austri að Katrínartúni í vestri. Leggurinn er
3,3 kílómetra langur. Skipulagslýsingin var
kynnt í borgarráði Reykjavíkur 18. nóvember.
Ekki rugla saman aðskildum atriðum
„Frá okkar bæjardyrum séð er ekki nauð-
synlegt að fækka akreinum á Suðurlands-
braut til að koma fyrir hraðvagnakerfi, eða
borgarlínu, eins og frumdrög skipulags hafa
gert ráð fyrir,“ sagði Árni Mathiesen, stjórn-
arformaður Betri samgangna ohf. Félagið
mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum
vegna uppbyggingar samgönguinnviða á höf-
uðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Að
félaginu standa íslenska ríkið og sex sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær,
Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær,
Reykjavík og Seltjarnarnes. Ríkið á 75% en
sveitarfélögin 25% og skiptist eignarhlutur
þeirra eftir íbúafjölda.
Árni sagði að í umræðunni um uppbyggingu
samgangna á höfuðborgarsvæðinu sé oft rugl-
að saman tveimur aðskildum en tengdum
þáttum.
„Annars vegar því að byggja upp betri sam-
göngur, sem eru þá stofn-
brautirnar og hraðvagna-
kerfið, og hins vegar því
hvaða ákvarðanir eru tekn-
ar varðandi skipulag
byggðar á svonefndum
þróunar- og samgönguás-
um sem svæðisskipulag
höfuðborgarsvæðisins ger-
ir ráð fyrir. Betri sam-
göngur ohf. hafa ekki yfir
skipulagsmálum sveitarfé-
laganna að segja. Bílastæði tengjast ekki ein-
göngu umferðaræðunum heldur einnig því
hvaða starfsemi á að vera á hverju svæði,“
sagði Árni.
-Ef ekki er þörf á að fækka akreinum fyrir
bíla á Suðurlandsbraut, hvernig á þá að leysa
málið?
„Það er Reykjavíkurborgar að ákveða það.
Hún verður að gera það í samráði og sam-
starfi við aðra sem að þessu koma,“ sagði
Árni. Hann sagði að væntanlega þurfi að gera
einhverjar breytingar á Suðurlandsbraut en
ekki eigi að þurfa að fækka akreinum til að
koma fyrir hraðvagnakerfi eða borgarlínu.
„Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið og
þarf að ákveða hvar göturnar liggja en aðrir
geta einnig haft eitthvað um það að segja.
Þessir aðrir eru þá þeir sem taka ákvarðanir
um vegaáætlun og allar framkvæmdir sem
henni fylgja, það er Alþingi. Síðan þarf að
ákveða hvaða ákvarðanir eru teknar hjá Betri
samgöngum ohf. og hvaða ákvarðanir borgin
tekur. Það þarf að taka tillit til margs við
svona framkvæmdir eins og til dæmis hvar
ýmsar lagnir eiga að liggja. Kostnaður við
þær getur skipst eftir því hvort komið var að
endurnýjun á lögnunum eða ekki. Þessi hluti
samgöngukerfis höfuðborgarsvæðisins er í
hönnun og það er ekki enn orðið ljóst hvað
kemur í okkar hlut hjá Betri samgöngum ohf.
og hvað kemur í hlut borgarinnar,“ sagði
Árni.
Borgarlínan 1. lota
Laugavegur frá Katrínartún að Suðurlandsbraut við Steinahlíð
Borgarlína sniðmynd
Fyrirhugað skipulag gatnamóta
Fyrirhuguð Borgarlína, séð frá
Suðurlandsbraut við Laugardal
Deiliskipulagssvæðið 1.
lotu Borgarlínu nær yfir
Suðurlandsbraut við
Mörkina og Skeifuna,
Suðurlandsbraut meðfram
Laugardalnum og efri hluta
Laugavegar frá Katrínar-
túni að Kringlumýrarbraut.
Mörk skipulags-
svæðis 1. lotu
Heimild: Reykjavíkurborg
Gangandi vegfarendur
Hjólastígur Borgarlína
Akandi
umferð
S
æ
b
ra
u
t
S
æ
b
ra
u
t
H
á
a
le
it
is
b
ra
u
t
K
ri
n
g
lu
m
ý
ra
rb
ra
u
t
G
re
n
s
á
s
v
e
g
u
r
Miklabraut
Katrínartún
Steinahlíð
Laugavegur
S
uðurlandsbraut
LAUGARDALUR
Teikning: borgarlinan.is Teikning: borgarlinan.is Te
ik
n
in
ga
r:
b
o
rg
ar
lin
an
.is
Loftmyndir ehf.
Segir óþarft að fækka akreinum
- Frumdragaskýrsla borgarlínu gerir ráð fyrir tveimur akreinum fyrir bíla á Suðurlandsbraut og efst á
Laugavegi - Stjórnarformaður Betri samgangna ehf. segir skipulagsmálin vera hjá sveitarfélögunum
Árni
Mathiesen
„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa
skipulagsvaldið. Um leið sækja þau á ríkið um
fjármagn til framkvæmda í samgöngum,“ sagði
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður sem hefur
setið í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins.
Hann minnti á að gerður hafi verið samgöngu-
sáttmáli milli ríkisins og sex sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu, oft kallaður höfuðborgarsátt-
máli. Í honum felst að sveitarfélögin hagi
skipulagsmálum sínum þannig að áform ríkisins
um uppbyggingu gangi eftir.
„Sundabraut er hluti af höfuðborgarsáttmál-
anum og sveitarfélögin þurfa að gera hana skipu-
lagslega mögulega. Ef þau eru tilbúin að mæta
ríkinu í skipulagsmálum þannig að hægt sé að
bjóða upp á betri samgöngur og fjölbreytta ferða-
máta á öllu svæðinu þá kemur ríkið að fjár-
mögnun á uppbyggingunni,“ sagði Vilhjálmur.
Hann var framsögumaður umhverfis- og sam-
göngunefndar þegar samgönguáætlun 2020-2024
var rædd á þingi. Vilhjálmur sagði að í fyrra
nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar um sam-
gönguáætlun 2019-2023 hafi Alþingi gefið tóninn.
Höfuðborgarsáttmálinn sem síðar var undirrit-
aður hafi tekið mið af því. Tónninn var sá að farið
yrði eftir skýrslu sem verkefnishópur samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra gerði í samráði við
stýrihóp sveitarfélaganna um uppbyggingu sam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033.
„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og fleiri
bentu okkur í nefndinni á að það ætti að vera mis-
lægur samgönguás í gegnum höfuðborgarsvæðið
þannig að t.d. þungaflutningar þurfi ekki að
stoppa í borgartraffík heldur komist greiðlega
leiðar sinnar. Þótt hágæðaalmenningssamgöngur
gangi upp 100% þá segir skýrslan að það verði
24% aukning bílaumferðar með breyttum ferða-
venjum en annars 40% aukn-
ing. Það eru því ekki for-
sendur fyrir því að þrengja
að umferð bíla. Við í meiri-
hluta nefndarinnar vildum
uppbyggingu fjölbreyttra
samgangna en ekki þannig
að einn samgöngumáti gengi
á annan. Það að ætla að
fækka akreinum á Suður-
landsbraut er ekki í þessum
anda og er í andstöðu við for-
sendur þessarar skýrslu um að bílaumferð muni
aukast þrátt fyrir öflugri almenningssam-
göngur.“
Vilhjálmur bendir á að höfuðborgarsáttmálinn
og þar með Betri samgöngur ohf. séu sam-
komulag um samgöngumál á höfuðborgarsvæð-
inu öllu. Sáttmálinn snúist ekki bara um borg-
arlínu heldur gerir mögulegt að rjúfa
framkvæmdastopp sem hefur verið á höfuðborg-
arsvæðinu síðan borgin samdi við innanríkis-
ráðherra á sínum tíma um tíu ára frestun á stærri
framkvæmdum við umferðarmannvirki.
„Það á að bæta almenningssamgöngur, göngu-
og hjólastíga en líka að greiða fyrir almennri um-
ferð og byggja upp stofnbrautirnar. Ríkið hefur
verið í vandræðum með að byggja upp þær stofn-
brautir sem það ber ábyrgð á vegna skipulags-
mála sveitarfélaga. Þetta þarf að vera heildar-
nálgun fyrir samgöngur á öllu
höfuðborgarsvæðinu en ekki bara að einblína á
einn samgöngumáta. Fólk á að geta valið þann
samgöngumáta sem það kýs hverju sinni. Með
fleiri íbúum, fleiri ferðamönnum og stærri byggð
eykst umferðin. Það er samfélagslega mikilvægt
að finna heildarlausn á samgöngumálunum.“
Sundabraut hluti af
samgöngusáttmála
- Umferð eykst þótt almenningssamgöngur vaxi
Vilhjálmur
Árnason
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Lýsing á deiliskipulagi fyrirhugaðrar borg-
arlínu um Suðurlandsbraut og efri hluta
Laugavegar hefur verið kynnt í borgarráði
og varð hún kveikjan að miklu flóði bókana.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri grænna, Heiða
Björg Hilmisdóttir, Þórdís Lóa Þórhalls-
dóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Líf Magn-
eudóttir, bókuðu að borgarlínan muni skapa
hágæða grænan valkost í ferðamátum á höf-
uðborgarsvæðinu. Skipulag og samgöngu-
innviðir geti mótað venjur íbúa að miklu leyti
en auk þess sé mikilvægt að hið opinbera axli
sína ábyrgð í því að skapa samgönguinnviði
sem draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda. Sá kafli sem hér um ræðir gegni lyk-
ilhlutverki í því að borgarlínan í heild sinni
verði hágæða BRT-kerfi. „Við leggjum mikla
áherslu á að borgarlínan eigi að njóta for-
gangs þegar kemur að plássnotkun, í borg-
arrými og við gatnamót.“
Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sig-
urðardóttir, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, bókuðu að með þessari breytingu
verði þrengt verulega að Suðurlandsbraut
sem muni þyngja umferð og dreifa henni inn í
aðrar götur og lengja ferðatíma borgarbúa.
Jafnframt muni aðgerðin við Suðurlands-
braut lengja ferðatíma á milli hverfa og
raska rekstrarumhverfi þeirra sem eru með
starfsemi við Ármúla og Síðumúla. „Þessar
róttæku breytingar munu hafa þau áhrif að
umferð sem nú fer um Suðurlandsbraut mun
flytjast annað og auka umferðarþunga á
Miklubraut og Sæbraut auk annara gatna.“
Rétt væri að skoða aðrar útfærslur á sérrým-
um sem þrengja ekki að almennri umferð
enda mikilvægt að stórbæta samgöngur í
Reykjavík, ekki síst almenningssamgöngur.
Hildur Björnsdóttir, borgarráðsfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, bókaði að mikilvægt
væri að vinna samgöngusáttmála framgang
en hann boðar byltingu í samgöngum höf-
uðborgarsvæðisins. Sáttmálinn væri undirrit-
aður af sveitarstjórum Sjálfstæðisflokks í ná-
grannasveitarfélögum og formanni
Sjálfstæðisflokks sem fjármálaráðherra.
Engin framkvæmdanna sé hafin yfir gagn-
rýni og mikilvægt að gefa svigrúm fyrir lif-
andi umræðu. Breytingar á Suðurlandsbraut
muni fyrirséð vekja úlfúð meðal fjölda borg-
arbúa og eru ekki til þess fallnar að fjölga
fylgismönnum borgarlínu. Þvert á móti ýti
þær undir óþarfa menningarstríð í sam-
göngumálum. Ekki verður séð að skipulags-
lýsingin þurfi að liggja fyrir svo snemma í
ferlinu. „Betur færi á því að kynna lýsinguna
þegar vinna við einkaframkvæmd Sunda-
brautar er hafin og fyrirhugaðar stokka-
lausnir samgöngusáttmála eru langt á veg
komnar.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís
Hauksdóttir, bókaði að samgöngur eigi að
vera fyrir alla, ekki bara suma. „Draumsýnin
um borgarlínu er gífurleg fjárhagsleg skuld-
binding fyrir íslenska ríkið án þess að nokkur
ávinningur sé tryggður fyrir samfélagið.“
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún
Baldursdóttir, bókaði að í raun sé borg-
arlínan gamaldags kerfi. Ekki sé hugsað um
nýjungar í ferðatækni svo sem léttlestir á
teinum tengdar rafmagni, stundum fyrir ofan
aðra umferð stundum fyrir neðan, og sem
ekki skerða aðra umferðarmöguleika, nokk-
uð sem borgir í nágrannalöndum hafa inn-
leitt eða eru að innleiða. „Reykjavík er sem
nátttröll í þessu samhengi.“
Skiptar skoðanir
- Fjöldi bókana um á fundi borgarráðs