Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 34
34 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsráð Kópavogs samþykkti þann 18. október sl. að kynna vinnslutillögu að breyttu deiliskipu- lagi fyrir nyrsta hluta Kársnessins, þ.e. svæði fyrir ofan Kópavogshöfn. Mikil uppbygging íbúðabyggðar hef- ur staðið yfir á Kársnesi undanfarið. Í vinnslutillögunni, sem unnin er af Atelier arkitektum, er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þing- hólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrir- hugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabraut- ar í norðri og fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Minnstu íbúðirnar verða stúdíóíbúðir og þær stærstu fimm herbergja. Þá er gert ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrir- hugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 fermetrar ofan- og neðanjarðar. Byggðin mun stallast mikið í hæð- um vegna landhalla frá Þingholts- braut að ströndinni. Því muni mynd- ast skjólgóðir og sólríkir inngarðar sem opnist til suðurs. Byggingar í slæmu ástandi Fram kemur í greinargerð með skipulagstillögunni að á reitnum standi í dag iðnaðarbyggingar, sem reistar voru á árunum 1950-1988, alls tæpir fimm þúsund fermetrar. Þær séu margar í slæmu ástandi og falli ekki vel að landi eða við núverandi íbúðabyggð. Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang (Bakkabraut 2) er með starfsemi í stærstu byggingunum og einnig er Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi (Bakkabraut 4) með aðstöðu við höfnina. Áformað er að hjálpar- sveitin verði áfram með bátaskýli við höfnina, að hámarki 240 fm. Fram kemur í greinargerðinni að vinnslutillagan sé í samræmi við stefnu um þéttingu byggðar og upp- býggingu íbúða á Kársnesinu sam- kvæmt aðalskipulagi Kópavogs 2019- 2040 og sé í samræmi við þá upp- byggingu sem þegar hafi átt sér stað norðar á svæðinu. Með tillögunni fjölgi íbúðum á svæðinu sem stuðli að betri nýtingu innviða. Staðsetningin sé útjaðri uppbygg- ingasvæðisins og tengist vel helstu hjóla- og gönguleiðum auk þess sem almenningssamgöngur verði mjög góðar með tilkomu borgarlínu og nýrrar brúar yfir Fossvoginn. Kynningarfundi streymt Kynning á tillögunni hófst þann 5. nóvember á www.kopavogur.is og skal ábendingum og athugasemdum skila skriflega til skipulagsdeildar eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 21. janúar 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Opnu húsi/ kynningarfundi sem átti að vera 18. nóvember var frestað vegna heims- faraldursins. Rafrænn kynning- arfundur verður haldinn 30. nóvem- ber. Fundurinn hefst kl. 17 og er streymt frá vefsíðu Kópavogsbæjar. Myndir/Atelier arkitektar Kársnes í framtíðinni Hugmyndir arkitektanna um útlit nýrra íbúðarhúsa á reitnum við Kópavogshöfn. Þetta verða eflaust eftirsóttar íbúðir í nálægð við sjóinn og skjólgóða og sólríka inngarða. Ný íbúðabyggð við Kópavogshöfn Kársnes í dag Á svæðinu nokkrar gamlar iðnaðarbyggingar, sem eru farnar að láta verulega á sjá margar hverjar. Þær munu víkja fyrir íbúðarhúsum. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hef- ur verið aflýst formlegri tendrun á Hamborgarjólatrénu við Gömlu höfnina, en búið var að skipu- leggja fjölbreytta samkomu á Mið- bakka á morgun, laugardag. Þetta er annað árið í röð sem þessi sam- koma fellur niður vegna heimsfar- aldursins. Tréð verður sett upp í vikunni, það skreytt jólaljósum og þau síð- an tendruð „í kyrrþey“. Hamborgarjólatréð hefur verið sett upp við höfnina árlega síðan 1965. Þetta hefur verið samstarfs- verkefni Faxaflóahafna, Eimskips og þýsk-íslensku vinafélaganna í Hamburg og Köln. Undanfarin ár hefur staðið yfir mikil uppbygging við Austurhöfnina og því hafa fyrirtæki þar gengið til þessa sam- starfs. Af því tilefni var stefnt að því að vera með óvenjuveglega dagskrá í ár en af því getur ekki orðið. Var það mat aðstandenda að ekki væri hægt að tryggja viðeig- andi öryggi meðan á viðburðinum stæði og fjöldinn sem myndi sækja dagskrá í Listasafni Reykjavíkur yrði umfram það sem samkomu- takmarkanir leyfa. Því hefur verið ákveðið að aflýsa viðburðinum þetta árið. Faxaflóahafnir ásamt fyrir- tækjum í Austurhöfn stefna að því að halda þennan jólaviðburð árið 2022 með pompi og prakt. Faxaflóahafnir munu hins vegar verða með viðburði á Grandanum þrjár helgar í desember. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána. sisi@mbl.is Jólaljósin verða kveikt í „kyrrþey“ - Samkomu aflýst vegna faraldursins Morgunblaðið/Golli Miðbakkinn Fámennt verður við tendrun jólaljósanna að þessu sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.