Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 44
Ljósmynd/Albert Kemp Verðmæti Þorskur er verðmætasta fisktegund okkar Íslendinga. Útflutningstekjur af vöru- og þjón- ustuviðskiptum voru rúmir 356 milljarðar króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Er það um 44% aukning í krónum talið frá sama tímabili í fyrra. Gengi krónunnar var að jafn- aði um 7% sterkara á þriðja fjórð- ungi í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Aukningin á útflutnings- verðmætunum er því meiri í er- lendri mynt eða sem nemur 54 pró- sentum samkvæmt samantekt Radarsins, fréttablaðs Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hlutdeild sjávar- og eldisafurða af útflutnings- verðmætum minnki á milli ára þrátt fyrir sömu eða hærri tekjur á föstu verðlagi. „Útflutningstekjur af sjávaraf- urðum voru um 65 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og stóðu nán- ast í stað á milli ára á föstu gengi. Útflutningstekjur af eldisafurðum voru rúmir 8 milljarðar króna og jukust um 26% á milli ára á sama kvarða. Hlutur sjávar- og eldis- afurða í útflutningstekjum þjóðar- búsins er þó töluvert lægri nú á þriðja ársfjórðungi en hann var á sama tímabili í fyrra, eða rúm 20% á móti tæpu 31%.“ Með öðrum orðum eru tekjur annarra útflutningsgreina að aukast eftir efnahagsáföllin sem fylgdu heimsfaraldri. Útflutnings- verðmætin aukast enn MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 24. nóv. 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 453,60 Þorskur, slægður 424,92 Ýsa, óslægð 402,51 Ýsa, slægð 404,06 Ufsi, óslægður 101,01 Ufsi, slægður 302,43 Gullkarfi 245,51 Blálanga, slægð 344,34 Langa, óslægð 290,59 Langa, slægð 318,22 Keila, óslægð 108,16 Keila, slægð 84,00 Steinbítur, óslægður 334,98 Steinbítur, slægður 509,97 Skötuselur, slægður 781,42 Grálúða, slægð 414,44 Skarkoli, slægður 552,05 Þykkvalúra, slægð 749,23 Langlúra, slægð 10,00 Skrápflúra, óslægð 19,00 Bleikja, flök 3.176,00 Gellur 1.670,60 Hlýri, óslægður 435,00 Hlýri, slægður 442,18 Lúða, slægð 561,24 Skata, slægð 10,00 Undirmálsýsa, óslægð 134,46 Undirmálsýsa, slægð 126,29 Undirmálsþorskur, óslægður 235,02 Undirmálsþorskur, slægður 237,97 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gjöld vegna laxeldis í sjó hækka um tæp 199% um áramótin. Þá fer gjald á hvert kíló af slátruðum laxi úr 3,99 krónum í 11,92 krónur á kíló. Miðað við útflutningstölur stefnir í nýtt met í útfluttum eldislaxi og gæti út- flutt magn endað í rúmlega 33 þús- und tonnum. Miðað við 3,99 króna gjald er laxeldið hugsanlega að skila 132 milljónum í Fiskeldissjóð vegna slátraðs magns 2021. Þessi upphæð gæti hins vegar farið að nálgast hálf- an milljarð króna ef hægt er að gera ráð fyrir að slátrað magn aukist í takti við aukningu í útsetningu seiða. Árið 2019 samþykkti Alþingi lög um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Samkvæmt lögun- um er gjald vegna laxeldis 3,5% þeg- ar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kílógramm eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur á kílógramm og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kílógramm. Gjaldheimtan tekur hins vegar ekki að fullu gildi fyrr en 2026 þar sem innleiðingunni á inn- heimtunni var dreift á sjö ár og var álagningin aðeins einn sjöundi af reiknistofni árið 2020 en tveir sjö- undu á þessu ári. Álagningin verður þrír sjöundu af reiknistofni á næsta ári og hefur Fiskistofa tilkynnt að hún muni nema 11,92 krónum á hvert kíló af slátruðum laxi en 5,96 krónum á hvert kíló af slátruðum regnbogasil- ungi og er það einnig gjald sem varðar ófrjóan lax og lax sem er al- inn í sjó með lokuðum eldisbúnaði. Nýjungar Hingað til hefur þó ekki verið stundað eldi á ófrjóum laxi á Íslandi og voru fyrstu ófrjóu laxaseiðin sett í sjókvíar 16. október. Þetta stað- festir Gísli Jónsson, sérgreinadýra- læknir hjá Matvælastofnun, í tölvu- pósti til blaðamanns. Hann segir seiðin hafa verið frá fyrirtækinu Ri- fósi hf. á Kópaskeri og sett í tvær sjókvíar Fiskeldis Austfjarða við Svarthamarsvík í Berufirði. „Þess- um fiski verður svo ekki slátrað fyrr en í lok árs 2023. Alls voru þetta um 170.000 seiði (170 g). Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þessi lax spjarar sig í áfram- eldinu í samanburði við þann frjóa.“ En ófrjói laxinn er ekki eina nýj- ungin þar sem fyrstu lífrænu laxa- seiðin sem sett hafa verið í sjókvíar til áframeldis hér við land voru flutt í sjó frá Kópaskeri í sjókví við Svart- hamarsvík í Berufirði 30. október. „Þessum fiski verður einnig slátrað í lok árs 2023. Alls voru þetta um 140.000 seiði (85 g).“ Vöxtur Ekki hefur farið fram hjá mörg- um sá mikli vöxtur sem orðið hefur í fiskeldinu hér á landi á undanförn- um árum og gera uppfærðar áætl- anir Matvælastofnunar ráð fyrir að þær 9,3 milljónir seiða sem sett voru í sjókvíar 2018 skili um 43.500 tonn- um af sláturlaxi á þessu ári. Á næsta ári verða þau 10,8 milljónir seiða sem sett voru í kvíar 2022 að um 50 þúsund tonnum af sláturlaxi. Má því gera ráð fyrir að tekjur af gjaldi vegna sjókvíaeldi aukist. Þá er gert ráð fyrir að sama magn verði klárt til slátrunar 2023 en þá munu tekjur vegna gjaldsins áfram hækka þar sem álagning verður orð- in fjórir sjöunduhlutar af reikni- stofni. Árið 2024 verða síðan seiði sem voru útsett 2022 að sláturlaxi, alls 55 þúsund tonnum. Það ár verð- ur gjaldið orðið fimm sjöundu af reiknistofni samhliða framleiðslu- aukningu og spurning hvort gjald- takan af sjókvíaeldi þá verði komin nærri milljarði króna. Tekjur af eldi hækka ört - Gjald vegna laxeldis í sjókvíum gæti skilað um 130 milljónum vegna ársins 2021 - Gjaldið nærri þrefaldast um áramót - Um 12 krónur á kíló af slátruðum laxi Útfluttur lax á árinu 2021 Þús. tonn Gjaldtaka vegna fiskeldis í sjó Möguleg innheimta, milljónir kr.6 5 4 3 2 1 0 132 453 2021 2022* 3,99 kr. 11,92 kr. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.* nóv.* des.* *Vaxi framleiðsla í takti við aukningu í útsetningu seiða Heimild: Fiskistofa Álagning á kíló af slátr- uðum laxi 2021 og 2022: *Meðaltal fyrstu 9 mánuði Heimild: Hagstofa Íslands 2,9 5,0 1,9 2,9 2,8 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kvíar Gjaldheimta vegna laxeldis í sjókvíum mun aukast á komandi árum. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Verkefnin hafa verið næg hjá Slippn- um á Akureyri að undanförnu og er gert ráð fyrir að það verði tilfellið fam yfir áramót. Er nú unnið hörðum höndum að endurnýjun vinnslubún- aðar í ístogaranum Frosta ÞH-229 frá Grenivík, að því er fram kemur í færslu á vef Slippsins á Akureyri. Við viðlegukantinn má sjá frysti- togarann Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 sem Þorbjörn hf gerir út frá Grindavík. Nokkrar vikur eru frá því að skipið kom til Akureyrar og er ætlunin að aðstoða Kælismiðjuna Frost við niðurrif á frystikerfinu í skipinu, smíða nýtt frystivélarrými, mála vinnsludekkið í skipinu ásamt öðrum minni háttar viðhaldsverk- efnum. Skagstrendingurinn Arnar HU-1 sem FISK-Seafood ehf. gerir út er einnig við viðlegukantinn en í honum var skipt um allar legur í togspili, skipið heilmálað og öxuldregið, upp- tekt á skrúfuhaus ásamt breytingum og smíði á nýjum búnaði fyrir vinnsludekkið. Kælismiðjan Frost hefur einnig unnið við breytingar á frystikerfinu í skipinu og aðstoðaði Slippurinn við að koma eldri búnaði frá borði og smíða undirstöður fyrir nýjan búnað. Þá er Sighvatur Bjarnason VE-81 í dráttarbrautinni og er stefnt að því að gera uppsjávarskipið, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum, klárt fyrir loðnuvertíð- ina. Loðnuvertíðin lyftistöng „Verkefnastaðan er góð en sökum stærðar okkar við höfum þó yfirleitt tök á því að bæta við okkur verk- efnum, komi upp þannig aðstæður. Við erum byrjaðir að fá inn bókanir fyrir næsta ár enda erum við að upp- lifa að afhendingartími á öllum að- föngum er mun lengri áður og því er mjög mikilvægt að skipuleggja verk- efnin vel og huga snemma að við- haldsmálum komandi mánaða. Við hjá Slippnum höfum verið að und- irbúa okkur fyrir að geta þjónustað viðskiptavini okkar sem best, bæði með aukinni verkþekkingu sem og útvegun aðfanga í gegnum tengsl- anet okkar innanlands sem og er- lendis,“ segir Sveinbjörn Pálsson, nýráðinn sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins Akureyri, í færslunni. „Útgerðir uppsjávarskipa eru nú í óða önn að undirbúa stóra loðnu- vertíð og erum við nú að aðstoða út- gerðirnar við undirbúning skipa fyrir hana. Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir útgerðina sem og alla þá sem starfa við að þjónusta sjávarútveg- inn,“ segir hann. Næg verkefni út árið - Fjölbreytt dagskrá hefur verið hjá Slippnum á Akureyri Athafnasvæði Frosti og Arnar við viðlegukantinn hjá Slippnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.