Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 46
46 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
STUÐIÐ ER
Í VINNUNNI
NÝR VIVARO-E
Vivaro-e er einn fullkomnasti atvinnu–
rafmagnsbílinn á markaðnum. Með honum
velur þú að marka grænt fótspor með
þínum atvinnurekstri.
100% RAFMAGN
RAFHLAÐA, HLEÐSLA OG DRÆGNI
Nú kemur ekkert í veg fyrir að það sé hægt að
nota rafmagnsbíla í atvinnurekstri. Vivaro-e hefur
svipaða burðagetu og vörurými og hefðbundinn
sendibíll en er mikið hagkvæmari í rekstri.
Mótor: 100 kW
Rafhlaða: 50/75 kWh
Drægni: 231/330 km. (WLTP)
BÍLABÚÐ BENNA
KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is
Bílasala Suðurnesja
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Ib bílar
Selfoss
Fossnes A
Sími: 480 8080
BB, betri bílar
Akureyri
Njarðarnesi 12
Sími: 534 7200
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
VIVARO-E
VERÐ FRÁ AÐEINS:
5.290.000 KR.
LANGTÍMALEIGA FRÁ: 129.600 KR. Á MÁNUÐI.
SÖLUMENN
Í SAMNINGSSTUÐI!
TRYGGÐU ÞÉR BÍL FYRIR ÁRAMÓT
TILBÚIN TIL AFHENDINGAR
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
-
o
g
t
e
x
ta
b
re
n
g
l.
B
íll
á
m
y
n
d
e
r
m
e
ð
a
u
k
a
b
ú
n
a
ð
i.
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það er gott hljóðið í Ólafi Vigfússyni
þegar blaðamaður nær í hann sím-
leiðis. Hann hefur í tæpan aldar-
fjórðung staðið vaktina í þjónustu
við veiðimenn Íslands. Ásamt konu
sinni rekur hann verslanirnar Veiði-
hornið og Veiðimanninn. Og Ólafur
hefur ástæðu til að gleðjast. Síðustu
tvö ár hafa verið ævintýri líkust í
rekstri fyrirtækisins, svo vitnað sé til
lýsingar hans sjálfs. Kemur það til af
því að Íslendingar hafa frá því að
kórónuveiran lagðist yfir heiminn
flykkst í ár og vötn, á sjó og upp til
fjalla og á akra í veiðiskap af fjöl-
breyttu tagi.
Mikill og góður gangur
„Árið í fyrra var algjört metár. Við
sjáum ekki sömu veltu nú og þá, en
það gengur allt glimrandi vel,“ segir
Ólafur.
En sjaldan er ein báran stök og nú
hefur enn dregið til tíðinda hjá þeim
hjónum. Þannig hafa þau efnt til
samstarfs við einn öflugasta fram-
leiðanda veiðivara í heiminum,
bandaríska fyrirtækið Pure Fishing,
en undir hatti þess eru nærri 20
fyrirtæki og vörumerki sem mörg
hver eru mjög rótgróin hér á landi.
„Þekktasta merkið er sennilega
Abu. Vörur þeirra, m.a. spúnar, hafa
verið í sölu hér svo áratugum skiptir.
Ég man eftir þeim í Kaupfélaginu
austur á Reyðarfirði þegar ég var
barn og afar mínir notuðu þessar
vörur á bryggjunni í gamla daga.“
En það eru fleiri merki sem veiði-
menn kannast við. Hardy og Greys
eru þar á meðal og Shakespeare,
Fenwick, Berkley og Stren.
„Hardy, sem sérhæfir sig í flugu-
veiðivörum, verður 150 ára á næsta
ári og við ætlum okkur að hefja
vörur þess til vegs og virðingar á
markaðnum. En svo eru þarna líka
fyrirtæki á borð við Penn sem fram-
leiðir einhver bestu sjóhjól sem
hægt er að komast í,“ útskýrir Ólaf-
ur og þeir sem hann þekkja vita að
þar er ekki töluð vitleysan enda
reyndur á því sviði eftir svaðilfarir
um allan heim.Vörur frá mörgum
þessara framleiðenda hafa verið í
boði hér á landi síðustu ár og ára-
tugi. Ólafur segir að markmiðið sé
hins vegar að auka úrvalið.
Undantekningarlaust fengið
góðar viðtökur
„Við höfðum strax samband við
alla þá sem hafa verið með þessar
vörur til sölu hringinn um landið og
létum vita að þær yrðu áfram í boði
af okkar hendi. Því var undantekn-
ingarlaust vel tekið og við hyggj-
umst þjónusta þessi fyrirtæki vel,“
segir Ólafur og bendir á að með
þessum samningi verði aukinn
þungi í heildsöluhluta starfseminn-
ar.
„Veiðimaðurinn á Krókhálsi verð-
ur miðstöðin fyrir þessar vörur og
þar verður mjög stór Abu-verslun.“
Aðspurður segir hann ekki ósenni-
legt að með þessum breyttu
áherslum muni velta fyrirtækisins
aukast um 30% frá því sem nú er.
Spurður út í hvernig markaðurinn
skiptist upp eftir veiðimörkuðum
segir Ólafur að holt og bolt megi
segja að stangveiðin standi undir
70% af veltunni og skotveiðin 30%.
„Við teljum að það séu á bilinu 80-
100 þúsund manns sem stundi stang-
veiði hér á landi en að það séu um 15
þúsund sem séu í skotveiðinni. Þetta
skarast að einhverju leyti en alls
ekki öllu.“
Að því kemur í spjallinu að net-
verslun fyrirtækisins berst í tal og
þar segir Ólafur að ýmsu að hyggja.
„Við erum t.d. með tvennar dyr
inn í netverslunina. Þú getur farið
beint inn í skotveiðina og þá er ekk-
ert stangveiðitengt að þvælast fyrir
og þeir sem vilja bara vera í stang-
veiðinni geta farið beint inn um þær
dyr án þess að skotveiðina beri nokk-
uð fyrir augu.“
Fyrsta netverslunin 1999
Ólafur og María kona hans opnuðu
fyrstu vefverslunina árið 1999 og
mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan.
„Þá var þetta gjarnan þannig að
menn komu með útprent af því sem
þeir hugðust kaupa hjá okkur en
höfðu rekist á í versluninni. Síðan þá
hefur þetta þróast og það má segja
að Íslendingar hafi lært að versla á
netinu í faraldrinum. Nú treystir
fólk þessu betur og áttar sig á að
þetta virkar fullkomlega.“
Veiðihornið nær stórum
samningi við Pure Fishing
Morgunblaðið/Eggert
Sala Ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Veiðihornið fyrir skemmstu þegar Ólafur var að hafa til sendingar
samkvæmt pöntunum gegnum netverslun fyrirtækisins. Nýi samningurinn mun ekki fækka pakkasendingunum.
- Heildsöluhluti fyrirtækisins vex mjög að umfangi - Staðið vaktina í aldarfjórðung
« Verðbólga í nóvembermánuði mælist
4,8% samkvæmt nýjum tölum Hagstof-
unnar. Eykst hún úr 4,5% í okóber.
Aukningin er þó minni en greiningarað-
ilar höfðu gert ráð fyrir. Þannig taldi
hagfræðideild Landsbankans að vísi-
tala neysluverðs myndi hækka um
0,5% milli mánaða og að verðbólgan,
mælt 12 mánuði aftur í tímann, myndi
standa í 5% í þessum mánuði. Grein-
ing Íslandsbanka gekk lengra og taldi
að verðbólgan myndi mælast 5,1% á
grundvelli þess að vísitalan myndi
hækka um 0,6% milli mánaða.Sem fyrr
er það húsnæðisliður vísitölunnar sem
hefur mikil áhrif. Reiknuð húsaleiga
hækkar um 1,1%. Sé húsnæðisliðurinn
tekinn út úr mælingunni mælist vísital-
an 3%.
Verðbólgan eykst minna
en gert var ráð fyrir
26. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.89
Sterlingspund 174.74
Kanadadalur 103.09
Dönsk króna 19.722
Norsk króna 14.629
Sænsk króna 14.393
Svissn. franki 139.9
Japanskt jen 1.1364
SDR 182.35
Evra 146.67
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.8208
« Útflutningur á
vöru og þjónustu
var 12,9 milljörðum
meiri en innflutn-
ingur á þriðja árs-
fjórðungi ársins.
Þetta bendir hag-
fræðideild Lands-
bankans á í nýrri
hagsjá. Þar segir
að útflutningur hafi numið 356,3 millj-
örðum á fjórðungnum og hafi aukist um
108 milljarða miðað við sama fjórðung í
fyrra. Innflutningur hafi hins vegar
numið 343,3 milljörðum og hafi aukist
um 82,9 milljarða frá fyrra ári.Með
þessu hafi halli upp á 12,2 milljarða á
þriðja fjórðungi 2020 snúist í hóflegan
hagnað að þessu sinni. Viðsnúningurinn
er jákvæður um 25 milljarða króna.
Viðskiptahalli snýst
í hóflegan afgang
STUTT