Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 48
48 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
DÚKA KRINGLAN – DÚKA SMÁRALIND – DUKA.IS
20%
afsláttur
af völdum vörumerkjum
KLIPPAN
WESCO
OXO
ROBERT WELCH
RIG-TIG TILBOÐ
Nýja ríkisstjórnin í Þýskalandi, sem
jafnaðarmenn leiða, hyggst lögleiða
notkun kannabiss. Kemur þetta
fram í stjórnarsáttmálanum sem
birtur var á miðvikudaginn. Áður
var búið að gera vörslu neyslu-
skammta af efninu refsilausa og
heimila notkun þess í lækninga-
skyni. Kannabis verður eingöngu
selt í verslunum með sérleyfi til að
tryggja hreinleika efnisins og salan
bundin við 18 ára og eldri.
Salan verður skattlögð og er búist
að hún geti fært ríkinu allt að einn
milljarð evra í árlegar tekjur.
Stjórnin segir þó að ekki sé mark-
miðið að græða á lögleiðingunni.
Settar verða reglur sem takmarka
auglýsingar og kynningar á kanna-
bis, tóbaki og áfengi. Þá verður
fræðsla aukin um skaðsemi vímu-
efni.
Stéttarfélög lögreglumanna hafa
lýst sig andvíga þessum áformum.
Mörg ríki heims hafa á undan-
förnum árum gert neyslu kannabiss
refsilausa eða heimilað hana í lækn-
ingaskyni. Aðeins Úrugvæ og Kan-
ada hafa hins vegar fellt niður allar
takmarkanir á neyslu. Bæði ríkin
hafa þó sett reglur sem setja því
skorður hve mikið af efninu fólk get-
ur keypt sér. Í Hollandi er sala og
neysla kannabiss að nokkru frjáls,
en þar er hún bundin við leyfis-
skylda neyslustaði.
Í Lúxemborg stendur til að leyfa
fólki að neyta kannabiss á heimilum
sínum. Til stendur að Ítalir fái að
greiða atkvæði um það hvort leyft
verður að hafa kannabis í fórum sín-
um og rækta það heima hjá sér. Þá
er lögleiðing kannabiss til umfjöll-
unar í báðum deildum Bandaríkja-
þings.
AFP
Þýskaland Nýja ríkisstjórnin
kynnir stjórnarsáttmálann.
Kannabis lögleitt
í Þýskalandi
- Skatttekjur allt að milljarður evra
Danski herinn
staðfesti í gær-
morgun að skip-
verjar á dönsku
herskipi í Gíneu-
flóa hefðu fellt
fjóra sjóræningja
í skotbardaga
skammt undan
ströndum Níger-
íu. „Engir dansk-
ir hermenn særðust, en fimm sjó-
ræningar urðu fyrir skoti. Fjórir
þeirra létust, einn særðist,“ sagði
herinn í fréttatilkynningu. Atvikið
varð á miðvikudaginn þegar skip-
verjar dönsku freigátunnar Esbern
Snare, sem hefur verið við eftirlit á
svæðinu síðan snemma í þessum
mánuði, gerðu tilraun til að komast
um borð í skip sjóræningja. Til
skotbardaga kom þegar ræningj-
arnir hindruðu það. Ræningjaskip-
ið sökk í kjölfar bardagans en átta
ræningjar voru handteknir. Eftir er
að ákveða hvert farið verður með
þá.
GÍNEUFLÓI
Danir fella 4 sjóræn-
ingja í skotbardaga
Esbern Snare
Hershöfðingi frá
Sameinuðu arab-
ísku furstadæm-
unum, Ahmed
Nasser Al Raisi,
hefur verið kjör-
inn forseti al-
þjóðalögregl-
unnar Interpol.
Furstadæmið
hefur veitt stofn-
uninni, sem að-
setur hefur í Lyon í Frakklandi, ríf-
legan fjárhagsstuðning. Þótt
embættið sé aðallega virðingar-
staða hafa ýmsir lýst áhyggjum af
því að þetta veiki trúverðugleika
Interpol. Eitt furstadæmanna, Abu
Dabi, hefur verið sakað um að mis-
nota eftirlýsingakerfi Interpol til
að hafa hendur í hári stjórnarand-
stæðinga á flótta.
Dagleg stjórn Interpol er í hönd-
um framkvæmdastjórans, Jürgen
Stock, sem endurráðinn var í starf-
ið til fimm ára 2019.
INTERPOL
Áhyggjur af nýjum
forseta samtakanna
Ahmed Nasser
Al Raisi
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Sænskir þingmenn ganga á ný til at-
kvæðagreiðslu á mánudaginn um það
hvort Magdalena Andersson, leiðtogi
Jafnaðarmannaflokksins, verði næsti
forsætisráðherra Svíþjóðar eftir allt
sem á undan er gengið, sem verður
önnur atkvæðagreiðslan um málið á
innan við viku.
Tilbúnir að verja stjórnina
Þetta tilkynnti Andreas Norlén
þingforseti á blaðamannafundi í gær
og tók við sama tækifæri fram, að sér
þætti ákaflega leitt hvernig málin
hefðu þróast, en sænskir fjölmiðlar
lýstu miðvikudeginum sem hreinni
martröð og dró stjórnmálaskýrandi
sænska ríkisútvarpsins SVT ekki úr
þeim lýsingum þegar hann sagði í við-
tali í gær, að tala mætti um undarleg-
asta dag í sögu sænskra stjórnmála.
Andersson kveðst reiðubúin að
leiða stjórn, sem Jafnaðarmanna-
flokkurinn sitji einn í, þótt slík staða
þyki í meira lagi tæp. Hafa Græningj-
ar, Vinstriflokkur og Miðflokkur þó
látið í veðri vaka að þeir séu tilbúnir
að verja slíka stjórn falli með hlutleysi
sínu og gæti þannig komið til þess að
Andersson setjist á ný í forsætisráð-
herrastólinn eftir helgina með
minnsta mun, sem völ er á við at-
kvæðagreiðsluna, í stjórnarandstöðu
sitja 174 þingmenn sænska þingsins,
en Jafnaðarmannaflokkur Anders-
sons og þeir flokkar sem lýsa sig vilj-
uga til stuðnings við hann eru 175.
„Margir eru ringlaðir“
Álitsgjafar, sem SVT ræddi við í
gær, sögðu atburðarásina í sænskum
stjórnmálum hæglega geta dregið úr
trú almennings á stjórnmálin og lýð-
ræðið. Tommy Möller, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann í
Stokkhólmi, sagði allt sænska stjórn-
kerfið eiga á hættu að bíða álits-
hnekki þegar málefni æðstu stjórnar
landsins tækju svo furðulega og
óvænta stefnu.
Undir þetta tók Jenny Madestam,
dósent í sömu fræðigrein við Háskóla
sænska hersins, Försvarshögskolan.
„Margir eru ringlaðir og skyldi engan
undra. Hver segir hvað? Hver lofar
hverju? Hver er argur út í hvern og
svo framvegis,“ sagði hún við ríkisút-
varpið og bætti því við að væri það
eitthvað, sem kjósendur hefðu hreint
ofnæmi fyrir, væri það þegar stjórn-
málamenn bentu hver á annan.
„Það verður mjög erfitt fyrir kjós-
endur að krefjast ábyrgðar þegar
flokkarnir halda því fram að vanda-
málin séu ekki þeirra, heldur afleiðing
gjörða annarra flokka eða ríkis-
stjórna,“ sagði Möller enn fremur.
Á tæpasta vað eftir helgi
- Ný atkvæðagreiðsla um forsætisráðherraembætti Svíþjóðar gæti staðið með
einu atkvæði - Skýrandi talaði um undarlegasta dag í sögu sænskra stjórnmála
AFP
Já ráðherra? Eftir helgi gengur
þingið til atkvæða á nýjan leik.
Leiðtogar Breta og Frakka, Boris
Johnson og Emmanuel Macron,
hétu því í gær að láta til skarar
skríða gegn glæpagengjum sem
standa fyrir ólöglegum siglingum
flóttafólks yfir Ermarsund. Að
minnsta kosti 27 flóttamenn
drukknuðu úti fyrir strönd Calais í
Frakkland á miðvikudaginn þegar
yfirfullum báti þeirra hvolfdi. Um
50 manns voru um borð og er nokk-
urra enn saknað. Fólkið var að
reyna að komast yfir Ermarsund til
Bretlands. Talið er að báturinn hafi
rekist á stærra skip. Fjórir menn
sem eru grunaðir um að tengjast
slysinu hafa verið handteknir af
frönsku lögreglunni. Tæplega 26
þúsund manns hafa farið yfir sund-
ið á þessu ári, þrisvar sinnum fleiri
en allt árið í fyrra.
Á þriðja tug flóttamanna drukknaði í Ermarsundi
Vilja upp-
ræta glæpa-
gengin
AFP