Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 51

Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Jólaþorp undirbúið Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í kvöld og voru starfsmenn bæjarins önnum kafnir við undirbúning í gær. Einnig verður kveikt á jólatré á Thorsplani í dag. Eggert Tímatal okkar manna er með ólíkum hætti og hefur hver sitt viðmið. Hið hefð- bundna ár, almanaks- árið á Vesturlöndum, miðast við 1. janúar. Skólaár byrjar í ágúst- september. Bókhaldsár hefur sínar reglur. Og þannig mætti lengi telja. Alveg eins er það með kirkjuna. Hún hefur sitt kirkju- ár. Kirkjuárið mótar allt starf hennar og hátíðir kirkjuársins eru eins og mælistikur eða vörður á leið hins kristna manns í gegnum ár og daga lífsins. Alls staðar gera menn sér glaðan dag og halda hátíðir með reglulegu millibili. Það er reyndar merkilegt með hátíðir ársins hvað þær geta aukið lífshamingjuna og lyft fólki upp úr gráma hversdagsleikans. Þannig hefur það alltaf verið þótt auðvitað fylgi hátíðunum erf- iðleikar og vandamál eins og öllu öðru í mannlífinu. Til dæmis kostnaður. Og stundum óhóf. Því vandamálin snúa oftar en ekki að okkur sjálfum fremur en hátíðunum. Gleðin sem hátíðin færir miss- ir marks þegar við ætl- um okkur of mikið – þegar umbúðirnar verða aðalatriðið en innihaldið gleymist. Segja má að árið sé rammað hátíða- höldum. Jól, páskar og 17. júní eru dagar sem við miðum við í hinu dag- lega lífi. Síðan eru margar aðrar há- tíðir sem minna fer fyrir hjá sumum en aðrir gera meira úr. Það að halda hátíð er ekkert einsdæmi hjá okkur Íslendingum heldur er það sama upp á teningnum hvert sem litið er á byggðu bóli. Hátíðirnar tengjast oftar en ekki ríkjandi trúarbrögðum á hverjum stað eða menningarsvæði þótt merk- ing þeirra sé oft flókin og margþætt þegar kafað er undir yfirborðið. Þar má gjarnan finna gömul minni fornra trúarhugmynda eða þjóðsagna sem blandast saman við ný og skapa hefð- ir og atferli sem við ef til vill skiljum ekki sjálf fullkomlega en tökum samt þátt í af gleði og ánægju. Þannig er ljósahátíðin ein aðalhátíð hindúa, föstumánuðurinn múslíma og hanúk- kahátíðina halda gyðingar um jóla- leytið. Alveg eins og árinu er skipt niður í ákveðna daga, vikur og mán- uði, sem hver ber sitt nafn og sín ein- kenni, skiptir kirkjan árinu eftir ákveðnum þemum sem tengjast sögu kirkjunnar og kristinnar trúar. Kall- ast þetta kirkjuár og miðast það við sunnudaga. Fyrsti sunnudagur kirkjuársins er fyrsti sunnudagur í aðventu, haldinn fjórum sunnudög- um fyrir jól. Þá tekur við jólahátíðin, síðan þrettándinn og sunnudagar eft- ir þrettánda. Að þeim loknum hefst fastan sem er undirbúningstími fyrir páskana. Eftir páska taka við sunnu- dagar eftir páska, þá uppstigningar- dagur, hvítasunna og síðan þrenning- arhátíð, en flestir eru sunnudagarnir eftir þrenningarhátíð eða allir sunnu- dagar frá byrjun júní og til fyrsta sunnudags í aðventu þegar nýtt kirkjuár hefst. Hver sunnudagur hef- ur sitt heiti og sínar áherslur og hvert tímabil kirkjuársins hefur eft- irfarandi liti sem sitt einkenni: Fjólublár: Aðventa og fasta, tákn föstu og iðrunar. Einnig til sem blár í skandinavísku kirkjunum Hvítur, gulur, gylltur: Páskar og jól, allraheilagramessa, tákn hátíðar og gleði. Svartur: Föstudagurinn langi, tákn sorgar. Rauður: Stefáns dagur frumpísl- arvotts (annar í jólum), hvítasunna, tákn baráttu trúarinnar, píslarvotta og heilags anda. Grænn: Sunnudagar eftir þrenn- ingarhátíð, sunnudagar eftir þrett- ánda, tákn sköpunar og gróanda í trú. Kirkjuárið hverfist í kringum stóru hátíðirnar þrjár, jól, páska og hvítasunnu, en margar smærri hátíð- ir er að finna á kirkjuárinu. Reyndar er kirkjuárið nokkuð ólíkt á milli kirkjudeilda. Til að mynda eru ekki sömu áherslur hjá kaþólsku kirkj- unni og þeirri lútersku svo dæmi sé tekið. En kjarninn er sá sami. Kirkjuárið hefur líka tekið breyt- ingum innan kirkjudeildanna. Til dæmis eru ekki nákvæmlega sömu áherslur í sænsku þjóðkirkjunni og þeirri íslensku þótt hvor tveggja sé lútersk þjóðkirkja. Áður fyrr þekktu allir Evrópubúar þessar hátíðir, nú er allt að breytast og flestir hafa fyrir löngu gleymt hvað hinar minni hátíð- ir standa fyrir, og jafnvel því að þær séu til. Hið sama á við um marga aðra daga kirkjuársins þótt stærri séu. Ég hitti oft fólk sem veit ekkert hvers vegna við höldum pálmasunnudag, skírdag, páska, hvítasunnu eða jafn- vel jólin. Afleiðingin er að dagarnir og árið missa lit sinn og margbreyti- leika og fátt er eftir nema grámi hversdagsins og svartir föstudagar. Eftir Þórhall Heimisson » Alveg eins og árinu er skipt niður í ákveðna daga, vikur og mánuði, sem hver ber sitt nafn og sín einkenni, skiptir kirkjan árinu eft- ir ákveðnum þemum. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. thorhallur33@gmail.com Gleðilegt nýtt kirkjuár Mánudaginn 14. nóv- ember sl. var fluttur á „Rás 1“ þáttur í röðinni „Orð af orði“ í umsjón málfarsráðunautar Ríkisútvarpsins. Hljóðupptöku má heyra á vef útvarpsins. Var þar m.a. fjallað um „kyn starfsheita og þeirra persónu- fornafna sem notuð eru með þeim“ og sagt að þegar talað væri um einstakan kvenkyns ráð- herra eða kvenkyns lögreglustjóra væri „erfitt að halda því fram“ að nota ætti persónufornöfn í karlkyni af því að starfsheitin væru í karlkyni þótt rétt væri að nota karlkynið þeg- ar talað væri almennt um slíka emb- ættismenn. Þá var sagt að oftast væri málfræðikynið talið „rétt- hærra“ en raunkynið og dæmi nefnd um það. „Málhreinsunarmenn“ væru margir þeirrar skoðunar að fortakslaust ætti að fara eftir mál- fræðikyni og hafa samræmi í kyni nafnorðs og orða sem vísa til þess jafnvel þótt það stangaðist á við raunkynið. Hinum færi þó líklega fjölgandi sem létu sig málkynið einu gilda, miðuðu við raunkynið og segðu hún, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eða hún, utanríkis- ráðherra, þegar þannig stæði á um þessi emb- ætti. Næst var lesið úr 234. kafla Ólafs sögu helga. Í upphafi kafl- ans er kynnt til sög- unnar kona sem batt um „dals-hríðar spor“ manna eftir Stiklarstaðaorrustu, eins og Þormóður skáld orðar það. Er vikið að henni með pfn. hún en síðar er talað um lækni og þá ótví- rætt átt við hana. Eftir það er ýmist talað um hana sem lækni eða með fornafninu hún. Í þættinum var lagt út af kaflanum og hann sagður geyma dæmi um það „misræmi“ sem fælist í því að „skipa raunkyni ofar málfræðikyni“. Væri þessi prentaði texti orðréttur eftir handritinu væri hann vísbending um að „þetta mis- ræmi hafi verið til í málinu frá örófi alda“. Ef til vill væri tímabært að láta af einstrengingshætti um þetta tiltekna málfræðiatriði, sleppa tök- um á stífri málhreinsunarstefnu og laga málið að „breyttum þjóðfélags- aðstæðum“. Til þess að tungan gæti lifað af þyrfti hún að vera sveigjan- leg. Þau rök að tiltekin atriði í því mættu ekki breytast væru „ekki haldbær“ og gætu „staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun málsins“. Alveg hefði nú verið óþarft fyrir ráðunautinn að gera þennan fræði- mannlega fyrirvara um textann. Í byrjun hans er kona nefnd til sög- unnar. Fullkomlega eðlilegt er í framhaldinu að vísa til hennar með persónufornafninu hún þótt síðar í textanum sé konan sögð læknir. Þetta var eðlilegt mál á ritunartíma sögunnar og er einnig eðlilegt nú- tímamál. Vangaveltur málfarsráðunaut- arins um það að laga þurfi málið að breyttum aðstæðum, gera það sveigjanlegra og að víkja til hliðar vissum málfræðiatriðum í því, s.s. reglunni um samræmi kyns, og væntanlega einnig tölu, til þess að ekki bitni á „eðlilegri þróun“ málsins eða það deyi út, eru órökstuddar og harla óljósar. Hverjar eru nú þær „breyttu þjóðfélagsaðstæður“ sem kalla á slíkar málbreytingar? Eru þær ekki bara hópurinn fámenni innan og utan útvarpsins sem sam- sinnir ráðunautnum í þessum efnum. Hann segir íslensku vera dauða- dæmda verði ekki farið að þessum ráðum hans. Einhverjir kynnu þó að halda því fram að þessi ráðagerð hans gæti ekki annað en flýtt fyrir dauða hennar. Íslenska er mikið beygingamál, eins og allir vita, með sín þrjú mál- fræðikyn, tvær tölur, fjögur föll og mætti svo áfram telja. Eðlilega þarf beygingarlegt samræmi að vera milli orða í setningum og á milli setninga bæði um kyn og tölu. Ekki er sagt tuttugu og ein konur heldur tuttugu og ein kona. Málfars- ráðunauturinn þarf ekki að gera ráð fyrir því að málfræðikyn sé „rétt- hærra“ eða því „skipað ofar“ raun- kyni. Stýringin sem hér er á ferðinni er einfaldlega kerfisbundin nauðsyn málsins. Rétt er að hugleiða hvað af hlytist ef þetta kerfi veiklaðist um leið og hugað er að því grundvallar- atriði málsins að málfræðikyn og raunkyn eru ekki það sama. Geri menn það ekki lenda þeir í ógöngum eins og ráðunauturinn sem virðist halda að málfræðibeygingar hafi eitthvað með innkirtla fólks að gera. Samkvæmt 1. gr. núgildandi laga um Ríkisútvarpið nr. 23, 2013 skal það m.a. leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu og arfleifð. Í því felst að allt málfar í útvarpinu skal vera á góðri íslensku með góð- um framburði. Í málfarsstefnu út- varpsins 1985 sagði að vandað mál fælist m.a. í réttum beygingum. Nú hefur útvarpinu, á ábyrgð málfars- ráðunautarins, verið sett ný stefna sem brýtur gegn ákvæðinu eins og sýnt var fram á hér í blaðinu (22. júlí 2021: Nýlenska Ríkisútvarpsins). Þar kom fram að málstýringarhreyf- ing hefði hreiðrað þar um sig að baki ráðunautnum sem hefði sett sjálfum sér erindisbréf. Vísast er „Orð af orði“ hluti af erindi hans í útvarpinu. Hann hefur lengi lagt að starfsfólk- inu að viðhafa tilbúið, „kynhlutlaust“ málfar sem er til þess eins fallið að valda usla í beygingamáli eins og ís- lensku. Hann hefur þó reynt að bera þetta af sér en nú höfum við fengið að heyra áróður hans gegn beyg- ingakerfinu. Með málfarsstefnunni og framgöngu hans hefur útvarpið gerst málvargur í stað þess að vera málverndari. Ég og fjölmargir aðrir hlustendur útvarpsins hljótum að spyrja: Er ekki nóg komið, útvarps- stjóri og menntamálaráðherra? Eftir Pétur Guðgeirsson » Geri menn það ekki lenda þeir í ógöng- um eins og ráðunaut- urinn sem virðist halda að málfræðibeygingar hafi eitthvað með inn- kirtla fólks að gera. Pétur Guðgeirsson Höfundur er fv. héraðsdómari. petrus@visir.is Læknirinn á Stiklarstöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.