Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 52

Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Fyrirsögnin hér er til- vísun í texta Bubba Morthens, Ástrós, sem þau Bríet sungu á ný- liðnu sumri. Það er átak- anlegt að hlusta á þenn- an söng, og lesa svo um og sjá að rannsóknir sýna fram á hækkaðar tölur yfir ofbeldi gegn konum í heiminum und- anfarin misseri. Það hef- ur aldrei verið mikil- vægara en nú á tímum Covid-19 að vekja athygli á því að ein af hlið- arverkunum faraldursins er sú, að konur eru berskjaldaðri en áður fyrir ofbeldi á heimilum sínum. Heimilis- ofbeldi er nú nefnt sem eitt af heims- ins stærstu lýðheilsuvandamálum. Birtingarmyndir þess eru margs kon- ar og koma meðal annars fram í auk- inni notkun þolenda á heilbrigðiskerf- inu. Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök So- roptimista, ásamt fjölda annarra fé- lagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Hjá okkur hefur það feng- ið heitið „Roðagyllum heiminn“. Þessi litur táknar fyrir okkur bjartari fram- tíð án ofbeldis. Með þátttöku okkar Soroptimista bendum við sérstaklega á að stöðva verður stafrænt kynferð- islegt ofbeldi eða ofbeldi á netinu. So- roptimistar hafa hvatt opinberar stofnanir og fyrirtæki til að lýsa upp byggingar sínar. Einnig hefur utan- ríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, hvatt sendiráð Íslands á erlendri grundu til að lýsa upp bygg- ingar sínar meðan á átak- inu stendur. Markmið okkar er að „roðagylla Ís- land“, og hvetjum við fyrirtæki og stofnanir um land allt til þátttöku með því að lýsa upp byggingar sínar í appelsínugulum lit. Við hvetjum jafnframt landsmenn alla til að veita þessum málaflokki athygli og styðja á sínum vett- vangi. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta fyrir konur sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öll- um til handa, sem og jafnrétti, fram- förum og friði, með alþjóðlega vináttu og skilning að leiðarljósi. Soroptim- istar stuðla að menntun kvenna og stúlkna til forystu. Eitt helsta mark- mið Soroptimista er að liðsinna konum í baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi frá félagslegum, efnahagslegum og menn- ingarlegum takmörkunum með því að veita fræðslu og menntun. Soroptim- istar móta, framkvæma og afla fjár- magns til verkefna á hverju ári sem hafa að markmiði að bæta efnahags- lega stöðu kvenna og fjölga tækifærum þeirra. Soroptimistar berjast gegn hvers konar ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Í heila öld hafa Soroptimistar unnið sleitulaust að því að uppræta of- beldi gegn konum og stúlkum og tryggja aðkomu kvenna að viðleitni til friðar. Í Alþjóðasamtökunum eru yfir 72.000 félagar í 121 landi. Soroptim- istar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá ýms- um stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóð- anna (ECOSOC). Soroptimista- samband Íslands er hluti af Evrópu- sambandi Soroptimista. Íslenskir Sor- optimistar eru um 600 talsins í nítján klúbbum víðs vegar um land. Á loka- degi átaksins 10. desember er Alþjóð- legur dagur Soroptimista og mun for- seti Soroptimista á Íslandi afhenda styrk til tveggja verkefna Kvennaráð- gjafarinnar og Sigurhæða, þessi verk- efni fela í sér þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis. Ofbeldi karla í garð kvenna í nánum kynnum er sam- félagslegt mein sem mikilvægt er að uppræta. Í upphafi skyldi endinn skoða! Á hvern hátt breytum við þess- ari þróun? Hvað er það sem fær mennska manneskju til að beita annan einstakling ofbeldi? Allir þurfa að skoða sig í þeim aðstæðum. Á hvern hátt ölum við börnin okkar upp, hverju hafa þau aðgang að? Soroptimistar vilja skora á alla þá sem koma að upp- eldi barna, ekki síst íslensk stjórnvöld, að senda frá sér skýr skilaboð um að samfélagið líði ekki kynbundið ofbeldi. Einnig að komið verði í veg fyrir og brugðist við kynbundnu ofbeldi sam- kvæmt tillögum SÞ. Segjum með Bríeti og Bubba: Verndum börnin, rjúfum þessa hlekki! Fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, fyrsta fyrirgefðu, aftur og aftur Eftir Guðrúnu Láru Magnúsdóttur »Heimilisofbeldi er nú nefnt sem eitt af heimsins stærstu lýðheilsuvandamálum. Guðrún Lára Magnúsdóttir Höfundur er forseti Soroptimista á Ís- landi. gudrunlara@mmedia.is Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar. Í umfjöllun í Morgunblaðinu hinn 10.11. 2021 talar þú um að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið í heiminum til að verða óháð jarðefnaelds- neyti og það gæti gerst með þriðja orkuskiptaskrefinu til viðbótar við raf- væðingu og hitaveituvæðingu og fælist meðal annars í orkuskiptum og framleiðslu á rafeldsneyti og til þess að það gæti orðið þyrfti að auka orkuvinnslu í landinu. Þessu er ég fullkomlega sam- mála. Það liggja fyrir staðreyndir um að bíll sem fór ákveðna vegalengd með díselolíu fór nærri helmingi lengri vegalengd með sama magni af vetni. Við vitum báðir að orka er til alls fyrst, sem þýðir að raforka er eini orkugjafinn sem veldur engri mengun. Raforka hér á landi er svo til al- farið framleidd með því að búa til háa steinsteypuveggi fyrir uppi- stöðulón og fá þannig mikla fall- vatnshæð að hverflum virkjunar- innar. Kem ég nú að að aðalefni þessa pistils. Mjög víða erlendis eru annars konar vatnsvirkjanir sem nota vatnsaflið úr hægrennandi ám til að framleiða rafmagn, t.d. með hjólum, spöðum og sniglum sem snúast jafn hratt og rennsli árinnar er. Ég hef teiknað upp hugmynd að virkjun á raforkugjafa sem er snigill innan í röri, t.d. 10-12 metra löngu, og væri 50 cm í þvermáli. Þetta rör væri sett niður í ána á botnfest- ingar sem setti rörið í ákveðna hæð frá botni og ákveðna dýpt frá yfirborði árinnar. Þarna væru um fjögur tonn af vatni rennandi með sama hraða og áin að rafal, sams konar og er á vindmyllum. Svona virkjun til framleiðslu á raforku hefur marga kosti. Í fyrsta lagi er hún ódýr í fram- leiðslu; í öðru lagi er hún ekki sjónmengandi (er niðri í vatni), mengar ekkert og er stöðug í framleiðslu (svo lengi sem áin rennur). Áhugavert væri að sjá viðbrögð þín við hugleiðingum mínum á þessum sama vettvangi. Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Hugmynd að um- hverfisvænni fram- leiðslu raforku úr hægt rennandi ám á Íslandi eins og víða er gert um allan heim. Höfundur er pípulagningameistari og eldri borgari. hafsteinnsig@internet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.