Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 20% afsláttur frá föstudegi og út mánudag í verslun og vefverslun með kóðanum: kósý Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Black Friday tilboð Ný náttföt, náttkjólar og sloppar frá LINGADORE beint á BLACK FRIDAY TILBOÐ Verð 13.300 kr. TILBOÐ 10.640 kr. Verð 10.800 kr. TILBOÐ 8.640 kr. Verð 10.400 kr. TILBOÐ 8.320 kr. Verð 13.800 kr. TILBOÐ 11.040 kr. Fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra Ís- lands, en nú tals- maður norsku sjókvíaeldisrisanna sem eiga laxeldið í fjörðunum okkar að miklum meirihluta, fór ansi frjálslega með sannleikann í grein sem birtist hér í Morgunblaðinu á mánudaginn. Baráttan gegn lofts- lagsbreytingum af mannavöldum og hungri í heiminum er svo sann- arlega meðal allra mikilvægustu mála samtímans. Sjókvíaeldi á laxi leikur þó ekki jákvætt hlutverk í þeim efnum eins og Einar K. Guð- finnsson hélt fram í sinni grein. Þvert á móti er sjókvíaeldi birting- armynd framleiðsluaðferða sem mannkyn þarf að breyta svo ekki fari illa. Ódýr næringarefni notuð í lúxusframleiðslu Til að framleiða eina máltíð af eldislaxi þarf prótín og næring- arefni sem myndu annars duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Í laxeldi er sem sagt verið að búa til lúxusmatvöru úr fæðuflokkum sem væri annars hægt að nýta til að seðja hungraðan heim. Undanfarin misseri hafa Reuters, The Guardi- an og fleiri fréttamiðlar til dæmis birt fréttaskýringar um að eft- irspurn fiskeldisfyrirtækja eftir fiskimjöli sé svo mikil að stór hluti afla við Vestur-Afríku fari í bræðslu og sé svo seldur úr landi í stað þess að næra heimafólk. Laxeldi er bara um þrjú prósent af því fiskeldi sem stundað er í heiminum. Lang- stærsti hluti þess er eldi á fisktegundum sem lifa á fæðu sem ekki myndi nýtast til manneldis, ólíkt því sem á við um afurð- irnar sem notaðar eru til að framleiða fóður fyrir eldislaxinn. Auk fiskolíu og mjöls er notað mikið af sojabaunum í fóður fyrir eldislax- inn. Þessar baunir eru að stórum hluta ræktaðar á ökrum sem hafa verið ruddir í Amazon-frumskóg- inum. Hugsið ykkur þetta ferli: Sojabaunir ræktaðar í Suður- Ameríku eru fluttar til Norður- Evrópu þar sem þeim er sturtað í sjó í þau tvö ár sem laxinn er alinn í netapokunum. Að þeim tíma lokn- um er laxinum slátrað og flogið með hann á markað í Bandaríkj- unum eða Evrópu. Það er ekkert umhverfisvænt við þetta. Fimm sinnum stærra kolefnisfótspor Einar K. lét í grein sinni mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, en nefndi þó ekki að þær tölur hans komu úr skýrslu sem Landssamband fiskeldisstöðva keypti af íslensku fyrirtæki sem hafði aldrei áður rannsakað þessa hlið laxeldis. Í skýrslunni er því haldið fram að kolefnisfótspor sjó- kvíaeldislax sé álíka og af veiðum á villtum þorski. Þetta er alrangt, eins og hefur reyndar verið bent á áður og Einari á að vera kunnugt um. Samkvæmt rannsókn hins virta norska rannsóknarfyrirtækis SIN- TEF, sem hefur unnið sömu út- reikninga um árabil, er kolefn- isfótspor sjókvíaeldislaxins fimm sinnum stærra en af veiðum á þorski, og rúmlega tvöfalt stærra en kom fram í þeim tölum sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Íslands flaggaði í hlutverki sínu fyrir hina norsku eigendur sjókvía- eldisfyrirtækjanna. Í tölum SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax hef- ur farið mjög vaxandi á und- anförnum árum. Helstu ástæður eru þessar: . Vaxandi fiskidauði í sjókvíaeldinu og viðvarandi lúsafár hefur haft í för með sér meiri umferð brunn- báta og annarra þjónustuskipa í kringum sjókvíarnar. . Þessi aukni fiskidauði hefur síðan leitt af sér mun verri fóðurnýt- ingu. Með öðrum orðum: reikna þarf fóðrun þess fisks sem drepst með í þeim hluta fram- leiðslunnar sem fer til neytenda. . Miklu hærra hlutfall fóðursins kemur úr plönturíkinu en áður. Þetta eru fyrst og fremst soja- baunir sem eru ræktaðar á gríð- arlegu landflæmi fjarri þeim stöðum þar sem laxinn er alinn. Þessi mikla landnotkun og langar flutningsleiðir fóðurs vega mjög þungt þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Staðan er því nú sú að norskur sjókvíaeldislax er með 25 prósent hærra kolefnisfótspor en kjúkling- ur ræktaður í Evrópu. Og ekki er Ísland nær mörkuðum en Noregur og hið skelfilega háa hlutfall eldia- lax sem drepst í kvíunum er síst lægra hér en þar. Sjókvíaeldi er úrelt tækni Hér eru ótalin skaðleg áhrif sjó- kvíaeldis á umhverfið vegna meng- unar og lífríkið vegna sníkjudýra og erfðablöndunar. Neytendur nú- tímans gera í vaxandi mæli kröfur um að matvælaframleiðsla sé mannúðleg og skaði ekki náttúr- una. Sjókvíaeldi uppfyllir hvorugt þeirra skilyrða. Það lætur umhverf- ið og villta laxinn niðurgreiða sína skaðlegu tækni. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Neytendur munu hafna þessari vöru. Af þeim sökum sagði Atle Eide, fyrrverandi stjórn- arformaður SalMar, móðurfélags Arnarlax, nýlega að dagar opins sjókvíaeldis væru taldir. Spáði hann því að opnar kvíar yrðu farn- ar úr sjó 2030. Hér á landi er raunveruleg hætta á að við sitjum uppi með úrelta og skaðlega tækni miklu lengur ef menn eins og Einar K. Guðfinnsson fá að ráða för. Það má ekki gerast. Opnar sjókvíar eru úrelt tækni Eftir Ingólf Ásgeirsson » Til að framleiða eina máltíð af eldislaxi þarf prótín og næring- arefni sem myndu ann- ars duga í þrjár til fjór- ar máltíðir fyrir fólk. Ingólfur Ásgeirsson Höfundur er einn af stofnendum Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. ingo@starir.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.