Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Guðrún Jóna Knútsdóttir
Rúnars, Knúts og fjölskyldu og
Aðalsteins og fjölskyldu er mikill
og votta ég þeim mína dýpstu
samúð.
Nú er komið að kveðjustund
hjá minni kæru systur. Þessi
stund er sár því við hefðum öll
viljað hafa hana hjá okkur leng-
ur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana sem systur og fyrir þann
tíma sem ég fékk með henni.
Takk elsku systir fyrir allt. Minn-
ing þín mun áfram lifa með okkur
um ókomin ár.
Þín systir,
Sigrún Edda Knútsdóttir.
Kær mágkona, Guðrún Jóna
Knútsdóttir, er fallin frá. Í
nokkrum orðum langar mig að
minnast konu sem lét ekki mót-
læti og veikindi slá sig út af lag-
inu. Það var stutt síðan að ég
sagði við konu mína og systur
Jónu: „Mikið geislar af henni
Jónu, hún ber sig svo vel, mynd-
arleg og ávallt hugguleg til fara.“
Ég á því nokkuð erfitt með að
sætta mig við að hún hafi yfirgef-
ið þetta líf.
Hún Jóna frænka eins og börn
okkar Sigrúnar kölluðu hana
fæddist fyrir 75 árum í Hafnar-
firði og ólst þar upp. Hún átti
ættir að rekja til Vestfjarða, ann-
ars vegar til Hvallátra í Rauða-
sandshreppi þar sem Látrabjarg
skartar sínum stórfenglegu
klettasyllum og móðir hennar
fæddist og hins vegar til Dýra-
fjarðar þar sem völundarsmiður-
inn Knútur Kristjánsson, faðir
hennar, sleit barnsskónum.
Hún Jóna hafði að geyma kosti
beggja foreldra sinna, eljusemi
og dugnað. Hún bjó yfir sérstakri
ró og jafnaðargeði föður síns. Það
lýsti Jónu vel að hún lét ekkert
stöðva sig sem hún ætlaði sér
þrátt fyrir að hún var undirlögð
iktsýki eða rheumatoid arthritis
sem nefnist í daglegu tali liða-
gigt. Liðagigt er einn af algeng-
ustu liðabólgusjúkdómunum sem
geta leikið manninn illa. Jóna
greindist ung að árum með þenn-
an sjúkdóm en þeim sem ekki til
hennar þekktu hefðu ekki grunað
að þar fór kona undirlögð gigt-
arbólgum í höndum og fótum.
Hún lét liðbólgur ekki á sig fá
þótt Gullkistan, ferðahópur
góðra félaga og samferðamanna,
skipulegði ferðir um hálendi Ís-
lands. Jóna var ávallt með í för.
Hún lagði leið sína með hópnum í
20 ár eða frá árinu 2001 þegar við
gengum um Stórurð og þaðan til
Borgarfjarðar eystri. Hún gekk
einnig um Látrabjarg og nær-
sveitir og í Lónsöræfum lét hún
engan bilbug á sér finna en átti
nokkuð erfitt með að ganga niður
brattar hlíðarnar. Það var þá sem
við tveir, sá er þetta ritar og
Ingvar, buðum henni far niður
bratta skriðu til að létta á lúnum
gigtarfótum. Hún þáði boðið og
var tekin upp á buxnastrengnum
áður en við létum skriðuna bera
okkur á hlaupum niður bratta
hlíðina með Jónu í lausu lofti á
milli okkar. Hún gekk um Skaft-
ártungur, inn í Reykjarfjörð að
Drangajökli, sótti heiðarbýlin
heim á Austurlandi með Páli
Pálssyni frá Aðalbóli, gekk um
Dalina fyrir vestan og sótti Hrís-
ey heim svo eitthvað sé nefnt.
Hún lét gigtina sem vind um eyru
þjóta.
Hún Jóna kunni að lifa lífinu,
naut þess að ferðast og vera í
góðra vina hópi. Hún var sér-
fræðingur í brauðtertugerð og
það var ósjaldan sem við Sigrún
fengum að njóta þess munaðar að
ferðast með henni og Rúnari eða
fá þau í heimsókn. Jóna hafði
blíða nærveru og verður hennar
sárt saknað. Missir Sigrúnar
systur hennar er mikill en þær
voru mjög nánar, ræddu saman
nær daglega allan ársins hring.
Þá er missir bræðra hennar mik-
ill en þau systkinin höfðu myndað
með sér kærleiksríka vináttu.
Mestur er þó missirinn hjá
Rúnari og börnum þeirra, Knúti,
Aðalsteini og fjölskyldum þeirra.
Votta ég þeim öllum innilega
samúð mína og megi minning um
Jónu verða okkur ljós í skamm-
deginu.
Janus Guðlaugsson.
Mín fyrsta minning um Jónu
frænku mína er frá Látrum.
Hulda systir mín kom oftast til
okkar vestur á sumrin ásamt
Knúti eiginmanni sínum og börn-
unum Jónu og Gústa. Seinna
bættust Kristján og Sigrún í hóp-
inn.
Það var mikil tilhlökkun að fá
þau í heimsókn. Við Jóna náðum
vel saman þrátt fyrir 5 ára ald-
ursmun. Ég var mjög hreykin af
þessari fallegu og fíngerðu
frænku minni, sem var svo glað-
lynd og skemmtileg.
Nokkrum árum síðar var ég
svo lánsöm að fá að búa á heimili
fjölskyldunnar á Selvogsgötunni
þegar ég var við sundnám í Sund-
höll Hafnarfjarðar. Á heimilinu
bjuggu þá líka amma og afi Jónu í
föðurætt, Jóna og Kristján, ynd-
islegar manneskjur.
Þetta voru dýrðardagar fyrir
mig. Jóna og vinkonur hennar
skottuðust með mig um allan
Hafnarfjörð og Kristján afi henn-
ar ferðaðist með okkur í strætó
til Reykjavíkur og kynnti okkur
töfra höfuðborgarsvæðisins.
Það var gott að umgangast
Jónu, hún hafði góða nærveru,
skipti aldrei skapi og leit alltaf
björtum augum á tilveruna.
Þannig var hún líka þegar aldur
færðist yfir hana. Veikindi
breyttu því ekki.
Það er sárt að sjá eftir Jónu,
þessari góðu konu, hún hafði svo
margt að lifa fyrir.
Kæri Rúnar, Knútur, Aðal-
steinn og fjölskyldur, Ágúst,
Kristján og Sigrún, við Hörður
vottum ykkur öllum okkar
dýpstu samúð.
Jóna Margrét Kristjánsdóttir.
Að kvöldi laugardagsins 13.
nóvember sl. barst okkur sú
harmafregn að góð vinkona okk-
ar hún Jóna Knúts hefði orðið
bráðkvödd á heimili sínu. Ekki
grunaði okkur að kveðjustundin
væri svona skammt undan.
Jóna greindist ung að árum
með liðagigt, sem hún barðist við
mestan hluta ævi sinnar með
bjartsýnina og æðruleysið að
vopni. Hún lét sjúkdóminn aldrei
stoppa sig og naut lífsins eins og
kostur var. Vinir hennar og
vandamenn vissu vel, að Jóna
þjáðist oft illa af gigtinni skæðu.
En hvorki kveinkaði hún sér né
kvartaði. Hún hefði það bara gott
og hélt áfram veginn með bros á
vör. Að þessu leyti hefur hún
reynst okkar fjölskyldu stórkost-
leg fyrirmynd.
Jóna giftist æskuástinni sinni,
Rúnari Sigursteinssyni, ung að
árum og eignuðust þau tvo mann-
vænlega syni. Hún var einstak-
lega kærleiksrík og umhyggju-
söm og setti hag fjölskyldunnar
ávallt í fyrsta sæti. Þegar barna-
börnin bættust svo í hópinn
fengu þau í ríku mæli að njóta
ástar og umhyggju ömmu sinnar.
Jóna var elst fjögurra samheld-
inna systkina, og var hún elskuð
og dáð af þeim öllum og þeirra
fjölskyldum.
Jóna og Rúnar höfðu unun af
ferðalögum. Í gegnum tíðina höf-
um við átt þess kost að ferðast
með þeim bæði innanlands og ut-
an. Í slíkum ferðum kynntumst
við enn betur mannkostum Jónu.
Hún var glaðlynd, hjálpleg og
traustur félagi með einstaklega
góða nærveru. Í ljósi þess að
Jóna hefur nú kvatt okkur hinstu
kveðju, þá erum við sérstaklega
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta samvista með þeim sóma-
hjónum í Heimabæ í Látravík sl.
haust. Þar á móðurfjölskylda
Jónu sumarhús, og á fáum stöð-
um unni hún sér betur. Okkur
varð þar ljóst hversu líkamlegri
heilsu Jónu hefði hrakað seinustu
misserin.
Við vottum Rúnari, Knúti, Að-
alsteini og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð. Megi góðar
minningar um einstaka konu lýsa
og hugga í sorginni og veita birtu
og gleði um ókomin ár.
Sverrir og Ásbjörg.
Ég fann vinkonu mína hjá
sjúkraþjálfara og leitaði hana
uppi eftir að hafa orðið starsýnt á
að við áttum sama afmælisdag.
Svona voru tilviljanirnar okkar
Jónu.
Þá kom í ljós að Jóna og Rúnar
maður hennar höfðu verið nem-
endur mínir í öldungadeild í jarð-
fræði í Flensborg. Upp úr þessu
spratt góð vinátta, sem hófst með
því að við héldum saman upp á af-
mælisdag okkar og fórum út að
borða.
Kynnin voru stutt og gefandi.
Hún var mér eins og systir. Lág-
vaxin, brosmild og björt yfirlit-
um. Alltaf tilbúin að stjana við
mig. Við töluðum saman daglega
um allt og ekkert. Spiluðum sam-
an og bökuðum sörur saman, svo
eitthvað sé nefnt. Ferðuðumst
saman vestur að Látrum og norð-
ur í Fitjárdal. Hver á nú að „taka
stökkið“ með mér í búðunum?
Jóna var mikil húsmóðir og
góð eiginkona. Ömmubörnin áttu
hug hennar allan.
Hennar er sárt saknað. Inni-
legustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Sigríður Petra
Friðriksdóttir (Sísí).
Það var fyrir allmörgum árum
að sex konur hittust á búta-
saumsnámskeiði sem haldið var í
Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Konurnar þekktust sumar inn-
byrðis og tvenn systrapör voru í
hópnum. Annað þeirra voru þær
Jóna sem við kveðjum nú og syst-
ir hennar Sigrún sem sér á bak
ástkærri systur sinni.
Eftir námskeiðið ákváðu kon-
urnar að mynda samveru utan
um þetta áhugamál sitt og var
hópnum gefið grínnafnið „Blauta
höndin“, enda stóð til að vinna
handverk. Ein úr hópnum féll frá
fyrir aldur fram 2006 en við viss-
um allar af alvarlegum veikind-
um hennar, en andlát Jónu okkar
bar snöggt að eftir skammvinn
veikindi og kom okkur í opna
skjöldu þó svo að hún hefði ekki
verið heilsuhraust.
Það er aðeins rúmur einn og
hálfur mánuður síðan við vinkon-
urnar fimm hittumst í okkar ár-
legu dekurferð. En segja má að
öðrum ólöstuðum að Jóna hafi
lagt þunga á vogaskálarnar til að
þessar ferðir væru mögulegar og
jafn skemmtilegar og raun bar
vitni. Jóna hélt til að mynda bók-
hald um innkaup fyrir hópinn ár
eftir ár því ekkert mátti skorta
við veisluhöldin. Síðasta ferðin
var eins og þær flestar farin í
Stóra-Hof í Þjórsárdal fyrir til-
stilli þeirra hjóna en Jóna kom
ævinlega með ljúffengar flatkök-
ur Rúnars í nesti fyrir hópinn og
eru honum færðar þakkir fyrir
allan baksturinn fyrir okkur í
gegnum árin.
Óhætt er að segja að við eigum
allar skemmtilegar minningar frá
gefandi samveru úr þessum ferð-
um sem lifa í hugum okkar um
ókomna tíð. Jóna var einstök
gæðakona í alla staði, heil og
sönn. Hláturmild og glaðsinna
með eindæmum og átti auðvelt
með að sýna öðrum áhuga og vel-
vild. Það fór ekki á milli mála hve
kært var með þeim systrum og
viljum við hér votta Sigrúnu vin-
konu okkar innilegustu samúð.
Við kveðjum Jónu, þessa ljúfu
yndislegu vinkonu okkar með
þakklæti og biðjum henni allrar
blessunar. Eiginmanni hennar
Rúnari og sonum þeirra og fjöl-
skyldum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Elín, Elsa og Gerða.
✝
Elín fæddist á
fæðingardeild
Landspítalans 30.
desember 1958.
Hún lést á Land-
spítalanum, Hring-
braut, 12. nóvem-
ber 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Selma K.
Jónsdóttir, f. 11.1.
1938, og Albert
Rúnar Ágústsson, f.
15.9. 1938, d. 2018.
Bróðir hennar er Björn Rún-
ar Albertsson, f. 21.5. 1962,
14.10. 2005, og Sindri Þór Sig-
urðsson, f. 15.3. 2008. Jón Páll
Arnarson, hann á tvo drengi,
Helga Val Jónsson, f. 4.12. 2012,
og Róbert Rúnar Jónsson, f.
15.4. 2016. Örn Ingi Arnarson, f.
30.4. 1992.
Elín ólst upp í Reykjavík. Ár-
ið 1980 flutti hún í Vogana.
Fyrst um sinn starfaði hún í
fiskvinnslu en síðan fór hún að
vinna með börnum. Hún var
dagmamma, síðar vann hún á
leikskólanum en lengst af vann
hún í Stóru-Vogaskóla og lauk
hún starfsævinni þar.
Elín var mikil handa-
vinnukona.
Útför hennar fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju í dag, 26.
nóvember 2021, kl. 13.
Hlekk á streymi má finna á:
www.mbl.is/andlat
kona hans er Sól-
veig Einarsdóttir, f.
16.12. 1952. Eiga
þau soninn Björn
Björnsson, f. 31.8.
1988.
Elín á þrjá
drengi, þeir eru
Sigurður Rúnar
Arnarson,f. 6.12.
1978, sambýlingur
hans er Harpa Ósk
Sigurðardóttir, f.
6.12. 1976. Sigurður á tvo
drengi úr fyrra sambandi, þeir
eru Mikhael Máni Sigurðsson, f.
Haustið 2012 fékk ég starf
bókasafnsfræðings Stóru-Voga-
skóla. Hafði verið atvinnulaus í ár
svo það var átak að koma í vinnu
úr bænum. Þarna kynntist ég frá-
bæru fólki sem tók mér einstak-
lega vel. Ella og Inger ásamt fleiri
skólaliðum komu snemma til að
opna fyrir krökkunum en við
fengum okkur smá kaffi áður en
vinnan hófst. Þannig hófust kynni
okkar Ellu. Hún var alltaf með
handavinnu sem var svo gaman
að fylgjast með. Það var von á
ömmudreng í byrjun desember
og heimferðasettið sem hún
prjónaði var gullfallegt eins og
allt sem hún prjónaði eða heklaði.
Þegar kaffistofan var stækkuð
átti starfsfólk auðveldara með að
velja sér sæti. Ég valdi sæti hjá
henni og Inger og það varð að
handavinnuhorninu. Við vorum
alltaf með handvinnu eða skoðuð-
um prjónauppskriftir sem við
veltum fyrir okkur.
Eftir því sem við töluðum
meira saman og kynntumst betur
þorðum við að bauna smá skotum
á hvor aðra, smá stríðni, sem var
nauðsynlegt að svara með öðru
smá skoti. Þetta byrjaði varfærn-
islega en vatt fljótlega upp á sig.
Ella svaraði að bragði og spyr
hvort ég geti tekið við því sem ég
lét frá mér. Svo hlógum við báðar
og mér fannst þetta verða upp-
hafið að vináttu okkar. Tvær
steingeitur í ham, bara skemmti-
legt.
Þótt auðsótt væri að fá frí á
skólatíma var afleysing nauðsyn-
leg. Ella vann fyrir mig nákvæm
og vandvirk. Þegar ég lét af störf-
um hvatti ég hana til að sækja um.
Ég hélt áfram að koma á safnið og
var yfirleitt marga klukkutíma
því við þurftum að tala um svo
margt
Þegar hún varð sextug gáfum
við Inger henni smápening með
skilyrði um að við hittumst í bæn-
um svo við gætum séð til að hún
keypti garn af viti. Það gerðum
við og áttum yndislegan ógleym-
anlegan dag. Við heimsóttum
næstum allar prjónabúðirnar í
bænum og borðuðum að lokum
saman. Ella keypti garn til að
prjóna sjal sem ég var búin að
prjóna en ætlaði að hjálpa þeim
að byrja á. Við komum til hennar
og þær byrjuðu á sjalinu en ég las
fyrir þær uppskriftina svo prjóna-
skapurinn gengi betur. Þetta
gekk glimrandi vel en Ella náði
ekki að klára sitt því hún var beð-
in um að prjóna peysur og geymdi
sitt sjal til betri tíma. Það stóð
alltaf til að hjálpa henni af stað
aftur og þótt við kæmum oft til
hennar komst sjalið ekki að. Við
þurftum að tala svo mikið. Ella
hafði ákveðið að taka sér launa-
laust leyfi í vetrarfríinu og var svo
ánægð þegar hún sagði mér það.
„Ég hef aldrei gert það áður,“
sagði hún spennt og bætti við að
hún yrði sko heima og það væri
tilvalið að við Inger kæmum til
hennar. Það breyttist við skyndi-
leg veikindi hennar.
Ég náði að heimsækja hana á
Landspítalann og eyða með henni
smá tíma í lokin, sem ég er mjög
þakklát fyrir.
Mér finnst erfitt að hugsa til
þess að heimsóknirnar til Ellu
verða ekki fleiri og sakna ég
hennar sárt. Sárastur er þó sökn-
uður fjölskyldu hennar og sendi
ég þeim öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Una.
Elín starfaði við Stóru-Voga-
skóla í rúm 20 ár við góðan orðstír
og gekk ávallt vösk til sinna
starfa, var samviskusöm og
traust, hvort sem var í gang-
avörslu, sem stuðningsfulltrúi eða
starfsmaður á bókasafni, og alltaf
var stutt í húmorinn. Elín fór að
vinna á bókasafni skólans/sveitar-
félagsins fyrir þremur árum. Þar
var aldeilis rétt kona á réttum
stað. Hún var fljót að tileinka sér
vinnubrögðin, skráningu, plöstun
og fleira og var bæði nákvæm og
vandvirk. Ekki skemmdi fyrir að
hún las mikið, alls konar bækur.
Þegar nýjar bækur komu á safnið
átti hún það til að taka þær frá,
fyrir safngesti, sem henni fannst
passa fyrir áhugasvið hvers og
eins, hún hafði gott minni. Hún
gerði sér einnig far um að fylgjast
með lestraráhuga nemenda og
ráðlagði þeim eftir getu. Á síðustu
tveimur árum hafa nokkrir nem-
endur á unglingastigi valið lopa-
peysuprjón sem valgrein og hafa
þá komið á safnið til að fá ráðgjöf
og aðstoð. Þar komu þau ekki að
tómum kofunum því Ella var mik-
il handavinnukona. Starfsmenn
skólans leituðu einnig til hennar
og hún veitti fúslega ráð.
Engan hefði órað fyrir því þeg-
ar Ella fór í veikindaleyfi að um
mánuði síðar bærist tilkynning
um að hún væri látin.
Starfsfólk Stóru-Vogaskóla
þakkar fyrir þann tíma sem það
fékk að starfa með yndislegri
manneskju. Kæra fjölskylda,
starfsfólk Stóru-Vogaskóla vottar
ykkur sína dýpstu samúð.
Fyrir hönd starfsfólks Stóru-
Vogaskóla,
Hilmar Egill Sveinbjörnsson
skólastjóri.
Elín Þóra
Albertsdóttir
Ég kynntist Þóru
þegar Páll, maður-
inn minn, byrjaði að
tefla með samstúd-
entum sínum í skákklúbbnum
þeirra, MR-55. Félagarnir og
konur þeirra var skemmtilegur og
uppátækjasamur hópur. Teflt var
á heimilum til skiptis og eftir-
minnilegar árshátíðir haldnar.
Sunnudagsgönguhópur varð til og
Ferðaklúbburinn Draumsýn fyrir
skíða- og aðrar ferðir innanlands
og utan, líka nokkrar með
skemmtiferðaskipum. Þetta voru
ánægjulegar ferðir í góðum fé-
lagsskap. Í ferðunum dreif líka
ýmislegt misjafnt á dagana. Ég
man eftir þremur handleggsbrot-
um, en alvarlegast var þegar Þóra
skaddaðist á hrygg í öldugangi á
Breiðafirði. Sjálf datt ég á andlit-
ið, berandi farangur og hlaut
kinnbeinsbrot og myndarlegt
glóðarauga. Við Mývatn daginn
eftir sagði elskulegur ungur af-
Þóra Davíðsdóttir
✝
Þóra Davíðs-
dóttir fæddist
25. júlí 1932. Hún
lést 27. október
2021.
Þóra var jarð-
sungin 15. nóv-
ember 2021.
greiðslumaður þeg-
ar ég ætlaði að
borga kaffið: Nei,
nei, þú þarft ekkert
að borga! Af útliti
mínu áleit hann
sennilega að ég væri
í mjög slæmum fé-
lagsskap! Í skíðaferð
í hörkufrosti féll
minn maður eitt sinn
niður um ís á skíðun-
um. Þá var gott að
vera í hópi, því erfitt var að ná
honum upp vegna skíðanna, fé-
lagarnir lánuðu svo þurrar flíkur
af sér og áfram var skíðað. Vondu
veðrin eru ekki síst minnisstæð,
eins og í skíðaferð minni með Ólafi
og Þóru á Hellisheiði í brjáluðu
veðri. Þá hélt ég að þessi litla og
netta kona, hún Þóra, myndi fjúka
og ég jafnvel farin að óttast að við
yrðum úti þegar við rákumst á
Litlu kaffistofuna í blindum byln-
um. Svona var staðið fast við
ákvörðunina um að láta veðrið
aldrei hindra för. Árið 2006 geng-
um við Páll með Ólafi og Þóru
„Laugaveginn“ og lentum þá í
snælduvitlausu veðri frá Hrafn-
tinnuskeri niður að Álftavatni,
enda varð ferðamaður úti sömu
nótt á þeim slóðum.
Gönguhópurinn gekk á flestöll
fell og fjöll í nágrenni Reykjavík-
ur. Ómetanlegt var að kynnast
þannig landinu. Svo fækkaði í
hópnum og að lokum vorum við
hjónin ásamt Ólafi og Þóru orðin
ein eftir. Þá var súkkulaðið henn-
ar Þóru með leyniuppskriftinni
ómissandi – kannski með rommd-
reitli? Á þessum göngum kynntist
ég Þóru betur. Hún var ráðagóð,
afar vel lesin, margfróð og vissi
skil á trjám og plöntum og þekkti
alla fugla. Svo var hún líka hag-
mælt. Hún þekkti til marga for-
vitnilegra staða á Suðurnesjum og
annars staðar, sem við skoðuðum.
Í desembermánuði varð að
venju að „heilagur Þorlákur var
blótaður“ að hætti Þóru, en þá var
skákklúbbsfélögunum boðið til
hangikjötsveislu á heimili þeirra
Ólafs. Líkt og einhver sagði: „Er
skammdegisþunglyndið skellur á
mér eins og alda og skammir frá
konunni þolað ég lengur ei get.
Það eitt er til ráða til Þóru og
Ólafs að halda, Þorlák að blóta við
ágætishangiket.“ Heimilin þeirra
þrjú á Hraunbrautinni, Blásölum
og Suðurlandsbraut voru menn-
ingarheimili sem báru vott um
myndarskap og smekkvísi.
Mér þótti vænt um Þóru. Ég er
þakklát fyrir samfylgdina og
ógleymanlegar minningar frá
ferðunum okkar. Við hjónin send-
um Ólafi innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þuríður Guðjónsdóttir.