Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 71
ÍÞRÓTTIR 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Ísak Bergmann
Jóhannesson,
landsliðsmað-
urinn ungi, skor-
aði sitt fyrsta
mark í Evrópu-
keppni í gær-
kvöld. FC Köben-
havn tryggði sér
þá sæti í 16-liða
úrslitum Sam-
bandsdeildar
Evrópu með því að sigra Lincoln
Red Imps 4:0 á Gíbraltar í næstsíð-
ustu umferð riðlakeppninnar.
Ísak kom danska liðinu á bragðið
með marki strax á 5. mínútu eftir
að annar ungur Skagamaður, Há-
kon Arnar Haraldsson, átti skot
sem markvörður Lincoln varði.
Ísak var ekki hættur því hann lagði
upp tvö mörk fyrir Köbenhavn í síð-
ari hálfleiknum. Með sigrinum hef-
ur danska liðið þegar tryggt sér
efsta sætið í sínum riðli.
_ Tottenham tapaði óvænt fyrir
Mura í Slóveníu, 2:1, en heimamenn
skoruðu úr vítaspyrnu í uppbótar-
tíma eftir að Harry Kane jafnaði
fyrir enska liðið. Tottenham, sem
missti Ryan Sessegnon af velli með
rautt spjald á 32. mínútu, þarf að
vinna efsta liðið, Rennes frá Frakk-
landi, til geta komist áfram og ekki
er einu sinni öruggt að það dugi til.
Ísak var í
aðalhlutverki
á Gíbraltar
Ísak Bergmann
Jóhannesson
„Það halda margir að ég hafi byrj-
að að æfa íþróttir strax eftir slysið
en það var alls ekki þannig,“ sagði
Arna Sigríður Albertsdóttir, hjól-
reiðakona ársins 2021 og ólympíu-
fari, í Dagmálum, frétta- og menn-
ingarlífsþætti Morgunblaðsins.
Arna Sigríður, sem er 31 árs
gömul, lenti í alvarlegu skíðaslysi
30. desember árið 2006 með þeim
afleiðingum að hún braut þrjá
hryggjarliði og hlaut mænuskaða
með þeim afleiðingum að hún er
lömuð fyrir neðan brjóstkassa.
Árið 2011 keypti hún sitt fyrsta
handahjól og varð hún fyrst Íslend-
inga til þess að keppa á HM í hjól-
reiðum í Notwil í Sviss árið 2015.
Þá tók hún þátt í Ólympíumóti fatl-
aðra í Tókýó í sumar og varð fyrsta
íslenska konan til þess að keppa í
hjólreiðum á Ólympíumóti.
„Ég var á mjög erfiðum stað í
mörg ár. Að hafa komist upp úr því
og öðlast ákveðið sjálfstæði var því
ákveðinn sigur fyrir mig. Ég hefði
til dæmis aldrei trúað því að ég
myndi vera að deila minni sögu með
öðrum í von um að veita þeim inn-
blástur. Ég held að íþróttirnar hafi
breytt öllu fyrir mig því eftir að ég
byrjaði að æfa aftur þá fór ég að sjá
einhvern árangur í fyrsta sinn eftir
slysið. Ég setti mér markmið, náði
þeim og áttaði mig á því ég gat
ennþá bætt mig í fullt af hlutum,“
sagði Arna Sigríður.
Íþróttirnar breyttu öllu fyrir mig
Ljósmynd/ÍF
Tókýó Arna Sigríður á fleygiferð á
Ólympíumótinu í sumar.
Einn Hollendingurinn spilar í Pól-
landi, annar í Portúgal og einn með
Fraport Skyliners frá Frankfurt í
Þýskalandi. Liðinu sem Jón Axel
Guðmundsson lék með í fyrra. Sá
heitir Matt Haarms og er 221 cm á
hæð. Hefur hann því nokkra senti-
metra á Tryggva Snæ Hlinason og
Ragnar Nathanaelsson. Sé Haarms
sterkur leikmaður ætti Tryggvi að
hafa nóg að gera í leiknum. Haarms
er 24 ára og lék með Purdue og BYU
í háskólakörfuboltanum.
Segja má að enginn í hollenska
hópnum spili með liði sem er jafn
hátt skrifað og Valencia sem Martin
Hermannsson leikur með. Fljótt á
litið virðist enginn Hollendingur
spila í Euroleague á þessu tímabili.
Þar er heldur enginn Íslendingur í
vetur og fyrir vikið getur Martin
verið með landsliðinu.
Hafa margoft mæst
Karlalandslið Íslands og Hollands
hafa mæst glettilega oft á körfu-
boltavellinum eða tuttugu og tvisvar
sinnum. Fyrsti leikurinn gegn Hol-
landi fór fram undir lok árs árið
1981.
Ísland lék fjóra leiki við Holland á
milli jóla og nýárs árið 1981 í Kefla-
vík, á Akranesi, á Selfossi og í
Reykjavík. Hollendingar unnu þá
alla en engan með meira en tíu stiga
mun. Íslendingar endurguldu heim-
sóknina í apríl 1982 og voru þá spil-
aðir fjórir leiki í Hollandi. Unnu Hol-
lendingar þrjá þeirra en Ísland vann
einn.
Ísland hefur alls unnið sjö leiki af
tuttugu og tveimur gegn Hollandi.
Íslendingar hafa sótt í sig veðrið á
þessari öld og þá hefur hlutfallið
verið mun betra en það var á síðustu
öld.
Ísland hefur mætt Hollandi eftir
að núverandi þjálfari, Craig Ped-
ersen, tók við liðinu. Var það í ágúst
árið 2015 en þá voru bæði liðin að
undirbúa sig fyrir lokakeppni EM..
Þá mættust liðin þrívegis. Íslannd
vann stórsigur, 80:55, í Þorlákshöfn
en Holland hafði betur 73:65 í Höll-
inni. Liðin mættust einnig á móti í
Eistlandi og þá vann Ísland naum-
lega, 67:65.
Lentu illa í Jóni Arnóri
Ísland vann Holland í mótsleik í
Smáranum í undankeppni EM í
ágúst 2009 eða í miðri Icesave-
deilunni. Hollendingar voru þá með
tvo NBA-leikmenn í sínu liði en Ís-
land vann óvæntan sigur 87:75.
Jón Arnór Stefánsson átti þá stór-
leik og skoraði 15 stig í fyrsta leik-
hluta. Páll Axel Vilbergsson og Logi
Gunnarsson voru einnig heitir fyrir
utan þriggja stiga línuna í leiknum í
Smáranum.
Forvitnilegur fyrsti leikur
- Holland og Ísland eigast við í
Almere í kvöld - Mættust síðast 2015
Morgunblaðið/Eva Björk
Hollendingar Ægir Þór Steinarsson í leik gegn Hollendingum fyrir sex ár-
um. Hann er í íslenska liðinu sem mætir þeim í Almere í kvöld.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland mætir Hollandi í Almere í
kvöld og hefst þá undankeppni HM
karla í körfuknattleik en lokakeppn-
in verður haldin árið 2023 í Japan,
Indeónesíu og Filippseyjum. Leik-
urinn gæti reynst mikilvægur en
Rússland og Ítalía eru fyrir fram tal-
in sterkari lið en þessi fjögur eru
saman í B-riðli. Þegar upp verður
staðið munu þrjú þessara liða fara
áfram á næsta stig undankeppn-
innar. Þótt erfitt sé að spá í spilin
fyrir fram þá gætu viðureignir Ís-
lendinga og Hollendinga skipt miklu
máli.
Lið Hollands vann sig inn í loka-
keppni EM 2021 en lokakeppninni
var frestað vegna heimsfaraldursins
og mun fara fram árið 2022. Með það
sem viðmið er hægt að segja að hol-
lenska liðið standi framar um þessar
mundir. Ísland komst á EM 2015 og
2017 sem kunnugt er. Nú hefur fyr-
irkomulaginu verið breytt þannig að
EM fer fram á fjögurra ára fresti.
Holland komst ekki inn á EM 2017
en var á EM 2015 og þá stóð liðið sig
mjög vel. Þá var liðið á EM í fyrsta
skipti frá 1989.
Holland er með ítalskan landsliðs-
þjálfara, Maurizio Buscaglia. Hann
tók við hollenska liðinu árið 2019 en
stýrir einnig Hapoel Holon í Ísrael.
Hefur hann þjálfað frá árinu 2015,
mest á Ítalíu.
221 cm hár miðherji
Átta leikmenn í hollenska hópnum
spila í sameiginlegri deild bestu liða
Hollands og Belgíu en í þeirri deild
spilar Elvar Már Friðriksson. Þrír í
hollenska liðinu leika á Spáni og eru
allir hjá liðum í b-deildinni eins og
Ægir Þór Steinarsson. Einn þeirra
leikur með Girona, liðinu sem Kári
Jónsson spilaði með í fyrra.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Sindri ............................ 18
Borgarnes: Skallagrímur – Álftanes .. 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Hamar................. 19.15
Ásvellir: Haukar – ÍA................................ 20
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Stjarnan . 19.15
Akranes: Aþena/UMFK – Snæfell ..... 19.30
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Höllin Ak.: Þór – Vængir Júpíters...... 19.30
Víkin: Berserkir – Hörður........................ 20
Dalhús: Fjölnir – Selfoss U ................. 20.15
Í KVÖLD!
Olísdeild karla
Selfoss – Grótta .................................... 32:23
Staðan:
Haukar 10 7 2 1 301:264 16
Valur 9 6 2 1 261:228 14
ÍBV 9 7 0 2 275:257 14
FH 9 6 1 2 253:227 13
Stjarnan 9 6 0 3 268:262 12
Afturelding 9 4 2 3 263:251 10
Fram 8 4 0 4 222:224 8
Selfoss 9 4 0 5 233:230 8
KA 9 3 0 6 248:269 6
Grótta 8 2 1 5 204:219 5
HK 8 0 0 8 198:229 0
Víkingur 9 0 0 9 192:258 0
Þýskaland
Melsungen – RN Löwen...................... 25:24
- Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson og
Alexander Petersson skoruðu ekki.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyr-
ir Löwen.
Erlangen – Stuttgart .......................... 27:32
- Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir
Stuttgart og Andri Már Rúnarsson 5.
Balingen – Göppingen ........................ 26:30
- Daníel Þór Ingason skoraði 3 mörk fyrir
Balingen. Oddur Gretarsson lék ekki með
Balingen og Janus Daði Smárason ekki
með Göppingen.
Meistaradeild karla
Dinamo Búkarest – Flensburg .......... 20:28
- Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad.
Sviss
Zürich – Kadetten ............................... 33:33
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Umspil U18 kvenna
Leikið í Serbíu:
Serbía – Ísland...................................... 31:20
Slóvenía – Slóvakía............................... 26:23
_ Lokastaðan: Spánn 6, Ísland 4, Slóvenía
2, Slóvakía 0.
Intersport Cup
Alþjóðlegt mót kvenna í Noregi:
Noregur – Holland .............................. 36:21
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
E(;R&:=/D
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
Knattspyrnusambands Íslands,
sendi í gær frá sér yfirlýsingu í
kjölfarið á máli Eiðs Smára Guð-
johnsens sem var sagt upp störf-
um sem aðstoðarþjálfara karla-
landsliðs Íslands. Vanda hefur
ekki viljað ræða málið við fjöl-
miðla en yfirlýsing hennar er svo-
hjóðandi:
„Líkt og fram hefur komið þá
tóku stjórn KSÍ og Eiður Smári
Guðjohnsen sameiginlega ákvörð-
un um starfslok hans sem
aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.
Í kjölfarið hafa fjölmiðlar leitað
svara um málið.
Af sjálfsagðri virðingu við
einkalíf Eiðs Smára þá höfum við,
ég sem formaður KSÍ, stjórn og
starfsfólk KSÍ, farið þá leið að tjá
okkur ekki í smáatriðum um til-
drög starfsloka hans. Við viljum
ekki og getum ekki rætt hans per-
sónulegu mál í fjölmiðlum. Þar
þarf hann að stjórna ferðinni sjálf-
ur.
Ákvörðun sem þessi er alltaf
þungbær, á sér langan aðdrag-
anda og er ekki tekin nema að vel
ígrunduðu máli. Aftur óskum við
Eiði velfarnaðar og þökkum hon-
um góð störf.
Stjórn KSÍ hefur þegar rætt
og mun ræða áfram hvort ástæða
sé til þess að hætta að veita hóf-
lega áfengi að verkefnum lokn-
um.
Nú tekur við vinna við leit að
nýjum aðstoðarþjálfara þar sem
þjálfari liðsins, Arnar Þór Við-
arsson, mun að sjálfsögðu ráða
ferðinni. Vonandi gengur sú leit
hratt og örugglega fyrir sig og
við finnum réttan aðila í starfið
við hlið Arnars til að leiða áfram-
haldandi uppbyggingu á þessu
unga og spennandi landsliði.“
Viljum ekki ræða persónuleg mál
- Þungbær ákvörðun, segir Vanda - Umræður um veitingu áfengis hjá KSÍ
Vanda
Sigurgeirsdóttir
Eiður Smári
Guðjohnsen