Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is L Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Lærisstandur Verð 17.700 Tónlistarhátíðin Seigla heldur áfram göngu sinni í kvöld með tón- leikum sem bera heitið Ævintýri síðsumars og fara fram í Kaldalóni Í Hörpu kl. 20. Þeir hefjast með tveimur tríóum fyrir óhefðbundna hljóðfærasamsetningu, þ.e. klarí- nettu, víólu og píanó en verk fyrir þá samsetningu eru ekki algeng. Kegelstatt tríó Mozarts virðist hafa verið hið fyrsta, að því er segir í til- kynningu og mun það hljóma í fyrri hluta tónleikanna ásamt verki eftir Schumann, Märchenerzählungen sem var eitt af síðustu verkum tón- skáldsins. Eftir hlé mun píanóleikarinn Ásta Dóra Finnsdóttir leika þrjár rómönsur eftir Clöru Schumann. Ásta Dóra mun svo enda tónleikana á einleiksverki eftir Rachmaninoff: Corelli-tilbrigðunum, Op. 42. „Það hrífur hlustendur með sér í ótrú- legt ferðalag gegnum 20 tilbrigði á hinni aldagömlu foliu, laglínu frá lokum 15. aldarinnar. Þetta stóra einleiksverk krefst gríðarlegrar tæknigetu á hljóðfærið en útgeislar í senn svakalegri fegurð og eft- irminnilegum laglínum,“ segir í til- kynningu. Auk Ástu Dóru, sem er aðeins 14 ára, koma fram Grímur Helgason klarínettuleikari, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hæfileikarík Ásta Dóra Finnsdóttir hefur hlotið fjölda verðlauna. Ásta Dóra og tríó koma fram í Seiglu Með Gilitrutt og Búkollu Hringavitleysa bbbnn Eftir Sigurrós Jónu Oddsdóttur. Bókabeitan 2021, 212 bls. Stjúpsystkinin Fjóla og Lárus lenda aldeilis bókstaflega í ævintýrum í fyrstu bók Sigur- rósar Jónu Oddsdóttur, Hringavitleysu. Vett- vangsferð með bekknum á Þjóðminjasafnið verður að mikilli svaðilför þegar þau álpast yfir í heim þjóðsagna og ævintýra og neyðast til þess að greiða úr hinum ýmsu flækjum, finna Búkollu og Hlina kóngsson og kljást við Gilitrutt og systur hennar Korku. Hringavitleysa er saga um vináttu. Fjólu og Lárusi líkaði vægast sagt illa hvort við annað en læra að meta hvort ann- að þegar þau þurfa að hjálpast að í ævintýra- heiminum. Sigurrós er fínn penni og textinn rennur vel áfram. Söguþráðurinn er líflegur og fullur af húmor en sagan skilur kannski ekki mikið eftir sig að lestri loknum. Sigmundur B. Þorgeirs- son sér um myndlýsingu en í myndum hans er einnig að finna mikinn húmor og mikið líf. Glettin en ósannfærandi Drengurinn sem dó úr leiðindum bbmnn Eftir Guðríði Baldvinsdóttur. Sæmundur 2021, 171 bls. Margir hafa áhyggjur af tölvuleikjafíkn og yfirdrifinni snjallsímanotkun ungu kynslóð- arinnar. Guðríður Bald- vinsdóttir tekur þetta málefni fyrir í bók sinni Drengurinn sem dó úr leiðindum sem fjallar ein- mitt um dreng nokkurn sem deyr úr leiðindum þegar hann fær ekki að- gang að tækjunum sín- um. Bókin byrjar nokkuð skemmtilega, tónn drengsins, sem sjálfur segir frá, er glettinn og lýsingar hans á fjölskyldulífinu skemmtilegar. Þegar hann deyr síðan úr leiðindum fær hann, í fylgd stúlkunnar Stuttu Stínu, nokkurs konar leiðbeinanda, að kynnast því hvernig það er að ganga aftur. Hann lærir ýmislegt um lífið og tilveruna á þessu draugaflakki sínu og boð- skapur sögunnar er nokkuð skýr. Það er því miður ýmislegt sem betur hefði mátt útfæra í þessari bók. Klárir krakkar munu reka augun í atriði sem hreinlega ganga ekki upp sem er mikill ágalli auk þess sem söguþráðurinn virðist oft á tíðum nokkuð til- viljanakenndur og ósannfærandi. Einhverfa, vinátta og spenna Kennarinn sem kveikti í bbbbn Eftir Bergrúnu Írisi Sævardóttur. Bókabeitan 2021, 165 bls. Þriðja bókin í hinni vinsælu kennaraseríu Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur er komin út og sú er ekki síðri en þær sem á undan komu. Að þessu sinni er það Fann- ar sem segir söguna, en tvær bekkjarsystur hans höfðu verið sögumenn hvor í sinni bókinni. Fannar er einstaklega gáfaður piltur en á stund- um í erfiðleikum með samskipti við jafnaldra sína. Hann er persóna sem auðvelt er að þykja vænt um þrátt fyrir að hann sé alls ekki gallalaus, kannski einmitt vegna þess hve óvenjulegur eða jafnvel ein- stakur hann er. Höfundi tekst vel að fanga hugarheim hans og er framsetningin á þessum einstaklingi á einhverfurófinu afar sannfær- andi, þótt aðrir geti sjálfsagt dæmt um það betur en ég. Söguþráðurinn er spennandi eins og aðdá- endur kennarabókanna eiga við að búast auk þess sem sagan hlýjar manni um hjartarætur. Bergrún tekur yfirleitt fyrir einhver mikil- væg málefni í hverri bók og í þetta sinn er það einelti, einhverfa og mikilvægi umburðarlynd- is. Hún myndlýsir bókina sjálf og leysir það verkefni vel af hendi að vanda og tekst að miðla öllum tilfinningaskalanum. Skondinn hundur í rykfrakka Spæjarahundurinn bbbnn Eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hólar 2021, 159 bls. Í bókinni Spæjara- hundurinn byggir Guð- jón Ingi upp nokkuð skemmtilegan heim og segir frá enn skemmti- legri persónu. Spæjara- hundurinn, sem er afar stór og afar klókur og klæðist rykfrakka, kem- ur til Bjartabæjar í von um að koma í veg fyrir að alræmdir glæpamenn nái takmarki sínu. Þar kynnist hann Laugu löggu og hundi gull- smiðsins, Perlu, og með þeim tekst hin besta vinátta. Þótt hugmyndin að sögunni sé góð vantar þá spennu í hana sem maður býst við af sögu af leynilögregluhundi og ævintýrum hans. Sögu- þrjáðurinn er tiltölulega einfaldur og vanda- málin sem upp koma þegar fanga á hinar út- sjónarsömu glæpaþríburasystur eru aðeins of auðleyst. Það er synd því persóna á borð við Spæjarahundinn á skilið mikið ævintýri. Halldór Baldursson gæðir spæjarahundinn lífi með skemmtilegum myndum og á hann hrós skilið fyrir þær. Ferðir um ævintýraheima og lönd vináttunnar Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Spæjarahundur Halldór Baldursson glæðir spæjarahundinn lífi með skemmtilegum myndum. 76 MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.