Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. 44 Foreldrar og starfsfólk leikskóla eru undir miklu álagi og viðvarandi streita er algeng meðal þess- ara hópa. Sjaldnar er talað um skaðleg áhrif þessarar streitu á börnin sjálf, sem eru viðkvæm og þurfa mikla, einstaklings- miðaða umönnun. Ís- lenska leikskólakerfið er komið að þolmörkum og því þarf samfélagið í heild sinni að veita foreldrum stuðning til auk- innar foreldraþátttöku í umönnun barna sinna en það myndi draga verulega úr vanda leikskólanna og geðheilbrigðiskerfisins. James J. Heckman fékk nóbelsverðlaun árið 2000 fyrir Heckman-kúrfuna, líkan sem sýnir að fjármunum hins op- inbera er best varið ef lögð er áhersla á að standa vörð um lífs- gæði manneskju allt frá móð- urkviði og fyrstu æviár hennar, en með því sparar samfélagið marg- falt til lengri tíma litið. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir streitu hjá ungum börnum og höf- um við bent á ýmsar leiðir til þess. Sérfræðingar í geðheilbrigð- ismálum barna, s.s. Sæunn Kjart- ansdóttir sálgreinir, telja foreldra í flestum tilfellum hæfasta til umönnunar barna sinna. Því vilj- um við enn frekari lengingu fæð- ingarorlofs; meðbyr og hvatningu til þeirra sem hafa tök á að annast börn sín meira sjálf; auka sveigjanleika í starfs- hlutfalli foreldra og að sveitarfélög bjóði sex klukkustunda fría leikskólavist til að hvetja til styttri við- veru barna. Hagfræð- ingar og fagaðilar hafa bent á kosti umönnunargreiðslna til foreldra sem kjósa að vinna styttri vinnu- dag og auka samveru með ungum börnum sínum. Slíkar greiðslur hafa verið gagnrýndar en þeim þyrfti að fylgja mjög öfl- ugt eftirlit og tengslamat fagaðila auk öflugrar foreldrafræðslu og jafnréttisfræðslu fyrir feður til að stuðla að raunverulegu kynjajafn- rétti. Félag leikskólakennara hef- ur útbúið reiknivél til að meta kostnað sveitafélaga af styttri dvalartíma barna en kostirnir eru ótvíræðir og sparnaður gríð- arlegur. Þolmörk leikskólastigsins Helstu álagsþættir leik- skólastigsins eru að frá árinu 1994, þegar lög um leikskóla voru samþykkt á Alþingi, hefur leik- skólastigið vaxið svo hratt að ómögulegt hefur verið að virða lögfest skilyrði. Ísland á Evr- ópumet í lengd dvalartíma leik- skóla en meðaldvalartími í Evrópu eru 28. klst. á viku á móti 38 klst. hér (Eurydice, 2019). Um alda- mótin var algengast að dvalartími anleg og sárt að heyra þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með of fáa umönnunaraðila“. Mælingar á streituhormónum leikskóla- barna sýna mikinn mun eftir gæðum leikskóla og því verða skilyrði að vera góð og í samræmi við það sem leikskólasamfélagið hefur kallað eftir áratugum sam- an. Leikskólar eru menntastofnun sem eiga að hlíta sömu skilyrðum og aðrar menntastofnanir. Mik- ilvægt er að aðgreina faglegt starf frá gæslu því það myndi án efa skila sér í bættum skilyrðum leikskólakennara og minnka brottfall til annarra skólastiga þar sem bjóðast t.d. fleiri og lengri frí. Umræða um annars konar úrræði þarf að eiga sér stað, m.a. til að leysa vanda þeirra sem vinna vaktavinnu. Við þurfum að átta okkur á að kerfið er sprungið og því ekki hægt að starfa eins og kveðið er á um í að- alnámskrá leikskóla. Ef við, sem samfélag, vinnum ekki saman að því að leysa vandann, munum við sjá deildum lokað og börn send oftar heim vegna manneklu. Þetta mun aðeins fara versnandi og mun hafa lamandi áhrif á sam- félagið. Málefnaleg umræða verð- ur að eiga sér stað meðal allra hagsmunaaðila; foreldra, atvinnu- lífsins og stjórnvalda. Aukin foreldraþátttaka lausn á vanda leikskólanna Eftir Önnu Mjöll Guðmundsdóttur » Grein um vanda leikskólanna og hvernig aukin þátttaka foreldra í umönnun barna sinna myndi létta á kerfi sem er komið að þolmörkum. Anna Mjöll Guðmundsdóttir Höfundur er varaformaður hags- munafélagsins Fyrstu fimm, þar sem foreldrar og fagaðilar beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi. annamj@hi.is væri hálfur dagur en nú eru 88% barna með dvalartíma í 8-9 klst. Þrýstingur á að sífellt yngri börn séu tekin inn eykst ár frá ári og styttingu vinnuvikunnar fylgdi ekkert fjármagn til ráðninga, þrátt fyrir kröfu um sömu þjón- ustu og óbreyttan dvalartíma barna. Einn alvarlegasti álagsþátturinn er þó hlutfall leikskólakennara en aðeins 28% starfsmanna leikskóla á Íslandi eru leikskólakenn- aramenntaðir í stað 67% eins og lög segja til um. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að því að hækka þetta hlutfall og ýmis atriði, varð- andi kjarabaráttu leikskólakenn- ara hafi verið leyst, eru vísbend- ingar um að starfsskilyrði í leikskólum séu verri en á öðrum skólastigum. Leyfisbréf frá 2019/ 2020, sem leyfir kennurum að færa sig á milli skólastiga, hefur leitt til mikillar tilfærslu leikskóla- kennara til grunnskólastigsins, en 298 leikskólakennarar hafa farið, á móti 97 sem komu yfir á leik- skólastigið. Starfsskilyrði ófag- lærðra leikskólastarfsmanna eru þó mun verri og með öllu óásætt- Fiskeldi almennt og þar með talið eldi í sjó skilur eftir sig grunnt kolefnisfótspor. Grynnra en þekkist í margri annarri mat- vælaframleiðslu. Gríð- arleg tækifæri eru handan við hornið við enn frekari minnkun á kolefnisspori fiskeld- isins. Fiskeldið er því hluti af lausninni á þessu krefjandi verkefni. Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og forsvarsmaður Icelandic wildlife fund, er þessu ósammála í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í framhaldinu. Aðstæður skoðaðar út frá íslenskum forsendum Kjarni málsins er þessi: Kolefnis- spor laxeldis í sjó er grunnt, enda fiskurinn alinn í sjó sem kallar á litla orkunotkun og hér á landi eru orkuskipti í fiskeldi þegar hafin. Fóðurnýting í laxeldi er betri en í margri annarri matvælaframleiðslu og með því lægsta sem gerist í dýraframleiðslu, sem stuðlar að hinu sama. Fjölmargar erlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýna þessa niðurstöðu og því hefði vel mátt láta gott heita. Fisk- eldismenn vildu hins vegar fá raunsanna mynda af stöðunni hér heima og leituðu til virts íslensks fyrir- tækis á sviði umhverf- ismála, Environice, með beiðni um að at- hugun væri gerð á kol- efnisspori íslensks fiskeldis. Niðurstöður í samræmi við fjölda erlendra greininga Þetta skiptir máli. Skilyrði hér á landi kunna að vera önnur en í út- löndum og því upplýsandi að fá mat á stöðu mála hér, miðað við íslensk- ar aðstæður og forsendur. Svo ágætt sem það nú er að horfa út fyrir landsteinana, er mjög mik- ilvægt að styðjast við íslenskar for- sendur og raunveruleika þegar þessi mál eru rædd. Í hinni stórfróðlegu skýrslu En- vironice, sem hér hefur verið vitnað til, getur að líta mjög áhugaverða töflu sem dregur saman meðaltöl fjölda erlendra greininga sem gerð- ar hafa verið á kolefnisspori ein- stakra matvara. Niðurstöðurnar eru mjög á hinn sama veg og við sáum í skýrslu Environice fyrir Ís- land. Kolefnissporið af laxeldi í sjó er grunnt og t.d. sambærilegt við sjálfbæra nýtingu á þorski hér við land. Vottað fóður – ábyrg afstaða Kolefnisspor í laxeldi á að lang- mestu leyti rætur sínar að rekja til fóðurframleiðslu. Þar er þess vegna stærsta verkið að vinna. Í sjávar- útvegi hefur orðið sú jákvæða þró- un að æ stærri hluti þess fisks sem er dreginn að landi fer til mann- eldis og þar hafa Íslendingar verið í fararbroddi. Sá hluti fiskafurða sem fer til annarra nota, svo sem fóðurgerðar, verður því minni. Nefna má sem dæmi að fyrir 30 ár- um voru 90% fóðursins fiskimjöl og lýsi. Nú er öldin allt önnur og því leita fóðurframleiðendur annarra leiða. En einnig þar þurfa menn að sýna fyllstu aðgát. Hinir stóru fóð- urframleiðendur fá vöru sína vott- aða af alþjóðlega viðurkenndum vottunaraðilum, eftir ströngum reglum, til þess að tryggja að um- hverfisáhrifin verði sem allra minnst. Þetta á til að mynda við um notkun á soja í fiskeldisfóðri sem Ingólfur Ásgeirsson gerði að umtalsefni. Aðeins lítill hluti soja- framleiðslunnar í heiminum fer í fiskeldi, hvað þá laxeldi í sjókvíum. Langmest fer í aðra fóður- framleiðslu. Engu að síður er kraf- ist umhverfisvottunar af sojafram- leiðslunni sem fer í fiskafóður. Það er ábyrg afstaða sem endurspeglar ríka umhverfisvitund, en sýnir líka hversu fráleitt það er að kalla lax- eldið til ábyrgðar á því sem mis- farist hefur vegna aukinnar soja- framleiðslu. Betur má ef duga skal Gríðarleg þróun er í fóðurgerð fyrir fiskeldi. Þar eru íslenskir vís- indamenn virkir þátttakendur og kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu um stöðu og horfur í ís- lenskum sjávarútvegi og fiskeldi (maí 2021). Þar er nefnd til sög- unnar ræktun á skordýrum (her- mannaflugulirfum) og þörungum sem hafa mjög hátt hlutfall pró- teina og góðra fitusýra, og ræktun próteinríkra örvera. Og enn má nefna stórt samevrópskt verkefni sem vísindamenn hjá MATÍS taka þátt í við að þróa innihaldsefni í fóður fyrir fisk, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Sumt er á þróunarstigi en annað komið lengra. En við blasir að þetta mun skapa lausnir sem draga enn úr kolefnisspori fiskeldis í sjó, sem er þó afar grunnt fyrir. 29% minnkun kolefnisspors í hráefni til fóðurframleiðslu Forstjóri Skretting, eins helsta fóðurframleiðanda í heimi, sagði nýverið að ekki ætti einvörðungu að horfa til nýrra lausna, heldur bæta núverandi framleiðsluaðferðir. Fyrirtækið hefur þróað aðferðir sem minnka kolefnissporið í hráefn- inu sem þeir nota við fóðurvinnsl- una um 29 prósent frá árinu 2018. Þetta skiptir mjög miklu máli þar sem fóðrið veldur langmestu um kolefnislosun í fiskeldi. Í þágu náttúrunnar, neyt- endanna og atvinnulífsins Lykillinn að því að draga úr kol- efnislosun er virk þátttaka atvinnu- lífsins. Kaupendur spyrja í vaxandi mæli um kolefnisspor vörunnar ekki síður en verð og atvinnulífið bregst við með því að gera enn bet- ur til þess að svara kalli neyt- endanna. Í þessu felast mikil tæki- færi fyrir atvinnugrein eins og laxeldi sem í dag er með grunnt kolefnisfótspor sem mun minnka enn í nánustu framtíð. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Í þessu felast mikil tækifæri fyrir lax- eldi sem er með grunnt kolefnisfótspor sem mun minnka enn í nán- ustu framtíð. Einar K.Guðfinnsson Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávar- útvegi. Fiskeldið er hluti af lausninni Ég hef áður talað um símsvara fyr- irtækja hér, en nú ætla ég aðallega að tala um símsvara Landsbankans, því að hann er með eindæmum. Þessi maður, sem talar inn á hann, er svo hávær, að maður dauð- hrekkur við, þegar hann byrjar ræðu sína. Það er líkt og hann sé að kalla á Viðeyjarferjuna, sem stödd er úti í eyjunni, en hann á bryggj- unni hérna og þarf ekki gjallarhorn, eins og hann talar hátt. Svo byrjar þulan um appið, netbankann og fleira, og þá hefur maður það á til- finningunni, að hann sé hálfgert að álasa manni fyrir að hringja í bank- ann og trufla fólkið þar. Þá kemur einhver og býður upp á símtal frá bankanum, sem ég hef þegar bent á hérna að virki ekki, hvað sem hann segir. Mér finnst nú, að fólkið í bank- anum ætti að vita, að það hafa ekki allir eldri borgarar þessa lands app, rafræn skilríki, snjalltæki, hvað þá tölvu. Hvað á það þá að gera annað en að hringja í bankann, ef maður á ekki heimangengt? Það á því ekki að álasa manni fyrir það. Fyrst og fremst væri það gott, ef maðurinn í símsvaranum talaði ekki svona óskaplega hátt í eyrað á manni. Það er alger óþarfi. Vinsamlegast. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Um símsvara Landsbankans Nútímavæðing? Er ekki lengur hægt að hringja í bankann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.