Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
✝
Kristín Carol
Chadwick
fæddist 5. janúar
1943 í Horsforth,
Leeds á Englandi.
Hún lést 15. nóv-
ember 2021 á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands.
Foreldrar henn-
ar voru James
Hoggart Chadwick,
f. 1919, d. 1971,
prentari, og Auður Jónsdóttir, f.
1919, d. 2006. Börn þeirra og
systkini Kristínar Carol voru:
tvíburabróðirinn Ralph Hinrik
Chadwick, d. 2010, hálfsystkinin
Jóhanna Kristín Hlöðversdóttir
ur). Börn hans eru: Magdalena
Sandra Dögg, f. 1986, og Isa-
bella Cristín Chadwick, f. 2007.
Seinni eiginmaður Kristínar
var Gunnar Jóhannesson, f.
1932, d. 2013. Þau giftust í júlí
1968. Gunnar var bóndi á Hömr-
um í Grímsnesi. Börn þeirra eru:
1) Gunnar Kristinn, f. 1969.
Sambýliskona hans er Agnes
Heiður Magnúsdóttir. Börn
hennar eru: Sólmundur Magnús,
f. 2001, Snæfríður Rós, f. 2004,
og Jóhann Hilmir, f. 2008. 2)
Auður, f. 1977. Auður er í sam-
búð með Ingólfi Jónssyni. Börn
hennar eru: Gunnar Birkir, f.
2005, og Hrafnhildur, f. 2009.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju 2. desember 2021, klukk-
an 14. Vegna samkomutak-
markana verður streymt frá
athöfninni á slóðinni:
https://tinyurl.com/4hby57bm
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
(Dadý), f. 1935, d.
2010, Ruth Chad-
wick Lee, f. 1957, d.
1999, Michael
Chadwick, f. 1962,
og fósturbróðir er
Oliver Hinrik Oli-
versson, f. 1958.
Kristín Carol
giftist Guðmundi
Frey Halldórssyni í
mars 1963. Börn
þeirra eru: 1) Hlyn-
ur Chadwick, f. 1962. Eiginkona
hans er Hafdís Óskarsdóttir.
Börn þeirra eru: Helga Ósk, f.
1985, Henrik Chadwick, f. 1990,
og Heiðdís Chadwick, f. 1993. 2)
Hilmir Chadwick, f. 1966 (ógift-
Elsku mamma, Kristín Carol
Chadwick, fæddist í Leeds í Eng-
landi og ólst þar upp með tvíbura-
bróður sínum fram til níu ára ald-
urs. Framan af lífsleiðinni má
segja að líf hennar hafi einkennst
af togstreitu milli tveggja landa,
Englands og Íslands. Foreldrar
hennar skildu og tvíburarnir voru
aðskildir hvor í sínu landinu. Eftir
að mamma flutti til Íslands ólst
hún upp í Reykjavík með móður
sinni. Ung að aldri kynntist hún
sínum fyrri eiginmanni, Guð-
mundi Frey Halldórssyni, og
bjuggu þau í Keflavík. Þar eign-
uðust þau tvo drengi, Hlyn og
Hilmi, en að lokum skildi leiðir
þeirra.
Síðar byrjaði mamma að vinna
á Sólheimum í Grímsnesi og hafði
Hlyn og Hilmi með sér. Þar
kynntist hún sínum framtíðar-
manni, Gunnari á Hömrum. Eftir
að þau giftust gekk Gunnar
drengjunum í föðurstað og fyrir
þeim er hann alltaf pabbi.
Mamma var kjarnakona, það
fundu allir sem umgengust hana
sem félagar eða samstarfsfólk.
Mamma var mikil húsmóðir og
hélt verndarhjúpi yfir okkur börn-
unum. Þegar við komum inn úr
bústörfum var matarborðið hlaðið
af mat og drykk sem var unnið úr
þeirra eigin afurðum á Hömrum,
frá bóndabýlinu á Hömrum.
Mamma kenndi okkur nægjusemi
og skipulag en pabbi (Gunnar Jó-
hannesson, d. 2013) kenndi okkur
útsjónarsemi í vinnu og að vera
mikil náttúrubörn. Mamma og
pabbi héldu gott bú í fallegu um-
hverfi á Hömrum. Til tilbreyting-
ar fór mamma stundum með okk-
ur í sund á Sólheimum og kenndi
okkur þar fyrstu sundtökin.
Aldrei átti móðir okkar von á
því að enda sem bóndakona í
Grímsnesinu þar sem hún hafði
fæðst í Leeds á Englandi. Hún var
vel virk í sveitinni og var til dæmis
með í starfi kirkjukóra og í kven-
félaginu. Hún átti góðan vinkon-
uhóp sem stóð þétt saman og fann
upp á ýmsu sprelli. Eftir að
mamma og pabbi hættu að búa og
fluttu á Selfoss starfaði hún mikið
með Rauðakrossdeildinni þar.
Ensk menning var stór hluti af
mömmu og það kom víða fram,
bæði í hefðum, tónlistarsmekk og
myndlist. Einnig má nefna að hún
fylgdist mjög vel með bresku kon-
ungsfjölskyldunni og var afar stolt
af stígvélunum sínum sem voru í
bresku fánalitunum.
Fyrir einu og hálfu ári fékk
mamma heilablóðfall og lamaðist
að hluta á vinstri hlið en náði með
þolinmæði og æðruleysi að vinna
sig til baka og var í haust farin að
spá í að kaupa sér nýjan bíl og
fara að keyra aftur.
En fljótt skipast veður í lofti og
ekki veit maður ævi sína fyrr en
öll er. Eftir stutt veikindi heima
við var hún lögð inn á HSU og
fljótlega kom í ljós að krabbamein
sem hún hafði áður fengið með-
höndlun við hafði dreift sér um
líkamann og aðrir fylgikvillar létu
á sér kræla. Mamma tók þessum
fréttum af æðruleysi og kvaddi
sátt aðeins þremur vikum seinna.
Við systkinin gáfum mömmu
loforð um að koma saman með
fjölskyldum okkar og halda henni
til heiðurs annan í jólum jólaboðið
sem hún var alltaf með. Mamma
var afar kát með þetta og þótt
veikburða væri þá svaraði hún að
bragði með bros á vör: „Jááá! …“
um leið og hún kreppti hnefann til
leggja áherslu á orð sín.
Takk mamma, minning þín lif-
ir.
Hlynur Chadwick Guð-
mundsson, Hilmir Chadwick
Guðmundsson, Gunnar
Kristinn Gunnarsson, Auður
Gunnarsdóttir.
Ég kynntist strák úr Gríms-
nesinu haustið 1982. Hann ætlaði
heim í sveitina um jólin og bauð
mér að koma í heimsókn milli jóla
og nýárs til að kynna mig fyrir
fjölskyldunni sinni. Það var erfitt
fyrir mig, borgarbarnið, að taka
rútu í snjóþyngslum og ófærð að
Borg í Grímsnesi. Ég kveið þess-
um hittingi. Það var bara trak-
torsfært frá Borg til Hamra. Mér
fannst ég föst á hjara veraldar,
langaði helst að taka rútuna til
baka. Kvíðinn reyndist óþarfur.
Það var tekið vel á móti mér.
Kristín, mamma Hlyns, var bæði
ræðin og skemmtileg og feimnin
hvarf. Með Kristínu eignaðist ég
bæði tengdamömmu og mjög
góða vinkonu. Þó við værum ekki
alltaf sammála um hlutina, þá vor-
um við ætíð bestu vinkonur. Við
spjölluðum mikið símleiðis gegn-
um tíðina. Oft var sagt: Ertu enn
að tala við hana mömmu/ömmu?!
Við Kristín áttum margar
skemmtilegar stundir saman hin
síðari ár, þá var farið að róast hjá
okkur báðum. Við fórum í allskon-
ar ferðir og alltaf glens og gaman
hjá okkur. Við elskuðum að þræða
búðir erlendis og menningin var
skammt undan, leikhús í London,
aðventutónleikar í Vín, dekurferð
til Barcelona eða bara orlofsferð
til Akureyrar. Þetta voru allt
gæðastundir. Við vorum báðar
þakklátar fyrir þessa tíma okkar
saman. Kristín upplifði ýmiskon-
ar áföll og erfiðleika í lífinu en hún
var hress og jákvæð að eðlisfari
og það hjálpaði henni að vinna úr
sínum erfiðleikum. Hún ólst upp
fyrstu árin í Englandi en flutti síð-
an til Íslands með móður sinni og
Ralph tvíburabróður sínum.
Henni auðnaðist þó ekki að alast
upp með Ralph þar sem hann
fluttist aftur til Englands, barn að
aldri, til að dvelja hjá James föður
þeirra. Tregafullur aðskilnaður
frá föður og bróður var skuggi á
líf hennar. Hún varð ung að árum
einstæð móðir með tvo syni og
sagði sitt mesta gæfuspor í lífinu
hafa verið að kynnast jafn traust-
um og góðum manni og Gunnar
bóndi að Hömrum var. Kristín
hafði alltaf gaman af að segja
manni sögur af sér og litríkri ævi
sinni í Englandi og Íslandi, sorg-
um og sigrum. Hún var heims-
kona í bland við bóndakonuna en
alltaf svo sjálfstæð. Fyrir mörg-
um árum sagði ég við hana: Það
væri hægt að skrifa bók um þig,
Kristín! Það endaði með að hún
skrifaði endurminningarnar sín-
ar. Bókina nefndi hún: „Tveggja
landa kona“. Fyrir nokkru hélt
Kristín að hún væri að fá alzheim-
er. Mér fannst það ekki passa.
Hún mundi bæði fortíð og nútíð.
Svo ég tók hana í smá próf og
spurði hana varðandi nýliðna
daga, svo að lítið bæri á. Hún gat
rakið tímann sinn í smáatriðum,
frá morgni til kvölds. Kristín var
ekki með elliglöp og ég fullvissaði
hana um að greining hennar
stæðist ekki og við hlógum dátt.
Ég sakna Kristínar tengdó, sam-
talanna, húmorsins, galsans og
gleðinnar. Um leið er ég svo þakk-
lát fyrir að hafa haft þessa traustu
gæðakonu í lífi mínu síðastliðin 39
ár, þakklát fyrir hvað hún var
stolt af okkur og börnunum okk-
ar, Helgu Ósk, Henriki og Heið-
dísi, og hversu vel hún fylgdist
ætíð með þeim, heima og að heim-
an í þeirra mörgu ævintýrum.
- Takk, kæra Kristín, fyrir
samfylgdina.
Þín
Hafdís.
Minning um ömmu í sveitinni.
Elsku amma Stína. Alltaf þeg-
ar ég hugsa um hvar mér líður
best, þá hugsa ég um Hamra. Ég
hugsa um að ég sé í gúmmístígvél-
unum mínum að labba í læknum
með prik í hendinni sem ég nota
til að pota í steinana. Svo fer ég út
á tún þar sem ég leggst niður í sól-
inni og hlusta á kindurnar jarma
og goluna blása. Allt í einu heyr-
ast óp og köll í fjarlægðinni, þetta
ert þú að kalla á okkur systkinin
að koma inn í kaffi. Við erum orð-
in ótrúlega svöng eftir að hafa
djöflast úti allan daginn og hlaup-
um upp að Hömrum með skítuga
putta sem lykta af ull og hesta-
slefi, bestu lykt í öllum heiminum.
Það kemur ekki til greina að við
séum að fara að borða með þessa
skítugu putta svo þú biður okkur
um að þvo okkur vel um hendurn-
ar. Ég man svo skýrt eftir því að
vera á neðri hæðinni að þvo mér
um hendurnar með hvítu sápu-
stykki. Lyktin af sápunni minnir
mig alltaf á þig.
Ég var alltaf mikil afastelpa,
fannst gaman að keyra um á trak-
tor með afa Gunnari eða horfa á
hann rýja ærnar, en eftir því sem
ég varð eldri urðum við tvær nán-
ari. Við urðum sérstaklega nánar
eftir að ég flutti til Köben til að
læra leiklist, þá áttum við til að
hringjast á og hlæja saman. Þú
hefur alltaf verið með góðan, ós-
lípaðan breskan húmor sem mér
þótti vænt um því mér fannst ég
aldrei þurfa að sykurhúða neitt
þegar ég sagði brandara til að láta
þig hlæja. Ætli þú hafir ekki feng-
ið húmorinn frá pabba þínum,
langafa James Hoggart. Ég
spurði þig fyrir stuttu hvort þú
tryðir á drauga eða engla og þú
svaraðir því játandi og sagðir að
stundum fyndir þú reykingalykt
þegar þú værir ein heima sem
þýddi að pabbi þinn væri kominn
til að fylgjast með þér. Ég veit
hvað þú varst ánægð þegar ég og
Böðvar náðum aftur saman, þú
varst alltaf svo heilluð af honum.
Ég vil meina að ef þú værir á okk-
ar aldri værirðu búin að stela hon-
um af mér. Ég vil þakka þér fyrir
að hafa verið amma mín, fyrir all-
an hláturinn, fyrir gjafirnar og fyr-
ir að gera þitt besta.
Þitt barnabarn,
Heiðdís.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það er alltaf erfitt að kveðja vini
sína og skrítin tilfinning að geta
ekki tekið upp símann og hringt
eða bankað upp á og of seint að
stinga upp á einhverju skemmti-
legu að gera saman.
Ungar að árum kynntumst við
Kristín Carol í gegnum vini okkar
sem voru félagar. Það var happa-
fengur að kynnast og verða vin-
kona jafn flottrar og litríkrar konu
og hún Kristín mín var, saga henn-
ar var stórbrotin, hún var tvíburi
og voru þau systkinin alin upp til
þriggja eða fjögurra ára aldurs á
Englandi þar til foreldrarnir skilja
og þau eru aðskilin þar sem Ralf
tvíburabróðir hennar varð eftir og
alinn upp hjá föðurnum í Englandi
en hún af móður sinni hér heima á
gamla Fróni.
Ung giftist hún æskuvininum
og eignaðist með honum tvo syni
áður en leiðir þeirra skildi og hún
fluttist á Suðurland þar sem hún
kynntist seinni manninum sínum,
honum Gunnari á Hömrum, og
eignaðist með honum tvö börn.
Hún var trygglynd og góður félagi
og alltaf sama góða vinkonan þótt
daglegt amstur hamlaði oft okkar
sambandi. Kristín var drífandi í
hverju sem hún tók sér fyrir hend-
ur og þrátt fyrir að vera bónda-
kona í sveit sinnti hún ýmsum vel-
gerðarfélögum eins og Rauða
krossinum og öðrum félagsstörf-
um af alúð.
Elsku Kristín mín, þínu ævi-
starfi er lokið, ég er þakklát fyrir
allar okkar góðu samverustundir,
þú varst lífsglöð kona og gleðigjafi,
deildir og gafst af þér til annarra.
Hafðu þökk fyrir allt og allt og
góða ferð heim vinan.
Enginn veit og enginn sér
hvar endirinn er né hvenær að ber
og enginn vill víst vita það
hvenær tími er til að leggja af stað.
(S. Pétursson)
Þín vinkona,
Sigríður J. Guðmunds-
dóttir (Sirrý Guðmunds).
Í dag kveðjum við mikla
öðlingskonu, Kristínu Chadwick.
Við kynntumst Kristínu fyrir
um hálfum öðrum áratug þegar við
byrjuðum að vinna hjá Rauða
krossinum. Kristín hafði þá verið
sjálfboðaliði Árnesingadeildar í
nokkur ár og öðlast víðtæka
reynslu í ýmsum verkefnum. Það
var gott að vinna með Kristínu,
hún hafði sérlega þægilega nær-
veru, var alltaf jákvæð og tilbúin
að aðstoða þar sem þess var þörf.
Sérstaklega viljum við minnast á
þátttöku hennar í neyðarvörnum í
Suðurlandsskjálftanum 2008, en
þar kom vel í ljós hvað hún var í
raun mikilvægur hlekkur í starf-
inu. Dag eftir dag stóð hún vaktina
í þjónustumiðstöð í Tryggvaskála
á Selfossi, tók á móti fólki með sínu
hlýja viðmóti og veitti stuðning
þeim sem á þurftu að halda. Hún
var einnig mikilvæg í starfi deild-
arinnar þegar fólk leitaði þangað
eftir stuðningi fyrir jólin. Alltaf tók
hún vel á móti fólki með hlýju við-
móti og fólki leið betur eftir að
hafa spjallað við hana. Það var
ómetanlegt að hafa sjálfboðaliða
eins og Kristínu við hlið sér í störf-
um fyrir Rauða krossinn.
Við kveðjum Kristínu Chadwick
með þakklæti í huga, það var gott
að eiga hana að í starfinu en ekki
síður að vini um langt árabil. Ætt-
ingjum og vinum sendum við sam-
úðarkveðjur.
Ragnheiður Ágústsdóttir,
Jóhanna Róbertsdóttir.
Kristín Carol
Chadwick
- Fleiri minningargreinar
um Kristínu Carol Chadwick
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KATRÍNAR MARTEINSDÓTTUR
verslunarkonu.
Lilja Jónsdóttir Ragnar Daníel Stefánsson
Marteinn Jónsson Þórunn Björg Ásmundardóttir
Kristján Jónsson Kristín Ólöf Jansen
ömmubörn og langömmubörn
Elsku mamma, tengdamamma, amma
og langamma,
ÞORBJÖRG STEINÓLFSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 11. nóvember.
Útför fór fram í kyrrþey.
Þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýju
og kærleika við andlát hennar og aðdraganda þess.
Vigdís Valsdóttir Bjarni Ásgeirsson
Ragnhildur Valsdóttir Tino Nardini
Lilja Valsdóttir Örn E. Gíslason
Steinar Benedikt Valsson Kristín Jóhannsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
móður minnar, tengdamóður, systur
og mágkonu,
GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR,
Grandavegi 47, Reykjavík.
Gubjörg Magnúsdóttir Árni Jakob Larsson
Haukur Guðlaugsson Grímhildur Bragadóttir
Páll Guðlaugsson Brittlis Guðlaugsson
Steinunn Guðlaugsdóttir Magni R. Magnússon
Guðleif Guðlaugsdóttir Leifur H. Magnússon
Elskulegur maðurinn minn,
GUNNBJÖRN ÓLAFSSON
frá Sellátrum í Tálknafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
25. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Fjölskyldan vill þakka starfsfólki Borgarsels og deildar N-2 á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir kærleiksríka umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Þórhallsdóttir